Vísir - 17.08.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 17.08.1954, Blaðsíða 4
VÍSIR Þriðjudaginn 17. ágúst 1954, ÐAGBLAÐ Bitstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kixistján Jónaton, Skrifstofur: Ingólfsstrœti 8. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR ET, AigreiCsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (ta> ilnur). Lausasala 1 krénm, Félagsprentsmiðjan h.t. Förin til Kína. Getraunir hefjast á ný. Fyrstti leikirnir 21. ágúst með enskum leikjmn. Menn hafa orðiS ho.'.s oþægi- lega varir, að umferðarljósin á mótum Laugavegs, Bankastrætis og Ingólfsstrætis hafa verið í Eftir nokkra vikna hlé hefj- 1 íþróttabandalögum, ungmenna- ast getraunir að nýju. Fyrsti j og íþróttafélögum um allt land, seðillinn er kominn út og ligg- eí nú hægt að fá seðla, sem ur frjammi hjá umboðsmönnum. j þátttakendur geta fyllt út fyrir1 nökkru ólagi seinustu daga. Þelta Leikir fyrsta seðilsins fara margar vikur í senn. Gilda þeir! hefur valdið talsverðri truflun fram laugardaginn 21. ágúst en 'óbreyttir eins langan tíma og á umferð og verið til mikilla ó- þá hefst 1. umferð ensku deild- þáttakendur óska. þæginda. Eins og umferðarljósin arkeppninnar, en eins og kunn- ! geta verið góð og eru þægileg, ugt er stendur enska keppnin Fyrirkomulag þetta, fastar þegar þau eru í fullkomiuilagi, yfir frá 3ja laugardegi í ágúst raðir, hefir víða notið mikilla eru Þau mestu vandræða vegvis- hvers árs til 1. laugardags ílvinsælda og hér á landi er það ur’ er Þau eru 1 olagi. Uudau , ■ *. . , , . þessu hafa nu ymsir kvartað við maí. ; nauðsynlegt vegna hinna . . * . .,. mig og beðið mig um að bera Leikimir á fyrsta seðlinum strjalu samgangna, en með Brezk blöð virðast yfirleitt ekki ýkja hrifin af því, að Attlee og félagar hans skuli hafa tekið sig upp og haldið austur til Kína, en þangað hafði kínverska stjórnin boðið þeim í kynn- isför. Einkum þykir mörgum Bretum það illt, að þessi fyrr- verandi forstætisráðherra og stuðningsmenn hans skuli ekki hafa hugsað sig um eftir að kínverskir orustuflugmenn höfðu gert hina fúlmannleugustu árás á brezka farþegaflugvél, svo að margir Bretar létu lífið af völdum hennar. Sú var tíðin, að Bretar voru húsbændur víða um heim, og gætti áhrifa þeirra þá víðar en í þeim löndum einum, sem þeir þöfðu tögl og hagldir í. Þá létu þeir ekki bjóða sér hvað sem er, en nú er öldin önnur, því að þeir virðast — eða ýmsir í þeirra hópi — fúsir til að kyssa á vöndinn, eins og þeir gera nú gagnvart Kínverjura, sem hafa sýnt Bretum mestu óvirð- ingu, síðan kommúnistar náðu völdunum. Fyrir styrjöldina munu Bretar hafa verið sú þjóð, sem átti mest skipti við meginland Kína, og þegar henni var lokið, vildu þeir að sjálfsögðu reyna að endurvekja þau viðskipti, þar sem þau voru ábatasöm fyrir þá. En svo tóku kommúnistar völdin eftir fáein ár, og var þá allt öðru vísi umhorfs, því að þá var eitt af einkunnarorðunum að reka alla útlendinga úr landi og gera áhrif þeirra að engu. Bretar sáu fram á, að þeir mundu missa spón úr aski sínum, ef þeir gætu ekki tekið upp viðskiptin við Kína á nýjan leik, svo að þeir réðust í að við- urkenna kommúnistastjórnina kínversku, og sendu fulltrúa til Peking. En kínverskir kommúnistar virtust ekki líta á viðurkenning- una sem neinn greiða við sig, og hafa þeir nær alltaf komið fram við Breta með talsverðri lítilsvirðingu, svo að Bretaveldi hefur átt undir högg að sækja. Þrátt fyrir