Vísir - 28.06.1954, Page 1

Vísir - 28.06.1954, Page 1
 I “ ■I í% V 44. árg. Mánadaginn 28. júní 1954. 141. tbl. Arbenz forsefi ieggur niður ’öld — bardagar hætta brátt. FÍB bauð gamla falkinu í velheppna5a skemmtiför. í fyrradag bauð Félag ísl. bifreiðaeigenda gamla fólkinu á Grund og elliheimilinu í Hveragerði, svo og nokkrum fleiri gamalmennum, í skemmti ferð austur á Þingvelli, er tókst með ágætum. Ekið var um Hveragerði til Þingvalla, en þar var setzt að kaffidrykkju í Valhbll. Félag ísl. bifreiðaeigenda hafði séð fyrir ágætum skemmtikröftum, þeim Ólafi Magnússyni frá Mosfelli, Hermanni Guðmunds- syni og Karli Guðmundssyni, en Niels Sveinson lék á har- moníku. Formaður FÍB., Sveinn Sveinsson verkfræðingur, bauð gesti velkomna, en Gísli Sig- urbjörnsson, forstjóri Elliheim- ilisins, þakkaði rausnarlegt boð félagsins. Er meðfylgjandi mynd var tekin í Valhöll. Um 200 manns tóku þátt í förinni í um 50 einkabifreið- um, og þótt ferðin takast mjög vel, en gamla fólkið skemmti sér prýðilega. Hefur það beðið Vísi að koma þakklæti sínu a framfæri við stjórn F.Í.B. - --CTT« Sofnaði frá brennandi vindlingi. Slökkviliðið var kvatt * nótt kl. rúmlega tvö að Hverfisgötu 59 hér í bænum. Þar hafði kviknað eidur í íbúðarherbergi í kjallara með þeim hætti að maður sem býr í því hafði sofnað út frá lif- andi vindlingi. Kviknaði í út frá vindlingnum og var slökkvi liðinu gert aðvart strax og fólk var áskynja um eldinn. Ekki náði hann mikilli útbreiðslu né olli miklu tjóni og var búið að kæfa hann þegar slökkvi- liðið kom á vettvang. í gærmorgun kviknaði í vöru- bíl sem stóð í húsagarði við Stálsmiðjuna. Slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í hon- um. Blaðinu er ekki kunnugt um skemmdir. Friðrik varð sjötti í Prag. Mítjámlu og síðustu umferð skákmótsins í Prag er nú lók- ið. Þá tefldi Friðrik Ólafsson við sænska meistarann Stáhlberg og gerði jafntefli. Úrslit urðu þau, að efstur varð Pachmann með 15 vinninga, annar Szaba með 14% v„ þriðji Sliwa með 13 v., í 4. og 5. sæti eru Stáhl- berg og Philip með 12%, en Friðrik varð 6. með 11% v. — Guðmundur Pálmason hlaut 7 vinninga. . Kommúnistar stórtöpuðu. Einkaskeyíi frá AP. — Bonn í morgun. Kosningar fóru fram í Nord- Rheim Westphalen, Vestur- Þýzkalandi í gær. Flokkur Adenauers kansiara (kristil. lýðræðissinnar) er enn stærsti flokkurinn, en þó var< um dálítið fylgistap að ræða. Jafnaðarmenn unnu á, en kommúnistar sem höfðu 12 þingmenn, komu nú engum að. Samkvæmt seinustu fregn- um fá kristilegir lýðræðissinn- ar 90 þingsæti, eða 3 færri en áður og jafnaðarmenn 76 eða 8 fleiri en áður. Kommúnistar komu engum að sem fyrr var greint. Mosaeldur við Þingvallavatn. Jörð mjög þurr *■ varúðar þörf. f gær kviknaði í mosa við Þingvailavatnen ferðamenn er áttu þar leið um gátu komð í veg fyrir útbreiðslu hans með snarrræði sínu og dugnaði. Var eldur þessi í námunda við Sogið þar sem það fellur úr Þingvallavatni og má líklegt teljast