Vísir - 18.08.1954, Page 1

Vísir - 18.08.1954, Page 1
44. árg. Miðvikudaginn 13. ágúst 1954. 185. tbl. \?i Síld ®S vi5 bryggjuna á Eskifirði í gærkveWL var að koona að norðaii, fékk síld við bryggju-na. Frá fréttaritara Vísis. Eskifirði í morgun. í fyrrinótt og í gærkveldi veiddist síld hér á firðinum, rétt við hafskipabryggjuna. Þrír Eskifjarðarbátar, sem .stunduðu síldveiðar fyrir Norð- urlandi, eru nú komnir heim. ,,Björg“ kom í fyrrinótt, og þeg- ar báturinn var að leggjast upp að, óð síld rétt sunnan við bryggjuna. Skipverjar brugðu .snarlega við og köstuðu á síld- ina. Fengu þeir um 50 tunnur af millisíld. Ekki þótti hún sölt- unarhæf, — var of blönduð, og var hún fryst. Síðdegis í gær komu „Hólma- borg“, „Víðir“ og „Svalan“ að norðan. í gærkveldi var logn og blíða á firðinum, eins og únd- anfarið. Víðir og Hólmaborg köstuðu á síld, og fékk fyrr- nefndúr bátur um 85 tunnur, en Björg um 20. Síldin var svo fryst í nótt, enda ekki söltun- arhæf. Fleiri vélbátar, sem hafa net til þess, munu reyna við síldina í kvöld. Hólmaborg mun hafa fengið um 1500 tunnur og mál á hinni misheppnuðu vertíð, Víðir um 2400 (líkléga fimmta hæsta skipið), Svalan 1500, en Björg, sem kom seint norður, um 500 mál og tunnur. Líklegt er talið, að Víðir og e. t. v. Hólmaborg muni reyna fyrir sér á reknetjaveiðum í hafi. Þó þykja fregnir af rek- netjaveiðum ekki hagstæðar, og segja Norðmenn, sem komið hafa til Eskifjarðar, að lítið sé um síld. Einn bátur þeirra hafði fengið 70 tunnur í „drift“, þar af voru saltaðar 40 tunnur, en 30 þóttu hálfgert úrkast. Lagasetníng ástæðu- íaus vegna kommúnísta. London í morgun. Einkaskeyti frá AP. Menn líta á kommúnistaflokk inn sem samsærismenn gegn þjóðfélaginu, vara sig á þeim, og því er engin ástæða til að banna hann. Eisenhower forseti sagði þetta í gær, og hafði þá í huga hinar síðustu aðgerðir öldungadeild- arinnar og fulltrúadeildarinnar vegna kommúnista í Banda- ríkjunum, en báðar deildir vilja banna flokkinn eða héfta mjög starfsemi hans. Eisenhower sagði, að það væri líkast því.sem merin hefðu gleymt því, að flestir Banda- ríkjamenn litu á kommúnista sem samsærismenn, og þess þess vegna væri óþarfi að setja sérstök lög vegna þeirra. Hann kvaðst mundu vilja beita sér gegnsérhverri skerðingu á mann réttindum, í hvaða formi, sem ær birtust. — Forsetinn hefur skipað Herbert Hoover yngri, son Hoovers fyrrum Banda- ríkjaforseta aðstoðarutanríkis- ráðherra, í stað W. Bedell Smiths, sem lætur af störfum í haust. Formésa mun ekki falia í hendur kommúnista. 7. flofsnn onun verja eyraa, segir Eisenhoiver. Pravda kennir leyti um blöðum landsins að nokkru í matvælamálunum. Einkaskeyti frá AP. Lóndon í morgun. Dwight D. Eisenhower tólc í gær af skarið um það, að Banda ríkjamenn munu alls ekki hugsa sér að láta Formósu falla í hend ur kommúnistastjórninni í Pek- ing. Forsetinn hafði fund með blaðamönnum í gær, og var hann þá spurður ýmissa mikil- vægra spurninga, eins og títt er við slík tækifæri. Sem svar við einni spurning- unni sagði hann, að kínverskir kommúnistar mundu verða að brjótast gegnum