þetta hafa Bretar ekki viljað breyta afstöðu sinni, og þettá hefúr meðal annars leitt til misklíðar við Bandaríkin, svo að samstöðu vestrænna þjóða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur stundum virzt talsverð hætta búin af þessum skoðanamun. Þegar á allt þetta er Iitið, er ekki að furða, þótt menn sé mjög misjafnlega ánægðir með ferðalag það, sem Attlee og félagar hans eru í austur í Kínaveldi. Sumir Bretar líta svo á, að þetta geti haft slæm áhrif á sambúð Breta og Bandaríkjamanna, svo að kommúnistaríkin ein muni hagnast á þessu, en aðrir telja, að Bretar setji mjög ofan, er svo áhrifamikill maður sem Attlee fer í heimsókn til ríkis, er stóð að árásinni á brezku far- þegaflugvélina á dögunum, enda þótt kínverska stjórnin hafi beðið afsökunár og heitið bótum fyrir manndrápin. Hver sem árangurinn verður af förinni, er engum blöðum um það að fletta, að hún getur orðið afdrifarík, hvort sem það Verða. Kínverjar og kommúnistar sem hagnast á henni, eða hún verður til að færa Attlee og félögum hans heim sanninn um það, að engum sé greiði gerður með undanslætti við komm- únista, en tíminn hlýtur að~leiða í ljós, hvort þeim hafi orðið á mistök í þessu efni. Fegurðarsamkeppnin. Qkemmtanalífið hefur orðið smám saman fjölbreyttara síðustu ^ árin, og eitt af því, sem bæzt hefur við hvað síðast er feg- urðarsamkeppnin, sem efnt-er til síðla sumars, og fór að þessu sinni fram á sunnudaginn í Tivoli. Menn virðast ekki á einu máli um það, hvort efna eigi til slíkra skemmtana eða ekki, og hafa samtök norðlenzkra kvenna hvatt ungar konur til að taka ekki þátt í slíkum sýningum, þar sem þær sé leiddar fram líkt og ambáttir fyrri álda. Aðrir munu vera þeirrar skoðunar, að það geti varla verið hættulegt, þótt almenningi gefist kostur á að virða fyrir sér fagrar meyjar og segja skoðun sína á því, hver sé fegurst. Að minnsta kosti hefur aldrei þótt nein -skömm að fegurðinni, og það er leiðinleg þröngsýni, að menn skuli ekki mega verðlauna hana eins og margt annað. Almenningur lagði að minnsta kosti blessun sína á þetta um helgina með því að fjölmenna á samkeppnina og greiða þar atkvæði. , eru þessir: Arsenal — Newcastle. Aston Villa — Tottenham. Bolton — Charlton. Burnley — Cardiff. Huddersfield — Blackpool. Leicester — Chelsea. Manch. Utd. — Portsmouth. Preston — Manch. City. Sheffield Utd. — Everton. Sunderland — W.B.A. Wolves — Sheffield Wed. Bristol R. — Port Vale. í vetur verður eingöngu gizkað á enska leiki. Hjá umboðsmönnum, enn- fremur hjá héraðssamböndum, fram þá fyrirspurn, hvort ekki þessu móti nær getraunastaií.- sé nauðsynlegt að gerðar séu þeg- semin yfir allt landið. Auka- 1 ar í stað ráðstafanir til þess að vinningur verður greiddur fyr- lögreglumaður sé til þess að ir 12 rétta og getur hann orðið leiðbeina umferðinni, þegar vit- allt að 5000 kr. Hæsti vinning- að er að ljósin loga ekki. Það ur fyrri hluta starfseminnar á U<dur komið fyrir> eius °S áður þessu ári var 7294 kf, - Eins eu Jjósin komu’ að Þaina hclur . , ,, , skapast slæmur umferðarhnutur og kunnugt er nytur getrauna- x , „ • . ,.. og hefur engmn vitað nvernig starfsemm a Norðurlondum og hann œtti að haga sér. víðar mjög mikilla vinsælda| hjá almenningi og hefir hún þau eru mikií nuaðsyn. .orðið bæði íþróttum, listum og | jafnVel þótt erfitt hafi verið að vísindum hin mesta lyftistöng. komast yfir götu á þessum stað Vonandi á íslenzka Getrauna- j endrum og eins, vegna ólags á starfsemin eftir að verða lyfti- ljósunum, verður ekki annað stöng fyrir íslenzkt íþróttalíf og uppeldi æskunnar í landinu. K.R.