Vísir - 29.06.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 29.06.1954, Blaðsíða 5
í>riðjudaginn 29. júní 1954. VtSIB Norðmenn hæfniprófa hvern hermann. Útlendur gestur gagnrýnir starfsháttu Ferðaskrifstofunnar. Síðan Loftleiðir f jölguðu ferðum sínum milli Ameríku og Evrópu hafa margir ferða- menn fengið nokkurra daga frí á ísiandi. Þeir koma t.d. á laugardög- um, fara að Gullfossi og Geysi á sunnudögum, skoða síðan bæinn og nágrenni hans, bregða sér til Þingvalla og halda síð- an áfram til Evrópu á miðviku- dögum. — Á laugardagmn var komu hingað tveir norrænir isálfræðingar annar norskur hinn danskur. Norðmaðurinn er Vidkun Coucheron Jarl, sem hefur byggt upp hæfnis- prófdeild norska hersins og stjórnað henni frá upphafi. — Hinn er Jesper Florander skólasálfræðingur á Friðriks- bergi í Kaupmannahöfn. Tíðindamaður Vísis hitt þá félaga að máli á Gamla Garði í gær og átti við þá viðtal. „Hversu lengi hafa Norð- menn fengist við hæfniprófun? ? „Hér um bil 30 ár. Hæfni- prófun hófst í sambandi vió iðnaðinn, en það er á allra vit- orði að því aðeins er hægt að gera sér vonir um færa iðnað- armannastétt, að hæfniprófun sé beitt við iðnnema. Vinnu- sálfræðistofnunin í Osló sér enn þann dag í dag um almenna hæfniprófun og í sambandi við hana vinna stöðuvalsleiðbein- endur. „Hvenær var hæfniprófana- deild hersins stofnuð?“ „Árið 1946. í síðustu heims- styrjöld lögðu Bandamenn afar mikla áherzlu á að hermenn yrðu hæfniprófaðir og þá eink- um hermenn hersins. Þegar við fórum að byggja upp herinn að nýju eftir stríðið hlutum við að taka tillit til þeirrar reynslu, sem fengist hefur meðal ann- arra þjóða og stofnuðum þá þessa deild.“ „Hversu margir vinna við þá deild?“ „Tuttugu manns allt árið en á sumrin höfum við 50—60 að- stoðarmenn. Þá verða sálfræð- ingarnir að ferðast um landii' og aðstoða nefndir þær, sem athuga nýliða. Áður fyrr var Jæknisskoðun látin nægja, nú vitum við, að ekki er minna um vert að mæla „vit ög aðra eiginleika en athuga ilsig og beinkröm.“ „Hversu margir af hverju hundraði komast ekki í her- inn?“ „Það er um það bil 13%, en til þess liggja bæði líkam- legar og sálrænar orsakir.“ „Kæmi ekki til mala að ieggja þessa deild niður þegar friðvænlegar horfir?“ „Nei, það er útilokað. Þessi deild losar herinn við menn, sem ekkert hafa í her að gera og spara þannig mikla fyrir- höfn og óþægindi, auk þess velur hún alla yfirmenn flot- ans landhersins og flugflotans en á hæfni þerira veltur mikið ef til átaka kemur.“ „Þér voruð við Geysi og Gullfoss í gær. Hvernig leist yður á landið?“ „Landið fannst mér fallegt, einkum er Gullfoss heillandi og tignai'legur. Hinsvegar var eg ekki ánægður með farar- stjórnina, en við félagar fórum með ferðabíl frá Ferðaskrif- stofunni. „Hvað fannst ykur að?“ „Einkum það að okkur var bókstaflega ekkert sagt. Farar- stjórinn taldi farþegana í hvert sinn sem lagt var af stað frá áfangastað en annað hlutverk taldi hann sig sýnilega ekki hafa. Sem dæmi má nefna, að þegar við komum til Geysis var þess ekki getið að gert væri ráð fyrir að matast þar. Þess var heldur ekki getið að allir kæmust ekki að í einu og hafði það vitanlega þær afleiðing- arnar að við útlendingarnir sátu allir á hakanum, en það er ef til vill almennur siður hjá Ferðaskrifstofunni og þá ekki um það að sakast. Hitt fannst mér ófært að aðeins