Vísir - 29.07.1954, Blaðsíða 6
e
VÍSIR
Fimmtudaginn 29. júlí 1954
FtutMngflr sJiíkrasamðagsmfðBlima
eniSii Nor&arðanda.
I>að, sem menn þurfa að
Eins og áður hefur verið
skýrt frá var á fundi félags-
málaráðherra Norðurlanda,
sem haldinn var hér í Reykja-
vík fyrir réttu ári síðan, und-
irritaður milliríkjasamningur
milli íslands, Danmerkur, Nor-
egs og Svíþjóðar um flutning
samlagsmeðlima milli sjúkra-
samlaga og um sjúkrahjálp er
maður dvelur um stundarsak-
ir utan heimalands síns, en í
einhverju samlagslandanna.
Er samningurinn þegar
genginn í gildi milli íslands,
Danmerkur og Svíþjóðar, en
gengur í gildi, að því er Noreg
snertir um næstu mánaðamót,
þ. e. 1. ágúst.
Við Danmörku hafa íslenzk
sjúkrasamlög haft samnings-
samband síðan 1939, en nú bæt-
ast, sem sagt, Noregur og Sví-
þjóð við og jafnframt verða
nokkrar breytingar á samband-
inu við Danmörku.
Tvennskonar réttur.
Það er mikilsvert fyrir þá
meðlimi íslenzkra samlaga, sem
fara til hinna samingslandanna
til lengri eða skemmri dvalar,
að vita hvaða rétt þeir eiga, sam
kvæmt samningnum, og hvers
þeir þurfa að gæta, til að fyrir-
gera ekki þeim réttí. Skal nú
drepið á helztu atriðin í þessu
sambandi.
Um tvennskonar rétt er að
ræða. I fyrsta lagi rétt fyrir þá,
sem flytja til einhvers hinna
landanna og í öðru lagi rétt fyr-
ir þá, sem veikjast þegar þeir
dvelja um stundarsakir í ein-
hverju hinna landanna eða eru
þar á ferð.
Réttur til að flytja milli
sjúkrasamlaga
Skuldlausir meðlimir ís-
lenzkra samlaga, sem flytja til
Danmerkur, Noregs eða Sví
þjóðar, eiga rétt á að flytja
sjúkratrygingu sína frá samlagi
sínu hér til samlags á þeim stað,
sem þeir flytja til og öðlast inn-
göngu í það samlag án nokkurs
biðtíma, eða annarra almennra
inntökuskilrða. Þetta fer þann-
ig fram að sá, sem flytur, fær
svokallað flutningsvottorð hjá
samlagi sínu og leggur það fram'
hjá samlagi á þeim stað, sem
hann .flytur til.
Þegar flutningsrétturinn
glatast, verða menn að sæta bið-
tíma hjá nýja samlaginu og
jafnvel að uppfylla viss heil-
brigðis og aldurskilyrði til að
eiga kost á inngöngu í samlagið.
Munið því, ef þér flytjið til
þessara landa, að ganga frá
sjúkratryggingunni án allrar ó-
þarfa tafar. Fáið flutningsvott-
orð hjá samlagi yðar áður en
ferð er hafin og látið það verða
eitt af yðar fyrstu verkum, þeg-
ar þér eruð kominn á ákvörðun-
arstað, að leggja það fram hjá
sjúkrasamlagi þar.
Fari nú svo að flutningsvott-
orðið gleymist skal samt snúa
sér án tafar til samlags á nýja
heimisstaðnum og setur sam-
lagið þá hæfilegan frest til
framlagningar flutningsvottorð
framlagningar flutningsvott-
orðs.
athuga við Mtanferftss-
Dvöl um stundarsakir
og ferðalög.
Þá er. það réttur þeirra sem
dveljast um stundarsakir í ein-
hverju þessara landa, eða eru
hér á ferð. Þeir meðlimir ís-
lenzkra samlaga, sem veikjast
á meðan á slíkri dvöl stendur,
þannig, að þeir þurfi á Iæknis-
hjálp eða sjúkrahúsvist að
halda, eiga rétt á því að sjúkra-
samlag á þeim stað, þar sem
hjálpin er veitt, greiðd kostnað-
inn, eftir sömu reglum og það
greiðir fyrir sína eigin meðlimi.
Nauðsynlegt að leita greiðslu
hjá samlagi þar sem hjálp-
in er veitt.
Og ástæða er til að benda
sérstaklega á það, að nauðsyn-
legt er fyrir menn að neyta
þessa réttar nema þeir vilji bera
kostnaðinn sjálfir. Menn geta
sem sagt ekki valið um það,
hvort þeir halda sig að samlagi
í dvalarlandinu eða leita endur-
greiðslu hjá sínu eigin samlagi
í heimalandinu. Þeir verða að
nota sér rétt þann sem þeir eiga
samkvæmt samningnum til að
krefjasf greiðslu hjá samlagi í
dvalarlandinu, eða bera kostn-
aðinn sjálfir.