varnarmúr 7. flotans bandaríska til þess að geta ráðizt á Formósu og her þjóðernissinna þar. Hefur for- setinn þar með tekið af öll tví- mæli um, að Bandaríkjamenn hyggist halda áfram að styðja stjórn Chiang Kai Sheks gegn Pekingstjórninni. Forsetinn Það eru miklar óeirðir í portúgölsku nýlendunum í Indlandi. Indverjar berjast fyrir frelsi og reyna aði ná þeim á sitt vald, en Portúgals- menn hafa sent liðsauka. Portúgölsku yfirráðasvæðin taka ekki stórt rúm á kortinu. Það eru aðeins þessir þrír litlu blettir. Diu, Damao og Goa, sem er stærst. sagði, að enn væri í fullu gildi skipunin, sem 7. flotanum hefði verið gefin í upphafi Kóreustyrj aldarinnar, að hann skyldi verja Formósu, hvað sem tautaði og raulaði. Blaðamenn spurðu forsetann, hvort hugsanlegt væri, að Bandaríkjamenn myndu beita öðrum ráðum en flotanum ef í odda skærist. Svaraði hann því til, að ekkert hefði verið um það rætt, og að hann hefði heldur ekki borið það undir hershöfð- ingja sína. Loks var forsetinn spurður að því, hvernig honum litist á breytingartillögur þær, sem franska stjórnin hefði fram að færa vegna Evrópuhersins. Svaraði försetinn, að hann væri þeim mótfallinn, — hann væri á móti öllum breytingum, er stuðlað gætu að því að ógilda fyrri samninga. Metmánuður í flugi. Flugfélag íslands flutti fleiri fárþega í s.L mánuði, en í nokkrum einum mánuði áður frá því er félagið tók til starfa. Samtals flutti það um 7800 farþega í júlí, sem er hvorki meira né minna en 1500 far- þegum fleira heldur en það hefur flutt mest áður á einum mánuði, en það var í ágústmán- uði í hitteðfyrra. Auk þessara 7800 farþega flutti félagið um 87 lestir af vörum og rösklega 10 lestir af pósti í mánuðinum. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma og þeim flugflutningum, sem átt hafa sér stað þáð sem af er þessum mánuði, má jafn- vel búast við að ágústmánuður verði enn meiri flutningamán- uður. Krefsf þess a5 flett verðl ofan af öllum þefm, sem þar eíga nokkra sök. Það á að senda blaðamenn út a£ örkinni til að rannsaka niálíð. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Pravda Iagði öðrum blöðum landsins lífsreglurnar í gær, er það krafðist þess, að þau sendu menn út af örkinni, til þess að grafast fyrir um það, hvað orsakaði hinn geigvænlega skort, sem nú er yfirvofandi á matvælum í Rússlandi. Veðurblíða nyrðra. Frá fréttaritara Vísis Akureyri í morgun. Um síðustu helgi Ibreytti til sunnanáttar hér nyrðra og hef- ur verið góður þurrkur síðan. þessa dagana hafa bændur í Eyjafirði og öðrum byggðarlög- um hér nyrðra bjargað geysi- miklum heyjum, sem þeir áttu úti, enda er hinn langþráði þurrkur notaður til hins ítrasta. Hafa þessir góðvirðisdagar gjörbreytt öllu viðhorfi bænda, enda var útlitið sannast sagna orðið næsta ískyggiiegt. Birti Pravda, sem er málgagn kommúnistaflokksins rúss- neska, ritstjórnargrein um þetta mál, og var hún að vanda lesin í útvarp, til þess að sem flestir fengju um hana að vita, og heyrðist m. a. hér í London. Var sagt í greininni, að rúss- neskir blaðamenn stæðu ekki vel í stöðu sinni. „Það er nauðsynlegt að fletta miskunarlaust ofan af þeim, sem bregðast skyldu sinni“, sagði blaðið. „Það verður að miða að jbví að uppræta allar torfærur, sem eru í vegi fyrir skapandi fijamtaki verkamanna, fletta ofan af skriffinnunum og embættismönnunum, sem hindra starfsemi þeirra, er finna upp nýjar starfsað- ferðir. Það er hlutverk dagblaða og vikublaða að ræða þessi mál af fullkominni þekkingu, alla daga.