Vísir - 19.06.1954, Page 4

Vísir - 19.06.1954, Page 4
4 VtSIR ¥XS1R DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Hver efa&ist? TT'yrir nokkrum vikum afréðu kommúnistar að safna milljón króna til húsakaupa og átti að gefa „alþýðunni“ kost á að íeggjá fé af mörkum í þessu sky,ni. Var það markmiðið, að söfnuninni skyldi íok'jð fyrir 17. júní, svo að hinir þjóðlegu menn gætu haldið sígurhátíð, þegar lýðveldið yrði tíu ára. í fyrradag gat Þjóðviljinn svo skýrt frá því, að markinu hefði verið náð og vel það, því að unninn hefði verið „einn mes'i sigur, sem Sósíalistaflokkurinn hefði unnið“, og hefðu alls safnast 1140 þús. krónur eða verið farið 14% fram úr markinu. Jafnskjótt og söfnuninn var hafin, fóru framlögin að streyma í sjóðinn, og bar þá ekki á því, að „alþýðan" væri alveg eins þrautpínd og fjárvana og Þjóðviljinn og önnur blöð kommún- ista hafa viljað vera láta að undanförnu. Hefur því þó verið lýst margoft og af miklum fjálgleik, að stolið sé af hverjum verkamanni þúsimdum króna á ári hverju, svo að þeir hefðu ekki til daglegra i.aría, hvað þá að þeir gætu lagt eitthvað til hliðar. Samt fundu kommúnistar svo mikið fé hjá þeim, að framlögin námu tugum þúsunda á degi hverjum, sem Þjóð- viljinn skýrði frá. En forsprakkar kommúnista þurftu ekki að óttast, að skjótt yrði upp urið það fé, sem finnanlegt væri meðal „alþýðu" manna, því að þeir vissu sem var, að milljónina mundu þeir alltaf fá, hvernig sem hinar raunverulegu undirtektir almenr,- ings yrðu. Þess vegna var þeim alltaf óhætt að setja markið hátt, því að „varasjóðurinn" var alltaf tiltækur, ef alþýðan brygðist, og nú hefur verið séð svo um með aðstoð hans, að hinn mikli sigur hefur unnizt á tilsettum tíma. Kommúnistum hefur þótt illt að liggja undir þeim grun, að féð, sem þeir hafa verið að rembast við að safna, væri ekki að öllu leyti íslenzkt, og raunar ekki nema að litlu leyti. Er þetta einkar skiljanlegt, þegar þess er gætt, að þeir haía svo sem engin sambönd við erlend skoðanabræður, og njóta þai af leiðandi einskis góðs úr þeirri átt, hvorki andlega né verald- legaH Af þeim sökum hafa þeir barið sér á brjóst, svarið og sárt við lagt, að enginn eyrir sé rússneskur og allt féð sé komið úr vösum þjóðhollra, íslenzkra manna. Þrátt fyrir þetta er mjög hætt við því, að fáir fáist til að leggja trúnað á það, að hér hafi verið um „íslenzka" söfnun að ræða. Þjónusta hérlendra kommúnista við stefnu og markmið kommúnista úti um heim er svo innileg, að engum kemur til hugar, að þeir vinni ekki til nokkurra launa með þjónkun sinni og fái þau, þegar þörf er fyrir þau, eins og þegar efnt er til söfnunar líkt og hér. Væntanlega færa þá kommúnistar endalega sönnur á það, að féð sé allt íslenzkt með því að birta söfnunarlistana, svo að enginn þurfi að efast lengur. Þeim getur varla verið það á móti skapi, því að svo ærukærir eru þeir, eins og alþjóð er kunnugt. En geri þeir þetta ekki, vita allir hváð veldur, og er þá mjög hætt við því, að þessi mikli sigur þeirra verði einn Pyrrhusarsigurinn enn. Thorvaldsensfélagiö viil koma upp vöggustofu. Thorvaldsensfélagið ætlar j að hefjast handa í sumar um byggingu vöggustofu fyrir1 20—30 ungbörn. Stjórn- félagsins kallaði blaðamenn á fund sinn nýlega til þess að skýra þeim frá fyr- irhuguðum framkvæmdum fé- lagsins. Eitt af aðaláhugmálum fé- lagsins hefir lengi verið að reisa vöggustofu fyrir ungbörn hér í Reykjavík. Borgarstjóri og bæjarstjórn Reykjavíkur hefir nú úthlutað félaginu lóð að Hlíðarenda við Sunnutorg og er ætlun félags- ins að hefja byggingarfram- kvæmdir í sumar og er áætlað, að vöggustofan rúmi 20—30 börn frá aldrinum 0—3 ára. Til þess að ráðast í slíkar j framkvæmdir þarf mikið fé og mun félagið nú.hefjast handa til að styrkja uppeldissjóðinn með fjáröflunum. Félagið hefir látið útbúa póstkort með mynd af forseta- hjóunum og er það til sölu. Seinna í