Vísir - 29.07.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 29.07.1954, Blaðsíða 5
'JTimmtudaginn 29. júlí 1954 VÍSIE Fernandel leikur Ali Baba. Fernandel, hinn frægi, franski gamanleikari, ætlar enn að auka orðstír sinn með því að leika Ali Baba í myndinni „Alí Baba og ræningjarnir 40“. Nýlega komu þau Fernandel Qg egypzka „magadanskonan*- Samia Gamal, til Frakklands frá Franska Marokkó, þar sem teknar voru úti-„senur“ í mynd þessa. Allt innanhúss í myndinni verður tekið í Frakk- landi. Fernandel segir sjalfur, að aldrei nokkru sinni hafi sézt annar eins Ali Baba og sa, *hann ætlar að sýna. Hann er konungur þjófanna, segir Fernandel, og dásamlegur ræningi. Mynd þessi verður iburðar- mikil, og má geta þess, að leik stjórinn, Jacques Becker, fékk 4000 Berba á hestbaki til þess að leika í henni. Áætlað er, að myndin kosti 1.5 millj. dollara, sem þykir allmikið fé, jafnvel á bandarískan mælikvarða. IHae West vekuv enn athygli. Mae West, sem á sínum tíma vakti mikla athygli í kvik- myndum, ekki sízt fyrir glannalegt orðbragð og mynd- arlegan barm,' syngur nú og leikur í veitingahúsi einu i San Diego. Veitingahús þetta eiga þau hjónin Ester Williams, fræg leikkona, og Ben Gage, maður hennar. Mae West, sem nú er orðin 62ja ára, hafði vit á þvi, er henni græddist fé á árunum, að leggja það í banka og er þvi . sæmilega stæð, löngu eftir að frægð hennar er tekin að fyrnast. Nú syngur hún „glannaleg“ kvæði og segir sögur frá hinum góðu og „gömlu dögum“. Sir Laurence Olivier gerir nýja Shakespeare-kvikmynd. Ætlar að Haiina. að beztu Shake- speare-mviidirnai* séu gerðar fl ISrellaiidi. Lana Turner giftist „Tarzan" larker. Nýlega gengu hau í hjóna- band Lana Turner og Lex Barker (Tarzan). Lét Barker svo ummælt við blaðamenn, að þau „væru í sama blóðflokki, og ágætar horfur á, að þau rnyndu eign- ast börn“. Þá veit maður það. Sir Laurence Olivier hyggst nú munu sanna, svo að ekki verði um villzt, að beztu Shakespeare-kvikmyndirnar séu gerðar austan megin Atlantshafsins. Eins og kunnugt er lét bandaríska félagið Metro Gold- wyn Mayer gera myndina „Júlíus Caesar“ í Bretlandi, og þótti takast mjög vel, enda úr- vals leikkraftar, enskir og bandarískir. — Nú hefur Sir Laurence tilkynnt, að hann muni brátt hefja kvikmyndun á „Ríkarði III.“ og mun hann leika aðalhlutverkið, Ríkarð, en Sir John Gielgud, sem er einn allra kunnasti leikar. Bi-eta, mun leika Georg, her- tog^af Clarence. Enda þótt Sir Laurence haíi ekki skýrt frá því opinberlega segja vinir hans, að hann muni keppa að því að láta „Rikarð' skara fram úr „Júlíusi Caesar“, og sýna þar með, að Englend ingum láti bezt að túlka verk hins mikla skáldjöfurs. Hamlet og Hinrik V. Til þessa hefur Sir Laurence Olivier tekizt frábærlega vel í Shakespeare-myndum sínum. Talið er, að „Hinrik V.“, sem hann gerði 1946 og lék í ásamt Newton, hafi verið með beztu myndum, sem gerðar voru eftir stríð. Þó þótti „Hamlet“ hans enn betur gerð mynd, en hún var sýnd hér í Reykjavík eins Vill ekki oi girön&jai* peysflir. Kvikmyndadísin Piper Laurie hefur tilkynnt, að hún muni eftirleiðis ekki láta taka mynd- ií af sér í allt of þröngum peysum. Segist hún vera orðin 22ja ára gömul, og vilji ekki lengur láta hafa sig að augnagamni i svb þröngum flíkum. standa á okkur grasekkjumönn- unum að hefja viöskiptin." og menn muna, við fádæma að sókn. Þetta var árið 1948, og fyrir þetta afrék hlaut Sir Olivier og myndin sjálf Óskars- verðlaun. Hins vegar