Vísir - 15.07.1954, Síða 8
VlSIK er édýrasta blaíið eg þó það f}51-
breyttaita. — Hrlngið í »fma 1180 eg
gerist áskrifendur.
irisiR
Þefar sem gerast kaupendur VlSIS efttr
10. hvers mánaðar fá blaðið ákeypis tfi
mánaðamóta. — Simi 1800.
Fimmtudaginn 15. júlí 1954.
Frakkar sýna herstyrk
sinn í Hanoi.
Mínnast Bastilfudagsins, er Ho Chi Minh
ætiaði ad taka borgina.
| Einkaskeyti frá AP.
. Hanoi í morgun.
í gær var Bastillu-dagurinn,
þjóðhátíðardagur Frakka, —
dagurinn sem uppreistarmenn í
Xndókína ætluðu að taka þessa
borg herskildi.
Þess í stað fór hér fram stór-
kostleg hersýning, sem Frakkar
efndu til í því skyni, að hressa
upp á borgarlýðinn, sem eins og
vonlegt er hugsar undir niðri
með skelfingu til þeirra átaka,
sem framundan virðast vera um
borgina.
Tíu þúsund manna lið með
hvers konar vopn fór fylktu
liði um göturnar, allt úrvalalið,
flokkar úr útlendingahersveit-
inni, Senegalblökkumenh með
rauðar kolíhúfur, rifflaskyttur
frá Alsír o. s. frv. — Cogny
hershöfðingi kannaði liðið að
viðstöddum 100.000 íbúum
Hanoi.
Þetta var hersýning stríðandi
hermanna — hermanna, sem
komu beint af vígvöllunum og
var því áhrifameiri en skraut-
hersýningar á friðartímum.
Nóttina áður börðust þessir
hermenn í skotgryfjum og
„grenjum“ fyrir utan Hanoi, og
þegar að hersýningunni lokinni
héldu þeir þangað aftur.
Uppreistarmenn
taka framvirki.
Uppreistarmenn umkringdu í
gær framvirkið Erulin, sem er
48 km. til norðausturs frá Han-
oi. Setuliðið verst enn og fær
birgðir loftleiðis. — Nálægt
sem var yfirgefin í fyrra mán-
eyjahólmaborginni Nam Dinh,
uði, var nokkrum skipum sökkt
fyrir uppreistarmönnum í
sprengjuárás. Einnig var gerð
sprengjuárás á stöðvar upp-
reistarmanna við Hung Yen,
sem er umkrind, og er það viiki
um 40 km. suðaustur af Hanoi,
en þar hafa uppreistarmenn 12
bataljónir reiðubúnar til árásar.
Á Bastilludeginum
í París
var mikill viðbúnaður til að
halda uppi reglu. 20.000 lög-
reglumenn voru við skyldustörf
og mikið varalið til taks. Du-
bois lögreglustjóri sagði, að
hvers konar tilraunir kommún
ista til þess að stofna til óeirða
í sambandi við komu Dullesar
yrðu bældar niður harðri hendi.
Kviknaði í palli
Varð efstur sam-
nemenda sinna.
Björn Sigurbjörnsson, Þor-
kelssonar, fyrrum kaupmanns
í Vísi, hlaut við nýafstaðin vor-
próf í Manitoba-háskóla beztu
einkunn allra samnemenda
sinna í landbúnaðarfræðum.
Fyrir frammistöðu sína var
Birni veittur sérstakur náms-
styrkur.
Björn hefir nú dvalið, ásamt
konu sinni Helgu Pálsdóttur,
um nær tveggja ára skeið vest-
ur í Kanada og stundar nám í
landbúnaðarfræðum við Mani-
toba-háskóla. Þau hjónin eru
bæið stúdentar frá Mennta-
skólanum í Reykjavík, en Björn
er auk þess búfræðikandídat
frá Hvanneyrarskóla. Frú
Helga, kona Björns, starfar við.
bókasafn íslenzku deildarinnar
við Manitoba-háskóla.