sumar mun svo koma bók á vegum félagsins, sem ætluð er til skemmtunar og fróðleiks fyrir börn. Allur ágóði þessarar sölu mun renna í byggingarsjóð vöggustofunn- ar. —• Félagið verður 80 ára á næsta ári. í því eru 60 konur og starfa þær allar af miklum áhuga fyrir félagið að undan- skildum 12 konum, en af þeim eru 6 heiðursfélagar. Árið 1905 keypti félagið húseignina Austurstræti 4, þar sem það hefir lengi rekið verzlun til ágóða fyrir starfsemi félagsins. Nýlega hefir farið fram breyt- ing á húsinu og hefir félagið nú komið sér upp fundarsal á efstu hæð hússins. Nýlega veitti Thorvaldsens- félagið 1000 kr. úr sjóði, sem stofnaður var árið 1937 til minningar um biskiipsfrú Val- gerði- Jónsdóttur, en tilgangur hans er að styrkja krabba- meinssjúklinga. Gó&ir lulltrúar. kað er orðin tízka, að Ísiéndíngar fari til útlanda- í hópum a hverju ári til þess að keppa við aðrar þjóðir í ýmsum íþróttum. Einnig bjóðum við útlendingum heim í sama tilgangi. Eru slík samskipti að mörgu leyti góð óg til þess falin að auka þroska og menntir þjóðarinnar á margan hátt. Ekki fer hjá því, að menn geri samanburð á þyí hver sómi er að þeim hópum, sem utan fara, einkum að því er snertir frammistöðu í keppni við útlendinga, og standa þeir sig mjög misjafnlega, eins og við er að búast, og þykir almenningi að sjálfsögðu illt, þegar landar fara halloka. Á einu sviði virðumst við þó geta teflt fram mönnum, sem standa útlendingum á sporði hvað eftir annað og það er í skákíþróttinn. Hefur það sannazt hvað eftir annað, að íslendingar eru hlutgengir á þvi sviði, hvað sem líður getu þeirra í öðrum efnum, og haía men.n fýrir sér dæmin um þessar mundir, er þeir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Pálmason keppa við meistarana á mótinu í Tékko- slóvakíu og fá lof allra fyrir. Virðist ástæða til þess, að reynt sé að efla skákíþróttina hérlendis með ríflegri styrkjum til félaga skákmanna fran.- vegis en hingað til, þar sem starfsemi þeirra virðist bera svo ríkan ávöxt sem frammistaða skákmanna okkar um langt skeið bendir >il. - - Konur eru ekki mannþekkjarar. í Parísarborg var nýlega haldið þing sálfræðinga og þar kom í ljós, að konur, sem voru aðstoðarmenn sálfræðinga voru miklu slyngari í að dæma um skapgerð fólks, en hinir lærðu yfirboðarar þeirra. Það þýðir þó vitanlega ekki að menn eigi að vera alls ófróð- ir um sálarfræði til þess að vera mannþekkjarar. En kon- ur hafa vissa hæfileika, sem auðveldar þeim að sinna slík- um störfum. Við Lundúnahá?’:óla for fram rannsókn nýlega í þessu máli. Samkeppni milli karla og kvenna fór þar fram og átti hún að skera úr um það hvort kynið væri hæfara til að þekkja skapgerð manna aðeins af myndum þeirra. Konur báru mjög af körlum og sér i lagi þóttu konur, sem komnar voru yfir þrítugt, snjallar í þessu starfi. Sumum kann að finnast það' einkennilegt að konur sé færari körlum til sálfræðilegra starfa. En þegar að er gáð er ekki víst að það sé neitt einkennilegt. Þó að þær hafi ekki nein próí- skírteini hafa þær gengið i skóla, sem mjþg er kröfufrekur. Þær læra á heimilunum og af barnahópnum. Kona, sem á mörg börn, verður að vera vit- ur sáttasemjari. Hún verður daglega að dæma í margvísleg- um árekstrum, dæma á milli og miðla málum. Kona, sem tekur þátt í athafnalífinu þarf líka á mikilli háttvísi og mann- þekkingu að halda. Það er henni trygging fyrir velgengni í starfinu. Verið getur líka að þessi gáfa kvenna eigi rót sína að rekja til þess, að konur hafa meiri áhuga fyrir fólki yfirleitt held- ur en karlmenn. Það kalla karlmennirnir forvitni, en það má alveg eins kalla það fróð- leiksfýsn og athyglisgáfu. Það væri líka ágætt að karl- menn hefði dálítið skarpari athyglisgáfu. Hvernig er hægt að búast við því að sálfræð- ingur sé nazkur að finna hvað feitt er á stykkinu þegar hann tekur ekki einu sinni eftir því að konan hans hefur fengið sér nýjan hatt? 