Vísir - 26.06.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 26.06.1954, Blaðsíða 8
VÍSER cr ódýrasta blaðið og l»o |sað fjöl- breyttasta. — Hringið £ cœa IS6ö eg gerist áskrifendur. Laugardaginn 26. juní 1954 Þeir sem gerast kaupendur VtSIS efttr 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tíi mánaðamóta. — Sími 1660. MiBstöð fyrir sérieyfisbíla byggð vii Njarðargötu. SérfeyfrsbÉfakosfurínn stórfega encfumý|aóur r ár. Á fundi Félags íslenzkra sér- leyfishafa s.L niiðvikudag var mikið rætt um fyrirhugaða samgöngumiðstöð og áherzla lögð á að fíýta byggingu henn- ar eftir föngum. ■ Sérleyfishafar hafa sótt um) lóð undir samgöngumiðstöð, þessa, sem einungis yrði fyrir I afgreiðslu sérleyfisbifreiða. — Lóðin sem sérleyfishafar hafa óskað eftir er á rnótúm Njarð- argötu og Hringbráutar. Mála- leitan þessari hefur verið vel tekið af ráðamönnum, en end- anlegt vilyrði fyrir lóðinni hef- ur ekki fengizt. Gert er ráð fyrir mikilli byggingu þegar fram í sækir, en til að byrja með verður byggt í áföngum, en húsið síðan stækkað eftir því sem efni og ástæður leyfa. Annað mikið áhugamál sér- leyfishafa er að fá bifreiða- kost sinn endurnýjaðan og gera hann eins vel úr garði og kostur er á. Eins og raun ber vitni hafa þegar farið fram miklar endurbætur á farkosti sérleyfishafa og fjölmargir bíl- ar sem nú ganga á sérleyfisleið- um eru nýir og með nýtízku búnaði í hvívetna. Stendur sá bílakostur fyllilega á sporði þeim langferðabílum sem ger- ast í öðrum löndum. En betur má ef duga skal og uú keppa sérleyfishafar að því að auka hinn nýja farkost eft- ir því sem kostur er á. í maí- mánuði s.l. var úthlutað 12 bif- xeiðagrindum til sérleyfishafa og unnið að því að fá 10 til við- bótar. Þessi endurnýjun er að sjálf- sögðu mjög dýr og þess vegna er nú í athugun hvort ekki er unnt að fá fjármagn í þessu skyni til þess að létta undir með sérleyfishöfum. Þeir telja sig til þessa hafa orðið með öllu af- skipta varðandi fríðindi af hálfu hins opinbera, svo sem veitt hefur verið til bátaútvegs og bænda, en telja sig hins vegar hafa verið skattlagða þunglega. Einn er sá skattur sem sér- leyfishafar leggja mikla áherzlu á að fá afnuminn, en það er þungaskattur á sérleyfisbílum. Er nú verið að vinna að þeim málum. í stað Sigurðar Steindórsson- ar, sem eindregið skoraðist und an kosningu í formannssæti var Ágúst Hafberg kjörinn formað- ur. Ritari var kosinn Guðmund- ur Böðvarsson Selfossi, gjald- keri Sigurður Steindórsson Rvk og meðstjórnendur þeir Magnús Kristjánsson Hvolsvelli og Bjarni Guðmundsson Túni. Nýr formaður Fasteignaeig- endafélagsins. Aðalfundur Fasteignafélags- ins var haldinn í fyrradag. Gerð var grein af hálfu fé- lagsstjórnarinnar um störf lið- ins árs, rætt um ýmis félags- mál o. fli, svo sem vénja er á aðalfundum, og verður þess nán ar getið síðar. Förmaður, Jón Loftsson for- stjóri, baðst eindregið undan endurkosningu og var kosinn formaður í hans stað Jón Sig- tryggsson dómvörður í Hæsta- rétti. Fasteignaeigendafélagið er allfjölmennur félagsskapur. — Munu vera í því þó nokkuð á annað þúsund félagar, en félag ið á vafalaust fyrir sér að eflast enn betur, er fasteignaeigend- um fer almennt að skiljast bet- ur hver nauðsyn þeim er að standa sameinuðum um hags- munamál sín. Styðjið starf Landgræðslusjóðs. Agrip af ágætri grein skógræktarstjóra. Frá Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra