Vísir - 29.07.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 29.07.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 29. júlí 1954 VlSIB .WUWVWWVVmVUWVVVWtfWVWVVUWU^VVWUVWVWi Robert O. Case: Gmllgildrtam 17 WUWWUWAftWWWWVWWUVWlWUUWVViWÍUWtfWtf WWWWWWWW’WV%fVW,UVWWV,WWU,W,VWVWU"WWU,VWWW-.rW- Ravenhill gerði sem hann bauð. Ef hann hefði orðið þess var, að vottaði fyrir taugaóstyrk fjandmannsins að baki hans, mundi hann hafa notað tækifærið með eldingarhraða, en skammbyssuhlaupið hreyfðist ekki, — fjandmaður hans hafði járntaugar og því ekki á neitt hættandi. Það glumdi í grjótinu, er skammbyssa hans datt. Whitey slökkti á vasaljósi sínu og stakk því í vasann og þuklaði snöggt um vasa Ravenhills. „Haldið höndunum á lofti — og flytjið yður svo að hlið Vee.“ Ravenhill hlýddi enn, en lækkaði hendurnar lítið eitt um leið. Það hafði virst koldimmt í svip, eftir að Whitey hafði slökkt á vasaljósinu, en augun vöndust fljótt myrkrinu og daufa stjörnu- skímu lagði inn í göngin. Whitey greip skammbyssu Ravenhills, tæmdi hana, og eyðilagði þar næst vopnið og kastaði því frá sér. „Varúðarráðstafanir, Riv, þér kannist við orðtækið: Allur er varinn góður. Það er ekki vert að hætta á neitt.“ „Það er sjálfsagt að grípa til varúðarráðstafana, ef hættur eru á ferð. En hver er hættan, má eg spyrja?“ Whitey glotti. „Eg er ekki' vanur að hlaða neinn lofi. En í þetta skipti ætla eg að gera undantekningu. Þér eruð eini maðurinn hér í norður- byggðum, sem eg tel svo hættulegan, að eg gæti allrar varúðar.“ „Eg þakka, og kannske við förum að komast af efninu.“ Whitey hallaði sér að veggnum með vopn sitt í hendi, glott- andi, — það var sem dauðinn sjálfur í mannslíki stæði þarna. Ravenhill sá nú of seint. að hann hefði átt að fara að ráðum Crims, er hafði varað hann við Whitey. „Gott og vel — við skulum komast að efninu. Hvemig líst yður á námuna, herra Ravenhill? Eruð þér ekki þeirrar skoð- unar, að hér hafi verið starfað — og ekki þýðir að fara með neina umkvörtun af þeim sökum fyrir dómstólána? Að hér hafi verið unnið fyrir 45, já kannske 55 þúsund dollara?“ „Ef til vill — þér getið sjálfsagt lagt fram reikningana?“ „Þá er engin sönnun fyrir hendi um sviksemi?“ „Nei — ekki enn“. „Við hvað eigið þér — þér hafið skoðað námuna — að þér þurfið að fá sýnishorn yðar efnagreind?“ „Þér vitið vel við hvað eg á,“ svaraði Ravenhill, sem nú var búinn að taka ákvörðun sína. ..Eg á eftir að skoða göngin innan dyranna ramlegu. Þær eru læstar. Hvað er þar inni?“ Whitey yþpti öxlum. „Þér sáuð aðvörunartilkynninguna. Verkfæri og sprengiefni." „Eg verð að líta þar inn. Það er lás á hurðinni. Hver hefir lyklinn?" • '4 - j !*.[ ..Hann er í minni vörzlu.“ „Má eg fá hann?“ „Nei — það var mikilvæga atriðið, sem eg drap á við yður?“ Ravenhill svaraði engu — beið átekta. Whitey beið einnig. Vee leit af einum á annan, áhyggjufull, og eins og hún vissi ekki hvað hún gæti tekið til bragðs. „Hvað er hér um að vera? Ertu alveg gengin af vitinu, Nor- man. Eg .... „Láttu allt kyrrt liggja,“ sagði Ravenhill og beindi orðum sín- um til hennar. Hann vissi, að nú gat eitt sandkorn á vogarskál- inni ráðið úrslitum. „Það kann að vera að Whitey sé brjálaður — en það getur líka verið, að hann sé ‘að hugsa — alvarlega — og skynsamlega.“ Whitey kinkaði loks kolli. Og nú talaði hann í öðrum tón en áður: „Þér eruð ósveigjanlegur um þetta. Riv? Þér getið ekki fallist á — hafandi velferð yðar sjálfs og Vee í huga, — að undirrita yfirlýsingu um, að við séum saklausir af öllum svikum, eg og Crim?“ „Ekki nema eg fái að skoða námugöngin innan dyranna.“ Enn var þögn um stund. „Eru það lokaorð yðar um þetta?“ Whitey mælti næstum vinsamlega. „Auðvitað,“ sagði Ravenhill, „Þú fellst á þetta, Vee, svaraðu með einu orði?“ „Að sjálfsögðu —“ „Með einu orði,“ sagði hann. Whitey kinkaði kolli, kveikti á vasaljósi sínu, og lét geislana leika um veggina, að því er virtist af handahófi, og svo beindi hann honum að flugvél Ravenhills fyrir utan. Allt í einu slökkti hann á því, stakk því í vasann. Flugvélin virtist allt í einu glóa og hreyfast. Ravenhill gnísti tönnum. „Hvern þremilinn hefir asninn hann Crim nú gert?