Einkaskeyti frá AP. —
London í morgun.
Um miðnæturbil kviknaði í
palli, sem Elisabet drottning
átti að standa á í dag, er hún
tæki kveðju 10.000 lögreglu-
manna, sem gengu fyrir hana
fylktu liði.
Blöðin töldu sig hafa komið
í feitt. Birtu þau fregnir um
það síðdegis, að ungir óróasegg-
ir hefðu kveikt í pallinum, en
Scotland Yard tilkynnti síðar,
að neistar frá ljóskeri nætur-
varðar hefði valdið íkviknun-
inni. ■— Lögreglumaður slökkti
eldinn með handslökkvitæki,
áður en slökkviliðið kom á
vettvang.
Viðgerð var lokið rétt áður
en Elisabet drottning kom. —
Þetta var fyrsta konunglega
lögreglusýningin í London frá
árinu 1935.
Bæjarráð Rvíkur
í Finnlandsför.
Bæjarráð Reykjavíkur var
fyrir skömmu í Finnlandi í boði
Helsinki-borgar.
Þessir bæjarráðsmenn tóku
þátt í förinni: Guðmundur H.
Guðmundsson, Geir Hallgríms-
son, Magnús Ástmarsson og
Guðmundur Vigfússon, svo og
Sigurður Sigurðsson, 1. vara-
forseti bæjarstjórnar og Tómas
Jónsson borgarritari.
Frá skákþinginu.
Gísli Marmósson sigraði í 1. ílokki
Gsiðiíi. S. Guðmundsson og Jón Einarsson líklegastir
til sigurs i landsliðs- og meistaraflokki.
Nú er farið að draga að lok- j og Gunnar Ólafsson vann Jórt
um Skákþings íslendinga og! Einarsson.
má orðið leiða ákveðnar getur
að því hver úrslitin verði í lands
Iiðsfiokki og meistaraflokki, en
í 1. flokki eru úrslit þegar kunn.
í gærkveldi voru tefldar bið-
skákir í landsliðsflokki og fóru
þær þannig að Guðm. S. Guð-
mundsson vann Ólaf Sigurðs-
son, Jón Pálsson vann Óla
Valdimarsson og gerði jafntefli
við Birgi Sigurðsson og loks
gerði Eggert Gilfer jafntefli við
Inga R. Jóhannsson og Ólaf Sig
urðsson.
Staðan er þá þannig í lands-
liðsflokki að Guðmundur S. er
nú efstur með 3 vinninga og 2
biðskákir (við Gilfer og Inga),
sem talið er að hann muni vinna
báðar, og með því yrði hann
langefstur í mótinu.
Þeir Jón, Óli, Birgir og Ingi
R. hafa 2 vinninga hver en Gil-
fer og Ólafur 1 vinning hvor.
Sjötta og næstsíðasta umferð
í landsliðsflokki verður tefld
annað kvöld.
í meistaraflokki fóru leikar
í gærkveldi þannig að Kári
Sólmundarson vann Ingimund
Guðmundsson, Ágúst Ingi-
mundarson vann Ólaf Einarsson
Keppni er nú lokið í meist-
araflokki nema eítir er að tei'la
eina biðskák. Staða efstu manna
er þannig, að Kári Sólmundar-
son hefur 3)4 vinning, Jón
Einarsson 3 vinnmga og bið-
skák og Ingimundur Guðir.unas.
son 3 vinninga. Talið er að Jón
eigi auðunna biðskák sína og
beri þar með sigur úr býtum.
Keppni 1. flokks er lokið, en
þar varð Gísli Marínósson efst-
ur með 3)4 vinning í 4 skák-
um.
Einkaskeyti frá AP.
New York í morgun.
Stjórn Guatemala hefur far-
ið fram á, að Öryggisráð SÞ.
taki af dagskrá kæru fyrrver-
andi stjórnar landsins.
