Vísir - 19.06.1954, Side 8
VtSIK er ódýrasta blaðifi og þó það fjöl-
breyttasta. — Hringið i s'tna 1860 eg
gerist áskrifendur.
Þebr sem gerast kaupendur VÍSIS eför
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypU 04
mánaðamóta. — Sími 1660.
Laugardaginn 19. júní 1954
Miklar umbætur á
kirkju höfuðstaðarins.
Sömuleiðis á orgeli kirkjunnar, sem aldreí
hefir verið betra en nú.
Undanarið hefur verið unn-
ið að miklum endurbótum á
JDómkirkjunni, þessu gamla og
virðulega Guðshúsi Reykvík-
ánga.
Kirkjan, sem nú hefur verið
sóknarkirkja bæjarbúa í 150 ár,
liefur aldrei verið fegurri, enda
hafa margir lagt þar hönd á
plóginn. Skal hér getið hins
helzta í þessu sambandi.
Öll kirkjan hefur verið mál-
nð að innan og hafa Hörður og
Kjartan h.f. leyst það verk
prýðilega af hendi.
Þá var allur kórinn, innkirkj
an, skrúðhús, stúkur biskups
og ráðherra, söngloft og allur
gangurinn lagður vönduðum
gólfteppum, sem Vefarinn h.f.
liefur ofið en Gólfteppagerðin
h.f. annast alla aðra vinnu við.
■Öll eru gólfteppin hin vönduð-
vistu, rauð og sum með bláum
:mynstrum, sem tekin eru eftir
gamalli ábreiðu í þjóðminja-
safninu. Teppin eru öll ofin úr
íslenzkri ull.
Vandaðir hvítir og gylltir
■stólar með rauðu íslenzku á-
klæði hafa verið smíðaðir, í stað
.gömlu þverbekkjanna brúnu,
•og hefur Snæbjörn Jónsson
gert stólana
Þá hefur farið fram mikil
endurbót á skrúðhúsi kirkjunn-
ar. Allt gólfið er klætt rauðri
•og blárri ábreiðu. Fögur ljósa-
króna sett í loftið, ein af fjór-
um sem voru í dómkirkjunni á
kertaöldinni áður en olíuljós
voru sett í kirkjuna 1901. Yfir
■útgöngudyr hefur verið sett
gömul altaristafla, sem var í
Reykjavíkurkirkju fram til
1860, en síðan hékk tafla þessi
í Bessastaðakirkju, unz kirkj-
unni þar var breytt að innan og
.gamlir gripir hennar gerðir út-
lægir þaðan. Við inngöngudyr
skrúðhúss til kirkju hangir nú
.málverk af kvöldmátíðinni,
vængjatafla frá 1720.
Á kirkjulofti hefur verið út-
búið vandað herbergi fyrir all-
an skrúða kirkjunnar, rykki-
lín, kórkápur og hökla, en
kirkjunefnd kvenna hefur unn
:ið að því með miklum dugnaði
að endurnýja skrúðann. Enn
verða þarna geymdir 100 ferm-
ingarkyrtlar, sem kirkjunefnd
'kvenna er að láta gera og gefur
•dómkirkjunni. Alla trésmíði
liefur unnið smiður dómkirkj-
unnar, Sigurður Skagfjörð.
Síðast, en ekki sízt skal þess
.getið, að mikil viðgerð hefur
farið fram á orgeli kirkj unnar,
Tvær ferðir Ferðaskrif-
stofimnar.
1 Ferðaskrifstofa ríkisins efn-
ir tii Geysis- og Gullfossferðar
á morgun kl. 9 árdegis.
Ekið verður um Hellisheiði,
Hveragerði, Grímsnes og stað-
næmzt þar við Kerið. Síðan
verður ekið til Geysis og stuðl-
að að gosi þar. Þaðan verður
•ekið til Gullfoss, niður Hreppa
íim Selfoss til Reykjavíkur.
Kl. 13:30 verður hringferð
nm Krýsuvík, Selvog (Stranda
Jkirkja), Hveragerði um Ljósa-
ioss, Þingvelli til Reykjavíkur.
og komu hingað tveir menn frá
hinni dönsku verksmiðju, sem*
smíðaði orgelið, til þess að inna
verkið af höndum. Var orgelið
hreinsað upp, „petalar“ endur-
nýjaðir, og fleira gert til lag-
færingar. Hefur dr. Páll ísólfs-
son fullyrt við.fréttamann Vís-
is, að dómkirkjuorgelið hafi
aídrei verið betra en nú.
Egill rau5f bjargar áhöfn
brennandi skips.
Bv. Egill rauði frá Neskaup-
stað er meðal togara þeirra, sem
eru á Grænlandsmiðum.