ein stúlka var í frammistöðu við Geysi og hún skyldi ekkert er- lent mál svo að við urðum að leita á náðir annarra farþega tii þess að geta fengið okkur bjór. Við Gullfoss var þess ekki getið, að ef gengið er upp með fossinum og upp á hjalla einn má sjá til Langjökuis, við lentum þangað af tilviljun og bentum síðan hinum útlending- um á þetta. Þá tel ég ekki við- eigandi að auglýsa að ferð hefj- ist níu að morgni í Reykjavík og henni ljúki níu að kveldi, þegar ekki er komið aftur fyrr en kl. 10,30 að kveldi og þa aðeins með þá sem taka það skýrt fram, að þeir verði að komast í bæinn. Þá finnst mér það meira en lítið skrítið að Ferðaskrifstofa ríkisins skuli ekki hafa til sölu ferðamanna- pésa um Reykjavík. Amerik- anann, sem sér líkneskju Ing- ólfs Arnarsonar, grunar naum- ast að þarna sé fyrsti land- námsmaður íslands, og annað er eftir því. Þar eð við félagar höfum annars mætt góðri fyrirgreiðslu hjá Ferðaskrifstofunni teljum við hættulegt fyrir íslendinga ef þeir ætla að gera landið að ferðamannalandi, að hafa far- arstjóra eins lélega og raun var á í gæí.“ „Þér hafið ekki kvartað við Ferðaskrifstofuna? “ „Eg tel það sem eg hef sagt kvörtun og vona a ð henni verði sinnt, því henni er í góðum tilgangi komið á framfæri.“ Skólasálfræðingur þarf að vera góður kennari. Viðtal við Jasper Florastder skólasálfræðiog. Friðriksberg ; Danmörku hefur löngum verið mjög til fyrirmyndar hvað skólamál snertir. Þar var fyrsta skólasálfræði - skrifstofa Norðurlanda stofnuð 1934 og var stofnandi hennar Henning Meyer. Nú eru skóla- sálfræðingarnir á Friðnksbergi 9 og eftir sumarleyfið bætist sá 10. við, Jesper Florander skólasálfræðingur var fulltrúi danska sálfræðingaféxagsins a alþjóðasálfræðingaráðstefnunm í Kanada í vor og er nú á leið heim. „Viljið þér ekki gera svo vel að segja okkur eitthvað frá starfsemi skólasérfræðinga á Friðriksbergi og hvernig starfio er skipulagt?“ „Þess er þá fyrst að geta -að til þess að geta orðið skólasál- fræðingur þurfa menn að hafa kennarapróf, þá þurfa þeir að hafa kennt í minnst 5 ár og loks þurfa þeir að hafa lokið candidatsprófi í sálfræði og uppeldisfræði við Hafnarhá- skóla eða annan sambærilegan háskóla. Á Friðriksbergi höfum við þann hátt á að við kennum allir saman 12 tíma á viku nema for- stjóri skiúfstofunnar, hann kennir 6 tíma eins og skóla- stjórar, en í Danmörku er öll- um skólastjói'um gert að skyldu að kenna a. m. k. 6 tíma á viku. Á Fi'iði'iksbergi eru nú 11.000 börn, þannig, að 1000 böni eru á hvei’n skólasálfræðing. Okkar starf er einkum fólgið í því að athuga öll afbrigðileg börn. — Kennararnir senda þau til okkar og við fáum um leið ýmsar upplýsingar frá kenn- ui'unum. Síðan prófum við börnin með a. m. k. tvennskon- ar greindarprófun, lestrar- og reikningsprófun og oft skap- gerðai'prófun. Ef prófin sýna mjög takmarkaða greind þ. e. lága greindarvisitölu, eru börn- in oft sett í hjálparskólann svo- kallaða en þar er námsefni allt annað og.minna en í venjuleg- í Youngdongpo, skammt frá Seoul í Kóreu, er unnið af kappi við byggingu prentsmiðju, sem á að prenta skólabækur fyrir börn landsmanna. í fyrstu lotu á að prenta hvorki meira néx- minna en 38 millj. eintaka. um skóla. í hjálparskólanum eru nú 140 börn en þyrftu að vera fleiri. Þá mælum við oft með einstaklingsbundinni lestrar- kennslu og njóta hennar nú