Tekið er fram, að friður sé
kominn á í landinu og ástæðu-
laust að halda áfram deilum
um þessi mál í ráðinu.
Fundi veðurstofustjóra NorSur-
landa lauk hér í gær.
Gerdar vorsi 15 samþykktir.
Aðstaða Mendes-France
er nú sterkari í Genf.
En tíminn er orðien naumur.
Einkaskeyti frá AP.
Genf í morgun.
Fyrsta verk Mendes-France
eftir komuna til Genfar var að
ganga á fund Molotovs, sem er
annar forseti ráðstefnunnar, og
tjá honum, að á Parísarfundin-
umhefði ekkert gferzt, sem ætti
aðhindra störf Genfarráðstefn-
unnar.
Almennt er litið svo á, að
Parísarfundurinn hafi orðið til
þess að treysta samvinnu Vest-
urveldanna, og er það talinn
mikill sigur fyrir Eden og
Mendes-France að Dulles féll
frá fyrri ákvörðun varðandi
þátttöku Bandaríkjanna í Genf
arráðstefnunni, með því að fall
ast á. að Bedell-Smith færi
þangað og yrði aðalfulltrúi
Bandurl • janna þar á nýjan leik.
Bedeii-Smith leggur af stað
J>angaý. í dag, en síðdegis í dag
kemur Dulles heim af Parísar-
fundinum og gengur þegar á
fund Eisenhowers og gerir hon-
um grein fyrir störfum hans.
Styttist óðum.
Fréttaritarar hér eru á einu
máli um það, að sú spurning
sé nú á allra vörum hvort
Mendes-France hafi nægan
tíma til að ná því marki, er hann
hefur sett sér, að koma því til
leiðar að samkomulag umvopna
hlé náist fyrir 20. þ. m. Hann
hefur boðað, að hann biðjist
lausnar, ef honum tekst það
ekki. Og nú spyrja menn í Genf,
hver verði afstaðaf kommúnista.
Vilja þeir stuðla að því, að hann
nái markinu — með þvi að
bjóða upp á aðgengilega samn-
inga — eða telja þeir ný stjórn
arskipti í Frakklandi og, áfrám-
haldandi öngþveiti þa - vatn á
sína mylnu?
Ráðstefnu norrænna veður-
stofustjóra lauk í gær.
Þessi ráðstefna var sú 8. í
röðinni og sú fyrsta sem haldin
var á íslandi. Mættir voru allir
veðurstofustjórar nema hinn
danski, sem gat ekki komið
vegna veikindaforfalla. Auk
forstjóranna tóku þátt í ráð-
stefnunni 4 fulltrúar frá Dan-
mörku, 1 frá Svíþjóð, 1 frá
Noregi og 10 frá íslandi. Þar að
auki hafa fulltrúar frá Póst- og
Símamálastjórninni og Rann-
sóknarráði ríkisins mætt á
sumum fundum. Ráðstefnuna
sátu tvær konur, þær frú The-
resía Guðmundsson veðurstofu-
stjóri og Adda Bára Sigfúsdótt-
ir, veðurfræðingur. — Til um-
ræðu voru tekin 13 mál. Gerðar
voru 15 samþykktir á fundin-
um.
Frú Theresía Guðmundsson
skýrði blaðamönnum frá því
að veðurstofan hefði nýlega
fengið að gjöf frá Det Ðanske
Meteorologiske Institut skýrsl-
ur íslenzkra veðurathugunar-
manna, gerðar á tímabilinu
1845—1920.
Hér er um dýrmæta gjöf að
ræða. Skjöl þessi eru mikil-
vægar heimildir við veðurfars-
rannsóknir, og hafa nú íslenzk-
ir fræðimenn auðveldan aðgang
að þeim.
Erlendu veðurstofustjórarnir
lofuðu íslenzku veðurþjónust-
una hér sem þeir kváðu mjög
mikilvæga fyrir Norður-At-
lantshafið vegna legu landsins.
