Vísir - 29.06.1954, Blaðsíða 7
Copr. 1»J0.Etíg*r Ricr Burroughs.Inc.—Tm. FU«.U.8. P»t.CM.
Dlstrv by ynlted Feature gyndlcate, tnc,
1>riðjudaginn 29. júní 1954.
VlSIR
litum, þv að þetta var ekki alveg sannleikanum samkvæmt, „er
höfuðsmaður í konunglega Deux-Ponts herfylkinu.“
„Jæja, svo að þú ert gift og hamingjusöm í hjónabandinu, það
dylst mér ekki. Mér er það gleðiefni.“
„Asa Peabody, þig rennir ekki grun í hve glöð eg er yfir að
af. Hann leit þegar 'út, þótt hann væri enn ungur maður, eins
og þeir, sem farnir eru að reskjast, og hann hafði horazt, en
hann var svipmeiri. Já, Asa Peabody var maður eins virðulegur
og nokkur annar í allri Norður-Ameríku.
Hann dró fram stól handa henni og bað hana að setjast.
„Það var ekki fyrr en í dag, að eg komst á snoðir um, að þú
yærir hér í Williamsburg. Það var hrein tilviljun. Eg heyrði
nafn þitt nefnt.“
„Þú átt þá heima hér?“
„Já, sem stendur, eg reyni að vera sem næst manninum mín-
um. Eg bý á Raleigh.“
Og nú, um leið og húmið féll á fyrrverandi höll hins konung-
lega landstjóra, sagði Hilda Asa frá því helzta, sem á daga henn-
ar hafði drifið. Allt frá því hún fór í hendingskasti út úr húsi
frú Southby.
„Og nú er eg komin til þess að greiða gamla skuld með því að
bjóðast til þess að gerast hjúkrunarkona og eg óska þess sam-
tímis, að samskonar tilboð frá ungri stúlku, sem eg skaut skjóls-
húsi yfir, verði þegið.“
Hilda þagnaði rétt sem snöggvast.
„Af ástæðum, sem þessari vinkonu minni er sjálfri kunnast
um sem að líkum lætur, kallar hún sig Susan Stevens, en eg
er ekki viss um, að það sé hennar rétta nafn, því að eg sá nafn
hennar letrað innanvert á lok ferðatösku hennar. Eg hefi ekki
þekkt Susan lengi, en eg hefi mikið álit á henni. Og hún hefir
það, sem mig skortir, reynslu í að hjúkra veikum mönnum og
særðum. Megum við ekki veita þá aðstöð, sem við getum?“
„Eg skal verða við ósk ykkar,“ sagði Asa eftir stutta umhugs
un, „með einu skilyrði. Að þið stundið aðeins þá, sem særðir
eru.“
„Hvenær eigum við að koma?“
„Klukkan sjö í fyrramálið. Þá byrjum við að þvo hinum
særðu og skipta um bindi á þeim.“
Hann leit sem snöggvast á hinn fagra kjól hennar og brosti.
„Komið eins einfaldlega klæddar og þið getið — ykkar sjálfra
vegna og þeirra, sem þið eigið að stunda.“
Hilda reis á fætur,
„Eg skal koma með það, sem eg get náð í af sjúkrabindum.“
,Meðal annara qrða,“ sagði Asa með forvitnishreim í röddinni,
hvaða nafn var letrað á innanvert lokið á tösku Susan Smith?“
„Sabra Stanton. Þú hefir kannske einhvern tíma heyrt það
nafn norður í Boston?“
Umsátin um York.
Umsátin um York hafði staðið í tíu daga. Hinir brezku verj-
endur héldú uppi skothríð á franska umsátursliðið, þrátt fyrir
að mjög var farið að ganga á skótfærabirgðir þeirra, en gátu
ekki hindrað. að Frakkar færðu sig nær. Bandarísku hermenn-
imir dáðust mjög að skothæfni franska stórskotaliðsins, en á
hinn bóginn dáðust Frakkar mjög að því hve leiknir bandarísku
hermennirnir voru í að handleika riffla og skammbyssur. Meðal
þeirra, sem dáðust að leikni franska stórskotaliðsins var Joshua
Stanton. En hann dáðist líka að sínum mönnum, sem aldrei
hresstu sig á víni eins og Frakkar, en tóku óspart upp í sig,
og ef svitinn lak af þeim dýfðu þeir hausnum í vatnsfötu til
að kæla sig. Þá skorti snyrtileik Frakkanna, en þeir voru harðir
og þolgóðir.
