Vísir - 23.08.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 23.08.1954, Blaðsíða 5
ítóinudágihir -23. ágúst 1954. VfSIR Pró/. JVéels JP. Ifuntjal: mmmmmmmm Allsnægtir, en ótrúleg fátækt í Suður-Ameríku Þar sem hofuðborgin er í 2850 m. hæð. og vatn sýður við lægri hita en ella. Við flugum í einum áfanga frá San Paolo til Lima. Það eru um 3000 km. og leiðin liggur yfir frumskóga Brasilíu, sem eru svo miklir og þéttir að erfitt mundi að leggja veg í gegn um þá. Eitt samfellt grænt haf af skógi er fyrir neðan okkur og .aðeins einstöku sinnum, með löngum millibilum, sést nokk- nð votta fyrir mannabyggðum, eins og þegar við fljúgum yfir Corumbá, sem er þó dálítill bær. En í Matto Grosso (sem þýðir mikill skógur) og sem út af fyrir sig er næstum eins .stórt og hálf Evrópa, sést varla nokkur byggð, þar er svo strjálbyggt að ekki er nema einn íbúi á hverja tvo kíló- metra. Loksins, eftir margra klukku- tíma flug, þegar frumskógin- um sleppir, komum við yfir til Bolivíu, og þar tekur hálendið við. Svo að ségja öll Bolivía er eitt samfellt fjallaland og mikið af því gróðurlítið. Við fljúgum yfir höfuðborgina La Paz, sem er hæsta borg í heimi, er í yfir 3000 m. hæ9 @g ligg- ur í flötum dal undir háfjalla- tindum, og síðan komum við yfir Titicaca-vatnið, geysistórt vatn um 3000 m. yfir sjávar- mál og er hæsta skipgenga vatn heimsins. Úr flugvélinni sjáum við vatnið mjög vel. Maður gæti haldið að maður væri yfir Þingvallavatni, því að svo gróðurlítið er í kringum vatnið, en sandbakkar víða há- ir. Út í vatnið gengur rana- myndað nes með flatri sand- strönd og þetta nes heitir Copacabana, svo að þaðan hef- ur baðströndin í Rio fengið nafnið. Fjársjóðiur Inkanna. Sagan segir að miklu af fjársjóðum Inkanna hafi verið sökkt í þetta vatn þar sem það er dýpst, en aldrei hefur neitt fundist, sem varla er von, því að vatnið er svo djúpt, Frá Titicaca-vatninu beygj- um við lítið eitt til suðurs til þess að þurfa ekki að fljúga yfir háhryggi Andesfjahanna, ,sem gnæfa snæv'i.aktir skammt fyrir norðan okkur. Við sáum þessi' tilkomumiklu 'fjöll sól- roðin, hvít og blá girða Titicaca-vatnið að norðan og vestan og smáskip á spegil- .sléttu vatninu. Síðan hverfur vatnið og við sjáum brátt út yfir Kyrrahafið. Fjallshlíðarn- ar eru yfirleitt fremur gróð- urlitlar, en þegar neðar dregur sjást akrar og skógar í þeim. Hér búa Indíánar, hátt upp í fjöllunum, rækta kartöflur og hafa nokkur lamadýr, neðar rækta þeir maís, en komast allstaðar af með furðulítið. Loks er tilkynnt að við sé- um að koma til Lima og klukk- an okkar er 8 þegar þangað kemur. Það er rétt að byrja að skyggja þegar við lendum, en klukkan í Lima er ekki •nema 6, við höfum unnið tvo íklukkutima á leiðinni. Lima er allstór borg með 500.000 manns. Borgin er á flatneskju inni á milli lágra fjalla, sem eru skógi axin upp á tinda. Það voru mikil viðbrigði að koma frá San Paolo til Lima. í San Paolo í öllum miðbæn- þessi ógurlega mannmergð, allstaðar veitingastaðir, þar sem fólkið stóð við háan „disk“ og át og drakk, í hverju húsi var vörunum stilt út á götu og margir galandi til að reyna að fá menn til að kaupa. Skýja- kljúfarnir hver af öðrum gnæf- andi til himins og í kring um þá stærstu í miðbænum mann- þröng meiri en ég hef nokkurs- staðar séð annarsstaðar, nl. þar sem þeir