Fyrir Skandinaviu væri ís-
lenzká veðurþjónustan mikil-
væg vegna þess að allflestar
lægðir leituðu frá vestri til aust
urs og kæmu því fyrst yfir ís-
land á leið sinni til Skandinavíu
og fyrir Danmörku vegna
Grænlandsflugsins.
Veðurfræðingarnir þökkuðu
fyrir þær ágætu móttökur, sem
þeir hefðu hvarvetna hlotið hér,
hjá forsetahjónunum að Bessa
stöðum, bæjarstjórnum Rvíkur
og Hafnarfjarðar og öllum, sem
greitt hefðu götu þeirra hér
lendis.
Átta sóttu um
vínveitingaleyfí.
Átta veitingahús í bæniim
sóttu um vinveitingaleyfi, en. þar
af hefur eitt, Hótel Borg, íengió
það, enn sem komiS er a. m. k.
Veitingahúsin voru þessi, auk
Hótel Borgar: Sjálfstæðishúsið,
þjóðleikhúskjallarinn,.. Röðull,
Breiðfirðingabúð, Tjarnarcafé,
þórscafé, og Vetrargarðurinn. ..
Nefnd þriggja manna sker úi
um það, hver veitingahús skuli
teljast fyrsta flokks, en síðan
ákveður ráðuneytið, hver fái
leyfið. í nefnd þessari eru þeir
dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir,
Eiríkur Pálsson lögfræðingur,
og Halldór Gröndal veitingamað-
ur. —
Nefnd þessi mun hafa skilað
því áliti, að Sjálfstæðishúsið og
þjóðleikhúskjallarinn skuli telj-
ast 1. flokks, að uppfylltum viss-
um skilyrðum, og að því er Vísir
bezt veit, mun hafa verið unnið
að þeim breytingum, sem nauð-
synlegar voru til þess að skil-
yrðunum yrði fullnægt. þá munu
ýmsar breytingar hafa verið
gerðar á Röðli, og hefur það veif-
ingahús nú endurnýjað umsókn
sína um vínveitingaleyfi.
V.-Þýzkaland fái fullt og
óskorað sjálfstæði.
Brefar og Bandaríkjamenn taka ákvörðun í
því efni og vilfa fá Frakka með sér.
Einkaskeyti frá AP. —
London í morgun.
Bretland og Bandaríkin hafa
lagt til, að Vestur-Þýzkaland
fái fullt og óskorað sjálfstæði
bráðlega, þótt Frakkland hafi
þá ekki staðfest Evrópusátt-
málann.
Er búist við, að frekari skref
verði stigin til þessarar full-
veldisveitingar þegar í næsta
mánuði.
Farið er fram á, að Frakk-
land gerist aðili að þessari á-
kvörðun Bretlands og Banda-
ríkjanna, og jafnframt heitið,
að endurhervæðingu V.Þ. verði
frestað í bili Gerði Churchill
grein fyrir þessum málum í
neðri málslofúnni í gær, en
Dulles hafði sent þjóðþingi
Bandaríkjanna bréf um þetta
efni.
í brezkum blöðum í morgun
er tekið fram, að hér sé fylgt
eftir samkomulaginu á Was-
hingtonfundinum, hér sé um að
ræða einskonar staðfestingu á
samkomulagi í grundvallarat-
riðum, en eftir sé það, sem
mestu máli skiptir, að leysa
spurninguna um endurhervæð-
ingu V.Þ. Og það mál leysist af
sjálfu sér, ef Frakkland stað-
festi varnarsáttmálann.
Geri Frakkland það hinsveg-
ar ekki sé fyrirsjáanlegt, að
málum verði hraðað, án tillits
til þess hvernig fer um sáttmál-
ann. Nokkurs uggs gætir um
það í einu blaðinu (Daily Mail)
hvað ofan á verði í V.Þ., er dr..
Adenuers missi við.