Vísir - 29.06.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 29.06.1954, Blaðsíða 4
4 VÍSIB WÉSXWL D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteiim Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimin iinur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Minningarorð Lárus P. Lárusson Hinn 22. þ.m. andaðisi Lárus P. Lárusson verzlunarmaður að heimili sínu hér i bænum. Hann var fæddur 15. maí 1896 og var því rösklega 58 ára að aldri. Fer útför hans fram í dag. Með Lárusi er til moldar genginn óvenjulegur mann- kostamaður, einn þeirra, er i hvívetna var öðrum til fyrir- myndar um framkomu, störf og trúmennsku. Hann vann hjá fyrirtækinu J. Þorláksson & Þrálátt vatNsleysi. Yísir birti á laugardaginn opið bréf frá íbúa í Hlíðahverfi til vatns- og hitaveitustjórans, þar sem kvartað er undan þrálátu vatnsleysi í húsi því, sem bréfritarinn býr í, og segir hann, að sama máli gegni — að sjálfsögðu — í mörgum hús- um þar I grennd. Kveðst bréfritarinn ekki vilja una þessu, því að hann greiði skatta sína eins og aðrir, sem nóg vatn hafa, og skorar á vatnsveitustjórann að kippa þessu í lag þegar í sumar, með því að láta leggja víðari vatnsæðar til hverfisins, sT'o að þær fullnægi þörfum þess í framtíðinni. Það er því miður ekki nýtt fyrirbrigði, að kvartað sé utn vatnsskort í ýmsum hverfum bæjarins, og er ástæðan sú, að vatnsæðar eru ekki nógu víðar, til þess að flytja þangað allt nauðsynlegt vatn og halda þeim þrýstingi, sem nauðsynlegur er. Mun þetta einkum eiga við í þeim hverfum, sem hæst liggja, því að vitanle^a verða þau verst úti, þegár lítill þrýst- ingur er á vatninu. Vatnsból Reykjavíkur mun vera fullnægjandi fyrir bæinn, og það vatnsmagn, sem þar er fyrir hendi, mun nægja fyrir enn stærri bæ en höfuðstaðurinn er nú. Ætti því ekki að þurfa að koma til þess, vatnsleysi gerir vart við sig í bænum, eins og rök hafa verið leidd að í bréfi því, sem Vísir birti á laugardaginn frá íbúa í Hlíðahverfi. En þegar litið er á allt þetta, virðist liggja í augum uppi, að einhvers staðar hafi einhver brugðizt skyldu sinni, og er þá ekki annað að gera en að bæta úr því sem skjótast og bezt. Endur fyrir löngu voru forráðamenn bæjarmálanna ekki framsýnni en svo, að þeir töldu, að ekki væri þörf á að hafa mjög breiðar götur hér, því að ekki mundu bílar verða svo margir. Þetta sjónarmið virðist hafa ríkt á síðustu árum, þegar athugað er, hve mjóar sumar götur í nýju hverfunum eru. Þar verður ekki komið fyrir gangstéttum. En þótt af þessu sé margvísleg óþægindi, eru þau ekki minni, sem af þvi stafar, þegar sama sjónarmið er haft við kaup á vatnspípum, svo að þær fullnægi ekki þörf borgaranna á því efni. Það er lágmarkskrafa í 'þjóðfélagi, sem vill ekki lifa við hálfgerð miðaldaskilyrði, að þar sé jafnan nóg vatn til matar- gerðar, þvotta og annars hreinlætis. Annað er ekki viðunandi, og það ætti alls ekki að þurfa að ýta við eða reka á eftir þeim, sem um þetta eiga að sjá, því að þeir eiga að bregða við samstundis, þegar þeim verður ljóst, að ekki sé allt í fuli- komnu lagi. Væntanlega gerir vatns- og hitaveitustjóri hreint fyrir sín- um dyrum í þessu efni, og boðar þá jafnframt, að hafizt verði handa þegar um að leggja víðari æðar á þeim stöðum, sem þess er þörf, svo að vatnsþörfinni verði fullnægt. Vitanlega verður þetta ekki gert bænum að kostnaðarlausu, en það kem- ur hinsvegar ekki til greina, að menn sé krafðir um þá þjón- ustu, sem þeir fá ekki. Á það raunar við fleiri hverfi en það eitt, sem hér hefur verið getið. Kosningar í Þýzkalandi. T Tm helgina fóru fram kosningar í einu af héruðum Þýzka- ^ lands, og urðu ekki miklar