hefur Hollywood- félögunum ekki tekizt jafnvel um kvikmyndun á verkum Shakespeares, þegar frá er tal- in „Júlíus Ceaser“. Mönnum er í fersku minni misheppnaðar tilraunir Holly- woodmanna, er Max Reinhardt gerði „Jónsmessudraum“ 1935, og Orson Welles „Macbeth ‘, árið 1948. Welles hefur einnig gert myndina „Othello“, en hann hefur ekki treyst sér til þess að sýna hana í Banda- ríkjunum af ótta við að fá enn verri útreið listdómenda en „Macbeth11 fékk. „Romeo og Júlía“. Enskt-amerískt félag let gera „Rómeó og Júlíu“ á Ítalíu í fyrra, undir stjórn Renato Hann var bara þreyttur. Jeff Chandler er annar i kunnur leikari, sem virðist eiga í svipuðum örðugleikum. Hann var kvæntur konu, sem Marj- orie hét. Þegar Jeff kom heim, virtist það vera aðalhugðarefm hans að segja ekki eitt einastc' orð, nema þá að láta það uppi, að hann væri þreyttur. Þetta þoldi Marjorie ekki til lengdai, eins og von var. Þá hafði Jeff þann undarlega sið, að vilja sérstaka íbúð, þar sem hann gæti haft athvarf, þegar skærist í odda. Jeff hélt því fram, að þetta væri til þess lað „hreinsa loftið“. En þetta j gat ekki gengið, og furðar fáa. Þá er talið, að Robert Mitch- um, frægur Hollywoodleikaii, hafi átt í vandræðum vegna þess, að kona hans, Dorothy að nafni, kunni ekki að meta ýmislegt tilbrigði hjá Robert, f jarvistir hans með öðrum kon- um og þess háttar. Þá hefur verið all mjög rætt um Gary Cooper og konu hans í svipuðu sambandi. Hins vegar virðist frú Cooper taka þessu rólega, og segir hún í viðtali við Hollywood-blaðamenn, að Gary fari sér ekki að voða. n Trjóuhesturmn" kosta< um 200 þús. kr. Bandaríska félagið Warner Brothers er um þessar mundir að láta fullgera myndinæ „Helena í 'Trójuborg“. Hefur félagið varið geýsifé- til myndatökunnar, sem fer fram í Rómaborg. Meðal ann- ars hefur verið smíðaður hinn frægi Trójuhestur, og verður hann 13 m. á hæð og vegur 2(Þ lergman leikur í ,Ótta' Stefans Zweigs. Rómaborg (AP). — Ingrid Bergmann er nýfarin héðan til Þýzkalands til besf áð leika í kvikmyndinni „Ótti“, eftir sögu Castellani, en aðalhlutverkm Stefans Zweigs. léku Laurence Harvey og Sus- an Shentall. Mynd þessi fékk lélega dóma í London, og menn spurðu, hvernig á því stæði, aö Bandaríkjamenn gætu gert betri Shakespeare-myndir en Englendingar og höfðu þá „Júlíus Caesar“ í huga. Nú hefur Sir Laurence Olivier ákveðið að sýna, hvar beztu Shakespeare-myndirnar séu gerðar, nefnilega í Bret- landi Það er erfitt að vera giftur í Hollywood. Kvæntir menn vfija iifa sem piparsveinar. / Um fátt er meira talað í kvikmyndaborginni Hollywood en hjúskaparlíf einstaka kvik- mynda-„stjarna“. Kennir þar oft hinna furðu- legustu grasa. Nýlega birtist grein í víðlesnu tímariti, er nefnist „Screenland“, og er þar sagt frá þeim eiginmönnum í Hollywood, er virðast kunna illa við sig í hjónabandinu, en greinin heitir annars „Holly- woods Bachelor Husbands". í frásögn Vísis hér á eftir er stiklað á stóru úr þenri grein. Ein af kunnustú kvikmynda- dísum Hollywood er Zsí Zsa Gabor, ungversk að ætt. Hún var gift George Sanders, brezk- um manni, en hjónaband þeirra fór út um þúfur, eins og gerist og gengur, og af því tilefni, let hin fagra (vafalaust) Zsa Zsa hafa þetta eftir sér: Réttindi og skyldur. „Meðan við Georg vorum í hjónabandi, lét hann eins og hann væri piparsveinn." Síðan segir á þessa leið: „Eg botna aldrei í því, hvers vegna leik- arar leggja það á sig að giftast. Þeir (leikararnir) vilja öll for- réttindi hjúskaparins, en um leið vilja þeir haga sér eins og piparsveinar.