Vísir - 15.07.1954, Page 1
«4. érg.
Fimmtudagiim 15. júlí 1S54.
157. tbl*
HeEstaramótið í frjáisum
fþróttum í byrjun ágóst.
ASalhluti Meistaramóts ís-
laeds í fijálsum íþróttum fer
fram hér í Reykjavík í byrjun
næsta mánaðar.
Fer mótið fram dagana 7., 8.
og 9. ágúst. Verður þá keppt í
venjulegum einstaklings-
keppnigreinum frjálsra íþrótta
ásamt 4X100 og 4X400 m.
boðhlaupi og fimmtarþraut. Þó
verður ekki keppt í 10 km.
hlaupi, tugþraut og 4X1500 m.
boðhlaupi fyrr en 4. og 5. sept-
ember í haust, en þá lýkur mót-
inu.
Um þessar mundir standa yfir í Haag viðræður 15 Hollendinga ogj
22 Indónesa um framtíð Indónesíu. Senn er á enda 5 ára bráffa-
hirgðasambúð Hollands og Indónesíu, og nú kreijast Indómesar
þess að verða sjálfstæðir með öllu, en fara auk þess Iram á
Nýju-Guineu.
Efdur í verzlunarhúsí Martems
Einarssonar í gær.
Reykur svo míkill, aft nota varð grímur.
í gær varð mikið tjón aðal-
lega af völdum réyks í verzlun
Marteins Einarssonar á Lauga-
veginum.
Þar kom eldur upp í kjallara
hússins kl. langt gengin 8 ígær-
kveldi. Þegar slökkviliðið kom
á vettvang, var eldur í rusli í
kjallaranum, m. a. í stórum
kössum sín hvoru megin við
stigaganginn upp á hæðina fyr-
ir ofan. Þar höfðu innviðir líka
sviðnað töluvert. Ekki taldi
slökkviliðið að eldtjón hafi orð-
ið mikið, en hins vegar mjög
miklar skemmdir af reyk á
vörum og vorubirgðum, hæði í
kjallaranum og báðum verzl-
unarhæðunum.
Var reykurinn svo mikill í
húsinu að þegar slökkviliðs-
mennirnir komu fyrst inn í
verzlunina í gærkveldi var ekki
líft þar inni nema með reyk-
grímum.
Lögreglan taldi sig í morgun
ekki geta séð með hvaða hætti
kviknað hefði í, en skemmdir
væru fyrirsjáanlega miklar, þó
það væri ekki enn kannað til
fulls.
Offast um
á flatbytnu.
í gærkveldi var óttast um
þrjá unglingspilta sem lögðu
úr Keflavíkurhöfn á lítilli flat-
bytnu með utanborðsmótor.
Þegar frétzt hafði að piltar
þessir hefðu lagt úr höfn á
bátskríli þessu var símað til
Reykjavíkur og lögreglan hér
beðin að fylgjast með ferðum
þeirra ef þeir kæmu hingað.
í gærkveldi barst svo til-
kynning frá Keflavík um það
að báturinn væri kominn þang-
að aftur heilu og höldnu. Höfðu
piltarnir farið til Hafnarfjarðar
og snúið þar við.
Fleiri konur
reyna sjálfsmorð.
Glasgow (AP). — Fleiri konur
reyna að ráða sér bana en karl-
ar, en færri tekst það.
Dr. E. Stengel, sálfræðingur,
hefur skýrt frá þessu í erindi,
sem liann flutti á fundi í Lækna-
félaginu brezka. En þótt fleiri
konur reyndu þetta, væru karl-
mennirnir miklu fleiri, sem tæk-
ist að framkvæma slík áfonn.
Átvinnulreitið skal
í símaskrána.
