Vísir - 09.07.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 09.07.1954, Blaðsíða 8
VlSIB er ódýrasta blaðiS og þó þaS fjöl- brayttasta. — HriagiS i s{ma 1SS9 ag gerist áskrifendur. VISIR Þehr sem gerast kaupendur VÍSIS efttr 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypii ttf mánaðamóta. — Sími 1080. Föstudaginn 9. júlí 1954 Aðild Pekingstjórnarinnar að Sþ meira rædd en vopnahlé í Indókína Málið kemur fyrir öryggisráð og allsherjarþing Sþ í haust. Einkaskeyti írá AP. — London í morgun. Yfirlýsing Johns Foster Dulles utanríkisráSlierra Bantía- ríkjanna um, að Bandaríkin munu beita neitunarvaidi, ef aðild Pekingstjórnarinnar að samtökum Sameinuðu þjóðanna verður .samþykkt í Öryggisráðinu, er höfuðefni ritstjórnargreina í brezk- um blöðum í morgun. í blöðunum er viðurkennt, að kínverskir kommúnistar hafi gerzt sekir um ofbeldi og á- gengni og barizt gegn Samein- uðu þjóðunum, eins og Dulles hélt fram, en hyggilegra sé að taka stefnu sem girði fyrir slíkt í framtíðinni, en hegna fyrir fyrir afbrot liðna tímans. Þessa leið verði að minnsta kosti að reyna og það sé þetta, sem fyrir Eden hafi vakað í Genf, og frá þeirri stefnu geti Bretar ekki hvikað. Beri hún ekki árangur, horfi málið öðru vísi við. -Of lítið svigrúm. — Guatemala. Daily Mail bendir á, að stefnu Bandaríkjanna sé svo þröngur .stakkur skorinn, að ekkert svig- rúm sé til að ná samkomulagi, og Daily Herald segir, að Bandaríkjamenn geri hvergi greinarmun á þjóðernisbaráttu -og kommúnisma nema í Guate- mala. — Mörg blöðin leggja mjög ríka áherzlu á, að hafa frjálst samstarf við þjóðirnar í Suðaustur-Asíu. — News Cro- nicle og Daily Sketch eru einn- ig andvíg Dulles í þessu máli, en legja mikla áherzlu á, að sam- ^tarf Breta og Bandaríkja- manna haldist. Hvað gerir allsherjarþingið? Dulles sagði í gær, auk þess sem að ofan er getið, að hann væri sannfærður um, að aðild hins kommúnistiska Kína fengi ekki löglega samþykkt á alls- herjarþinginu. Víst er talið, að málið verði tekið upp, er þing- ið kemur saman í haust. Eisen- hower sætir nokkurri gagnryni í blöðum vestra fyrir að hafa ekki tekið skýrt fram hvað Bandaríkjastjórn myndi gera, ef aðildin yrði samþykkt, en Knowland öldungadeildarþing- maður og fleiri hafa opinber- Amma keppir líka. .. Sidney AP. — Aðeins tæpleya 100 bílar eru eftir í þolakstrin- um umhverfis Ástraliu, en 250 byrjuðu. Vegalengdin, sem ekin er, er nærri 1G þús. km. og eiga bii- arnir að vera um 18 daga a leiðinni. Meðalkeppenda voru 10 konur, sú elzta sextug, og er hún amma. Bandaríkiii effla fluglieriitii í Evropn Washington (AP). Tilkynnt hefur verið, að á þessu sumri verði sent úr landi önnur her- •deild til úr flughernum, sem ■ stjórnar fjarstýrðum sprengju- flugvélum, og verður hún stað- sett í Vestur-Þýzkalandi. lega lýst yfir, að þeir vilji, að Bandaríkin segi sig þá úr Sam- einuðu þjóðunum. Eisenhower er sagður hafa lagt sig í fram- króka með að afstýra því, að Knowland legði fram tillögu um þetta í öldungadeildinni, því að forsetinn vill, að stjórnin hafi óbundnar hendur um þetta. Hríðar—eðastór Var merktur í Úlfarsá — reiddist í Elliða- ániiin. í gærmorgun veiddist í fyrsta sinn lax í Elliðaánum sem merktur hefur verið í Ulfarsá. Þetta var 55 cm langur lax og 3.6 pund að þyngd, og veidd- ist á leyfi sem Brynjólfur Stef- ánsson forstjóri hafði. Laxinn hafði verið merktur í Úlfarsá fyrir rúmu ári með því að skera af honum veiðiuggann ogvinstri miðugga. Áður hafa tveir laxar, sem merktir hafa verið í Úlfarsá komið fram utan hennar, ann- ar í Laxá í Kjós en hinn í Bugðu. Nú má búast við að vegna þess hve Áburðarverksmiðjan tekur mikið af vatnsmagni-Úlf- arsár í sínar þarfir og áin þar af leiðandi lítil, leiti laxinn frekar í aðrar ár, og þá fyrst og fremst þær sem næst liggja. Þykir fróð legt að sjá hverju