Vísir - 23.08.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 23.08.1954, Blaðsíða 7
Mánudaginn 23. ágúst 1954. TlSIB M^^WWWWWWfcWlljVWWW^W^WWWðlftWfl Lifandi - - - damSnr Sftir /€ Potter smátt og smátt. Eg stóð upp og fór til stúlkunnar til að. hjálpa henni. Eg strauk af henni snjóinn og fann byssuna. Risavaxinn barrskógur var á báðar hliðar járnbrautarinnar. Storminn hafði lægt og við sáum fáeinar stjörnur. Eg athugaði að byssan var hlaðin og gikkurinn uppi. Sagði stúlkunni að elta mig og hélt áfram eftir járnbrautinni, í sömu átt og lestin hafði farið. hamra yfir hve fljótur hann var í snúningunum, og hrósað honum fyrir ljóta óhreinindabiettinn á bréfinu, sem bar með sér að það hefði verið notað lengi. Stúlkan hafði sagt: — Þér eruð meira að segja líkur honum, þegar hún kom fyrst inn í klefann. Það var skýringin á því að mannlýsingin var rétt — sama hæð, 6 fet, sama þyngd, 85 kiló, samskonar jarpt hár og brún augu og meira að segja sama örið efst á hægri kinn. Aldurinn var talinn 35 ár í vega- bréfinu, tveim árum meira en eg var. Figl hafði sagt að þessi skekkja skipti engu máli, hann hafði misskilið upplýsingarnar sem hann fekk hjá mér. í raun réttri hafði mannhundurinn ekki gert annað en að skipta um ljósmynd. Hann hafði stölið vega- bréfinu af líki Marcel Blayes. Eg veit ekki hve lengi við sátum þarna þegjandi þangað til eg leit á klukkuna. Fimmtán — nei fjórtán mínútur til Hegys- halom, ungversku landamærastöðvarinnar. Á öllum landa- mærastöðvum mundi morðingja Marcels Blaye hafa verið gerð fyrirsát — manninum sem drap hann í Wien og stal vegabréf- inu hans. Eg stóð upp og sneri mér að stúlkunni. — Eg trúi yður, sagði eg. — Spyrjið mig ekki hversvegna, en eg veit að þér segið satt. Eg skal hjápa yður. Yður er óhætt að treysta mér. En við verðum að fara úr lestinni. Eg opnaði dyrnar til hálfs, viðbúinn að skella henni aftur og læsa, en gangurinn var tómur. Eg leit við til að segja henríi að koma með mér, og sá að hún stóð uppi í sætinu og var að þreifa fyrir sér í farangursnetinu. Eg var í þann veginn að segja að við skyldum ekki hafa töskurnar með okkur, en sá þá að hún var að draga þykkt umslag upp úr einni þeirra. Hún gat stungið því í vasann, hitt urðum við að skilja eftir. Eg gekk eftir endilöngum vagninum. Rússneskur varðmaður stóð á afturpallinum. Hann hafði byssu um öxl og sást varla í andlitið fyrir uppbrettum frakkakraganum. Eg fór inn í snyrtiklefann, læsti á eftir mér og rakti alla pappírsræmuna af þarfablaðarúllunni og setti blöðin í hrúgu í hominu. Svo bar eg eld að bréfunum, opnaði dymar og gekk út á pallinn. — Það er eldur uppi í snyrtiklefanum, sagði eg við rússneska vörðinn. Hann tók byssuna silalega af öxlinni, setti hana upp við þilið og gekk rólega inn í ganginn án þess að segja orð. Eg sá að hann fór inn í snyrtiklefann. Þegar hann hafði lokað a eftir sér benti eg stúlkunni. Við heyrðum að hann var að hella vatni á logandi pappírinn. Lestin fór hægt því leiðin lá upp í móti. Reykurinrí tfrá eim- reiðinni vall inn á pallinn. — Hoppið