250 sýningar hjá meðlimum Bandalags leikfélaga. Aðalfundur Bandalags ísl. leikfélaga var haldinn hér í Reykjavík síðastl. laugardag. Formaður bandalagsins, Æv- ar Kvaran, stýrði fundinum. Samkvæmt skýrslu framkvstj. Sveinbj. Jónssonar höfðu verið synd um 48 löng leikrit á leik- árinu og mun leikkvöldafjöldi félaganna vera nálægt 250 leikkvöldupi. Auji þess útveg- aði bandalagið fjölda smærri leikþátta til ýmissa félaga, skóla og einstaklinga. Þá ann- aðist bandal: eins og áðui' út- vegun á búningum, hárkollum og öðrum leikbúnaði eftir því, sem fært var hverju sinni. Tíu lærðir leikstjórar störfuðu öðru hverju á vegum hinna ýmsu félaga. í ráði er að bandalagið hefji samvinnu við útgáfufyr- irtæki hér í Reykjavík um út- gáfu leikþátta, en hingað lil hafa leikþættir einkum verið fjölritaðir. í tilefni þessa er á- kveðið að veita 1000 kr, verð- laun fyrir bezta leikþáttinn, sem bandalaginu berst fyrir 15. október næstkomandi. Ráðgert Laugardaginn 19. júní 1954 Bergmáli eru oft send bréf er | fjalla um skrúðgarða bæjarins, en almenningi virðist vera mjög annt um að þeira sé vel við hald- ið, enda kannske ekki að furða, því um þessa garða verður fólki helzt reikað á kvöldstundum, er veður er gott. En nú skulum við snúa okkur að pistli, sem Berg- máli barst í gær. Þráinn skrifar um Austurvöll á þessa leið: „Það er skömm að Austurvelli eins og hann nú er. Voraði snemma. Sumarið kom fyrr en nokkurn tima áður í manna minnum, en ekkert var gert fyrir Austurvöll fyrr en seint og siðar meir. Það er ekki langt síðan að blóm voru sett þar niður, og þau virðast ekki þróast. Þau eru lítil og Ijót. Það er eins og einhverjir angar séu bara í moldinni sjálfri og stundum taka menn eftir að þau eru ekki vökvuð, þegar með þarf. Og nú er 17. júní liðinn — þjóð- hátíðardagurinn — og ekkert gleður augað á Austurvelli. Nú ræð ég fólki til þess að skoða þetta sjálf, svo það viti hversu mikið er i sölurnar lagt af fjár- munum skattþegnanna, sem virð- ast ekki bera ávöxt. Ef slátt skyldi kalla. Þó virðist taka út yfir með sláttinn á grasinu. Síðusiu tvö- skipti hefur hann verið fyrir neðan allar hellur og nú er ný- slegið, og verr farið en ógert. Ýmist er urgað niður í mold eða skildir eftir toppar. Annað hvort hlýtur drengurinn, sem gerði þetta að vera alveg óvanur þessu eða verkfærið laskað. F.n allt virðist þetta eftirlitslaust og svona gengur þetta. Heimur versnandi ... Öðruvisi var þetta i fyrra með Austurvöll. Þá var allt í bezta lagi, þótt sumarið hefði ekki ver- ið jafnsnemma og það hefur ver- ið i ár. Þá var slátturinn í bezta lagi, og blómskrúðið til hinnar méstu þrýði. Það er því sýnilegt, að hægt er að liafa völlinn fal- legan, ef um hann er hugsað. — Einkum ber á því að trassað er að vökva blómin nægilega oft, þegar um jafnmikið sólfar og. þurrka er að ræða, og hefur ver- ið undanfarið. Það eF því hörmu- legra að horfa upp á Austurvöli nú, þegar munað er hvernig hann var í fyrra. Hvað segja gestir? Útlendur maður hafði orð á þvi við mig, um það leyti er ung- ur piltur var að sarga grasið af Austúrvelli fyrir nokkru, livort ís lendingar kynnu ekki að ná grasi •af jörðu. Það var ekki auðsvarað, þegar vitað var við hvað maður- inn átti. Megi svo þessar fáu lín- ur mínar verða til þess að betur verði luigsað uni Austurvöll, því einnhver hlýtur að bera ábyrgð á verkinu. — Þráinn.“ Bergmát þakkar bréfið og læt- ur staðar núinið i dag. — kr. er að 4 leikþættir komi út í haust. Þá verða fjölrituð tíu: uýþýdd leikrit til afnota fyrir bandalagsfélögin á vetri kom- anda auk nýrar leikþátta. — Ákveðið var að efna til leiklist- arnámskeiðs í október næst- komandi. Stjórn bandalagsins; skipa nú: Ævar Kvaran form., Lárus Sigurbjörnsson og Sig- urður Kristinsson meðstjórn- endur. Framkvstj. bandalagsins og leiklistarráðunautur er Sveinbjörn Jónsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.