fram vindur í þessu efni og fyrir bragðið eru veiðimenn beðnir að vera sérstaklega vel á verði -um að athuga merkingar á löxunj- sem þeir kunna að veiða. Þess má svo að lokum geta að tveir af þeim löxujn, ,sem merktir hafa verið sem hoplax- ar í Elliðaánum hafa komið fram í Úlfarsá. En hoplaxar eru yfirleitt merktir með merkjum, en seiðin aftur á móti með uggskurði. Harður stgangur á Malakkaskaga. Einkaskeyti frá AP. London í gær. Hafin er á Malakkaskaga mesta sókn flughers og land- hers til þessa gegn kommúnist- um, sem hafast víða við á 250 fermílna frumskógasvæði norð- arlega í landinu. Þessar aðgerðir hófust í .morg un með því, að varpað var úr Lincolnsprengjuflugvélum 30 lestum af sprengikúlum, en fall hlífalið var látið svífa til jarð- ar á nokkrum stöðum. Sækir það nú fram til leynistöðva kommúnista í frumskóginum. rigmngar i Mið-Evrópu. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Fregnir frá bæjum og þorpum í hálendi Austurrík- is, Sviss og Þýzkalandi greina frá hríðarveðri eða stórrigningum, ám og lækj- um í vexti og vatnselg á göt- um. I Oberammergau til dæmis er meters djúpt vatn götunum. Sums staðar urðu menn að ösla gegnum krapaelg til vinnu sinnar í gærmorgun eða jafnvel ryðja sér braut gegnum skafla. Svipaðar fregnir hafa borizt frá þorp- um £ Sloveniu. — Feikna vöxtur hefur hlaupið í ár og læki og sums staðar í dölum eru járijbrautir á kafi. Bæir og þorpdiafa einangrast all- víða. I Vori Paulus látinn vitna. Segist ekki starfa í her kommunista. Einkaskeyti frá AP — Berlín í gær. Á blaðamannafundi í Aust- ur-Berlín, sem kommúnista- stjórnin boðaði til, nýlega var óvænt leiddur fram hinn víð- kunni býzki hershöfðingi Fried- rich von Paulus, sem stjórnaði 6. her nazista við Stalingrad — en gafst bar upp og gekk Rúss- um á hönd með 90.000 mönnum í febrúar 1943. Valdhafarnir í Moskvu veittu honum frelsi hinn 26. oktober s.l., er hann í heilan áratug hafði verið fangi, og settist hann þá að í Dresden í Austur-Þýzka Strandamenn fá nýja suncHaug. S. 1. mánudag var tekin í notkun mýndarleg sundlaug í Strandasýsfu. Það erá ungmennafélagið „Leifur héppni“ og hrepps- nefnd, sen| standá að þessum myndarlegá framkvæmdum, en laugin er* við Norðurfjörð, skámmt fra Trékyllisvík. Vatn í laugina fæ :t úr Krossneslaug- um, sem'er i skammt frá, en svo hagar til, £ 5 skammt frá sjó er fagur hvafnmur, en í hann streymir sj ðheitt vatn frá fyrr- nefndum lýrossneslaugum, svo og kaldur llunulækur. Eru skil- yrði þarna|því hin ákjósanleg- ustu frá nlttúrunnar hendi. Hin nýjá sundlaug er stein- steypt og íteyptur stígur um- hverfis haha. Hún er 12V2X6 metrar að flatarmáli, en auk þess eru þarna steyptir búnings- klefar og öllu mjög haganlega fyrir komið. Laugin og önnur mannvirki í sambandi við hana munu hafa kostað um 140 þús. krónur. Hefur ungmennafélag- ið „Leifur heppni" og hrepps- yfirvöldin jeyst þarna af hendi mikið þrel virki, sem vert er að gefa ga im. Síð^sti leikur Norðnianna í kvöld. í kvöld kl. 8.30 verður þriðji og j.ðasti kappleikur norsku knattspyrnumannanna hér, og keppa þeÍK þá við úrval úr Reykjavíkm'félögunum. Lið Reykvíkinga er þannig skipað: M^gnús Jónssoiij Karl Guðmunds^on, Einar Halldórs- son, Guðm|mdur Jónsson, Hörð ur Óskarssjpn, Halldór Halldórs son, Óskar gigurbergsson, Gunn ar Gunnarjson, Þorbjörn Frið- riksson, G^nnar Guðmannsson og Reynir É>órðarson. Fyrstu bílarnir fara Auókúluheiði Fyrstu bílarnir, sem farið hafa á þessu sumri norður yfir Kjöl og norður í Húnavatns- sýslu, fóru leiðina um síðustu helgi. Voru þetta tveir 22ja manna bílar, sem fóru með miðskóla- nemendur úr Hveragerði, 40 að tölu, í hringferð um Kjöl, Húnavatnssýslu, Holtavörðu- heiði og Borgarfjörð. Annar bíllinn var tveggja drifa, en hitt var venjulegur langferða- bíll. Fyrstu nóttina var gist á Hveravöllum, en