út! sagði eg við stúlkuna. Hún lenti í skatfli rétt hjá sporinu. Eg fleygði byssu vai'ðmannsins út og hljóp svo. Eg hrópaði til stúlkunnar sem lá 6—7 metra burtu og sagði henni að liggja kyrri. Eftir dálitla stund reis eg upp til hálfs. Lestin var komin í hvarf og hljóðið frá eimreiðinni dvínaði II. KAFLI. Við þræddum járnbrautarteinana hér um bil tvo kílómetra þangað til skógurinn gisnaði, og þá stóðum við á rússneskum hermannavegi. Við fórum von bráðar að óska þess, bæði tvö, að við hefðum aldrei farið úr lestinni. j Við höfðum ekki talazt við nema einu sinni á leiðinr(ii. Stúlkan hafði tekið andann á lofti og spurt hvort Wien væri ekki í hina áttina. Eg svaraði að við færum í sömu áttina og lestln því að bjartara væri yfir í þeirri áttinni. —• Við ætlum ekki að ganga til Wien. Eg rétti fram höndina. — Það er víst mál til komið að við kynnum okkur. Eg heiti John Stodder. — Eg heiti Maria Torrea, sagði hún. Birtan frá stjörnunum var svo góð að eg gat séð að hún brosti. Við fórum yfir veginn, en ekki vorum við langt komin er eg heyrði bifreið nálgast. Eg kippti í Maríu og dró hana með mér inn á milli trjánna. Skömmu síðar sáum við stóra rússs- neska herbifreið ski'önglast framhjá, heyrðum hana nema stað- ar svo sem 100 metra undan, en svo hélt hún áram. Þegar við hættum að heyra í hreyflinum fórum við út á veginn aftur og héldum áfram göngunni þangað til við komum auga á hlið í hárri vírgirðingu. Eg hvíslaði að Maríu að hún skyldi bíða við meðan eg athugaði girðinguna. Hliðið var læst. Og ómögulegt að komast yfir girðinguna, sem var með gadda- vírsstreng efst. Fyrir handan hliðið og spölkorn frá veginum var varðmannskofi, en hann var mannlaus. Eg sá spor í snjón- um. Varðmaðurinn hafði farið inn í skóginn. Það var svo að sjá sem hann væri nýbyrjaður á hringferð sinni, eftir að hafa lokið upp fyrir bílnum, sem fór framhjá áðan. María sagði — Hvað eigum við nú að gera? — Fyrst og fremst verðum við að reyna að komast gegnum þetta hlið. Og svo er að ná í bónda, sem hefir vagn eða vörubíl og getur ekið okkur til Wien. Eg hefi sand af dollurum á mér. Lág rödd Maríu truflaði hugsanir mínar. — Farangurinn okkar spgir til um hver við erum? Og það var mergurinn máls- ins. Eg hafði skipt um merkimiða á töskum mínum. Og fötin mín og allt annað var merkt Marcel Blaye, Genf. Hver einasti maður mundi taka þetta sem sönnun þess að eg hefði ekki að- eins myrt manninn heldur stolið farangri hans líka. Það glórði í vindling Maríu í myrkrinu. Hún sagði: — Eg a sökina á því að þér lendið í vandræðum. Eg hefði ekki átt að láta yður hjálpa mér. Eg gat ekki sagt henni allan sannleikann, ekki fyrr en við værum komin til Wien aftur. Og svo sagði eg henni aðeins hálf- an sannleikann. — Mér fellur vel við yður. Eg hefi nokkrum simium komizt í klípu sjálfur. Síðan sagði eg: — Hver vqr þessi Marcél Blaye? Eg sagði „var“ án þess að það snerti mig nokkuð. — Herra Blaye kallaði sig úra- og klukku-heildsala. Hann hafði skrifstofu í Genf, rétt við Rue du Mont Blanc og póst- húsið. Hann kom til Genf rétt