Vísir


Vísir - 10.08.1954, Qupperneq 7

Vísir - 10.08.1954, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 10. ágúst 1954. VISIR Mynd þessi var tekin á spíritistaþingi því, sem haldið var í sumar. Með síra Jóni Auðuns dómprófasti á myndinni er danski miðillinn Einer Nielsen. Eilíft líf Framhald af 5. síðu. Finnst yður ekki, að þegar tal- ið berst að spíritisma, komi manni í hug dansandi borðfætur, óhugnanlegar útfrymiflíkur, hinn ar zíterspilandi tær frú Mellonis og önnur furðuverk, sem þeir greina frá, sem er nákunnugir öndunum? pév hugsið um öll veslings andans stórmennin, sem liafa sett svo raunalega "ofan í andaheiminn, Napoleon, Shakes- spere og Kleopötru, að maður tali ekki um Beethoven, sem heimtaði flunkunýjan flygil til þess að leika á á andafundi, við- stöddum til ánægju. þegar alls þessa er minnzt, er ekki að furða, að sæmilegt fójk (pæne mannesker) rak í roga- stanz, þegar það var, tilkynnt með miklu brambolti fyrir tveim árum eða svo, að hin íslenzka kirkja væri á valdi spíritismans. Meðan á dvöl minni á íslandi stóð í fyrrasumar, fékk ég á- þreifanlega að kenna á því, livert tjón þessar umræður um spíri- tismann hefðu valdið innan hinnar íslenzku kirkju. Tor- tryggni liafði skapazt,: ekki að- eins til danskra presta, heldur og milli hinna íslenzku presta innbyrðis. Sjólfur hef ég orðið fyrir svo mikilli vinsemd og hjálpfýsi allsstaðar að á fslandi, að mig tók það mun sárar að sjá, hvert böl einhliða og van- hugsuð ummæli um annarlega tilvist hafa valdið, og hve djúp og bitur spor þetta hefur markað í viðkvæma hugi. Við Danir eigum til að bera kímni- gáfu, sem okkur sjálfum þykir vænt um, en margir útlending- ar, og þá einkum íslendingar eiga erfitt með að skilja. þeir telja hana mont eða hroka. þeir taka orð okkar of bókstaflega og særast. Vafalaust stendur hinn ólíki dómur manna á spíritismanum í sambandi við skapgerð og þjóðareðli. Svo virðist sem hin íslenzka þjóðarsál sé opin gagn- vart hinum yfirskilvitlega heimi, og á þetta einnig við um þá, sem ekki eru spíritistar, eins og t. d. hinn elskulega síra Friðrik Friðriksson, sem allir virða og dá, og þetta veldur því, að marg- ir láta sig miklu skipta sálræn fyrirbæri. Hins vegar verða menn ósammála, þegar menn eiga að taka afstöðu til þess hvort slík fyrirbæri gerist með til- raunahætti (miðlum) eða aðeins gerast ósjólfrátt eins og í Biblí- unni. Hin hríkalega og óblíða nátt úra landsins, landskjálftar og eldgos, einveran og baráttan við hin háskalegu öfl til fjalla eða á æstum öldum hafsins, allt þetta hefur skapað kend örygg- isleysis og gerir hugann mót- tækilegri fyrir áhrifum dul- magna, sem við. sléttubúar í landi, sem í augum íslendings- ins er einn stór garður, getum ekki með nokkru .mót'i skilið. Við skulum einnig minnast þess, að hinir fornu víkingar á hinni fátæku, ógestrisnu cyju, höfðu fátt kvenna, og sigldu því til írlands og 'hofðu heirn með sér keltneskar konur, svo að í þeim rennur mikið af keltnesku blóði. það er hin dulúðga og yfirnátt- úrlega stemning sagnanna um Ossian og Finn, bolabítinn Culiullin og Deirdre hina hryggu, sem enn vakir í hirini íslenzku sál. Tækniþróunin og vaxandi á- hrif Bandaríkjamanna verka í gagnstæða átt, en þó mun vafa- laust líða langur tími, þar til hinn eðlis- og kynbundni grund- völlur hins íslenzka spíritisma hverfur. Menn munu skilja, að það er engin tilviljun, að spíritisminn á íslandi er aðeins að finna inn- an hinnar íslenzku þjóðkirkju sem verulegur hópur innán kirkj unnar, en í Danmörku hefur liann á sér greinilegt sértrúar- snið, og danskur prestur, sem kenndi sig við spritismann myndi ^amsvifalaust setja sig utangarðs innan þjóðkirkjunn- ar. Á íslendi eru um það bil 120 prestar, og afstaða þeirra til spíritismans getur verið allt áð 100% hollusta við hann eða 100% andspvrna. Núverandi dómpró- fastur í Reykjavík, síra Jón Auð- uns, heyrir fyrri hópnum til, en fyrirrennari lians í embættinu, síra Bjarni Jónsson vígslubisk- up, hinum síðara. Báðir eru þess- ir menn stórgáfaðir, ákaflega viðfeldnir prestar, en þó á al- gerlega öndverðum meiði, og má skoða það sem tákn þess, hve óliemju víðfeðm hin íslenzka kirkja er, að slíkir menn skuli geta rúmast innan