kalla Largo do Café og sagt er að allskonar svartamarkaðsviðskipti fari fram á götunni. Bólegt í Lima. Hér í Lima er aftur á móti allt rólegt, svo rólegt, að maður' gæti haldið sig kominn til Evrópu. Engir skýjakljúfar, engin ægiieg mannmergð, en allmikið af amerískum bílum, þótt ekki fari eins mikið fyrir þeim eins og í San Paolo. Eftir að hafa komið okkur fyrir á Hotel Bolivar förum við út að spásséra þrír saman, sem allir komum hingað frá krabbameinsþinginu, Dr. Shear, sem er forstöðumaður mikillar tilraunastöðvar í Washington til að lækna krabbamein og dr. Tannenbaum frá New York. Við göngum út á Placa de l’Independencia (Sjálfstæðis- torgið), sem hótelið okkar stendur við og förum að líta í kringum okkur. Húsin eru öll lág, aðeins tveggja hæða, að undanteknu hótelinu, sem er 7 hæðir. Hvar sem litið er í Lima verður vart spænskra áhrifa. Utan á mörgum eldri húsun- um eru einskonar háar svalir úr timbri, með grindum fyrir, til þess að fólkið (aðallega kvenþjóðin) geti setið þar og horft á það sem á götunni ger- ist án þess að sjást sjálft. Þetta eru márisk áhrif og víða sést máriskur stíll á húsunum. Myntin er hér soldi og fyrir einn dollar fær maður 19.50 soldi. Það munar því minstu að ein sol jafngildi íslenzkri krónu. Yfirleitt er ódýrara að lifa hér en víða, annarsstaðar. Á hótelinu borga ég 70 kr. fyrir herbergi með baði og á- gætu morgunverður kostar ekki nema 10 soldi. Hér er mikið silfur á boðstólum og fallega unnið, en kostar þó naumast helming á við það sem tíðkast í Ameríku og Evrópu. Silfurnámur eru mikl- ar í Perú og silfursmíði æva- gömul handiðn í landinu. Auk þess er mikið af dúkum á boð- stólum úr lama-ull, sem er mjúk ög fíngerð, niestiffegnis unnin af Indíánumf' sém vefá úr henni dúka, sjöj'og gólfteppi í ýmsum litum .og gerðum. / Annað fólk. Fólkið er hér allt annað heldur en í Brazilíu. Hér sjást varla negrar, en Indíánar eru því meira áberandi. Þegar maður sér þetta lágvaxna, flatbrjósta, en tiltölulega þrekna fólk, með há kinnbein og hálfopin augu, getur maður ekki varist því að sjá skyld- leikann við Eskimóana, enda er talið að Indíánar hér muni hafa komið norðan að með- fram ströndinni. En hreinlegir eru þeir ekki. Konu sá ég sitja : gangstétt einnar aðalgötunn- ar í miðbænum með nokkurra ára telpu. Indíánakonan var að leita í hári hennar og gekk sýnilega vel veiðin, því að allt af var hún að merja eitthvað á milli naglanna. Algengt er að sjá Indíánakonu sitja á gangstéttinni og gefa barni sínu brjóst. Á hótelinu okar eru allir þjónarnir Indiánar og yfirleitt lítur út fyrir að þjóðin, sem einu sinni átti þetta land, sé nú aðeins notuð til skítverk- anna fyrir sáralitla borgun. Gömul hús. Þegar við vorum að líta í kringum okkur á Sjálfstæðis- torginu fyrsta kvöldið okkar í bænum, komu tveir menn til okkar og annar þeirra, hár maður og gerfilegur, eftir út- liti að dæma á sjötugsaldri, ávarpaði okkur á ensku og bauðst að útskýra fyrir okkur hvað það væri sem við sæjum. Hann sýndi okkur forsetabú- staðinn, sem er höll við torgið í miðbænum, x-áðhúsið rétt þar hjá og stjórnarbyggingar, öll hvít, tveggja hæða, falleg hús. Hann sýndi okkur hvert húsið af öðru sem var 400 ára gamalt, einkum kirkjurnar, sem eru mjög skrautlegar og íburðar- miklar, óperuna, þar sem há- tíðasýning fór fram