um það bil 500 börn og loks höf- um við 9 lestrarbekki. Þá höf- um við einnig bekki handa þeim börnum, sem valda trufl- unum í skólum sökum slæmrar hegðunar og ennfremur höfum við heimili fyrir allra erfiðustu drengina. Við erum i stöðugu sambandi við slíka drengi og þá ekki síður foreldra þeirra en þeim reynum við að veita eins mikla geðvernd og kostur er á. Núna alveg nýlega höfum við bætt við ánnanni. (Social- arbejder) á ski’ifstofuna, er það kona sem hefur séi'þekkingu á félagsmálum og á að reyna að aðstoða við lausn ýmissa vandamála heimilanna.“ „Eru kennararnir sem kenna í sérbekkjunum sérmenntaðir?** „Þeir hafa flestir eða allir gengið á námsskeið hjá okkur og tekur slíkt námsskeið tva mánuði, er þá kennt bæði. fræðilega og raunhæft, þannig: að kennararnir fá tækifæri tiJL þess að horfa á í'eynda kenn- ai’a og kenna sjálfir undir leið- sögn.“ „Eru skólasálfræðiski'ifstof- ur almennar í Danmörku??“ „Já, það rná segja það, þær- eru nú í öllum stærri bæjum,- en ömtin hafa sérstaka ráð— gjafa til þess að iíta eftir kennslu þeiri’a barna sem a. einhvern hátt skera sig íúr • fjöldanum. Segja má að danska . fyrirkomulagið byggist mikið á . fi'amsýni Hennings Meyers og foi'sjálni hans er það vafalaust að miklu leyti að þakka hversu vel hefur til tekizt. Talaði um löndunar- bannið úr stólnum. PresUir ániinnii* Vnenn í því elni. grundvallarreglum. „Við getum spurt oss sjálf að • því hvers vegna fiskur var 5 Bæjarútgerð Rvíkur hefur sent Vísi eftirfarandi grein úr blaðinu Evening Teiegraph (Grimsby) mánud. 31. maí. ! sjóinn settur í upphafi sköp- í prédikun við messu a unnar,“ sagði hann, „það var Borgarstjóra-sunnudag í St. gert til hagsældar fyrir mann- James’s kii'kju í Grimsby talaði kynið, til lífsviðurværis, en.. sóknarpresturinn síra G. W.1 ekki til þess að verða þrætu.. Mai'ham um nauðsyn þess að atriði milli stétta né heldur til. 1 eridurvekja grundvallarreglur , þess að skapa milliríkja deilur kristinnar trúar bæði i einka- um fiskveiðisvæði.“ Það ættí . lífi manna og í viðskiptalífinu. j ekki að vera márkmið fisk- Sagði hann að þessar reglur, verzlunarinnar í Grimsby áð • sem hefðu gleymst, væru leið til lausnar í deilunni sem uppi er varðandi löndun á fiski í Grimsby. Við messu :voru yfir 1.Ö00 manns úr öllúm stéttum og samtökum borgarinnar. Sagði presturinn að fátt hefði skapað meiri óvissu né valdið meiii óróa i Grimsby á s.l. ári en löndunardeilan. Hann sagði að spurningm um það hvort leyfa ætti löndun á íslenzkum fiski eða ekki hefði margav hliðar, og yrði að á- kveðast af sérfræðingum. En á þessu sviði eins og öðrum i myndi vera liágstætt að taká , málið fyrir á nýjum grundvelli, í sem byggja ætti á trúarlegum hrúga auði til eigendanna né að tryggja stöðuga vinnu lönd- unarverkamanna. Markmið er háláitafá, það er að segja að útvega öllum fisk að borða og búa góð lífsskilyrði öllum þeim sem að því vinna frá hásetum á dekkinu til fisksendilsins i. landi,“ sagði hann. Hann sagði ennfremur: „Ef fiskverzlunin er fen, þar sem stríðandi hagsmunir bitast og berjast, eins og sumir halda. fram, þá hlýtur henni að halda áfram að hrörna. Ef augu okk- ar eru nægilega opin til þess að sjá íslendinga eins og Guðs börn, værum við e.t.v. ekki eins áfjáðir í að útiloka þá frá höfn- inni okkar.“ [

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.