Vísir - 09.07.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 09.07.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Föstudaginn 9. júlí 1954 152. tbl. Skepnur liggja dauðar í hrönn- um eftir flóðin S Skagafirði. Gera má ráð fyrir, að nú hafi um 21—22 þúsund manns synt 200 metrana í norrænu sund- keppninni hér á landi. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Þorsteini Einars- syni íþróttafulltrúa, er aðsókn að sundlaugum landsins vegna keppninnar góð og jöfn, en þó engin ös. Þá er það mjög á- nægjulegt, að sundnámskeiðin eru víðast ágætlega sótt, ekki sízt kvenna og barna. Spáir það góðu um framtíð sundsins hér á landi. Þá hefur það skemmtilega nýmæli verið tekið upp innan ramma norrænu keppninnar, að hinir ýmsu kaupstaðir landsins keppa innbyrðis. Þannig eiga Reykvíkingar nú í höggi við Akureyringa og Hafnfirðinga, en hólmganga stendur yfir milli Akraness og Keflavíkur, ísafjarðar og Siglufjarðar, og loks munu Ólafsfirðingar og Neskaupstaðarbúar hyggja á innbyrðiskeppni. Af norrænu sundkeppninni hér eru annars þær fréttir helzt- ar, að ísfirðingar virðast standa sig bezt í bili. Þar er þátttakan þegar orðin nær 20%. Reyk- víkingar spjara sig furðuvel, en hér mun þátttakan vera orðin 15—16%. Stjórniii í Saar biðst lansnar. París (AP). — Samsteypu- stjórnin í Saar hefur beðist lausnar. Það eru tveir flokkar, sem staðið hafa að henni, flokkur Hoffmanns forsætisráðherra, kristilegir lýðræðissinnar, og jafnaðarmenn. Deilur um verka lýðsmál eru orsök samstarfs- slitanna. Þrem skákum lokið í þrem umferðum. Þriðja umferð Skákþingsins fór fram í gærkveldi og lauk að- eins einni skák í landsliðsflokki. I þeim þrem umferðum, sem þegar er lokið, hefur ekki verið lokið nema einni skák í hverri umferð í landsliðsflokkinum. Það var skák þeirra Óla Valdimarssonar og Birgis Sig- urðssonar sem lauk að þessu sinni og með sigri Óla. Er Óli nú efstur með tvo vinninga. | í meistaraflokki vann Ingi-) rnundur Guðmundsson Gunnar Ólafsson og Kári Sólmundar-1 son vann Ólaf Einarsson. j Biðskákir verða tefldar í lcvöld en 4. umferð á sunnu- daginn. Stúlkan í miðið er þýzK og nemr Ctanstei 'áchaak. HÚ3 v«r WBi in „ungfrú Evrópa“ í fegurðarsamkeppni í París, en svíit sáfs bótinni, er það kom á daginn, að hún var ekkja. Stúlkan lil vinstri, sem er Irönsk, settist á heiðurssessinn. Á 22. þúsund manns hafa synt 200 metrana. Innbyrðis keppni hafin milli kaupstaða. 40 Fiat-bílar með Vatnajökli. Með m.s. Vatnajökli, sem ný- kominn er frá Miðjarðarhafs- löndum, voru m. a. 40 litlir Fiat-bílar. Bílar þessir eru af gerðinni Fiat-1100, fjögurra manna, og eru fluttir hingað samkvæmt heimild, sem LÍÚ hafði verið veitt af ríkisstjórninni. Af bíl- um þessum greiðist bátagjald- eyrir, 61%, og verð bílanna er um 45.000 krónur. Um áramótin var auglýst eft ir umsóknum um bíla þessa, og bárust um 300 umsóknir. Langt er síðan úthlutun lauk, og eru bílarnir því allir seldir. Með sama skipi komu nokkr- Tjónið jafnvel metsð á milljónir króna. Alll að 6 metra djúpai* gjar hafa iiivuday.í í veginn. Síldin: SA-bræla spillir veiðunum. Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í morgun. Engar síldarfregnir höfðu borizt hingað í morgun, cn veður spilltist í gærkveldi og hamlaði veiðum. Flest skipin eru þó úti að svipast um eftir síld, en nokk ur þeirra munu hafa legið undir Grímsey vegna suð- austan brælu. í gærkveldi var ekkert flogið vegna veð- urs, né heldur í morgun vegna þoku á miðunum. Klukkan sex í morgun var þó komið logn, en þoka grúfði yfir miðunum. Mest af síldinni, sem veiðzt hefur, fór í bræðslu, en saltað var á einum stað á Si glufirði. Skriðuföllin og vatnavextirn- ir í Skagafirði nú í vikunni virðast hafa valdið miklu stór- felldara tjóni en menn höfðu hugmynd um í fyrstu. Menn eru nú að fá æ betra yfirlit og yfirsýn um skemmd- irnar og eru stöðugt að koma í ljós nýjar skemmdir og ný ummerki sem ekki var vicað um áður. Aðal skemmdirnar hafa orð- ið á svæðinu frá Grjótá á miðri Öxnadalsheiði og vestur að Héraðsvötnum, en tilfinnanleg- astar og mestar hafa þær orðið undir Kotafjalli í Norðurárdal. Kunnugir telja að tjónið nemi jafnvel milljónum króna. Víða þar sem ræsi voru áður undir veginn við Kotafjall eru Armas forseti Goatemafa. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Herforingjastjórnin (junta) í Guatemala kaus í gærkveldi Armas hershöfðingja einróma ríkisforseta. Armas, höfuðleiðtogi bylt- ingarmanna, tekur því við nú af Monzon, sem farið hefur með forsetavaldið að undanförnu. Hann átti einnig sæti í herfor- ingjastjórninni. Þótt Armas væri einróma kjörinn ríkisforseti og Monzon hafi þannig greitt honum at- kvæði, vekur það nokkra at- hygli, að tveir stuðningsmanna Monzons hafa síðan beðist lausnar. Dulles situr einn heima. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Genfarráðstefnan um Indó- kína kemur aftur saman á mánu dag og verða þá viðstaddir allir utanríkisráðherrar stórveld- anna — nema Dulles. Hann tók þó fram í gær, að ekki væri með öllu fyrir það girt, að, annað hvort hann eða Bedell-Smith aðstoðarutanrík- isráðherra færu til Genfar. — Dulles kvað Johnson sendiherra Bandaríkjanna í Sviss mundu verða aðalfulltrúa Bandaríkja- anna, eins og verið hefði síðan er Bedell-Smith hélt heimleið- is þaðan. Tilkynnt var í London í gær, að Eden mundi fara til Genfar á mánudag. í París hefur það aukið vonir manna um sam- komulag, að Ho Chi Minh, leið- togi uppreistarmanna í Indó- kína, hefur lýst yfir, að horf- ur um samkomulag séu væn- legri vegna Genfarráðstefnunn- ar. ir jeppar frá ísrael, en þeir Adenauer beygði sig. Einkaskeyti frá AP. Bonn í gærkveldi. Vestur-þýzka sambands- stjórnin hefur lagt á hilluna á- form um að setja á laggirnar upplýsinganefnd. Hlutverk hennar átti einnig að vera að „samræmá fréttir" o. s. frv. Mikill áróður var haf- inn i blöðum gegn hugmynd- inni; og töldu menn, að hérværi um að ræða vísi að stjórnar- deild eða jafnvel „Göbbelsráðu- neyti“. Almenningur reyndist og áformunum mjög andvígur og hefur stjórnin nú beygt sig. nú komnar djúpar gjár í gegn- um hann; sumar allt að 6 metra djúpar. Á bæinn Fremri-Kot féllu ski iður yfir megiaið af túninu. Þar sópaði skriða burt ný- byggðri heyhlöðu með miklum heyfirningum frá því í fyrra. Haughús, sem var áfast við fjós ið, sópaðist líka burtu en fjós- ið stóð eftir. Bóndinn á Fremri- Kotum var nýbúinn að rýja og átti ull af 90 fjár geymda við réttarvegg við túnið — hún fór öll. — Samanlagt er tjón bónd- ans svo mikið að hann mun vart fá risið undir því nema honum berist hjálp og það fljótt. Fólksbifreið var á ferð hjá Kotabæjunum og lenti í jaðri einnar skriðunnar þegar hún hljóp fram. Farþegunum varð það til lífs að þessi skriða var í fyrsta lagi með þeim minnstu sem þarna féllu og í öðru iagi að bifreiðin lenti aðeins í jaðri hennar. Fólkið bjargaðist með naumindum út úr henni, en bif- reiðin situr eftir í skriðunni eins og samanbeigluð blikkdós, full af auri og grjóti og sér að- eins á þak hennar og aftur- hluta. Skepnur liggja dauðar £ hrönnum, bæði hross og sauðfé og er þó ekki vitað um nema um lítið eitt af því sem farizt hefur. Skagfirzkur bóndi sem lagði leið sína upp með Norðurá í gær, fann þar á aurunum rek- in þrjú hross og margar kindur. í viðtali sem Vísir átti í rnorg un við Karl Friðriksson vega- verkstjóra á Akureyri sagði hann að enn væri ekki unnt að segja hvenær samgöngur kæm- ust á að nýju. Það yrði í allra fyrsta lagi á sunnudag en gæti líka orðið seinna. í morgun fóru 4 bílar með brúarefni frá Ak- ureyri vestur að Valagilsá til þess að koma þar upp bráða- birgðabrú. Enn fremur fóru 2 jarðýtur að norðan og 20 manna vinnuflokkur, bæði til þess að vinna að brúarsmíðinni og ryðja bráðabirgðaveg undir Kotafjalli. Bráðabirgðaviðgerð hefur far ið fram á Öxnadalsheiðarveg- inum, þannig að hann er slark- fær orðinn, en öll varanleg við- gerð er eftir. Siglingahætta ekki fyrir hendi. Að afstöðnum rannsóknum, sem staðið hafa 51 dag, hefur japanska fiskimálastjórnin til- kynnt, að engin siglingahætta hafi stafað af kjarnorkuvopna- prófunum á Bikinisvæðinu. Ennfremur, að geislaverkana- hættan hafi reynzt mjög Iftil. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.