Vísir - 19.06.1954, Page 1
44. árg.
Laugardaginn 19. júní 1954
134. tl»L
'<W s
Biskupsvígsla í dómkirkjunni
kl. 10 á morgun.
Vígslitbiskup síra Bjarni Jónsson vigir hérra
Ásntund GuÓmundsson til biskups yfir íslandi.
Loftið hremna
í Frakklandi.
Mendes-France hefur í dag
unnið að stjórnarmyndun sinni.
Hann hefur tilkynnt, að hann
muni velja ráðherra án tillits
til hvar þeir standa í flokkl
Hinn óvænti sigur Mendesr
France í fulltrúadeildinni er
halinn hafa hreinsað hið póli-
tíska andrúmsloft Sigurinn.
virðist hafa létt fargi af morg-
um, sem hafa haft sívaxandi-á-
hyggjur af hinum tíðu stjóin-
arskiptum síðari ára, og geia
sér nú vonir um, að breytingin,
sem allir hafaþráð, sé komin og
landið geti framvegis haft rík-
j isstjórnir sæmilega öruggar x
íslendingafélagið í New York síðar í sumar er ráðgex’t, að sessi
efndi í gærkveldi til fagnaðar efnt verði til skemmtiferðar út
I úr borginni, þar sem menn eta
j og skemmta sér undir berum
himni.
Myndin hér að ofan var tek-
in á æfingu fyrir „Fósturjörð í
fjarlægð“, og sjást á henni frá
vinstri: Magnús Bl. Jóhanns-
son, Gunnar Eyjólfsson, Guðrún
Camp, Guðrún Tómasdóttir og
Guðmunda Elíasdóttir.
íslandskvöld í New York.
Kvenréttindadaguriim.
Kvenréttindafélag fslands
mun halda 19. júní hátíðlegan
eins og venja þess er.
í kvöld kl. 18.30 verður full-
trúaráðsfundur félagsins settur
í, Tjarnarcafé og mun vestur-
íslenzkum konum verða boðið
á fundinn, en þær flytja kveðj-
ur að vestari. Til skemmtunar
verður auk sameiginlegrar kaffi
drykkju, að frú Þóra Matthías-
son syngur einsöng með aðstoð
frú Jórunnar Viðar. Þá les frú
Sigurlaug Ámadóttir upp en
síðan verða frjáls ræðuhöld.
Annar Laniel
í vanda.
Einkaskeyti frá AP. —
Laniel, forsætisráðherra
Frakklands, er ekki eini mað
urinn af Laniel-ættinni, sem
átt hefur í erfiðleikmn að
undanförnu. A. m. k. annar
til hefur átt í mesta basli
— bróðir hans, René — og
er því hvergi nærri lokið.
René Laniel er gildvax-
inn og glaðlyndur Nor-
mandí-búi og er hann sak-
aður um að hafa beitt óheið-
arlegum aðferðum sér til
framdráttar viðskiptalega.
Ásakanirnar koma úr öllum
áttum. Hans eigin flokkur,
Óháði flokkurinn, hótaði að
reka hann úr fIokknum, ef
hann segði ekki af sér þing-
mennsku í seinasta lagi í
dag. René Laniel á sæti í
efri deild þingsins._____
Nýr skrúðgarður
opnaður í Hafnarfirði
Sextan fyrirtæki fullgerðu skrúbgarðmn
á 10 dögum.
Biskupsvígsla fer fram í
■dómkirkjunni á morgun kl. 10
árdegis, er síra Bjarni Jónsson
vígslubiskup vígir herra Ás-
mund Guðmundsson til biskups
yfir íslandi.
Biskupsvígslan fer fram sam-
kvæmt þeim hefðbundnu venj-
um, sem hér hafa skapazt.
:Sunginn verður latneski vígslu
söngurinn, sem hvergi er not-
aður nema hér á landi, en höf-
undur lagsins er Pétur heitinn
•Guðjohnsen dómkirkjuorgan-
isti. Þessi yígslusöngur hefur
frá hans tíma v.erið notaður hér
við biskups- og prestsvígslur.
Einnig verður sunginn sálmur-
inn: „Lofið guð, ó lýðir, göfg-
ið hann“, en lagið við þann sálm
• er einnig eftir Pétur heitinn1
■Guðjohnsen.
Herra Þórhallur Bjarnarson
var fyrstur bliskup vígður í
Reykjavíkurdómkirkju, en þá
hafði ekki farið fram biskups-
vígsla á íslandi í 111 ár'frá því
er herra Geir Vídalín var vígð-
ur á Hólum 1797 af herra Sig-
urði Stefánssyni, síðasta Hóla-
hiskupi. Síðan hafa allir bisk-
upar og vígslubiskupar Skál-
holtsstiftis verið vígðir í Rvík-
urkirkju.