sama kirkju- iélags. Biskup íslands, Ásmundur Guðmundsson hefur, eins og títt er um frjálslynda guðfræðinga, samúð með spíritismanum, en er þó ekki hægt að skoða sem fulltrúa öfgasjónanniða, svo gagnrýninn og athugull sem hann er. Hins vegar var fyrir- •rennari Ásmundar biskups í gamlatestámentisfræðum á próf- essorsstól Háskóla íslends, fremsti bardagamaður spíritism- ans, ásamt Einari H. Kvaran rithöfundi. Piúfessor Haraldur Níelsson, sem var mestur ræðu- maður í klerkastétt á síðari tím- um, sannfærðist eftir langvar- andi efasemdir um að hin spíri- tistísku fyrirbæri væru sönn. Andstæðingar jafnt sem óhang- endur bóru djúpa virðingu fyrir mannlegi'i og vandaðri skap- höfn hans, þeir viðurkenndu þokka háns, mælslcu og heiðar- lega rannsóknarþrá. Andstæðing- ai' lians segja, að hann hafi eyði- lagt hina íslenzku kirkju, cn á- hangendur hans kunngera, að hann hafi frelsað hana fró raun- sæisstefnunni og þjóðina frá hinum köldu og þvölu faðmlög- um efnishyggjunnar, sem um aldamótin ætlaði að lcyrkja allt andlegt líf innan kirlcjunnar og utan. Prófessor Haraldur Níelsson hafði stundað nám á' Englandi, hinu klassíska landi sálarrann- sóknarina. Yfirléitt hefur ís- lenzk guðfræði frekar snúizt á sveif með enskum en þýzkum á- hrifum, andstætt því, sem er í Danmörku. ])arna var miklu frjósamari jarðvegur fyrir spíri- tismann en í Danmörku, og þetta hefur lílca haft sína þýðingu fyr- ir lrinn mikla mun bókstafstrú- ar- og nýguðfræði á íslandi. Einu sinni var.... Þessar frétti birti Vísir m. a. þann 11. ágúst 1919. Erlend mynt. 100 kr. sænskar 100 kr. norskar 100 dollarar .. Sterlingspund .. kr. 114:00 — 107.95 — 459.00 — 19.87 d öllum kvenkápum og karlmannafrökkum verz lunarinnar Frú Ida Jónsson, Kona Péturs Jónssonai\, óp- erusöngvara, ætlar að syngja í Bárubúðu í kvöld, sbr. augl. hér í blaðinu. Frúin hefir sung- ið í K.höfn og hlotið lof söng- dómara þar. Hér syngur hún aðeins þetta eina sinn. Prentarafélagið fór í skemmtiferð inn í Laugarnes í gærdag. Lúðrafé- lagið Gígja vari í förinni. Ræðu hélt Hallbjörn Halldórsson, formaður prentarafélagsins. Kvæði flutti einn gestanna, Ingimar Jónsson. Söngur, dans og aðrar skemmtanir stóðu til kvölds. Á kvoldvðkunni. Ferðamaður nokkur, sem kom til Mexico undraði sig yfir því, er hann sá karlmenn- ina ríða ösnum sínum, en létu eiginkonurpar ganga á eftir asnanum. Og eitt gat ferðamað- urinn ekki stillt sig um að spyra einn asnaknapann:. „Hvernig stendur á því að þér ríðið sjálfir asnanum, en látið konu yðar ganga?“ „Það er ofuri, skiljanlegt,“ svaraði maðurinn á asnanum. „Konan mín á alls engan asna!“ © Það var hlé í kvikmynda- húsinu, og maður einn ruddist úr sæti sínu, og sté óþyrmilega ofan á tærnar á konu einni í bekknum, en skeytti því engu, og baðst einu sinni ekki afsök- unar. Þegar hann kom aftur að hléinu loknu var búið að slökkva ljósin, og ávarpaði hann þá konuna á enda bekks- ins og spurði: „Voruð það þér, sem eg steig ofan á áðan, þegar eg fór út?“ „Ójá,“ svajjlaði konan heldur önuglega.“ „Það var ágætt, þá er eg við réttan bekk,“ sagði maðurinn og ruddist inn í sætið. © Prófessor nokkur mætti í samkvæmi einu og hitti þar fyrir sér konu er eitt sinn hafði verið nemandi hans —og þeg- ar leið á kvöldið trúði hún hon- um fyrir eftirfarandi: „Ó, hei^-a prófessor, þér vit- ið ekki hve ástfangin eg var af yður, þegar eg gekk í.iíma til yðar. Mig dreymdi alltaf um það að verða konan yðar.“ „Hem .... jahá,“ svaraði prófessorinn, „en rættist þá draumur yðar?“ • Þulur í amerísku útvarþi hóf lestur veðurfregna méð þessum oriðum: „Hé kemur veðurúlitið fyrir næsta sólarhring — en í guó- anna bænum túið ekki einu einasta orði, sem eg segi.“ Hanna litla, sem var sex ára, var þegar ákveðin í því, að hún vildi giftast, þegar hún yrði stór — „en aðeins einhverjum úr fjölskyldunni,“ bætti hún við. „Þannig hefir það alltaf gengið fyrri sig,“ sagði hún ennfremur. „Pabbi giftist mömmu minni, fijændi giftist frænku minni, og afi giftist ömmu minni.‘ Bezt ail atiiuiiö; igíýsmgar, sem eiga að birtast í laug-irdags- blaéinu burfa aí berast auglýsingaskrif stofunni fyrir id. 7 á íösiudag. nnghlaðið VÍSin

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.