hefur Vísi borizt skelegglega skrifuð grein um skógræktarmál. Vegna rúmleysis getur Vísir ekki birt greinina í heild, en leyfir sér hins vegar að geta hér nokkurra atriða úr henni. Frú Ólöf Árnadóttir x Birkihlíð við Bústaðaveg, sem fékk verðlaun Morgunblaðsins fyrir beztu greinina á hvern hátt almenningur gæti gefið lýðveldinu beztu afmælisgjöf- ina, hefur sent H.B. verðlaunin til þess, að þau renni í land- græðslusjóð. Þakkar H.B. gjöf- ina og ritsmíðina. Þá hefur Hákon Guðmunds- son hæstaréttarritari stungið upp á þvi, að í stað þess að hafa þjóöhátíðardaginn sem merkjasölud;i;;;. ættu menn al- ihémi að 'hauf spu'rt sjálfa sig hvað þeir hefðu unnið fóstur- jörðinni til \ framtíðarnytja fyrir þann tíma, og ef ástæða þykir til, að hafa látið eitthvað af hendi rakna í Landgræðslu- sjóð fyrir miðnætti 16. júní. Hákon Bjarnason getur þess síðan í grein sinni, að nú hrökkvi framlög til skógræktar til þess að ala og gróðursetja eina milljón plantna árlega. Þetta er helmingi of litið. Til þess að nokkuð muni um átak núlifandi kynslóða þurfum við að geta gróðursett um tvær millj. plantna árlega, og er það lágmark. Nú er heitið á almenning að leggja lið sitt fram við happ- i drætti Landgræðslusjóðs fyrir . 30. þ.m. Ef vel gengur, getur ] það flýtt ótrúlega fyrir því, að I hér komist ■ upp nytjaskógur af nokkúrri stærð. AðaJfundis]’ Utvegsbaukaus. Aðalfundur Úívegsbanka ís- lands h.f. var haldinn 18. þ.m. í húsi bankans. Hagur bankans er nú mjög góður. Varasjóður bankans er nú orðinn að upphæð 18 milij. kr . og afskriftareikningur nemur nú 18 millj. kr. Sam- þykkt var að greiða hluthöfum 4% arð. Innlán í bankanum höfðu aukizt á árinu um 40,3 millj. kr. og námu innlán í spari- sjóði og á hlaupareikningi í árslok samtals 245 millj. kr. Á árinu 1953 var unnið við að fullgera nýbyggingu banka- hússins í Reykjavík og hefur bankinn nú þegar tekið þar húsnæði í notkun fyrir starf- semi sína. Er nú enn unnið að breytingum og endurbótum á bankahúsinu til þess að full- nægja sem bezt þeim kröfum til húsnæðis, sem síaukin starf- semi bankans gerir. Þá er nú í smíðum nýtt hús fyrir útibú bankans í Vestmannaeyjum og ákveðið hefur verið að stækka hús útibúsins á Akureyri. Fyrir fundinum ]á að kjósa í fulltrúaráð bankans 2 aðal- menn og 2 varamenn og voru endurkosnir Stefán Jóhann Stefánsson og Lárus Fjeldsted og varamenn þeirra Guðmund- ur R. Oddsson forstjóri og Lárus Jóhannesson hæstarétt- arlögmaður. í fulltrúaráðinu voru fyrir sem aðalmenn, þeir Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra, Eyj- ólfur Jóhannsson forstjóri og Gísli Guðmundsson alþm. og varamenn þeir Hersteinn Páls- son ritstjóri, dr. Oddur Guð- jónsson og Magnús Björnsson ríkisbókari. Endurskoðendur fyrir árið 1954 voru endurkjörnir Har- aldur Guðmundsson alþm. og Björn Steffensen endurskoð- axxdi. ! -.1*^™ Fisksala Þjói- verja til Breta. Það voru fróðlegar upp- lýsingar, sem D. H. Amory, ráðherra, gaf neðri málstofu 1 brezka þingsins fyrir nokkru varðandi innflutning á fiski — nýjum, ísuðum og fryst- um — frá Þýzkalandi og Is- landi á árunum 1950—53. aratölurnar hér á eftir: Ár Þýzkal. ísland 1950 £ 800,00 1951 £440,000 £1,678,000 1952 £575,000 £842,000 1953 £565,000 £ 64,000 Brezkum útgerðarmönn- um þykir það að sjálfsögðu „fair play“ að láta hina fornu fjandmenn sína sitja að mörkuðunum en