Kl. 10 árd., meðan samhringt
er ganga vígðir menn .í skrúð-
göngu frá alþingishúsinu til
kirkju, ganga fyrstir fjórir
prestar, er starfa að guðsþjón-
ustunni, þá prófastar, þá presc-
ar, þá vígsluvottar, þá biskups-
sveinar, famuli, er síðar standa
lieiðursvörð við altarið, og loks
vígslubiskupar og vígsluþegi.
Próf. dr. theol. Magnús Jóns
son lýsir vígslu, og síðan ganga
famuli, vígsluvottar og biskup-
ar í fullum skrúða í kór og vígsl
an hefst. En henni lýkur með
því að vígslubiskup afhendir
hinum nývígða biskupi bisk-
upskrossinn, sem legið hefur á
altari meðan athöfnin fór fram.
Einkaskeyti frá AP. —
Hanoi í gær.
Nánari fregnir hafa nú bor-
izt um mikinn bardaga um
Vinh Mo, mikilvægt þorp, sem
er um 30 km. frá Hanoi, í hér-
aði, þar sem franskir trúboðar
sneru þúsundum manna til
kaþólskrar trúar fyrir seinustu
aldamót. f þorpinu er 900 ára
gamalt Bulcdha-misteri.
Árás uppreistarmanna var
gerð í kolamyrkri 1—2 stund-
um fyrir dögun. Þeir voru vopn
aðir handsprengjum, sprengju-
vörpum, vélbyssum og öðrum
léttum vopnum. Lið þetta hafði
hafst við í neðanjarðarbyrgjum
up og loks fer fram altaris-
ganga biskupa og þeirra presta,
er þjóna við vígsluna.
Vígsluvottar eru fjórir pró-
fastar, einn úr hverjum lands-
fjórðungi, þeir Friðrik J. Rafn-
ar vígslubiskup og prófastur á
Akureyri, Jakob Einarsson próf.
á Hofi í Vopnafirði, Jón Auð-
uns, dómpróf. í Reykjavík, og
Þorsteinn Jóhannesson, próf. í
Vatnsfirði.
Altarisþjónustu annast próf.
Björn Magnússon og sr. Óslcar
J. Þorláksson dómkirkjuprest-
ur. Famuli, biskupssveinar
verða sr. Birgir Snæbjarnarson
á Æsustöðum og sr. Björn Jóns-
son í Keflavík.
Að lokum ganga allir vígðir
menn í skrúðgöngu frá kirlcju
og til alþingishússins. 1
Viðstaddir biskupsvígsluna'
verða þessir erlendir fulltrúar:
dr. Lundquist, forseti alheims-
sambands lútherstrúarmanna,
sr. Haraldur Sigmar, fulltrúi
Kirkjufélagsins í Vesturheimi,
og próf. Richard Beck, fulltrúi
þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi og Sameinaða
kirkjufélagsins.
Þar sem búast má við miklu
meira fjölmenni en kirkjan
rúmar, verður komið fyrir há-
talara á kirkjunni. Um kvöldið
heldur kirkjumálaráðherra fjöl
menna veizlu til heiðurs hinum
nývígða biskupi.
Enn neita Rússar.
Rúsar hafa beitt neitunar-
valdi í Öryggisráðinu í 60.
sinn.
Fulltrúi Sovét-Rússlands í
Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna hefur beitt neitunarvaldi,
til þess að hafna tilmælum Thai
lands um að send yrði þangað
nefnd á vegum SÞ, til eftirlits,
vegna aukinnar ófriðarhættu
eftir fall Dienbienfu.
á ey nokkurri í Rauðá, og fóru
á flekum og bátum yfir á norð-
urbakkann.
Setuliðið í virki utan þorps-
ins varðist vasklega, en þegar
er kunnugt varð um árásina,
söfnuðust saman þúsundir ka-
þólskra heimavarnarliðsmanna,
sem komu setuliðinu til aðstoð-
ar. Tókst að hrinda árásinni.
Uppreistarmenn sögðu í fregn-
um sínum af árásinni að mann-
tjón hefði verið mikið á báða
bóga. Einnig sögðust þeir hafa
tekið marga heimavarnarliðs-
menn höndum. — Báðum aðil-
um ber saman um, að bardag-
inn hafi verið geisiharður.
í tilefni af þjóðhátíðinni.
