Vísir - 09.07.1954, Blaðsíða 7
IFöstudaginn 9. júlí 1954
VISIR
t
^AMÍWUWWVVWVWVUVWtíVWWUVWVWyVWVWW'WVVWWIi
Robert' 0. Case:
Ravenhill gekk hvatlega frá herbergisdyrum sínum í gisti-
húsinu niður í hið rúmgóða anddyri, þar sem Steve gamli
Corliss, eigandi gistihússins, sat í uppáhalds stólnum sínum úti
við vegg, og við og við renndi augunum á þá, sem fóru upp eða
niður stigann. Honum varð starsýnna á Ravenhill en aðra,
þenna alkunna — sumir mundu segja alrædmda — Englend-
ing, sem allt af, og eins nú, var vel búinn og snyrtilegur í fram-
komu. Hann var grannur, beinn í baki, hinn hermannlegasti,
klæddur flugmannajakka, aðskornum, í gljáfægðum upphá-
um stígvélum.
Ravenhill hafði frá fyrstu verið Steve ráðgáta. Það var eitt-
hvað dularfullt við hann. Hann var að minnsta kosti að flestu
frábrugðinn öðrum flugmönnum, sem þyrptust til þessa af-
skekkta landshluta eins og engisprettuskari, ginntir af ljóma
gullsandsins. Hann bar það með sér, að hann var góðrar ætt-
ar, og yfir honum var sami bragur og þeim, sem menntast hafa
í Sandhurst eða Eton — og þau áhrif hafði spilling og flakk
ára, sem hafði verið illa varið, ekki getað upprætt. Hann var
harðneskjulegur á svip, en mjög fríður sýnum. Andlitsdrætt-
irnir voru skarpir, augun hvöss og fögur, og lágu nokkuð
djúpt, á efri vör stuttklippt skegg, vaxborið og vel hirt. Það
voru einkum drættirnir kringum munninn, sem gerðu hann
hörkulegan á svip. Um varir hans lék títt kuldalegt bros.
Enginn, sem á hann horfði, hugsaði Steve, mundi geta látið
sér til hugar koma, að hann ætti ekki einu sinni skaftpott til
þess að elda í grautinn sinn. Og helvítis flugvélargamurinn
hans var margveðsettur. „Og hann skuldar mér 280 dollara,"
hugsaði Steve enn, „og hefur áreiðanlega ekki einn tíu centa
pening í vasanum, hvað þá meira. Samt ber hann sig manna-
lega og lætur sem allt leiki í lyndi — en það gera nú fleiri, en
engum tekst það sem honum.“
Og er Steve gamli hugsaði sem svo, gætti ekki lítillar aðdá-
unar í svipnum.
Ravenhiil var á leiðinni til Steves, en tók á sig krók, til þess
að athuga „tvíbura-hitamælana“ á glugganum. Sá að innan-
verðu, í vel upphituðu gistihúsinu, sýndi 25 stiga hita, en sá,
sem utan á glugganum var, álíka mikið frost.
Ravenhill kinkaði kolli og.bar hönd að vörum sér til þess að
leyna geispa. Það var í rauninni aðallega vegna þess hve Corl-
issgistihúsið. var vel upp hitað, að hann veitti því þann vafa-
sama heiður að búa þar. Og sannast að segja furðaði hann sig
á því, að gistihús, slíkum þægindum búið, skyldi vera til á þess-
um norðlægu slóðum, 300 mílum norðar en nyrzta járnbraut
Kanada lá, aðeins þremur mílum fyrir sunnan heimskautsbug.
Jæja, nú á tímum ættu menn ekki að furða sig á neinu, annars
var það hinn forni máttur hins gula málms, sem var hér að
verki — sem víðar.
Hann gekk til Steves og sagði kumpánlega með áberandi
brezkum hreim:
„Hann ætlar að vera svalur í dag.“
„Það er hörkufrost. Hvítalogn. Það verður svona viku,“
svaraði Steve.
„Það verður þá fyrirtaks flugveður,“ sagði Ravenhill og leit
í kringum sig. „Hvar er konan?“
Steve gaf honum til kynna með bendingu, að hún mundi sitja
í kaffistofunni.
„Þú hefur látið hana bíða“, sagði hann í ásökunartón. „Henni
kann að mislíka það.“
„Eg held, að ég hætti á, að hún bíði nokkrar mínútur enn,“
sagði Ravenhill og settist. Hann tók upp vindling og fór sér
hægt. „Segðu mér hvernig í öllu liggur, gamli. Hver er hún?
Og hvers vegna er ung kvinna að ferðast alein síns liðs á þess-
um norðurhjara um hávetur? Hvers vegna vill hún hafa tal
af mér?“
„Ætli það sé þá ekki bezt, að ég rétti þér einn bita í einu,“
sagði Steve. „Ættarnafn hennar er Drummond. Ungfrú V.
Drummond. Og V. merkir Vivian.“
Ravenhill hafði borið silfurkveikjara næstum að vindlingn-
um, sem hann hafði stungið upp í sig, en höndin stöðvaðist allt
i einu.
„Drummond — dóttir hvaða Drummonds?11
„Karlsins, sem á helming allra kolanáma og margar sögun-
arverksmiðjur í British Columbia? Spurðirðu annars hvers
dóttir hún væri, nei, hún er ekki dóttir hans, heldur bróðurdótt-
ir, en það kemur út á eitt. Hún er loðin um lófana. Hvað heitir
hann annars —?“
„Basil — Sir Basil Drummond."