í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að landið losnaði undan valdi Spánverja og gekk lengi með okkur um miðbæinn, sýnilega vegna þess að hann hafði gaman af að fá tækifæri til að tala ensku. Það kom í ljós að hann hafði unnið í sendiráði Perú í Washington og London, var af enskum ættum og hét Mr. Baker. Loks um það bil, sem við vorum að kveðja þessa tvo félaga okkar, spurði Mr. Baker hvort við hefðum séð flugvöllinn þeirra. Perúmenn ei-u mjög stoltir af honum, því að hann er talinn einhver bezti flugvöllur í heimi. Dr. Shear varð fyrir svörum og lofaði mikið flug- völlinn, sem við höfðum séð þegar við ltomum. Og svo bætti hann við. „Er flugvöllurinn ekki líka 400 ára gamall?“ Eftir tveggja daga dvöl í Lima fói'u Ameríkumennirnir fljúgandi til Cuzco, hins sögu- fræga staðar, þar sem ameríski öldungadeildarþingmaðurinn Bingham fann (í Machu Pichu) heila borg, þar sem höfuðset- ur Inkanna hafði verið. Ég þurft að bíða einum degi leng- ur tirað fá flugfar til Quito. Til Qulto. Klukkan 7.45 um morguninn legg ég af stað með DC6 frá Lima til Quito. Eftir tveggja tíma flug komum við til lítils bæjar norðarlega í Perú, á Kyrrahafsströndinni, eftir að hafa flogið lengi yfir hvítgula sandeyðimörk. Þessi bær heitir Talara og er hafnarbær fyrir olíu, sem unnin er úr jörðu í sandeyðimörkinni. Eftirtektar- vert er það, að á flestum hin- um minni stöðum, þar sem flugvöllur er, sést ekki nema ein flugbraut. Ástæðan er ein- faldlega sú, að hér er aldrei rok, allt af logn allt árið um kring, svo að nóg er að hafa eina flugbraut. Frá Talara er svo flogið til hafnarborgarinnar Guayaquil, og eftir 20 mínútna viðstöðu er flogið til Quito. Flugvélin þarf að klífa hátt yfir f jöll og skógi- vaxna dali, þar sem djúp skógi klædd gljúfur sjást víða á leiðinni. Eftir 50 mínútna flug erum við yfir Quito. Hér búa 250.000 manns. Maður gæti næstum haldið að maður væri kominn til Noregs eða jafnvel ísland, þegar maður sér fjallahringinn, með snævi- þöktum tindum, í fjarska. Stórar hæðir, grónar og rækt- aðar, umlykja borgina á þrjá vegu, en reyndar eru þetta tindarnir á geysiháum fjöllum. Sjálf höfuðborgin er 2850 metra yfir sjávarfleti, eða því sem næst í sömu hæð og ef Esja væri sett ofan á tindinn á Öræfajökli. Loftið hér er líka tært og hreint, svo að fjöllin sjást blá í fjarska, rétt eins og heima á íslandi. En vegna hæð- arinnar er loftið miklu þynnra. Erfitt um andadrátt. Margir sem koma hingað finna til þess, eiga erfitt um andar- dráttinn, mæðast við minnstu hx-eyfingu, og ekki allfáir vei'ða veikir af uppköstum. Þegar ég var nýkominn á flugvöllinn fannst mér rétt sem snöggvast eins og ég ætlaði að fá aðsvif, en það leið strax frá, og síðan hef ég ekki vitað af þunna loftinu öðruvísi en allir aðrir, nl. þanig að maður verður miklu móðari að ganga upp stiga hér en annarsstaðar. Vatnið sýður við miklu lægri hita hér en niðri á láglendinu, svo að vafalaust verður að sjóða matinn mun lengur. Strax og ekið er inn í borg- ina verður manni starsýnt á fátæktina, sem allstaðar blasir við, einkum meðal Indíánanna. Þeir eru hvorki meira né minna en 50% af allri þjóðinni. Varla er hægt að tala um hús, sem þetta fólk býr í, því að það ei’u hreysi,' dimm og allslaus, en fádæma óhrein. Þegar inn í borgina kemur lagast húsin og miðbærinn líkist