Vísir - 06.08.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 06.08.1954, Blaðsíða 7
Föstudaginn 6. ágúst 1954 VISIB 1 WWWVWVWWiAftWVWWVWWW'yWWWWWtfWt Robert O. Gase: Gullgildran 23 wswwvvwwwvvvww^ywwwwwvwuwuwyw^* Hann gekk að olíutunnu, sem þarna var og dýfði fingri í olíuna, til þess að athuga gæðin. „Hm, ný olía,“ sagði hann við Whitey. „Fyrirtak. Eru geym- arnir í flugvélinni fullir?“ Whitey kinkaði kolli. „Tilbúin til burtferðar. Má eg spyrja um hvað þér ætlist fjrrir?“ „Velkomið“, svaraði Ravenhill.4,.í fyrsta lagi aðgætum við Crim hvort allt sé í lagi með flugvélina yðar. Svo skil eg yður og Crim eftir hérna meðan við Vee fljúgum til Lochiel. Riddara- lögreglan kemur eftir yður í fyrramálið.“ Þessi orð höfðu næsta ólík áhrif á þá Crim og Whitey. Hinn síðarnefndi brást reiður við: „í flugvélinni minni, eg held nú ekki.“ „Þér eigið ekki um neitt annað að velja. Það ætti að geta farið sæmilega um yður hérna.“ Crim vaij sem lostinn reiðarslagi og sagði i bænarrómi við Ravenhill: „Lofið mér að koma með ykkur. Þér getið afhent'mig ridd- aralögreglunni í Lochiel, en skiljið mig ekki eftir\ héma. Ef þið gerið það tek eg bara ábreiður mínai4 og labba mir.a leið,“ „Engar mótbárur,“ sagði Ravenhill og horfði glottandi fram- an í Crim, „eg skal sjá svo um, að þú þurfir elikerfe að óttast Whitey.“ Hann rétti Vee bollann sinn. „Eg þakka fyrir sopann. Hann var ágætur. — Jæja, Crim, komdu með olíuslatta og auka vasaljós.“ Crim gerði sem hann bauð og Ravenhill opnaði dymar;. „Þetta verður ekki löng stund, Vee,“ sagði hann. „Ög þér lofið því, að aðhafast ekki neitt, — þér verðið að leggja við drengskap yðar, Whitey?“ „Auðvitað,“ sagði Whitey. „Þarf að fara svona hátíðlega að oiiu?“ ’ „Það fej allt vel, eg er viss um það,“ sagði Vee. Ravenhill kinkaði kolli og flýtti sér að loka dyrunum á eftir sér, svo kuldann legði ekki inn í byrgið. Þegar þeir voru farnir sýslaði Vee sem mest í homi sínu. Hún skolaði bollana og þurfkaði þá með þurrku úr gömlum poka. Hún leit ekki' til Whitey og reyndi að haga sér eins og hann væri hvergi nærri. Whitey virtist ætla að haga sér eins, þótt beiskju gætti í rödd hans, er hann tók til máls: „Það var ekki óvinsamlegt af Riv,“ sagði hann, „að veita okk- ui þetta seinasta tækifæri til samvinnu. —• Eg vildi gjarna losna við bollann.“ Hún steig fram, tók við bollanum og fór aftur út í horn. „Meira te?“ spurði hún., j „Nei, þökk.“ Bæði voru þögul um stund. Þau heyrðu eins og marr frá flug- vélinni og að þeir vof|u eitthvað að tauta Ravenhill og Crim. Það var einhver hreyfing á Whitey. Hún leit á hann og sá, að hann hafði verið að ná í velktan vindlingapakka úr vasa sínum. Hann horfði á hana, löngunarfullu augnaráði. „Þetta er kveðjustund, væna mín — hefir þú ekkert að segja að skilnaði?" „Jú,“ sagði hún, „það hefi eg. Þegah þú baðst mín í fyrsta skipti — var það þá vegna þess, að þú hélzt að eg væri auðug?“ ,„0, nei, það var vegna þess að eg elskaði þig. Hitt er satt, að fyrirtæki mín á norðurslóðum gengu miður vel, og eg þurfti á fjárhagslegum stuðningi að halda.“ „Og þegar þú komst að því, að eg a'éð yfir 45.000 dollurum, datt þér í hug að fá Crim í lið með þér til þess að hafa út úr mér þetta fé?“ , „Eðlilega," svaraði hann. Honum veittist ei'fitt að ná vindling- unum úr pakkanum. „Sagði Riv þér ekki frá því öllu?“ ,.Jú, en þú sagðir mér, að hann hefði ger,t það. Hvers fegna?“ „Það er augljóst mál. Eg var brjálaður af afbrýðisemi.“ „Vegna mín?“ „Að nokkru leyti, en að mestu leyti af ástæðum, sem þú skil- ur ekki.“ Hann var loks búinn að ná sér í vindling, sem var allþvæld- ur, enda leit hann á hann með gagnrýnandi augum. „Riv er há- stéttarmaður, af aðalsætt. Fjölskylda hans átti kastala og allt slíkt. Mitt fólk var nær sauðsvörtum almúganum, verzlunar- fólk, millistéttarfólk." „Þetta er hlægilegt," sagði hún fyrirlitlega. „Um slíkt hugsar enginn hér í Kanada. Afi minn vann fyíir sér með haka og reku að verkfærum. Hann var námumaður." „Við vorum að tala um Riv og mig. Eg sagði, að þú mundir ekki skilja það.