“ Pravda hefin um sína daga fellt ýmsa hina valdamestu menn landsins með skoti úr rit- stjórnarbyssum sínum, og í þessari grein krafðist það þess af öðrum blöðum, að þau kom- ist til botns í því, hvað hafi komið í veg fyrir að uppskeran heppnaðist. Þau hafi alls ekki gert þetta, alls ekki ritað nægi- lega um landbúnaðarmál, er þau ættu að vera efst á baugi, og benti á því til sönnunar, að blöðin hirtu ekki einu sinni um að skrifa um landbúnaðarsýn- inguna, sem nú ei' haldin í Moskvu. Það er eins og blaða- menn forðist þá sýningu eins og heitan eldinn. I bessu sambandi' má og minna á það, að á föstudag- inn greip sovétstjórnin til gamals auðvaldsbragðs — að hækka verðlag á ýmsum nauðsynjum — til þess að hvetja bændur til að senda meira á markaðinn. | Þrír ritstjórar teknir fyrir. Eins og getið hefir verið í fyrri skeytum, hefir Pravda1 gagnrýnt ráðherra fyrirl sleif- arlagið í landbúnaðarfram- leiðslunni, en í ofannefndri grein eru þrír ritstjórar teknir út úr og taldir talandi tákn ó- dugnaðar í fréttaþjónustu um landbúnaðinn. Eij einn þeirra við blaðið Tabochy Put í Smo- lensk, en hinir í Turkestans, og heitir blað annars Turken- skaya Pravda en hins Sovyet- skaya Litva. Virðast þeir mega leita sér nýrrar atvinnu eftir árásir Pravda. (Sjá nánari frásögn af glund- roðanum í matvælamálum Rússa inni í blaðinu). Kynþáttaviður- eígn í London. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. JJað hefur aldrei komið fyrir í London fyrr en nú um helgina, að kynþáttabardagar hafi átt sér stað í borginni. En í tvo sólarhringa frá föstu- dagskvöldi var, um skærur að ræða milli livítra manna og blakkra í cinu hv.erfi Norður- Londonar. Leit illa út um tíma, cr um 40 svertingjar frá V.-Indí- um gengu urn götumar vopnað- ir raklinífum og skoruðu á hvíta menn að ber.jast, Varð lögreglan. að. senda öflugt lið til liverfis- ins til að skakka leikinn. Heybruní í Eyjafír&i. Akureyri í morgun. Aðfaranótt mánudags kvikn- aði í hlöðu að Síútsstöðum í Eyjafirði og urðu verulegar skemmdir á heyjum bæði af völdum elds og vatns. £ 1 ikkviliðið var kvatt á vettrang frá Akureyri og tókst því að bjarga nærliggjandi húsum og hefta frekari út- breiðslu eldsins. En skemmdir á heyi því, sem í hlöðunni var, urðu miklar. Öxndælir standa sig vel 8 sundkeppninni. Frá fréttaritara Vísis Akureyri í morgun. Fjórir eyfirzkir hreppar hafa innbyrðis keppni sín á milii um hver þeirra hafi mesia þáttaöku í Samnorrænu sundkeppninni. Staðan er nú þannig að Öxna« dalshreppur hefur sem stendun mésta þátttöku eða. '29.6%, Skriðuhreppur er næstúr nieð 17.3%, þá Arnarneshreppur mcð1 17.2% og loks Glæsibæjarhrepp-í ur með 16.3%. ■

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.