Meðal hershöfðingjanna, sem þarna voru, voru þeir Knox og
hinn þýzki von Steuben. Leikurinn harðnaði með degi hverj-
um. í York höfn lá brezkt herskip og kaupför mörg og var
skotið á herskipið, unz það logaði stafna milli.
í York Town.
Þar var um 8000 manna brezkt lið, nokkur hundruð sjómenn,
hundruð þræla, sem höfðu flúið þangað, og auk þess voru svo
íbúarnir. Hringurinn þrengdist stöðugt og varð æ þrengra um
menn. Margir áttu um sárt að binda. Kvíði var í allra hug, því
allir gátu óttast að missa líf eða limi í lokahriðinni — eða
fyrr.
Síðdegis hinn 1-1. október var Lucius Devoe í enn verra skapi
en vanalega. í öllum húsum, sem uppi stóðu óskemmd, hafði
verið komið fyrir veikum mönnum og særðum. Bólusótt breidd-
ist út. Tugum eða hundruðum saman lágu hermenn úr fræg-
um herdeildum undir beru lofti í húsagörðum, sárir, sumir að
bana komnir, umhirðulausir, og höfðu ekkert nema frakka
sína til þess að skýla sér fyrir heitri sólunni á daginn og sval-
vindum að næturlagi.
Nú var svo komið að fallbyssur Bandaríkjamanna fóru að
valda tjóni inni í sjálfri borginni. Fallnir menn lágu klukku
stundum saman á götunum, áður en blökkuþrælar voru neyddir
til að draga líkin burt.
Lucius vann kappsamlega eins og orka hans leyfði að því
að hjálpa hinum særðu, en hann var að þrotum kominn.
— Hann gekk út úr sjúkrahúsinu, næstum blóðugur upp til
axla og að pósti í húsagarðinum og dældi upp vatni til þess að
þvo sér. Svo settist hann í forsæluna til þess að hvílast um
stund.
Hann lagði aftur augun og hallaði sér upp að trjábol n.æstum
örmagna. Hann hafði aldrei verið svona þreyttur. Hann verkj-
aði í augun og aftur í hnakka og var stirður í löllum limum.
Hvað mundi Emma vera að gera núna? Hún hlaut að vera
orðin mikil um sig. Það hlaut að vera skammt þangað til barn-
ið fæddist, hvort sem það var nú hans barn eða einhvers annars.
Hann efaðist oft um, að hann ætti það. En afbragðs rekkjufé-
lagi hafði hún verið. Þau höfðu átt góðar stundir saman. Hve-
nær skyldu þau eiga aðrar slíkar?
Hún hlaut að hafa fagnað því, að hann var gerður að yfir-
skurðlækni hers Cornwállis í Virginíu. Ef Bretar sigruðu
mundi Ifsnum verða ríkulega launað, en ekki horfði vel eins
og sakir stóðu.
Hugsanir hans beindust allt í einu að Söbru. Hann reyndi
að hrekja þær burt en gat það ékki. Skyldi hún hafa látið bug-
ast, er hann sveik hana og særði bróður hennar í einvígi? Sein-
ast, er hann vissi til, var honum ekki hugað líf. Líklega var
hann dáinn.
Lueius hugsaði með sér, að heppinn hefði hann verið þennan
dag, ekki betri skytta en hann var. Jæja, þrátt fyrir allt sem
gerzt hafði í West Point, hafði hann komizt vel áfram síðan,
og sigruðu Bretar mundi hann framast enn meira og verða
auðugur maður.