„Alveg rétt. Nú, þú þekkir hann kannske — og hana líka?“
„Við kynntumst lítið eitt, svona af tilviljun. Eg var í boði yfir
eina helgi í sumardvalarstað við Strathcona-vatn — það var
þar, sem fundum okkar bar saman — sem snöggvast.“
Þótt Ravenhill mælti kæruleysislega var ekRi alveg sársauka-
laust að minnast þessara liðnu daga. Og þetta var ekkert tilvilj-
unarkennt. Hann hafði komizt í mikinn vanda. Vitanlega var
þetta allt honum að kenna. Það virtist svo óralangt síðan, er
þetta gerðist.
„Þótt ég sé nú svo gamall, sem á grönum má sjá,“ sagði
Steve gamli, — „kominn yfir sjötugt, þá mundi ég ekki sitja
hér eða standa og tvístíga, ef ung og fögur stúlka biði mín á
næsta leiti. Eg mundi skjótast til hennar með sama hraða og
minkur í hænsnahús.“
„Og mér er efst í huga að taka undir mig stökk eins og hrædd-
ur héri — í þveröfuga átt,“ svaraði Ravenhill. „En betlarar eiga
ekki á neinu völ. Ég kemst víst ekki hjá að tala við hana. Hvern-
ig komst hún hingað? Kom hún með flugvélinni frá Edmontpn
í gær?“
„í morgun. Fékk far með einni flugvélinni, sem er í ferðum
til uraniumnámanna. Hún kvaðst vera mjög tímabundin.“
Ravenhill kinkaði kolli og bjóst til þess að rísa á fætur. „Og,
Steve^ hvað heldurðu, að hún vilji mér?“
„Ég veit varla,“ sagði Steve, á þann hátt, að það minnti hann
á það, er V. Drummond reyndi að mæla kæruleysislega, „hún
mun hafa lagt sitthvað af vasapeningunum sínum í fyrirtæki,
námu í grennd við austurkvísl Porcupine. Það munu vera um
55.000 dollarar sem hún hefur lagt í þetta. Hún er smeyk um,
að allt sé ekki með feldu, og vill fá reyndan flugmann, til þess
að fljúga með sig þangað, til þess að sjá allt með eigin augum.
Fljúga með sig þangað í dag; skilurðu."
„í dag,“ sagði Ravenhill og leit á armbandsúrið sitt. Hann
vissi, að það yar að minnsta kosti 700 mílna flug til austurkvísl-
ar Porcupine. Og það var svo einstaklega notalegt í gistihúsinu.
Já, það var lengra en til McPhersonvirkis.
„Klukkan er orðin hálfellefu,“ sagði Ravenhill. „Gerir hún
sér nokkra grein fyrir —“
„O, já, já, það gerir hún,“ sagði Steve. „Hún hefur litið á
kortið. Og hún veit, að það er fyrirtaks flugveður. Og hún hefur
reiknað það út, að þú getir lagt af stað um hádegisbilið. Og
hún hefur líka reiknað það út, að það sé þriggja og hálfrar
klukkustundar flug þangað eða sjö klukkustundir fram og til
A D, 9, 4, 3, 2
V 8
♦ K, 6
* Á, D, 9, 8, 7
N
S
A Á, K, G, 10
V Á, 7, 6
♦ Á, 9, 8, 7
* K, 6
Suður spilar 7 spaða. Útspil
Vesturs er drottning í hjarta.
Hernig er öruggast fyrir Suður
að spila spilið?
Á kvðldvíökunni.
í nýútkominni bók sinni,
„Close Contact", segir fyrrver-
andi yfirmaður hernaðarsendi-
nefndarinnar í A.-Þýzkalandi,
Dewhurst hershöfðingi, eftirr
farandi sögu:
í vodkaveizlu einni kom
rússneskur liðsforingi til hans
og sagði:
„Churchill er mikill maður.“
„Af hverju álítið þér það,
hershöfðingi?“
„Jú, hann getur málað mál-
verk.“
„Nú, en vann hann ekki einn-
ig stríðið fyrir okkur?“
„Einmitt, það er þess vegna,
sem hann er mikill maður. Mjög
fáir málarar vinna stríð.“
Þegar Louis 18. sneri heim
til Frakklands, eftir að hafa
verið landflótta lengi, kallaði
hann hinn fræga lögreglu-
stjóra Napóleons, Fouché, fyrir
sig og sagði:
„Þér létuð njósna um mig,
meðan eg var erlendis, eða var
ekki svo?“
„Jú, herra, það kom af sjálfu
sér.“
„Og hver var njósnarinn?“
„Hertoginn af Béacas.“
„Og hvað greidduð þér hon-
um mikið fyrir það?“
„8 þús. pund um árið.“
„Stórkostlegt! Þegar eg var
í útlegðinni, lofaði hann að
greiða mér helminginn af því,
sem hann fengi fyrir að njósna
um mig. Og skilvíslega greiddi
hann mér 4 þús. pund um árið.
Það er gott til þess að vita, að
í heiminum skuli vera til fólk,
sem hægt er að treysta.“
C. & Suweuqki:
1591
Tarzan bar skipbrqlsmuiniinn gæt'-
lega á land. „Kg mun ekki lifa mikið
lengur,“ sagði hatiu og stóð á öndinni,
„komdu h i,r og h'iustaðu.V-
„Kg heiti U-bson, og er umsjónar-
maður frá Metropplitan listasafninu í
T : lidon, Kólagi rninn og eg vorum
Benöir íil- Suður-Afríku.“
..Mjög dýrmætur veggskjöluur lannst
þar eftir að.hafa verið-týrid.ur i mu
’iiitiigu ár. Við, áttum að i'b'tja
íil baka iteilu- á hölíhiu, . n - "
,,þið urðu skiproka," stakr -an
upp ..j’.ið vor aðo.ins ip •jsaiirj
sagði Gilisoji og hroHur i’óv : hai'r.
„pað-sem siðar kom var....... ' ö-i