Hinn 22. júní sl. var á bæj-
ariþingi Reykjavíkur kveðinn
upp fremur óvenjulegur dóm-
uur. —
Félag útvarpsvirkjameistara
i Reykjavík hafði höfðað mál á
hendur póst- og símamála-
stjóninni vegna þess, að sú
stofn'un hefir stympazt gegn
gegn því að viðurkenna út-
varpsvirkjameistara og neitað
að láta prenta það heiti aftan
við nöfn þeirra í símaskránni.
Samkvæmt dómi þeim, sem
upp var kveðinn í fyrra mán-
uði, ber póst- og símamála-
stjórninni skylda til að bæta
orðinu „útvarpsvirkjameistari"
í símaskrárviðbæti fyrir 1954
við nöfn þessara manna: Frið-
riks A. Jónssonar, Georgs Ás-
mundssonar, Ólafs Jónssonar
og Jóhanns V. Sigurjónssonar,
að viðlögðum 100 króna dag-
sektum að 60 dögum liðnum
frá birtingu dómsins, og greiði
1000 krónur í málskostnað.
Samið fyrirfram um sölu
á míklu síldarmagni.
Svíar, Flnnir og Rússar mesfu
viðsklpfaþjóðirnar.
Samkvæmt upplýsingum, sem Visix fékk hjá síldarút-
vegsnefnd í morgun, er þegar búið að selja fyrir fram all-
mikið magn af Norðurlandssíld, svo og Suðurlandssild.
Svíar og Finnar mumi kaupa samtals 12—15 þúsund
lestir eða 120.000—159;000 tunnur af Norðuriandssíld. pá
standa vonir til, að Rússa: kaupi af okkur a. m. k. 70.000
tunnur aí Norðurlandssíld. I athugun era möguleikar á
sölu Norðurlandssíldar til Banslaríkjanna.
Rétt er að geta þess, að sítóin, sem nú veiðist er
mjög blönduð, eins og það er neínt, eða misjöfn,
»g því teýn nauðsyn að vanda vel verkun.
í sa.mbandi vift SuSurlandssíidina má geta þess, að búizt
er viö, að Rússar kaupi af okkur um 75.000 tunnur, en Pól-
verjar hafa þegar gert við okkur samning um kaup á 10.000
tunnum.
Sf. sólarfíring var ágætur aflí - hagstæð
skifyrði tif veiði ' morgun.
Síldin er austan tíl á miðuniim,
Frá fréttaritara Vísis.
Siglufirði í morgun.
Búsældarlegt verður um að
litast á Siglufirði í dag, því að
búizt er við miklum f jölda skipa
með síld til söltunar, en söltun
var leyfð frá miðnætti í nótt.
Fjölmörg skip öfluðu ágæt-
lega í gær og í nótt, og veiðiút-
lit er mjög gott í morgun, hvita-
logn en nokkur dumbungur.
Líta sjómenn mjög björtum
augum á veiðarnar, eins og er,
að minnsta kosti, og sumum
finnst Siglufjörður vera sem óð-
ast að taka á sig hinn forna at-
hafna- og glæsibrag.
í gær losuðu fjölmörg skip
síld á Siglufirði, sem tekin var
í bræðslu, og hjá síldarverk-
smiðjum ríkisins einum voru
skipin 50—60. Var í nógu að
snúast og geysilegt athafnalíf.
Skipin voru flest farin út aft-
ur fyrir miðnætti og fengu á-
gætan afla í nótt.
Berjatínsla
hafín í Eyjafirði,
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Fyrstu krækiberin hafa nú
verið tínd í Eyjafirðinum og
var þar um stór og þroskuð
ber að ræða.
Virðist - sem berjaspretta
ætti að verða með ágætasta
móti Norðanlands í sumar.
Um síðustu helgi fóru
börn úr Eyjafirði og Akur-
eyri til berjatínslu og fengu
þau flest mikið af berjum, l
þroskuðum og stórum. Sögðu J
börnin að víða væri krökt
af berjum og berjalandið
orðið svart yfir að líta.__
Floðin rénandi,
en þó enn ntikil.
