Vísir - 29.07.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 29.07.1954, Blaðsíða 4
VÍSIR Fimmtudaginn 29. júlí 1954 WÍÍSXR D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Fálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsscn. Skriistofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. AfgreiCsla: Ingólfsstræti 3. Súni 1660 (fimm iínur). Lausasala 1 króna, Félagsprentsmiðjan h.f. ÞjóMeikhiísið mundi soma sér vel í hvaéa höfu&horg sem væri. Rætí við N. Nessen verkfræðing finlltrúa Svíþjúðardeildar NBB. Við Kína og Suez. ■ýá erlendum vettvangi eru það einkum tveir atburðir, sem vakið hafa athygli síðustu dagana. Hinn fyrri gerðist fyrir sunnan meginland Kína í lok síðustu viku, er kínverskar orustuflugvélar skutu niður farþegaflugvél, og myrtu Kín- verjar með því tíu manns, en atburður þessi dró þann dilk á eftir sér fáum dögum síðar, að amerískar orustuflugvélar skutu niður tvær orustuflugvélar fyrir Kínverjum, er i bardaga .dó yfir svæði því, sem farþegaflugvélin hafði farizt á, og enn var verið að framkvæma leit að mönnum af henni, er á lífi kunru að vera. Það er mergurinn málsins, að báðir þessir atburðir gerðust iangt frá landi, eða utan kínverskrar landhelgi. Var því ekki til að dreifa, að brezk farþegaflugvélin, sem skotin var niður fyrir helgina, hefði villzt inn yfir kínverskt land eða landhelgi, og Kínverjar því taliö sér heimilt að granda henni, enda þótt venja sé að neyca ílugvélar aðeins til lendingar, er þannig stendur á — eða sú hefur verið reglan hjá siðaðri mönnum. Virðist því svo sem kínversku flugmennirnir hafi gert sér leik að því að granda flugvélinni, þar sem þeim hefur fundizt hún ágætt mark til að prófa skotfimi sína á. Farþegaflugvélin gat að sjálfsögðu enga björg sér veitt, er hún varð fyrir árásinni, enda enginn útbúnaður til slíks í véi- um af því tagi. En er leit var hafin að þeim, sem ef til vill höfðu komizt af auk þeirra, er fundust fljótlega eftir að flug- vélin fórst, var þess farið á leit við Kínverja, að leitarmenn yrðu ekki fyrir áreitni af þeirra hálfu. Bar sú ósk ekki annan árangur en þann, að hafin var skothríð á tvær amerískar orusta- flugvélar, sem þátt tóku í leitinni, en þær svöruðu árásinni samkvæmt fyrirmælum og höfðu betur í viðureigninni. Virðist mega læra af þessu, að virðing fyrir lífi og eignum manna af öðrum þjóðum sé ekki fyrirferðarmikil hjá Kín- verjum, en á hinn bóginn eru Bandaríkjamenn svo eindregnir í andstöðu sinni við kommúnistastjórnina þar, að ekki virðist þurfa nema lítinn neista, til þess að allt fari í bál austur þar. Er því meiri þörf en oftast áður, að stórveldin reyni að finna grundvöll til að lifa í sátt og samlyndi, en í því sambandi «r ekki úr vegi að hafa það einnig í huga, að þrátt fyrir fögur orð kommúnista um heim allan, virðist allt annað en einlægur vilji til friðsamlegrar sambúðar vera undirrót gerða þeirra, og á því hefur það jafnan strandað, að Fróðafriður gæti upp runnið í heiminum. Hinn atburðurinn á erlendum vettvangi, sem getið er hér að framan, er samningur sá, sem Bretar og Egyptar hafa nú gert varðandi Suez-skurðinn og bækistöðvar þær, sem Bretar hafa haft um langt árabil. Hefur staðið í þófi í máli þessu um langan tíma, og stundum virzt mestár horfur á, að Bretar og Egyptar færu í hár saman. Nú hefur svo samizt, að Bretar hverfi á brott með herlið sitt, og fá Egyptar þá því framgengt, sem þeir hafa lengi krafizt, nefnilega- að skurðurinn verði algerlega undir yfirráðum þeirra og hafi þeir allan veg cb ' ‘vanda af vörnum á honum og í grennd við hann. Suez-skurðinn liáfá menn löngum kallað lífæð brezka heimsveldisins, og er það ekki fjarri . sanni, því að hann stytU mjög siglíngaleiðir til ýmissa landa þeirra, svo að viðskiptf öii urðh greiðari en ella, en jafnframt auðveldaði hann varnir Breta víða um