þangað var afbragðs vegur, enda lagfær- ingar verið gerðar á honum þar sem þess var þörf. Aftur á móti hefir leiðin frá Hveravöllum og norður í Svínadal ekki verið farin fyrr á þessu vori og ekkert gert við slóðina á þeirri leið. Voru bíl- arnir 14 klst, að komast þessa vegarlengd, sem er um 80 km., enda urðu ferðalangarnir oft og iðulega að fara út og laga til þar sem runnið hafði úr göt- unni og kasta frá steinum, en annars staðar urðu bílamir að fara utan við slóðann. Þessa nótt var gist hjá Bólstaðarhlíð í Svartárdal, en á mánudaginn ekið norður að Arnarstapa á Vatnsskarði og síðan haldið til baka suður um Holtavörðu- heiði og Borgarfjörð. Helgi Geirsson skólastjóri og Gunnar Benediktsson kennari voru fararstjórar og kváðu þeir veður hafa verið alla leiðina hið fegursta. Ekki kváðust þeir þó vilja ráðleggja neinum að leggja á Auðkúluheiði að svo stöddu, eða fyrr en búið væri að laga leiðina. Tvö greni finnast í Esju. Fyrir skömmu fundu þeir Sveinn Einarsson og Halldór Tryggvason frá Miðdal tvö greni í Esju. Það fyrra fannst í Bleiksdal og náðist grenlægjan og 4 yrð lingar, en refurinn slapp. Hitt grenið fannst við Mógitsá og náðu þeir þar grenlægjunni og 5 yrðlingum. Refinn sáu þeir alls ekki og álitu þeir að hann hefði liklega drepizt af eitri, því talsvert hefur verið eitrað fyrir refi þar. Halldór og Sveinn fóru upp í Kjós en þar var aðallega um leit að ræða. landi. Þetta var í fyrsta skipti, sem hinn fyrrverandi marskálk ur kom opinberlega fram, eftir heimkomuna. Það var aðstoðar-utanríkis- ráðherra Austur-Þýzkalands, Albert Norden, sem kynnti von Paulus fyrir blaðamönnum. Boð aði hann, að von Paulus mundi ræða um mál, sem væru mikil- væg fyrir þýzku þjóðina. Áður hafði verið orðrómur á kreiki um, að von Paulus ætti að tak- ast á hendur mikilvæg embætti í Austur-Þýzkalandi. Norden sagði, að nefndin, sem ynni að einingu Þýzkalands, hefði hvatt til þess, að þessi blaðamanna- fundur væri haldinn, eftir að hún hefði fengið mikinn fjölda bréfa frá Vestur-Þýzkalandi, þar sem hefði verið spurt um marskálkinn og skoðanir hans. Tók svo von Paulus til máls. Sakaði hann Konrad Aden- auer kenslara Vestur-Þýzka- lands og íhaldsöflin í kristilega lýðræðisflokknum um að „að- hyllast hiklaust stefnu Banda- ríkjamanna, sem hvarvetna í heiminum hefði valdið ókyrð.“ Hann réðist á Bandaríkjamenn, og sagði, að þeir hefðu í'eynt að sannfæra þjóðir heims um, að engin þjóð hefði mátt til þess að rísa gegn þeim. Von Paulus neitaði, að hann hefði tekið við mikilvægu starfi í austurþýzka hernum (alþýðu- lögreglunni), en hann viður- kenndi, að þar í sveit ætti hann gamla vini og félaga. Hafði heyrzt, að hann flytti fyrirlestra fyrir liðsforingja í þessum her. Hann játaði, að sumir liðsforingjar úr hernum, og konur þeirra kæmu í heim- sókn til hans. Von Paulus kvaðst ekki sinna öðrum störíum en ritstörfum, en birtar hafa verið fregnir um, að hann vinni að samningu endurminninga sinna um Stalingradorrustuna, sem lauk með uppgjöf hans og 6. þýzka hersins hinn 1. febrúar 1943. Hann kvað þá menn hafa að kalla alrangt fyrir sér, sem hefðu lýst honum sem manni, sem skilyrðislaust framkvæmdi fyrirskipanir Hitlers. Vopiföðar árásir f rá Yemen á Aden Breíar senda moimælaorð- sendingu. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Brezka stjórnin hefur sent mótmælaorðsendingu til stjórnarinnar í Yemen, út af vopnuðum árásum á Aden á Arabíuskaga sunnanverðum, en Aden er brezkt verndar- ríki. í orðsendingunni segir, að' £ maímánuði einum hafi ver- ið gerðar 28 slíkar árásir frá Yemen til stuðnings öflum í Aden, sem hvorki virði lög þolað lengur, og gripið til né rétt, og verði slíkt ekki róttækra gagnráðstafana, e£ stjórnin í Yemen komi ekki í veg fyrir, að árásunum verði haldið áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.