Einkaskeyti frá AP.
Múnchen í morgun.
Nokkuð hefur dregið úr flóða
hættunni í Austurríki og Bæj-
aralandi, en mikill viðbúnaður
er í Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu
og Ungverjalandi, þar sem enn
hækkar í ánum þar.
í Budapest er þó ekki talin
stórhætta á ferðum nema vatns-
yfirborðið hækki um 2 metra
frá því sem nú er.
í Austur-Þýzkalandi hefur
ekki orðið eins mikið tjón af
vatnavöxtum síðan 1945, að því
er segir í kommúnistablaðinu
Berlíner Zeitung.
Egyptar ætla framvegis að
kjósa „blómullardrotnmgu“ ár-
lega. Verðlaun hennar verða
vatnauxi!
Síldin hefur fengizt á stórii
svæði, austur af Grímsey, við
Mánáreyjar, út af Sléttu og allt
austur á Digranesflak við
Lrnganes.
Meðal skipa, sem komu til:
Siglufjarðar í nótt, eru þessi,
og er aflinn alls staðar talinn £
tunnum: Helga 200, Sigurður
300, íslendingur 450, Ársæll
Sigurðsson 300, Haukur I 400,
Gerða-Trausti 350, Björg,
Sigluf. 120, Bjarni Jóhannesson,,
Akranesi, 300, Súlan 700—800,
Muninn II 400. ?
í dag verður saltað á ölluni
söltunarstöðvum á Siglufirði.
Þá eru hér fréttir frá nokkr-<
um fleiri verstöðvum nyrðra:
Dalvík.
Á leið til hafnar voru þess
skip í morgun: Njörður 6—700,
Auður 3—400, Sigríður 3—400,
og Baldur 600.
Þórshöfn.
Þangað eru á leiðinni Fagri-
klettur með 300 tunnur og
Muninn með 400.
Raufarhöfn.
Þar er byrjað að salta í dag,
en hörgull hefur verið á stúlk-
um, en menn vona að úr þv£
rætist, þareð stúlkur munu vera:
á leiðinni frá Akureyri. Þang-
að komu mörg skip í gær, og
varð að vísa nokkrum frá. —
Skipin, sem leggja upp á Rauf-
arhöfn hafa fengið afla sinn á.
Skjálfanda, út af Sléttu og á
Digranesflaki. Vitað er um.
þessi skip, sem inn hafa komið;
Hannes Hafstein 300, Björn;
Jónsson 300, Vaðgeir með góð-
an afla o. fl.
Skip strandar.
í morgun strandaði v.b. Bjarm
arey frá Hafnarfirði við inn-
siglinguna til Raufarhafnar, en
menn gera sér vonir um, að
skipið losni á flóðinu.
Frá Eyjafirði.
Til síldarverksmiðjanna ái
Hjalteyri og Krossanesi hafa.
nú samtals borizt yfir 10 þús-
mál síldar frá því veiði hófst-
Til Hjalteyrar bárust 2618:
mál síldar í gær. Þar landaði
Sigríður 370 málum, Rifsnes
374, Egill Skallagrímsson 941,
Einar Ólafsson 469, Njörður 57,
Sæfinnur 119 og Akraborg 228
málum.
í gærkveldi höfðu alls borizt
4587 mál ti Hjalteyrar frá þv£
er síldveiði hófst. Fitumagn.
síladarinnar nær nú orðið 20%.
að meðaltali.
Til Krossanesverksmiðjunn-
ar höfðu borizt 5749 mál frá
byrjun og þar til í gærkveldi.
Til Dagverðareyrar kom Súl-
an í gær með 468 mál og Þor-
steinn með 93 mál. Þangað hafa
frá vertíðarbyrjun borizt 889
mál síldar.
Saltað í öllum söltnnar-
stöðvnm í Siglulirði í dag.