Aðeins læknishjálþ
og sjúkrahúsvist.
En takið vel ef tir því, að þetta
gildir aðeins um sjúkrahúsvist
í allt að 90 daga og læknis-
hjálp. Önnur sjúkrahjálp er
ekki greidd samkvæmt samn-
ingnum t. d. ekki lvf. Endur-
greiða því íslenzk samlög hluta
af lyfjakostnaði, sem til fellur
erlendis eftir sömu reglum og
hingað til.
Nauðsynlegar
ráðstafanir.
En hvers þarf þá frekar að
gæta til að tryggja þennan rétt
sinn?
í fyrsta lagi: Takið sjúkra-
samlagsbók yðar með í ferðina.
Það getur sparað yður mikið
umstang, ef til þarf að taka.
Börn innan 16 ára, sem ekki eru
í fylgd með foreldrum, geta
fengið sérstakt vottorð frá sam-
lagi sínu, um að þau séu þar
tryggð.
í öðru lagi: Ef þér veikist, þá
tilkynnið það sjúkrasamlagi,
sem krefja má um greiðslu.
Skal það gert svo fljótt sem við
verður komið og ávallt innan
14 daga, nema gild forföll banni.
Venjulega má aðeins krefja
samlagið á þeim stað, þar sem
sjúkrahjálþin er veitt. Ferða-
maður sem leitar læknis á. við-
komustað, getur þó snúið sér til
samlags á ákvörðunarstað, ef
hann yrði annars fyrir óeðli-
legri töf.
Stundum mun að vísu nægja
að sýna sjúkrasamlagsbók sína,
lækni eða sjúkrahúsi, sem í hlut
á, þannig að þessir aðilar krefji
sjálfir hlutaeigandi samlag um
greiðslu.
Nær ekki til þeirra, sem
sigla í lækningaerindum.
Það er algengt að fólk, sem
hefur í hyggju að fara utan til
að leita sér lækninga, spyrjist
fyrir um það, hverrar fyrir-
greiðslu það geti notið hjá
sjúkrasamlögum erlendis, —
Því er fljótsvarað, að það getur
engrar slíkrar fyrirgreiðslu not-
ið.
Samningurinn tekur alls ekki
til þess, heldur aðeins til manna,
sem veikjast á meðan þeir eru
staddir í einhverju hinna samn-
ingslandanna.
Hinsvegar taka íslenzk sam-
lög eftir sem áður þátt í sjúkra-
kostnaði þeirra, sem leita sér
lækninga erlendis, enda sæki
þeir um það fyrir fram til sam
lags síns og leggi fram læknis-
vottorð um nauðsyn fararinnar.
En hvað er þá flutningur, og
hvað dvöl um stundarsakir?
f samningnum er sérstaklega
tekið fram, að námsmaður, sem
dvelst við nám í einhverju
samningslandanna í meira en 3
mánuði, skuli alltaf eiga rétt til
að flytja samlagsréttindi sín
þangað. í Danmörku og Noregi
(og íslandi) mun sama verða
látið gilda um þá, sem stunda
þar atvinnu jafnlangan tíma,
enda þótt samningurinn áskilji
„búferlaflutning“ til þess að svo
megi verða. í Svíþjóð má hins-
vegar búast við því að strangar
verði haldið á þesu atriði, enda
meiri hömlur á því þar, hverjir
verði skráðir á manntal eða
,,kyrkobokfört“ eins og það
heitir.
Munið að kynna yður vel,
hver réttur yðar er, og að allur
óþarfur dráttur á að framfylgja
réttinum getur valdið því að
hann skerðizt eða glatist.
f
SitS l/NDA BCO TU 25SIMI37+3
ÞROTTARAR!
Æfing í dag kl. 7 hjá
meistara-, I. og II. fl. —
Handknattleiksæfing hjá
meistara-, og II. fí. kvenna
í dag kl. 8 á Melavellinum.
, Nefndin.
ARMANN.
Handknattleiksstúlkur! „
Munið æfinguna í kvöld
kl. 8.30 á nýja æfingasvæð-
inu við Miðtún. Mætið allar
stundvíslega. — Nefndin.
K.R. — KNATT-
SPYRNUMENN.
Meistara-, I. og II. fl. —
Æfing í kvöld kl. 8 á félags-
m
mi
RÓLEG, eldri kona ein-
hleyp, óskar eftir einu her-
bergi stóru eða tveimur
minni með eldunarplássi. —
Uppl. í síma 5602. (548
LYKLAKÍPPA tapaðist
frá Bergstaðastræti 3 að
verzluninni Hól. Skilist á
Bergstaðastræti 3. (588
UM næstsíðustu lielgi tap-
aðist nýr blágrár gaberdine-
frakki og frekar stórt karl-
mannsúr. Finnandi góðfús-
lega skili því á Lögreglu-
stöðina.