nokkuð borg- um í Suður-Evrópu. Á aðal- torginu eru pálmar og fallega prýdd blómabeð, en verzlun- I arlíf allt með meira og minna j spönskum hætti. Búðirnar j opnar, svo að margar ei'u dyra- lausar á daginn og varningur- inn til sýnis þanig, án nokk- urra sýningarglugga. Allmikið af amerískum bílum, yngri og eldri, eru á götunum og maður getur varla gengið í friði á götunnl fyrir taxa-bílstjórum, sem allir vilja aka manni. Þægilegur hiti. Hitinn í Quito er afar þægi- legur fyrir okkur. Alla daga er hann 18—22 stig C, en fer um þetta leyti allt niður í 7 stig á nóttunni. Sólskin er hér svo að segja á hverjum degi, svo að segja má að veðrið sé eins og bezta sumarveður í Reykjavík. Fólk af láglendinu kvartar um kuldann í Quito, en fyrir Norð- urlandabúa er veðráttan eins og stöðugt sumar. Pálmarnir segjá til um það, að hér kemur aldr- ei frost, því að pálmar þrífast ekki þar sem frost koma svo að nokkuru nemi. Einstöku sinnum kemur samt fyrir hér, að mér er sagt, að hitinn fari niður í 0 um nætur, og þá getur sést föl á jörðu. En snjór sést aldrei. Stundum koma þó ógurleg hagl él, sem eyðileggja uppskeru og alls konar jarðargróður svo að stórtjón verður að. Eitt af því fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom hingað var að hringja og spyrja eftir Jakob Vorbeck. Þýzkur læknir í Frankfurt sagði mér s.l. vet- ur að móðir þessa manns hefði verið íslenzk, komið hingað með þýzkum manni, sem settist hér að sem bjórbruggari. Mér var sagt að Jakob Vorbeck væri í Danmörku, en ég talaði við Helge Vorbeck, bróður hans og heimsótti hann í bruggstöðinni. Hann er danskur konsúll hér, rekur fyrirtækið með miklum myndarskap sem nýtízku bruggstöð með fjölda manns í þjónustu sinni. Hann sagði mér að það væri misskilningur að móðir sín hefði verið íslenzk. Hún hefði verið dönsk, en um tveggja 4ira bil hefði hún verið í Grænlandi. Vorbeck sagði mér að hér væri 35 Danir og hefði mörgum farnast vel. Einn þeirra er Dr. Holst, sem hefur stóra lyfjabúð í Guayaquil og er nú að setja upp heilsölu í lyfj um hér í Quito og býr hér á Hótel Majestic. Hann er stór- ríkui' maður, sem hefur verið hér í 40 ár, danskur konsúll í Guayaquil og er bæði vel þekktur og vel látinn. Hann segir að Skúli Bogason, sem lengi var héraðslæknir í Dan- mörku, hafi verið æskuvinur sinn, og hælir honum mikið. Aðaláhugamál Dr. Holsts er skógrækt og hann hefur lagt mikið fé í að ala upp og rækta vissar cedi'us-tegundir, sem hann segir að ríkisstjórnin eigi að láta planta hér í stórum stíl, en tregðast við. Holst kemur mér í kynni við vin sinn, Di'. Acosta de Solis, sem er for- stöðumaður fyrir skógræktar- stofnun háskólans og víðkunnur fyrir rannsóknir á sínu sviði. Þegar Dr. Acosta heyrir að mig langai' til að fara inn í frum- skóginn og skyggnast þar um, lætur hann ekkert ógert til að hjálpa mér til þess og greiðir fyrir mér á allan hátt. A miðjarðarlínu. Um 20 km. fyrir norðan Qui- to er minnisvarði sem settur er eins nákvæmlega á miðjarðar- línuna eins og unnt er, sam- kvæmt mælingum franskra vís- indamanna. Dr. Holst ekur okk- ur Dr. Acosta þangað einn dag- inn og þar voru teknar myndir af okkur, þar sem við stöndum með sinn fótinn hvoru megin við miðjarðarlínuna. Nokkrum kíló metrum sunnar á Dr. Acosta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.