útiloka ís- lendinga, er hættu lífi sínu við að veiða og sigla fyrir þá á stríðsárunum. Helga Valtýsdóttir, Árni Tryggvason og Gerður Hjörleifsdótíir í 3. þætti í „Frænku Charleys“. Leikfélagift lýkur störfum á leik- árinu. Sýningar veria 93. Leikfélag Reykjavíkur lýkur störfum á leikárinu með loka- sýningum á hinum afarvinsæla gamanleik „Frænku Charleys“, annað kvöld í næstsíðasta sinn og á þriðjudagskvöldið í síð- asta sinn. Verða þá sýningarn- ar á „frænkunni“ 33 talsins og um 10 þúsund manns hafa séð leikinn, én samtals verða sýn- ingar félagsins á vetrinum 93 og fjárhagsafkoma mjög sæmi- leg. Áætlað hafði verið, að taka upp sýningar á gamanleiknum „Gimbli“ í haust, en búið er að sýna leikinn 11 sinnum við góða aðsókn, en nú hefur kom- ið á daginn, að þetta reynist ekki kleyft, vegna þess, að frú Emilía Jónasdóttir,sem fer með aðalkvenhlutverkið, hefur ver- ið ráðin til að leika í hinu nýja leikriti Laxness í Þjóðleikhús- inu í haust, og Guðmundur Pálsson leikari fer utan til leiklistarnáms. Þess vegna hef- ur félagið ákveðið, að hafa enn eina sýningu á „Gimbli" á miðvikudagskvöldið kemur og verður sú sýning um leið síð- asta sýning Leikfélagsins á leikárinu.________ Námamenn drukknaí Einkaskeyti frá AP. — Belgrad í gær. Fárviðri með geysilegri úr- komu hafa valdið miklu tjónl í Bosniu. Námugöng fylltust af vatni og er óttast um líf margra manna. í Banovici-námunum drukkn uðu 1Ó námumenn og 16 í Mez- oraja-Uljevik-námunni. — Tíu menn í báðum námunum gátu bjargað sér á seinustu stundu. K.R. meðal þátttakenda í Norðurlandafimleikamóti. 3Má>t£ð> verður á JVoregfi og eru þutttukendur uwn 6000 tulsins- Dagana 3.—8. júlí næstkom-opnunardaginn 4. júlí kl. 2 e.h. andi fer fram 15. landsmót Norð manna í fimleikum að Halden »' Noregi. Fyrsta landsmótið fór fram í Fredrikshald 1886. Landsmót þessi hafa hverju sinni verið mesti fimleikaviðburður hvers árs, og að þessu sinni safxiast saman í Halden um 6000 karl- ar og konur til þátttöku í mót- inu, sem er það fjölmennasta, sem um getur í sögu norskra fimleika. Norska fimleikasambandið hefur boðið til þátttöku í mót- inu flokkubi frá öllum Norð- urlöndum. Fyrir hönd íslands mætir 10 manna fimleikaflokk- ur frá Knattspyrnufélagi Rvík- ur. Flokkur þessi hefur æft á- haldajeikfimi síðan 1949 og er nú búinn að ná lengra en nokkur hérlendur flokkur hef- ur áður náð í alhliða getu. Stjórnum 12 fimleikasam- banda á Norðurlöndum er boð- ið til mótsins, þar með talið boð til forseta íþróttasambands íslands. íslenzki flokkurinn sýnir á Þetta er í fyrsta skipti, sem íslenzkur flokkur sýnir áhalda- fimleika erlendis á stórmóti á. öllum áhöldum öðrum en boga- hesti. Vonandi fylgir flokkrium góður hugur íslendinga um að ver farnist. Flokkurinn flýgur til Osló þ.. 30. þ. m. Þeir, sem fara, eru: Árni Magnússon, Jón Júlíus- son, Jónas Jónsson, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Ólafur, Guðmundsson, Helgi S. Jóhann esson, Hörður Albertsson, Sig- urjón Gíslason, Vigfús Guð- mundsson og kennari flokksins og fararstjóri, Benedikt Jak- obsson. • Sjö háskólakennarar í Tokyo hafa sagt af sér störfum í. vopnaframleiðsunefnd, en ástæðan er sú, að þeir áttu að hafa samstarf við banda. ríska liðsforingja. Andúðin í garð Bandaríkjamanna £ Japan magnaðist um allan heming eftir vetnissprengjui. prófanirnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.