breytingar á fylgi flokkanna, enda þótt flokkur dr. Adenauers tapaði nokkru fylgi og helzti stjórnarandstöðuflokkurinn, sósíal-demokratar, bættu heldur meira við sig. Mesta gthygli hefur það þó vakið, að kommún- istar sem höfðu fengið all-marga þingmenn kosna gður í héraði þessu, fengu engan mann kjörinn, og er þróunin þvi hin sama og verið hefur að því leyti. Fylgistap kommúnista í Vestur-Þýzkalandi er ákaflega lærdómsríkt fyrirbrigði. Fyrst eftir styrjöldina, þegar allt var í kalda1 koli í Þýzkalandi, vonleysi blasti við í öllum áttum, áttu kommúnistar talsverðu fylgi að fagna. Síðan hafa þau umskipti orðið, að Vestur-Þýzkaland er að verða einn mesti framleiðandi álfunnar, vinna hefur margfaldast og velmegun aukizt. Afleiðingin er sú, að kommúnistar stórtapa fylgi. Sýnir þetta vel, að kommúnisminn á erfitt uppdráttar, þar sem velsæld ríkir, en þrífst í vesöld og öngþveiti. En annað kemur og til greina. Þjóðverjar hafa kynnz. Rússum og kommúnismanum af eigin raun, og þess vegna hafna þeir honum. Hann hefur verið veginn og léttvægur .íundinn. það veganesti úr föðurgarði, er verða ætti þeim heilladrjúgt á lífsleiðinni. Á s. 1. hausti kenndi Lárus sjúkleika, sem nú hefur orðið honum að aldurtila. Var gerður á honum uppskurður, er virtist heppnast vel, en nánustu vandamönnum mun þo ekki hafa dulist að hverju dró. Slíkum mönnum sem Lárusi er gæfa að kynnast og gott að ganga með langan hluta af lífs- brautinni. Með honum er horf- inn einn af þeim mönnum úr íslenzkri verzlunarstétt, sem henni var til sóma og stéttar- bræðrum sínum til fyrirmynd- ar. Munu vinir hans og sam- starfsmenn allir jafnan minn- ast hans sem hins ágætasta manns. Með þessum fáu orðum vil eg kveðja góðan samferða- mann, með þakklæti fyrir langa og frábæra þjónustu og gott samstarf, og votta konu hans og sonum hluttekningu við missi elskulegs eiginmanns og föður. Ó. N. Norðmann frá því árið 1923 til dauðadags og naut þar oskoraðs trausts húsbænda og vináttu allra samstarfsmanna, enda var hann frábær starfsmaður, verkhygginn, vandvirkur og vildi hvers manns vanda leysa, og var það áberandi hversu mjög hann vandaði dagfar sit‘ allt. Kvæntur var Lárus Guð- rúnu Erlendsdóttur, hinni á- gætustu konu og áttu þau tvo sonu, Erlend og Pálma. Lauk Erlendur nýlega stúdentspróíi með glæsilegum » vitnisburði. Lárus heitinn var frábær heimilisfaðir, enda var sambúð þeirra hjóna til fyrirmyndar. OHum stundum, um fram skyldustörf sín hjá fynrtæki því er hann vann hjá, varði hann í þágu heimilis sms, sem var með einstökum sæmdar- brag. Þau hjón voru m]ög sam- hent um að vanda uppeldi sona sinna, og var Lárus þeim í senn góður faðir og hollur félagi. Þótt hinir ungu sveinar hafi nú mikils misst, má segja að ef það er rétt, að fjórðungi bregði til fósturs, þá hafi þeir fengið Píanótónleikar Roberts Rieflings. Hinn mikli norski píanóleik- ari Robert Riefling hélt hljóm- leika á vegum Tónlistarfélags- ins miðvikudag og fimmtudag í Austurbæjarbíó. Á efnisskránni voru þrjár prelúdíur og fúgur úr Wohltemperiertes Klavier og Krómatísk fantasía og fúga eftir Bach, sónata í d-moll eftir Beethoven, sónata í a-dúr eftir Mozart, tvö smálög eftir Grieg og Rondo amoroso og Kjempe- viseslaatten eftir Sæverud. Hin mikla leikni og öryggi þessa einstaka meistara kom glögglega fram 1 Bach-verk- unum og eigi siður í sónötu Beethovens. Aftur á móti vai honum eitthvað þyngra um hina léttu rókókósónötu Möz- arts, en í hinum norsku tón- verkum var eins og skap hans nyti sín til fulls, og var leikur hans í ,,tröllaslagi“ Sæverdus svo magnþrunginn, að ogleym- anlegt verður þeim, er á hlýddu. B. G. Margt er