Á miðvikudag kom hann til
hjálpar færeysku skipi, sem
eldur hafði komið upp í. Bjarg-
aði hann áhöfninni, en skipið
brann og sökk. Var áhöfnin
flutt til Færeyingahafnar.
Komu yið á leið
til Grænlands.
Fjárhagsnefnd danska þings-
ins og fjármálaráðherra Dana
komu við hér á landi í gær á
leið til Grænlands.
Kom flugvél þeirra til Kefla-
víkur síðdegis og var ekið það-
an til Reykjavíkur með við-
stöðu í Hafnarfirði. Dr. Krist-
inn Guðmundsson hafði boð inni
fyrir þá hér í bænum.
Haldið var áfram til Græn-
lands í gærkveldi.
Beztí veðidagur
í EHðaam þ. 17.
Laxveiði hefur verið frekar
treg það sem af er veiðitímans,
en ýmislegt bendir þó til þess
að hún sé frekar að glæðast.
Fréttir úr Borgarfirði herma
að lítil laxveiði hafi verið þar
í vor, en fari þó heldur batn-
andi síðustu dagna.
Af stangaveiðiánum eru
Elliðaárnar fremstar hvað
fjölda veiddra laxa snertir. Þar
eru komnir á land 34 laxar. í
fyrradag var bezti veiðidagur-
inn í þeim, en þá fengust þar
6 laxar, þar af 5 fyrir hádegi
og 1 einni hluta dags. Þyngsti
laxinn vó 13 pund. Búið er að
flytja á efra svæðið um 20
laxa og eru veiðimenn þegar
byrjaðir að renna þar.
Tvær ferðir F.í.
á morgufi.
Ferðafélag íslands efnir til
tveggja ferða um helgína og
verður lagt af stað í þær báðar
kl. 2 e.h. á morgun.
Önnur ferðin er um Borgar-
fjörð og upp á Eiríksjokul, en
hin er að Hagavatni, gist í
skála Ferðafélagsins þar en
gengið á Langajökul á sunnu-
daginn.
Mynd þessi
var tekin við
komu Joseph-
ine Baker
hingað t fyrra
dag. — Með.
henni á mynd
inni er Har-
aldur Á. Sig-
urðsson, sem
verður kynnir
á skemmtun-
um þeim, er
hún heldur
hér í kvöld og
næstu daga.
Ljóst: Vignir.
„Hví heitir það ísland?“
Josephine Baker vill ættleiða
íslenzkt barn.
Á suðurbökkum Thames í
London hefir verið opnuð
fyrsta flugstöðin fyrir
kopta.
Hin heimsfræga söng- og
dansmær Josephine Baker er
nýlega komin til landsins og
mun halda hér 6 opinbera
hljómleika, í dag, á morgun og
mánudag. Einnig hefúr hún
mælst eindregið tii þess, að fá
að syngja fyrir sjúklinga, en
það er óráðið ennþá hvaða
sjúkrahús hún heimsækir.
Með söngkonunni komu tveir
hljómlistarmenn, sem verða
henni til aðstoðar. Það er Bar-
tek, píanóleikari,. en hann er
tékkneskur að ætt en nú búsett -
ur í Frakklandi og Dobat, sem
er svertingi og spilar á Bongo,
en það eru nokkurs konar
trommur. Þeim til aðstoðar er
svo fimm manna hljómsveit
með íslenzkum hljómsveitar-
mönnum, en Carl Bilieh hefur
annast allar samæfingar.
Frú Josephine Baker er fædd
í litlum blökkumannakofa í St.
Louis í Bandaríkjunum. Hún
hafði frá fyrstu tíð afar sterka
löngun til að leika. í fyrstu gekk
það afar erfiðlega ög má það
þakka einstæðum kjark og þreki
þessarar litlu stúlku að hún
gafst ekki upp við að troða hinn
þyrnum stráða veg. Þegar hún
var fjórtán ára kom hún fyrst
opinberlega fram í leíkhúsi í
fæðingarborg sinni. Það urðu
henni sár vonbrigði, en hún
gafst ekki upp og hélt til New
York og þar vann hún sinn
fyrsta leiksigur, er hún dansaði
sóló-dans í blökkumannaleik-
húsi, klædd nokkrum banönum.
Síðan vann hún glæsilega
sigra um víða veröld og hefur
eignast fjölda aðdáenda, hvar
sem hún hefur komið. Þrátt fyr
ir alla hrifningu er mönnum
það vel jóst, að hún kann ekki
að dansa. Hún dansar án þess
að hirða nokkuð um dansreglur
en dansar eins og ótamið barn
náttúrunnar, villt og stjórn-
laust, en heillandi og hefur
sjaldgæfan yndisþokka til þess
að bera. Söngur hennar er full-
ur af lífsgleði og glaðværð.