Hann settist allt í einu upp. Ákafari skothríð en nokkurn-
tíma kvað við í eýrum hans. Svo heyrðist svo mikið brak og
brestir eins og heilt hús hefði hrunð til grunna.
Guð á himnum! Fallbyssukúla hlaut að hafa hæft sjúkra-
húsið. Hann hljóp í áttina þangað og nam staðar sem steini
lostinn.
Þakið var horfið af sjúkrahúsinu og meðan hann starði beint
af augum hrundi einn veggurinn. Svo hélt hann áfram, staul-
aðist þangað eins og hrumur, gamall maður.
Endúrfundir.
Urgið í hgólum gamla vagnsins lét vel í eyrum Asa Peabody,
: ___________;......... ........ _ ...
Á kvöldvíökunni.
Tveir Gurkka-hermenn
gerðust sjálfboðaliðar í nýrri
indverskri fallhlífahei’sveit og
spurðu liðsforingjann, sem æfði
þá úr hversu mikilíl hæð þeir
ættu að stökkva til að byrja
með. „Við byrjum með 500
metra hæð“, sagði liðsforing-
inn. — ,Er það ekki nokkuð
mikið?“ spurðu nýliðarnir.
„Getum við ekki fyrst byrjað'
með svo sem tíu metrum?“
„Það er ómögulegt. FaiL-
hlífin opnast ekki ef um svo
stutt stökk er að ræða. Þið
hálsbrotnið þá. bara.“
„Nú — fyrst við fáum falí-
hlífar“, sagði annar nýliðinn og
létti mikið. „Þá er ekkert um
þetta að fást!“
•
„Þú hefur ekki staðisfe
prófið“, segir Taðirinn argiir.
„Og ~ég sem var búinn áð
heita þér að þú skyldir fá reið'-
hjól ef þú stæðist prófið. Tii
hvers hefirðu eiginlega notað
tímann, slóðinn þinn?“
„Nú — ég — ég var að
læra á reiðhjól“.
Maðurinn var á ferð í AUst-
urríki og bifreið hans bilaðL
Hann kallaði á vélamánn en
hann gat ekkert gert. Þá Iét
hann kalla bifreiðavirkja, sém
var yfirsmiður. Hann skoðaði
vélina sló eitt högg með hamri
og vélin fór í gang. „Þetta er
ágætt“, sagði bifreiðareigand-
inn. „Hvað á ég að borga?“
„Tvö hundruð shillinga". „Tvö
j hundruð, fyrir eitt högg?“ ,,Nei
höggið kostar bára 10 sh. én
kunnáttan kostar 190 shillihgá.
Skoti einn var mjög ást-
fangínn í ungri stúlku og þau
úrðu ásátt úm að þégar for-
eldrar hennar faeru út skylÖi
hún henda „penny“ út úm
gluggann til merkis um að harin
mætti koma í heimsókn. Eitt
kvöldið fóru foreldrar hennar
út og hún henti „penny“ út
um gluggan. Hún béið heilá
klukkustund eftir unnustanúm,
en hann kom ekki. Loks fór
hún út til að sviþast að honúiri
og fann hann þá úti á götúnm.
„Ég heyrði peningirin detta,
og nú er ég búinnn að leita að
honum heilan klukkutíma og
finn hann þó ekki“, sagði
pilturinn til skýringar.
-TARZAN -
ISSZ
ÍSU-
Þegar Tar®> ■ béytti U rum úauða
varðmanni n :.t meðal hinna
taugaóstyrku herm .i aa komst aílc
í upþnám.
vkipulegum ílótte
í frumskóginn.
Þeir þustu
frá þorþiriu og . .n
Á meðan iiraðaði Tarzan
framhjá þeim eftir trjánum
ser
því
hanri þurfti að búa svertmgjaria
'unair lokalaunsátrið.
Harm hafði aðeins lokið við að
koma svertingjunum fyrir í varna*-
stöðu þegar hann heyrði á brakinu
í runnunum fyrir neðan, að hinir
flýjandi Arabar voru að nálgast.