shtitió■ Rifssínn taldi ekki „fínt" að flokka óhreinan fataað. Vírði ngi ib kVi ir vinituniii. Maður skyldi ætla, að rúss- neskir kommúnistar bæru sér- staka virðingu fyrir vinnunni, þar sem beir eru búsettir í því ríki, sem kvað dá hana mest. Ekki fór þó mikið fyrir því á fundi, sem haldinn var í Ör- yggisráði SÞ þann 17. júní. — Meðal ræðumanna var þá Semyon K. Tsarapkin, fulltrúi Sovétríkjanna, og eins og oft kemur fyrir fór hann hörðum orðum um Bandaríkin. í þvi sambandi benti hann a mynd, sem birzt hafði þá uin daginn í New York Times af Stankos Masic, fyrrum ráðherra i Júgó- slavíu, þar sem hann var að flokka fatnað í þvottahúsi í Chicago. Masic hafði virzt hinn ánægð- asti með starfs sinn, og lét svo um mælt við myndatökumann- inn, að hið nýja land hans hefði ekki aðeins veitt honum þak yfir höfuðið og brauð að eta, heldur og ást sín. Það fannst Tsarapkin fyrir neðan allar hellur. „Þannig er lífið í Bandaríkj- Þriðjudaginn, 29. jum 1954. „Gestur“ hefur skrifað mér stuttan pistil um útlit opinberra bygginga,og fer hann hér á eftir: Landsspítalinn. „Eg á ekki oft leið framhjá Landsspitalanum, en í vor þóttl mér það tíðinduin sæta, að máln- ingu hafði verið klínt á tvo staði á norðausturgaflinum, og tveim litum meira að segja. Þóttist ég sjá, að eitthvað mundi eiga að hressa upp á útlit byggingarinn- ar, og var ekki vanþörf á, því að misgráar skellurnar á veggjunum eru leiðinlegar í meira lagi. Gengur seint. Vikum og mánuðum siðar var svo byrjað að móla framhlið byggingarinnar, og þótti mér, að sá eða þeir, sem hefðu ráðið litn- uin, hefðu verið lengi að ákveðai sig. Bjóst ég við, að nú mundi allt ganga í „grænum hvelli", úr þvi að hin mikla ákvörðun hefði verið tekin, en vika er liðin eða meira, síðan byrjað var að mála lnisið, og finnst mér ganga ótrú- lega seint. Mætti mála fleiri. Vildi ég — sem einn þeirra, sem greiða fyrir málningu og vinnu við þetta — leyfa mér að fara þess á leit við hlutaðeigandi, að þeir hraði verkinu eftir föng- um, þvi að þetta er engan veginn hálfnað, þótt menn segi, að „hálfn að sé verk þá hafið er“. Og í beinu framhaldi af þvi, vildi ég stinga þvi að þjónum mínum, sem falin hefur verið yfirstjórn þessara mála, að þeir láti móla og fegra fleiri af byggingum hins opin- bera. Kveð ég yður að svo mæltu.“ Litla golfið. „Bjarki“ skrifar á þessa leið: „Bæjaryfirvöldin virðast vera einkennilega góð við suma menn. Það finnst mér a. m. k„ þegar ég virði fyrir mér „litla golfið“ svo- nefnda i Hljómskálagarðinum. Þar leyfist einliverjum manni að setja upp litilfjörleg skemniti- tæki, sem Iiafa ein viss áhrif — að stór blettur í garðinum verður fljótlega að flagi. Þegar svo verð- ur komið, niun bærinn að sjálf- sögðu leggja fram fé til að bæta slcaðann, og þá er allt klappað og klárt. En mér finnst, að ef meni* vilja koma upp slíkum tækjmn til fjáröflunar, ættu þeir einnig að vera menn til að slétta örlítinn blett sjálfir undir tækin. Þar geta þeir þá ráskað eins og þeir vilja.... Hvað verður það næsta, sem fundið verður upp á að setja í Hljómskálagarðinn, þegar búið er að leiða asnann í herbúðirnar með þessu móti?“ Bergmál þakkar skrifin. Vilja fleifi taka til máis? — kr. unum,“ sagði hann. „Ráðherra vinnur við að flokka óhrein föt.“ Lodge, fulltrúi Bandaríkj- anna, greip tækifæri, til að veita Rússanum ádrepu. Benti hann á, að öll vinna væri virðu- leg, og að í- Bandarikjunum þyrfti menn ekki að fara bón- arveg að einhverjum embættis- manni til að fá vinnu í þvotta- húsi. Þar við bættist, að svo gæti farið, áð Masic yrði fram- kvæmdarstjóri fyrirtækisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.