Fór skemmtunin fram í Pic-
cadilly-gistihúsinu, og var þar
margt til skemmtunar. Formað
ur félagsins, Gunnar Eyjólfs-
son leikari, setti hófið með
stuttri ræðu, en síðan mælti
Thor Thors sendiherra fyrir
minni íslands. Þá sungu þær
Guðmunda Elíasdóttir og Guð-
rún Tómasdóttir tvísöng með
undirleik Magnúsar Bl. Jó-
hannssonar. Að því búnu fór
fram helzta skemmtiatriði
kvöldsins, seiö var hylling ís-
lands í tónum, ljóðum og söng.
Eru það ljóð frá ýmsum tímúm,
sem eru sungin eða sögð fram.
Komu þar fram Guðrún Camp,
Guðmunda Elíasdóttir, Guðrún
Tómasdóttir og Gunnar Eyjólfs
son, en undirleik annast Magn-
ús Bl. Jóhannsson, sem einhig
hefur samið tónlistina.
Talsvert fjör hefur verið í
starfsemi íslendingafélagsins
að undanförnu, og. var meðal
annars efnt til sumarfagnaðar
við mikið f jölmenni í apríl, og
Slakaði hann til?
Einkaskeyti frá AP.
Genf í gærkveldi.
Lokaður fundur um Indókína
hófst síðdegis.
Vestrænu fulltrúarnir gerðu
sér vonir um, fyrir fundinn, að
Chou Enllai myndi gera ná-
kvæmari grein fyrir afstöðu
sinni til Laos og Cambodia, en
í seinustu ræðu hans tlaaði
hann sem hann vildi slaka veru
lega til. Bretar og Frakkar
bygja nokkrar vonir á seinustu
ræðu hans, en fulltrúar Banda-
ríkjanna eru ekki eins bjarts-
sýnir.
Bretar leyfa
ekki leit.
Brezka stjórnin mun geta
allt sem í hennar valdi stend-
ur til að hindra vopnasendingar
til Guatemala.
Þó mun hún ekki leyfa banda
rískum herskipum að stöðva
brezk skip til skoðunar. Brezk
herskip munu framkvæma slíka
skoðun, ef ástæða þykir til, en
annars hafa Bretar lagt bann
við útflutningi vopna til Guate
mmala og hefur það verið í
gildi í 6 ár.
Hafnfirðingar lyftu miklu
Grettistaki með því að gera
hinn fegursta skrúðgarð á 10
dögum, þar sem áður var ein-
göngu möl og grjót og örlaði
ekki á gróðri.
Skrúðgarður þesi er á lóð
Einars Þorgilsonar & Co. við
Strandgötuna, sunnan Apóteks-
ins.
Það voru Fegrunarfélag Hafn
arfjarðar og Rotaryklúbbur
Hafnarfjarðar, sem áttu frum-
kvæðið að þessu, en síðan var
leitað til 16 fyrirtækja í Hafn-
arfirði um að sjá um fram-
kvæmdimar og bera kostnaðinn
af þeim. Var skipulag garðsins
og framkvæmdir allar gerðar í
samráði við bæjaryfirvödin í
Firðinum.
Fyrirtækin lánuðu menn til
starfa, sömuleiðis bifreiðir eftir
þörfum og loks greiddu þau
efni sem til þurfti. Auk þessa
munu félagar í Rotaryklúbb
Hafnarfjarðar allmikið í sjálf-
boðavinnu, aðallega á kvöldin.
Framkvæmdum var að fullu
lokið á 10 dögum og garðurinn.
tilbúinn og opnaður fyrir al-
menning fýrir 17. júní. í garð-
inum eru grasfletir með blóm-=>
um, bekkjum og gangstígum og
öllu í senn haganlega og smekk-
lega fyrirkomið. í miðjum garð-
inum er þriggja metra langt
líkan af gámla kútternum „Sur
prise“ sem Einar Þorgillsson
átti, en fiskurinn úr Surprise
var jafnan þurfkaður á mölinni
þar sem skrúðgarðurinn er nú.
Talið er að heildarkostnaður
við garðinn hafi numið 40—50
þús. krónum, og báru eftirtalin
16 fyrirtæki allan kostnað við
hann: Olíustöðin í Hafnarfirði
h.f., Lýsi og mjöl h.f., íshus
Hafnarfjarðar h.f., Dröfn h.f.,
Vélsmiðja Hafnarfjarðar h.f.,
Ásmundur Jónsson bakara-
meistari, Dvergur h.f., Einar
Þorgilsson & Co., Kaupfélag
Hafnarfjarðar, Rafveita Hafn-
arfjarðar, Hafnarfjarðar apó-
tek, Venus h.f., Bæjarútgerð h.f.
Vélsmiðjan Klettur, Fiskur h.f,
og Frost h.f. j
Þá prédikar hinn nývígði bisk-
Harður bardagi hjá Rauðá.
Kaþólskir heimavarnarliðsmenn hrundu
árásinni með setuliði Frakka.