“ Véladynurinn varð allt í einu sem þrumugnýr. í sömu svif- um opnuðust dyrnar og Crim hentist út, en svo hratt hentist flugvélin nú fram að hann missti fótanna og spriklaði öllum öngum á svellinu, en flugvélin nálgaðist hratt klettavegginn. Ravenhill horfði á þungbúinn, en Vee greip dauðahaldi í hand- legg hans. , Það var í svip sem flugvélin mundi hefja sig til lofs mannlaus, en Ravenhill vissi að það mundi ekki gerast. Ef hún hefði verið á hjólum, hefði það ef til vill orðið, en ekki á skíðum. Flugvél hans var dæmd, flugvélin hans góða, sem hann hafði flogið í þúsundir mílna á æfintýralegum ferðalögum. Allt í einu rakst flugvélin á klettavegginn, geymarnir sprungu, og það var sem eldsúla risi í loft upp, hærra en 30 metra hár hamarinn. Allt brennanlegt í flugvélinni eyðilagðist á svip- stundu. , Allt gerðist þetta á nokkrum augnablikum. Brátt varð allt kyrrt og aðeins stjörnuskíma sem fyrr. , IV. Ravenhill sagði rólega: „Þetta skal yður í koll koma, þótt síðar verði. Þetta var góð flugvél.“ „Já, en var búin að lifa sitt fegursta, ef svo mætti segja. Að eins nothæf til 40 flugstunda flugferða.“ Svo þóttist hann verða öskureiður og grenjaði: Crim,u „V/iillI. y > ,, Crim stóð úti á svellinu í hnipri með hendur í vösum. Hann sneri sér við. Allt sem sagt var heyrðist glöggt, þrátt fyrir nokkra fjarlægð, því að það bergmálaði frá klettunum. „Eg veit varla. Eg var að dást að öllu og hefi víst komið við einhvern sneril eða hnapp — strokist við hann.“ „Hann vissi vel hvað hann var að gera — samkvæmt fyrir- skipun yðar DeVore.“ „Láttu þetta ekki á þig fá,“ sagði DeVore glaðlega. „Annað eins og þetta getur alltaf komið fyrir. Farðu inn og hafðu allt tilbúið — og vertu ekki að neinu helvítis flakki.“ „Já, herra,“ sagði Crim og tautaði eitthvað, á leið sinni til byrgisins. „Má eg segja dálítið —,“ sagði Vee lágt. „Nei, haltu þér saman,“ sagði Whitey. „J'æja, Riv, hafið þér enn hug á að skoða göngin innan dyranna?" „Ekkert síður nú en fyrr. Norsemanflugvél yðar er eini far- kosturinn hér. Eg verð víst að vinna fyrir farinu — eða hvað?“ Á kvöldvokunni. „Góðan daginnl Er ekki allt gott að frétta?" spurði velklædd ung stúlka roskinn karlmann á förnum vegi. „Afsakið," sagði maðurinn með noklcrum undrunarhreim, „en ég þekki yður alls ekki.“ Kvennmaðurinn virtist hálf hissa á þessu. „Eg bið yður af- sökunar," sagði hún, „ég hélt að þér væruð faðir tveggja manna rninna." Að því búnu brosti hún kankvíslega til mannins og hélt leiðar sinnar. Engin orð fá lýst skelfingar- svipnum sem kom á manninn, þar sem hann stóð enn eftir á götunni og gat engu orði stunið upp. — En hvernig átti hann líka að gruna að þetta væri lcennslukona barnanna hans. ______ • Hinn auðugi verksmiðju- eigandi varð fjarska feginn þegar hann gat fengið Nobels- verðlaunaþegann, hinn fræga Francois Mauriac til að sitja veizlu hjá sér. Og hann fann mikið til sín, er hann sýndi honum bókasafn sitt með 10 þúsund bindum. „Ja, hérna,“ sagði Mauriac undrandi. „Hafið þér Virkilega lesið allar þessar bækur?“ „Ekki vil eg fullyrða það,“ sagði maðurinn, í einlægni. „Eg hefi aðallega keypt þær af því að þær eru í svo fallegu bandi.“ „Ójá,“ sagði skáldið. „Þær eru eins og sum meðölin: aðeins til notkunar útvortis." • Ung kona fékk ávísun frá manni sínum, sem var á ferða- lagi. Hún fór í bankann með ávísunina og rétti hana gjald- keranum, en hann fékk henní hana aftur og sagði að hún væri ekki fullgild svona. „Ekki fullgild?“ sagði hún hneyksluð. „Maðurinn minn sendi mér hana og eg veit að hann hefir reikning hér í bank- anum.“ „Já,“ sagði gjaldkerinn. „En þér eigið að skrifa nafnið yðar aftan á hana, svo að bæði hann og bankinn hafi sönnun fyrir því að þér hafið fengið pen- ingana.“ Og þetta skrifaði hún aftan á ávísunina: „Þakka þér ástsamlega fyrir, Kalli minn, þín Lísa.“ C /£ SumufkA: TARZ4N 1607 Tarzan uppgötvaðd að hann var ekki einu í þessu skuggalega fang- elsi. ■ Hvítoi- máSur sat í hnipri i einu honrina. ,.Hver ert þú?' spurði Tarzan. „Ég h.eiti Sherman", 'varaði fanginn dap- ui'lega. ' .3herman!“ Auðvitað, hann var fe- lagi Gibsons, annar umsjónarmaður veggsk j aldarins. Tarzan sagði hcnum lat Gibsons. Sherman stundi vonleysislega. „Það er kannske beti-a fyrir hann, hér er ensin von. — við erunr dáuðadæmd-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.