heim. Nú er það h'eimsveldi hinsvegar úr sög- únni að mestu eða öllu leyti,- því að Bretar hafa sleppt flestum löndum sínum í Asíu, svo að lífæðin er ekki eins mikilvæg þeirra vegna og áður. Kjarnorkuöldin hefur einnig gerbreytt heimsmyndinni að því er hernað snertir, svo að það sem gat ráðið úrslitum í styrjöld fyrir mannsaldri — og þarf raunar ekk'i að fara svo langt aftur í tímann — er nú til einkis gagns eða verra en ekki. Svo er nú um Suez-skurðinn að margra dómi, og þess vegr.a ekki ástaeða til þess að halda í hann, og fá ekki annað fyrir en fjandskap þjóða, sem ella gætu haft góða samvinnu við Breta á ýmsum sviðum. Virðast Bretar hafa tekið mjög breytta stefnu með samr- ingunum, og vilja treysta böndin við Arabaríkin, sem voru miklu nánari áður fyrr, en vinskapurinn hefur m. a. kólnað vegna þess, að þeir hafa ekki viljað hverfa af Suezeiði. Eins og áður hefur vérið get- ið hér í blaðinu hefur staðið hér yfir stjórnarfundur nor- frænna byggingamanna, NBD samtakanna (Nordisk Bygnads Dag eða Norræna bygginga- dagsins). Fundinum er nú lokið og héldu fulltrúarnir heim í dag loftleiðis. — Tíðindamaður frá Vísi átti í gær tal við formann Svíþjóðardeildar NBD, Nils Nessen verkfræðing frá Stokk- hólmi. Tíðindamaðurinn bað Nes- sen, sem er forstöðumaður eins mesta byggingafyrirtækis og byggingaefnafyrirtækis í Stokk hólmi, og hefur byggt um 50 fjölbýlishús, verzlunarhús og opinberar byggingar í Stókk- hólm, að segja lítils háttar frá, hvernig honum komi allt hér fyrir sjónir á sviði bygginga- málanna. „Eg vil segja það> þegar í upphafi, að mér var það hið mesta gleðiefni að fá tækifæri til þess að koma hingað, en eg hefi ekki komið hingað tu lands áður. Eg vissi, að fram- farir voru hér miklir á sviði byggingamála, en mér hafði sannast að segja ekki til hugar komið, að þær væru eins mikl- ar og reynd ber vitni. Mér virð'- ist allt bera því vitni, að þær til slíkra rannsókna, sem sér- stök stofnun hefur með hönd- um, og stendur öllum í samtök- unum, í hverju Norðurland- anna sem er, til boða að kynna sér rannsóknirnar og hagnýta sér þær. Ríki og bær ættu hvarvetna að styðja slíkar rannsóknir.“ Byggingarkostnaður. Af slíkum rannsóknum o. fl. leiðir, að byggingarkostnaður lækkar. Mér er tjáð að kúbik- metri í fullsmíðuðu íbúðarhúsi hér kosti um 800 kr. Til saman- burðar, má geta þess, að í Sví- þjóð er hann 165 kr. sænskar (450 ísl.). Það er annars mikið verkefni hvernig byggja megi sem vandaðast og ódýrast, en bezta leiðin er nákvæmar rann- sóknir á öllu, sem málið varð- ar.“ — Þakkir. „Eg vil að síðustu biðja blað : yðar að færa öllum þakkir, sem hafa gert för mína og okkar allra fulltrúanna, ánægjulega. Eg er viss um, að eg mæli fyrir munn þeirra allra, er eg þakka ágætar og ánægjulegar mót- tökur og eg er einnig sann- færður um, að við förum heim með ágætar minningar um fag- urt land og gestrisna þjóð, og teljum að aukin kynni manna í okkar stétt munu verða öll- séu mjög stórstígar. Ef eg ætti uiri Norðurlöndunum til mikils að nefna byggingar, sem hafa ‘ góðs.‘ hrifið mig sérstaklega, vildi eg nefna Þjóðleikhúsbygginguna, sem mundi sóma sér vel í hvaða höfuðborg álfunnar sem værí. Annað vildi eg nefna sem dæmi um það, að menn taki viðfangs- efnin réttum tökum. Það er hin fagri blettur með gos- brunni, sem verið er að ganga frá við Tjörnina. Hann ber mikilli smekkvísi vitni.