Frú Jósephine Baker er mik-
til fósturs 5 drengi af mismun-
til fósturs sex drengi af mismun
andi þjóðemum, frá Japan,
og Frakklandi og elur þá upp á
heimili sínu í Bordaux í Frakk-
landi, en hún er gift frönskurn
hljómsveitarstjóra, Joe Bouill-
on. Tilgangur hennar með þessu
er sá, að sýna fram á, að menn
geta hæglega lifað saman í sátt
og samlyndi þrátt fyrir mis-
munandi þjóðerni, trúarskoð-
anir og hörundslit. Hún hefur
farið þess á leit að fá íslenzkan
dreng til þess að ala upp, en
Barnaverndarnefnd hefur það
í athugun.
í stríðslok var hún gerð að
riddara heiðursfylkingarinnar
fyrir óeigingjarnt starf í þágu
franska hersins.
Josephine Baker er mjög að-
laðandi kona og býður of sér
góðan þokka. Henni finnstmjög
bjart og fagurt hér, en er undr-
andi yfir því, að landið skuli
heita ísland.
Sex guftbæiágar
vigiír á mámtdag.
Á mánudag verða 6 guðfræði-
kandidatar vígðir við synodus- -
guðsþjónustu í dómkirkjunni.
Þenna dag, hinn 21. júní,
hefst prestastefna íslenzku
þjóðkirkjunnar með guðsþjón-
Þar framkvæmir herra Ásmund
ustu í dómkirkjunni kl.: 1.15.
ur Guðmundsson fyrstu prests-
vígslu sína og vígir þessa guð-
fræðinga: Bjarna Sigurðsson til
Mosfelsprestakalls, Grím Gríms
son til Sauðlauksdalspresta-
kalls, Kára Valsson, Óskar
Finnbogason til Staðarhrauns-
prestakalls, Þóri Stept^nsen til
Staðarhólsþinga og Örn Frið-
riksson til Skútustaðapresta-
kalls.
Síra Friðrik A. Friðriksson
prófastur í Húsavík lýsir
vígslu, en sonur hans Örn Frið
riksson, prédikar.
Vígsluvottar verða síra Frið-
rik A. Friðriksson prófastur,
Sigurjón Guðjónsson prófastur,
prófessor Magnús Már Lárus-
son og síra Jón Thorarensen,
sem einnig þjónar fyrir altari. .
Almenn altarisganga allra
presta fer fram í lok guðsþjón-
ustunnar.
Viðræður um landvarnir em
hafnar milli Tyrklands og
Pakistan á grundvelli samn-
ings þess, sem fyrir nokkm
var gerður milli landanna.
Fulltrúar oliufélaga, sem
eiga í samningum við full-
trúa Persíustjórnar um olíu-
deiluna, leggja af stað til
Teheran á morgun.
Ætlar að skrífa bók um ís-
land og birta á Spáni.
Spænsfcur blaðatnaður í heimsókn hór.
Hér er staddur um þessar
mundir spænskur blaðamaður,
sem er að safna efni í bók um
Island.
Kom blaðamaður þessi, Luis
Carandell, til landsins með Gull
fossi síðast, og hyggst dvelja
hér enn um hríð. Hefur hann
haft tækifæri til að ferðast nokk
uð um landið, fór til dæmis í
gær upp í Hvalfjörð, til þess að
skoða hvalveiðistöðina, en síðar
ætlar hann norður í land, til
Akureyrar. Siglufj. og víðar.
Vísir átti sem snöggvast tal
við Luis Carandell í gær, og
kvaðst hann hafa í hyggju að
skrifa bók um för sína hingað,
því að Spánverjar þekktu lít-
ið til íslands. íslenzka saltfisk-
inn þekktu menn — og hann er
sá bezti, sem fæst, skaut Caran-
Suður-Afríku, Indlandi, ísrael! dell inn í — en meira vita menn
ekki.
„Þótt Carandell sé ekki aldr-
aður maður, aðeins hálf-þrítug
ur, er hann víðförull í meira
lagi, því að hann hefur heim-
sótt að heita má öll lönd um-
hverfis Miðjarðarhaf, og er fs-
land 15. landið, sem hann kem-
ur. til á aðeins einu ári. Er
hann fréttaritari fyrir frétta-
stofuna „Mirospa", sem hefur
sambönd við öll helztu blöð
Spánar og Portúgals, er munu
birta greinar hans, auk þess
sem þær munu koma á prenti í
blöðum í Suður-Ameríku.
Carandell lætur vel af dvöi
sinni hér, þykir landið fagurt,
og landsmenn hjálplegir. Hefur
hann notið fyrirgreiðslu ýmissa
manna, en fyrst og fremst ræð-
ismanns Spánar, Magnúsar
Víglundssonar stórkaupmanns.