-Ingarnir sigursælu: Frá hægri Gunnar Sigurðsson, Garðar Árnason, Pétur Stefánsson, Reynir Schmidt, Guðgeir Petersen, Ólafur Júníusson, Tómas Árnason, Þórir Ragnarsson, Örn Steinsen, Óskar Sigurðsson, Ellert Schram, Leifur Gíslason og Þórólfur Beck. Glæsilegur sigur 3. flokks KR á norræna unglingamótinu. Nýlega er Iokið í Danmörku Félög sem tóku þátt í mótinu: unglingamóti í knattspyrnu,1 K.R.. Reykjavík. — Vasa- og bar 3. fl. K.R. þar sigur úr lund Idrettsförening, Stokk- býtum með óvenjulegum holm (VIF). — Stavanger glæsiblag. Idrettsförening, Stavanger Urslit einstakra leikjaivoru (SIF). Bagsværd Idræts- þessi: K.R. — V.I.F. 4:0. BIF — MSS 6:0. K.R. — MSS 3:0. VIF — SIF 0:0. MSS. — SIF. 7:2. K.R. — BIF. 2:1. SIF. — BIF. 1:0. VIF. — MSS. 2:1. K.R. — SIF. 1:1. VIF. — BIF 7:3. Úrslit í mótinu: Nr. 1 K.R. 7 stig. Nr. 2 VIF. 5 stig. Nr. 3 'SIF. 4 stig. Nr. 4 BIF. 2 síg. Nr. 5 MSS. 2 stig. forening, Bagsværd, Danmörk (BIF). — Munknás SS, Hels- ingfors, Finnland (MSS). . Allir leikir hafa verið leikn- ir á grasvöllum, eins og K.R. hefir nú getað æft á um þriggja ára bil. sagt, en að mikil bót sé að Ijós- unum. Og þegar menn fara að treysta á þau, hvort sem um er að ræða gangandi fólk eða öku- nienn, líta þeir á þau áður era haldið er fram hjá þeim. Umferð- arljósin eru nauðsynleg, en tals- vert' áríðandi að þau bili ekki, þegar mnferðin er mikil. Auðvit- að er það skiljanlegt, ð þau geti bilað sef annað, en þá ætti sam- stundis að senda lögreglumann til þess að stjórna umferðinni. Með því móti gæti hættunni verið bægt frá. Feikileg umferð. Um Laugaveginn er feikileg umferð og stundum verða fót- gangandi menn að bíða veruleg- an tima áður en þéir komast yf- ir götu, vegna þess að bílastraum- urinn er óslitinn allan þann tíma, sem umferðarljósið sýnir grænaii lit. Og enn lengri tima geta méiin þurft að bíða, ef eng- in ljós eru, sem komið hefur í ljós. Og livað umferðinni viðvík- ur um þessa aðalgötu bæjarins, er óhætt að segja að óvíða í stórborgum er hún meiri. Farar- lækin renna áfram í óslitinni röð, sem aldrei virðist verða lát áy nema þegar þau eru stöðvuð af rauðu ljósi til þess að umferðirt úr hliðargötunum stöðvist ekki alveg. Fegurðarsamkeppnin. Þó fór eins og spáð var fyrir* að Fegurðarsamkeppnin i Tivoli mn lielgina tókst með afbrigðum j vel, enda var veður mjög gott,, ! einkum á laugardag. Þótti þó mörgum surt i hrotið, að Akur- eyringár skyldu fara með tvenn verðlaun af þrem. En fólkið dæmcli og hefur sjálfsagt dæmt rétt. Gera má ráð fyrir að þeir norðahlands séu ánægðir með úr- slitin, og þeir mega líka vera það. Stundum hefur verið sagt, að nokkur samkeppni væri milli Reykvíkinga og Aukureyringa á ýmsum sviðum, og væru þeir síð- arnéfndu áfram um að gefa hvergi sinn hlut. Sannleikurinn mun samt vera sá, að allt mun þetta meir í nösunum og undir niðri ríkir mesta bróðurþel, eins og vera ber. — kr. Um 1000 manns af setuliði Breta á Suez-eiði stigu í gær á skipsfjöl og voru fluttir til Möltu. Voru þeir fluttir á her- skipunum „Gambia“ og „Glas- govv“, í samræmi við samn- inga Breta og Egypta um brottfíutning frá Suez. • Orðrómur hefir heyrzt um það, að Mendes-France nmni fara til Bandaríkjanna í næsta mánuði. Sagt er, að Duiles hafi boðið honum þangað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.