að einhver hafi fleygt frá sér logandi eldspítu eða vindlingsstubb. En menn sem bar þarna að litlu síðar sáu að ef eldurinn yrði ekki slökkt- ur þegar í stað myndi hann geta breiðzt út um stórt svæði og valdið ófyrirsjáanlegu tjóni. Tóku þeir sig því til og grófu Fimm manns fórust með vélbáti á Breiðafirði s.l. föstudag. Vb. „Oddur“ á leið úr Flatey í Múlasveit sökk með fimm manns. Átakanlegt slys varð á Breiða firði s.l. föstudag, er vélbátur fórst með fimm manns, sem á honum voru. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Vísir hefur aflað sér um þenna válega atburð, í sím- tali við Flatey á Breiðafirði, en þaðan var báturinn, síra Lár us Halldórsson sóknarprest, og skrifstofu Slysavarnafélagsins, lagði vélbáturinn Oddur, DA 12, af stað úr Flatey um kl. 11 f. h. s.l. föstudag, og var ferð- inni heitið að Svínanesi í Múlá- sveit í Barðastrandarsýslu. Á bátnum voru fimm manns: Tveir skipverjar, þeir Gestur Gíslason, formaður, hálffimmt ugur, og Lárus Jakobsson, um þrítugt, báðir úr Flatey. Farþeg ar voru þrír: Óskar Arinbjarn- ' arson hreppstjóri frá Eyri í t Kollafirði í Gufudalssvéit, mað ur um sextugt, sem verið hafði til lækninga í Reykjavík, en var nú á heimleið. Guðrún Einars- dóttir, á fimtugsaldri og Hrefna Guðmundsdóttir, dóttir hennar, 25—26 ára, frá Selskerjum í Múlasveit. Frá Flatey til Svínaness er talin um tveggja stunda sigling, en báturinn kom aldrei fram. Síðast sást til hans úr Hvallátr- um, um það bil klukkustund eftir brottförina frá Flatey. Stinningskaldi var á norðan,- er báturinn lagði af stað úr Flatey, og gekk á með hryðjum. Þó var veður ekki talið háska- samlegt. Síðan spurðist ekkert til bátsins, og þegar hann kom ekki aítur til Flateyjar, eins og ráð hafði verið fyrir gert, var farið að leita hans. í Skáleyjum fannst ýmislegt úr bátnum, svo sem vörur, er hann hafði haft innaborðs, ár- ar og fleira lauslegt, og þótti því sýnt, hver afdrif hans höfðu orðið. „Oddur“ var yfirbyggður trillubátur, um 4% lest að stærð nýsmíðaður í Hvallátrum. Að þessu sinni var hann að fara í áætlunarferð í stað Flóabátsins. Gestur Gíslason, formaður á „Oddi“,var ekkjumaður, en lætur eftir sig 3 börn ung. Lár- us Jakobsson var ókvæntur, en bjó hjá aldraðri móður sinni og bróður á Flatey. Guðrún Ein- arsdóttir lætur eftir sig mann og dóttur. Um heimilisaðstæður Óskars Arinbjarnarsonar er Vísi ókunnugt. Mikill mannskaði er að fólki þessu, sem allt var vel látið, og hefur atburður þessi að vonum vakið söknuð og hryggð í byggð'arlagi þess. fyrir hann í þá átt sem hann stefndi og gerðu að því búnu bóndanum í Kaldárhöfði aðvart um eldinn svo hann gæti litið eftir að eldurinn næði ekki frekari útbreiðslu. Vegna þurrkanna sem verið hafa að undanförnu er jörðin orðin mjög þur og fyrir bragðið er óvarlegt fyrir fólk að fleygja frá sér lifandi eldi. Norðanáttin gengm niður. Að undanförnu hefur verið svalviðri norðanlands, sem byrj aði fyrir nokkrum dögum með því að