BEZT AÐ AUGLYSAI VÍSl
EINHLEYPAN mann í
hreinlegum iðnaði vantar
herbergi í Austurbænum. —
Reglusemi heitið. Uppl. í
síma 81701 kl. 7—9 í kvöld.
VANTAR herbergi og eld-
unarpláss sem fyrst. — Hef
fasta atvinnu. Tilboð sendist
fyrir laugardag. — merkt:
„Áreiðanleg — 318“. (573
HÉRBERGI til leigu á
Hofteig 28. Reglusemi fiskil-
in. (580
GARÐYRKJUMAÐUR
óskar eftir herbergi 1. ágúst.
Uppl. í síma 82079. (592
HJÓN utan af landi óska
eftir herbergi og eldunar-
plássi. Æskilegt gegn hús-
hjálp. Uppl. í síma 2148 til
kl. 7 í kvöld. (590
HERBERGI til leigu. —
Uppl. Laugateig 7, eftir kl.
7. — (584
RAFTÆKJAEIGENDUR.
Tryggjum yður lang ódýr
ctírta viðhaldskostnaðim.
varanlegt viðhald og tor -
fengna varahluti. Raftækja-
tryggingar h.f. Simi 7601.
mm
VERZLUNAR-
MANNAHELGIN.
Ferðir í Þórsmörk, Land-
mannalaugar og um Fjalla-
baksleið kl. 2 á laugardag.
Orlof h.f.
Alþjóðleg ferðaskrifstofa.
ABYGGILEG stúlka ósk-
ast til hjálpar við húsverk
í 1—2 mánuði. Sérherbergi
á staðnum. — Uppl. í síma
5619. (594
RÁÐSKONA óskast strax
á fámennt sveitaheimili ná-
lægt Reykjavík. Má hafa
barn með sér. Uppl. í síma
7613, eftir kl. 7. (589
Viðgerðir á tækjum og raf-
lögnum, Fluorlampar fyrh
verzlanir, fluorstengur oj
ljósaperur.
Raftækjaverzlunir
LJÓS & HITI h.i,
Laugavegi 79. — Simi 5184.
VIÐGERÐIR á heimilis-
vélum og mótorum. Ratlagn-
ir og breytingar raflagna.
Véla- og raftækjaverzlunin,
Bankastræti 10, Síirn 2852.
Tryggvagata 23, simi 81279.
Verkstæðið Bræðraborgar-
stíg 13. „ (461
HJALPARMÓTORHJÓL
til sölu í Melaskóla. Uppl.
í síma 7736. (595
ÖL og gosdrykkir, ískalt
og hressandi beint úr ís-
skápnum. Indriðabúð, Þing-
holtsstræti 15. Sími 7287. —
(521
HJALPARMOTORHJOL
til sölu. Snorrabraut 73. —•
Sími 2518. (586
SEM NÝR svefnsófi til
sölu. Laugateig 7, eftir kl. 7.
(585
BARNAVAGN á háum
hjólum, mjög sterklegur, tí!
sölu, ódýrt, eftir kl. 8 í kvöld
á Grettisgötu 6, I. hæð, til
hægri. (587
R AFMAGN SELDA VEL
til sölu á Njarðargötu 27,
uppi. (591
GÓÐUR Pedigree bama-
vagn til sölu. Uppl. á Frakka
stíg 13. „ (581
KÁPUR og swaggerar. —
Einnig 2 peysufatafrakkar,
stór númer, til sölu með
miklum afslætti. Sími 5982.
(582
HÆNUUNGAR óskast,
helzt 2ja—3ja mánaða. —•
Uppl, í síma 80933. (583
200 HÆNUUNGAR ósk-
ast keyptir. Uppl. í síma
82663. f'“' (575
GÓÐUR Silver-Cross
barnavagn til söiu í Sigtúni
25, kjallara. Uppl. í síma
6169. (576
VEL MEÐ FARIN barna-
kerra með skerm til sölu,
vegna brottflutnings. Báru-
götu 15, uppi. (578
SEM NÝR barnavagn til
sölu. Verð kr. 800. — Uppl.
Hofsvallagötu 18. (577
ALLTAF TIL: Kjöt í
buff, kjöt í steik, kjöt í
gullasch, kjöt léttsaltað,
kjöt. reykt, hestabjúgu. —
Rababari kr. 3 kg., tekinn
upp daglega og margt fleira.
Kjötbúðin Von. Sími 4448.
» (579
BOSCH
kerti í alla bíla.
PLÖTUR á grafreitL Út-
vegum áletraðar plötur &
grafreiti meé stuttum fyrir-
vara. Uppl. á Rauðarárstig
26 (kjaliara). — Simi 6126,