áður en stríðinu lauk —• eg held það hafi verið snemma árs 1945. Eg hefi ekki unnið hjá honum nema sex vikur, svo að eg þekkti hann eiginlega lítið. — En þó voruð þér fús til að fara með honum til Budapest? María þagði um stund. — Það er víst bezt að eg segi yður alla söguna. Eg varð að vinna fyrir þremur yngri systkinum mínum, skiljið þér. Hún slökkti í vindlingnum í snjónum og vafði frakkanum mínum fastar að herðum sér. — Þegar við vorum börn áttum við heima í Madríd og þar eruni’ við fædd. Faðir minn var lögfræðingur en hann var líka lýðveldissinni, og þegar konungdæmið var afnumið varð hann spánskur kons- Einu sinni var.... Þessar fréttir birti Vísir m. a. þ. 16. ágúst 1919: Af fjöllum ofan. Mánudaginn 21. f. m. lögðu þeir af stað héðan úr þænum í ferðalag, þrír saman, Bjarn- héðinn Jónsson járnsmiður, Jón Ólafsson skipstjóri og Ólafur læknir ísleifsson í Þjórsártúni, og var ferðinni heitið upp í ó- byggðir. Þeir eru nú komnir heim aftur, og hefir Ólafur Is- leifsson sagt Vísi af ferðalaginu á þessa leið: Á mánudag fóru þeir í bif- reið austur að Þjórsártúni og þaðan ríðandi að Skriðufelli um kvöldið og gistu þar um nóttina. Annan dag fóru þeir að Dalsá og þaðan inn í Naut- haga. Þriðju daginn og fjórða upp í Arnarfell, voru þar um kyrrt megnið af deginum en fóru síðan aftur í Nauthaga og ferðuðust þar um upp undir Hofsjökul og víðar. Segir Ó. L, að þar uppi undir jöklinum muni vera fegursti blettur á landinu. Er þar ákaflega grös- ugt og blómskraut svo mikið, að fegurri blómagarðar sjáist ekki af mannhöndum gerðir, Hiti var þarna afskaplegur, og. lágu ferðamennirnir þar útí undir berum himni eina nótt. Því næst héldu þeir vestur yfir Illahraun, fyrir norðan Kerl- ingarfjöll, vestur í Jökuldal og voru þar nótt. Gengu þeir upp Kerlingarfjöllin og þótti þeim þar hrikalegust útsjón. í sama áfanga fóru þeir að Jökulkvísl, en næsta dag að Gránunesi og voru þar um kyrrt sunnudaginn allan. Á mánudaginn skildi Ó. í. við samferðamenn sína við Hvítá, skammt fyrir neðan Hvítárvatn. Þaðan fór hann F einum áfanga að Gránunesú heim að Þjórsártúni. Eru það um 130 km. vegar og líklega lengsti áfangi, sem farinn hef- ir verið landveg hér á landi og hafði hann þrjá hesta. Sam- ferðamennirnir ætluðu að vera um kyrrt í Gránunesi, en halda þaðan til Hveravalla og vestur' að Arnarvötnum og þaðan til Kaldadals. Eftir öllu útiliti að dæma, segir Ó. í., að tíð muni hafa ver- ið miklu betri á fjöllum uppí en sunnanlands; afrétturinn var ágætlega sprottinn og sáust þar engar minjar Kötlugoss- ins. •***» Copt. J9Í0.Edgar Burrough»,Ine.—Tm.R«S.O.B Tít.OIt. Distr. by United Feature Syndlcate, Inc. £ & BwwuytUz TARZAN im Tarzan var nu leiddur aö geysi- stóru vatnskeri og hóf þá Oozu ein- kennilegan helgisöng: ’u „Fern þin er tilbu, hákarlaguð. Sýndu ok. ir meðtaka hana“, og hann fiski í vatnsker: j, þú mikli ; að þú vilj- n leið henti Svarið kom skjótt og var hrylli- legt. ■ ) ! 1 ' Afar stói’ hákarl kom öslandi og hremmdi óðara fiskinn. -35-5/-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.