snjóaði í fjöll, og niður í byggð. Lá þá við að Siglu- fjarðarskarð tepptist. Snjókoma þessi og svalviðri kom með norðanáttinni. Frest- uðu bændur í Skagafirði og víðar smölun og rúningi og þeir, sem byrjaðir voru að slá, fóru sér hægt. Nú er norðanáttin gengin nið ur um land allt og hefur hlýnað nokkuð l veðri og mun þó hlýna betur í dag. Sunnan og suðvestanátt er um land aUt, Byrjað er að rigna á Vest- fjörðum og skýjað víðast hvar annars staðar. Sennilega fer að rigna hér með kvöldinu eða í nótt. • Mendes-France hefur hafn- að boði um þátttöku í fundi í Brússel um Evrópusátt- málann. — Schumann, fyrr- verandi utanríkisráðherra sejir, að Beneluxlöndin og V.-Þýzkaland, sem hafa staðfest Evrópusáttmálann, muni ekki biða lengur eftir því hvað Frakkland og Italía geri, og fara sínar göt ur í málinu. Diaz hershöfðingí tók við embætti Arbenz. U ppreista rmc n aa voru 60 km. frá köfuðborgiiini. Einkaskeyti frá AP. —* New York í morgun. Um kl. 3 í nótt talaði Jacobw Arbenz forseti Guatemala í út— varp og tilkynnti, að hann hefðii Iagt niður völd og fengið þau £ hendur Diaz hershöfðingja, yf- irmanni hersins. Arbenz kvað svo að orði. að» hann teldi sig tilneyddan aði fara frá, vegna þess, aðhanni hefði ekki ráð á því, er tili þyrfti, til þess að halda barátt— unni áfram gegn hinum öfl— ugu fjandmönnum Guatemala, en innrásarmenn nytu stuðn— ings þeirra. Diaz hershöfðingii kom einnig að hljóðnemanumn og kvaðst mundu halda barátt- unni áfram. Síðar var tilkyrmt að sl.jórn- arskráin hefði verið felld úrr gildi. Áður og um það leyti, semt þetta var að gerast, var her innrásarmanna sagður vera £ um það bil 60 km. fjarlægð frái höfuðborginni, Guatemalaborg.. Castillo Armes, hersnöfðingit og leiðtogi innrásarmanna, birti1. ávarp til stjórnarhersins og; hvatti hann til þess að gera'. byltingu og snúast á sveif með> innrásarhernum, og steypai stjórninni. Kl. rúmega 7 í morgun bár— ust svo fregnir um, að Diaz: hershöfðingi hefði gera ráðstaf anir til þess að stöðva vopna— viðskipti. Rannsóknarnefnd til vígstöðvanna. í gærkvöld höfðu borizt fregra ir um, að rannsóknarnefnd ái vegum Alamerisku öryggis— nefndarinnar, yrði send til víg- stöðvanna í Guatemala og til. Honduras og Nicaragua. Hafði. stjórnin í Guatemala þá fallizt: á, að sík nefnd tæki til starfa,, en áður hafði hún neitað að» fallast á það. Gagnrýni. Allmikil gagnrýni á stefnui Bandaríkjanna varðandi Guate— mala Stemur fram í brezkum. blöðum. — Er því m. a. haldið' fram, að fulltrúi þeirra í Ör-- yggisráðinu, Henry Cabot'. Lodge, hafi tekið allt aðra af— stöðu varðandi rétt smáríkis— ins Guatemala, en annara smá- ríkja, og muni það vera hags- munir hins volduga bandarískæ félags United Fruit Company,„ sem miklu ráði um afstöðua Bandaríkjanna. — Þá er þv£ haldið fram, að út um heim yrði ekki talin fullnægjandt nein rannsókn nema sú, serra fram færi á vegum Samein- uðu þjóðanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.