“ •— Þessi síðustu ummæli eru höfð eftir konu eins leikarans i Hollywood. Síðan kemur löng frásögn um, hvernig þetta gerist með leik- urum í Hollywood og lýsing á því, hvers vegna svo mörg hjónabönd hljóti áð enda með skilnáði. . M. a, er frá því ságt, að Dale Robeftsson hefi .ekki tollað x hjónabandinu, vegna þess, að kona hans, Jacqueline, kunni ekki að meta. einverukennd hans. Svo virðist, sem Dale, þeg'ar hann kom heim að loknu dagsverki, hafi lielzt viljað sitja og þegja, og tekið það ó- stint upp, er kona hans vildi rabba við hann, eins og gerist og gengur. Hins vegar er jsagt í sömu grein, að; Ðale þessi hai'i gert ítrekaðar tilraunir t'il þess að vera eins og fólk fl^st^ en ekki tekizt. ■ " > I viðtali við blaðamenn lét hún svo ummælt, að hún myndi ekki fara til Bandaríkj- anna til þess að heimsækja dóttur sína, sem heitir Pía. Hún kvaðst standa í bréfa- skriftum við hana, en ekki fyrrverandi mann sirm, Peter Lindström lænki. „Við eigum ekkert vantalað hvort við ann- að“, var haft eftir Ingrid Bergman. Sögusagnir um ósamlyndi hjónanna Sir Laurence Olivier og Vivian Leigh virðast ekki hafa við neitt að styðjast. Fyr- ir skemmstu afsönnuðu þau þess konar orðróm með því að vera saman gestir Rex Harri- son og Lilli Palmer í Porto- fino á Ítalíu. lestir'. Gripurinn á að kosta 150—200 þúsund krónur, og þar verður rúm fyrir 25 leik- ara. ítölsk stúlka, Rossana Podesta að nafni, á að fara með hlut- vei-k Heíenu. Á myndinni sést hinn frægi tréhestur. Marlene Dietrich er ekki félaus. Marlene Dietrich hlýtur að vera vel efnuð, Þýzkt tímarit greindi frá þvi nýlega, að henni hefði boðizt aðalhlutverk í þýzkri mynd, sem tekin verður í Múrichen. Ilúri átti áð fá 200 þusund mörk fyrir ómakið. Marlene ánzaði ékki bréfi um tilboð þettá, segir hið þýzka timarit. Frægðarferíll kvik- myndadísar. Blaðið „Hollywood Daily News“ segir svo frá frægðar- ferli kvikmyndadísar: 1) Hún sigrar í fegurðarsam- keppni. 2) Hún kemur til Hollywood. 3) Hún kemst á forsíðu tímarita. 4) Hún verð- ur fræg. 5) Hún safnar blaða- úrklippum. 6) Hún lærir að lesa. Styrkið sbsaðait íþróttamann. Eins og margan mun rekæ minni til varð hinn landskunni og ágæti langhlaupari Kristjáií Jóhannsson fyrir því slysí. norður í Eyjafirði í vor, og hefur um tveggja mánaða skeið legið á sjúkrahúsi á Akureyri. Þegar slys þetta varð hafði Kristján sigrað með yfirburðum í viðavangshlaupi Í.R., í þriðja sinn í röð, og hafði sett glæsileg met bæði í 3000 og 5000 m. Kristján er kunnur fyrir reglusemi sina, nákvæmni og ástundun um íþróttaþjálfura. og íþróttaiðkun. Slys það, sem Kristjan varcV fyrir og hin langa lega hans a. sjúkrahúsinu hefur orðið hon- um þungbært, auk þess sem vonir hans og allra sannra íþróttaunnenda um glæsiíeg af— rek hans á þessu sumri urðu að engu. Nú hefur Iþróttafélag Rvíkur ákveðið að styrkja. Kristján og senda honum kveðju íþrótta- manna og íþróttaunnenda £ Reykjavík með því að láta.það, sem áskotndst af starfsemr skemmtigarðsins Tívolí i kvölö,. renna til Kristjáns. Það eru því vinsamleg til— mæli til Reykvíkinga að fjöl- menna í Tivolí I kvöld og með- því styrkja þenna ágæta. íþróttamann. Hver. einstakling- ur þarf ekki að láta af mörk- um mikið til þess, að hjálpin verði Reykvíkingum til sóma. Fjölmennið í Tivolí í kvölcí: fyrir KRISTJÁN JÓHANNS— SON. Stjórn íþróttafélags Rcykjavíkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.