“ Allt í einu, eins og fyrst þegar hún fór inn í göngin, varð hún gripin skelfingu í svip. Eins og eitthvað illt væri aðvífandi, lægi í loftinu. Það var ekki líkt Norman DeVore að tala þannig. Og samt — er hann nú horfði beint framan í hana virtist hann ró- legur, eins og hann átti að sér. Hann beið þess kurteislega, að hún héldi áfram. „Og þegar þú baðst mín aftur í fyrri viku,“ sagði hún — þegar þú flaugst frá Nome og hótaðir að segja frænkum mínum um peningana, nema eg féllist á að giftast þér, þá vissirðu auð- vitað, að náman var verðmæt?“ „Auðvitað. En þú gazt vitanlega ekki gleymt þessari helgi í Strathcona.“ Hún svaraði engu. Hún hafði lokið við að þvo upp tinbollana og annað og hengdi þurkuna á snaga. Hún veitti því nú athygli, að svitadropar gljáðu á enni hans. „Þér er of heitt. Á eg að loka fyrir ofninn — eða opna dyrnar dálítið?“ „Nei, nei, þess þarf ekki.“ Eftir stutta þögn bætti hann við: „Jæja, röðin er komin að þér. Nú giftist þú Riv, geri eg ráð fyrir? Svona, svona, því ekki að játa, að í þá átt beygist krókurinn'?“ „Það getur verið, að þú hafir dálítinn rétt til þess að spyrja,“ sagði hún loks. „Og eg skal vera jafnhreinskilin og þú. Eg mundi telja mér það mikinn heiður, ef Riv vildi fá mig fyrir konu, en eg er smeyk um, að hann biðli ekki til mín.“ „Vitleysa, hvers vegna ekki?“ „Hann er stoltur,“ svaraði hún. „Það mætti segja mér, að hann hafi sætt sig við það hlutskipti að vera útlagi — og hagi lífsvenjum sínum eftir því. Hann mundi líta svo á, að hann mundi draga mig niður á við. Og svo má vel vera, að hann elski mig ekki.“ „Elski þig, vertu ekki svona vitlaus. Hann mundi kvongast Indíánastelpu, þótt ekki væri í boði nema helmingur þess, sem hann ætti í vændum í námunni, ef hann kvongaðist þér. Hann er langt niðri núna, — vanheiðraður maður, sem hvergi yrði tekið á móti sem jafningja, —r- honum yrði ekki einu sinni fagn- að á dansleik í þvottakvennafélagi.“ „En hann er samt hugdjarfasti, hugkvæmnasti og hugulsam- asti maðurinn, sem eg hefi kynst.“ „Já, já, allt þetta gæti hann verið — fyrir borgun.“ „Kannske hann sé að sumu leyti í flokki þeirra, sem ekki láta kaupa sig. Þú ert ágætt dæmi um mann, sem á það víst að allar dyr standa opnar fyrir peningunum. Þú varst í þeim flokki að minnsta kosti. Hvernig heldurðu að útkoman yrði, ef þið væruð bornir saman, Riv og þú?“ A kvöldvökunni. Kona ein við aldur liafði lengi álitið að hún væii veik og leitaði margra lækna. þcir gátu þó ekki lijálpað henni — hún var alltaf jafnlasin. Loks hugsaði hún sér að finna sálkönnuð og láta hann uppgötva livað að sér gengi. Ilann stakk upp á því, að þau skvldu athuga drauma liennar og ráða af þeim hvað olli van- líðaninni. Einn dag kom hún til viðtals hjá honum og sagði þá,.. að sig. hefði ekkert dreymt und- anfarna nótt. „Góða frú,“ sagði sálkönnuðurinn ergilegur. „þeg- ar þér vanrækið það sem yður er sett fyrir að gera heima, þá get ég alls ekki hjálpað yður.“ Skotinn fór burt af gistihús-* inu og dyravörðurinn óskaði hon-i um góðrar ferðar. „En mór þyk- ir fyrir því að geta ekki gefiðf yður þjórfé. Eg gaf stofustúlk-* unni állt sem ég átti eftir." „Jæja, — hún sagði nú annarö að þér hefðuð ekkert gefið sér!1" — „Nú jæja, maður minn,“ sagði Skotinn, „fyrst svona falleg- stúlka fær ekkert hjá mér, þá þurfið þér ekki að undrast þó að- þér verðið útundan." • j Einu sinni var.... þetta mátti meðal annars les#. í Vísir hirin 6. ágúst 1919: Sildveiðamar. Við Eyjafjörð og SiglufjörS- eru nú að sögn komnar á lanci’ fullar 80 þús. tunnur af síld. þórður kakali kom frá ísafirði í gær og fexj" bráðlega vestur. Hann hefurt stundað síldveiðar og hefur afl-t að 1800 tunnur á skömmum tíma. Pétur Jónsson syngur í ltveld og næstu kvelif m. a. ný lög eftir þá Sigfús Ein* arsson (Nótt) og Árna Thor* steinsson (Tröllasöngur úr Bárð« arsögu). Annars verða á söng-t skránni ýmis fræg óperuverki efni. Tvö skip komu hingað í gær moð salt* farma. £. d. Sumuyks: /6/3 Fenjamenn þustu að Tarzan frá öllum hliðum, og haim sá að hann var í mikilli klípu. Skynsamlegast var fyrir hann að gefast upp, og það gerði hann, nauð- ugur þó. Nú kom sá, sem upprunalega hafði handtekii Tarzan, og augu han» leiftruðu af hatri, . Ég get ekki drepið þig, en samf skal eg fá hefndir. Verðir, farið tili.’ drottningarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.