“ Hin nýju hverfi. „Eg hefi líka farið um hin nýju hverfi og virðist mér sem þar sé verið á sömu brautum og í öðrum nútímalöndum. í Svíþjóð er byggingarefmð að vísu nokkuð annað, við byggj- um mikið úr léttri steypu (let betong), múrsteini og timbri, en hér er aðaliega byggt úr steinsteypu. Mikil nauðsyn er að unnið sé að rannsóknum a sviði byggingamála, frá öllum hliðum, ekki sízt að rannsak,. byggingarefni, og skiljum við nauðsyn þess orðið vel í Sví- þjóð, og leggur deild okkar til 2 millj. sænskra króna árlegc Vistaskipti hjá Koíly- wood-leikurum. Ýmsir frægustu leikarar Hollywood hafa nú skipt um húsbændur. Sumir hafa verið hjá einu og sama félagi um langt árabii, eins og t.d. Clark Gable, sem sumir' kalla „kónginn“, en hann var hjá MGM í 23 ár, en er nú kominn til Fox-félagsins. Hann hefur fengið búningsher- bergi Tyrone Powers, sem er farinn að vinna hjá Columbia. Janet Leigh, sem vann sér frægð hjá MGM, er nu komin til Columbia, svo og Van Johnson, en hins vegar má vera, að Rita Hayworth hverfi frá því félagi. Greer Garson er komin til Warner Brothers frd MGM, svo og Judy Garland. Betty Grable vinnur nú hjá Columbia, en var áður hjá : OX. Frá stjórnarfundi NBD. Prófessor S. B. Sirén frd Finnlandi í forsæíi. Daprir dagar grasekkjumanna. Grasekkjumaður skrifar: „Það eru aumlegir og daprir dagar, sein við grasekkjumennirnir eigum um þessar mundir meðan blessaSar konurnar eru að sóla sig í sveit- inni. Aldrei finnum við það gleggra en einmitt þó, hve ósjálf- bjarga við erum í raun og veru, þegar við eruin kvenmannslausir. Og oftast eru það smáatriðiri og smámunirnir sem mestum áliyggj- unum valda. Það er t. d. ekki að- alvandamálið með matinn ofan i okkur ■— þó að flestir séum við óhæfir til þess að málla hann sjálfir. En veitingahúsin bæta úr þvi, og þar er hægt að fá hroka- fulla diska af allskonar kássum og súpum — að visu ekki alltaf sem lystilegustum. Gengur stirðast með húshaldið. En það er verra með liúshaldið og þjónustubrögðin. Þar fer allt í handaskolum, og fjandinn hafi það að maður hirði sig eins og maður, þegar konan er ekki til þess að reka mann í bað, fara i hreina skyrtu, skipta um sokka og þess háttar. — Eg skipti t. d. ekki um sokka í lieila viku um daginn, og væri sennilega ekki búinn að þvi enn, ef einn kunn- ingi minn hefði ekki aðvarað mig niðri í.miðju Austurstræti og sagt mér, að ég væri með glompugat upp úr skónum! — Og skelfingu gripinn hljóp ég niður í Geysi, keypti mér nýja sokka, laumað- ist inn á ónefnt salerni og fór þar í nýju sokkana. Óburstaðir skór. Þá er það fótaburðurinn — maður guðs og lifandi; a’lltaf í óburstuðum skóm síðan konan fór í sveitina, því að það er eitt af því, sem ég hef aldrei komist upp á lag með að bursta skóna I mína. Mikið hef ég oft óskað þess, að til væri sú stétt manna hér i bænum, sem algeng er erlendis, j og nefndir eru skóburstarar. Ónotaður atvinnuvegur. Það er annars kynlegt fyrir- brigði, að enginn skuli reyna þennan atvinnuveg hér. Eins og kunnugt er tíðkast það í flestum borgum erlendis, að þar geti mað- ur fengið skóna sina burstaða á götum úti, og jafnvel i anddyr- um stórra verzlunarliúsa eru skó- burstarar með stóla sina, og virð- ast alltaf hafa nóg að gera, og oft er biðröð hjá þeim. Var einu sinni reynt. Að vísu mun þetta liafa verið reyiit hér -fýrir allmörgum árum, og var þá maður með skóburst- aratæki á Lækjartorgi um tima, en almenningur virðist þá hafa sýnt þessari atvinnugrein tóm- læti, enda ekki kominn annar eins heimsborgarabragur á Rvík þá og nú, og voru þá flestar götur allt niður i miðbæ malar- götur, svo að skórnir urðu rykng- ir jafnskjótt og stigið var niður úr stólnum hjá skóburstaranum. En aðstæðurnar hafa mikið breytzt síðan, borgin stækkað og íbúunum fjölgað, hreinlætið auk- ist og smekkur manna þroskast, meðal annars fyrir velhirtum og burstuðilm skóm. Og nú eru flest- ar götur innan Hringbrautar mal- bikaðaf, og það er einmitt á slik- um götuni, sem menn finna sárt til þess á sóibjörtum sumardög- um, ef skórnir þeirra eru óhrein- ir. Vill ekki einhver framtakssam ur maður innleiða hér nýja at- vinnugrein, og hefja skóburstun á almannáfæri. Eg er handviss um að hann fengi nóg að gera — að minnsta kosti skyldi ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.