Vísir - 26.08.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 26.08.1954, Blaðsíða 4
4 VfSIR Fimmtudaginrr 26. ágúst 1954 VfiSXK 9AGBLAB Ritstjóri: Hersteirm Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jóocron. Skriístofur: Ingólfsstrsetl 8. Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YlSIR HJE. Affreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm Línur). Lausasala 1 króna, Félagsprentsmiðj an hJL Rifist um keisarans skegg. Ritstjóri Alþýðublaðsins gerir heimilismálefni flokks síns að umræðuefni í forystugrein í blaði sínu í gær. Lætur hann þar vaða á súðum, eins og er, þegar honum er mikið niðri fyrir, en þegar greinin er lesin með athygli, sem forystugreinar þess blaðs verðskulda sjaldnast, koma þó ýmsar mikilvægar upplýsingar í ljós. í forustugrein Alþýðublaðsins stendur m. a. þetta: „Þetta (óvirk verkalýðsbarátta) er ömurlegt sjálfskaparvíti. Því að ef verkalýðsiélögin og Alþýðusamband íslands stæðu ósundruð að einum frambjóðanda í hverju kjörkæmi, í stað þess að senda fram gegn íhaldinu þrjá eða fjóra menn, sem allir eru dæmdir til falls, — þá værj ríkisvaldið innan stundar komið í hendur verkalýðsins sjálfs og íhaldið lagt til hliðar fyrir fullt og allt. Að þetta er ekki ge: t, strandar miklu meira á fordómum og ofstæki en á máleínalegum ágreiningi,“ Svo mörg eru þau orð. Það er vitað mál, að til mikilla átaka hlýtur að draga á þingi Alþýðuflokksins, sem mun koma saman í haust. Það er á allra vitorði, að sterk öfl innan flokksins vilja losna við Hannibal Valdimarsson, ritstjóra Alþýðublaðsins, úr formanns- sætinu, og líkurnar fyrir því, að svo verði, eru almennt taldar miklar. I því sambandi er skemmst að minnast, að Hannibal fór norður til þess að kanna lið sitt þar, en menn úr hinum armi flokksins í humátt á eftir honum til þess að gera að engu viðleitni hans til fylgisaukningar við sig og stefnu sína. Þá eru og í fersku minni viðbrögð núverandi formanns Alþýðuflokks- ins og ritstjóra aðalblaðs hans í sambandi við kosningarnar í Kópavogi, þar sem hann beinlínis hvatti kjósendur til þess að styðja kommúnista. Mæltist þetta athæfi, að vonum illa fyrir, hjá óbreyttum liðsmönnum flokksins, að maður tali ekki um þann arminn, sem er Hannibal beinlíns fjandsamlegur. Nú boðar Hannibal með þessari forystugrein sinni nýja baráttuaðferð Alþýðuflokksins, ef hann á annað borð mælir fyrir munn hans, sem sé þá að samfylkja með kommúnistum, standa „ósundraðir að einum frambjóðanda í hverju kjördæmi." Ekki þarf að efa, að þessi yfirlýsing Hannibals veki mikinn fögnuð í herbúðum hinna fjarstýrðu, og liggja margar ástæður til þess, en einkum sú, að kommúnistar vita sem er, að fylgi þeirra fer hrakandi og stefna þeirra verður æ óvinsælli, en alls konar „samfylkingar“ eru sérlega vel til þess fallnar að breiða yfir giftuleysi þeirra. Ritstjóri Alþýðublaðsins, sem jafnframt er formaður Al- þýðuflokksins, hins sósíaldemokratíska flokks á íslandi, sýnist hafa nokkra sérstöðu, miðað við sambærilega flokka annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er vitað, að Oscar Torp eða Hans Hedtoft geri sér jafndælt við kommúnista í löndum sínum og hinn íslenzki flokksbróðir þeirra hér heima, þar eru kommún- istar taldir utangarðs í framfaramálum þjóðar sinnar, eins og eðlilegt er. Fjarstýrðir flokkar eiga ekki samleið með samlönd- um sínum, þeirra leiðarstjarna er annarlegs eðlis, baráttu- aðferðir þeirra með öðrum hætti, en ávallt í nánu samhengi við það, sem yfirboðurum þeirra í Kreml þóknast hverju sinni. Formaður Alþýðuflokksins er hörkuduglegur í ofstæki sínu en honum hættir til að\ láta kappið bera sig ofurliði. Hann hugsar sjaldan fyrr en hann er búinn að tala eða: skrifa, og þess vegna rekur hann sig illilega á. Hætt er við, að ýmsum Alþýðuflokksmönnum þyki það ill tilhugsun að ganga til kosn- inga með kommúnistum, fjendum lýðræðis og mannréttinda, þegar þess er gætt, að Alþýðuflokkurinn hefur fram til þess talið sig vera málsvara lýðræðis og' sjálfsagðra mannréttinda. En formaður flokksins telur sig ekki hafa leikið sitt pólitíska hlutverk til enda, hér þurfi fleira að koma til, meðal annars hugmyndin um bandalag við kommúnista. í nefndri forystugrein Alþýðublaðsins í gær segir, að „and- stæðingar íhaldsins eyði kröftum sínum látlaust í að rífast um keisarans skegg.“ Formanni Alþýðuflokksins virðist það hé- gómamál, hvort vinna beri með þeim anga hins alþjóðlega bófaflokks kommúnista, sem hér starfar, að afnámi lýðræðis I og mannréttinda, eins og hann hefur alls staðar gert þar sem j hann hefur komið því við. Hætt er við, að mörgum finnist það! ekki „keisarans skegg“, og að full ástæða sé til að gjalda var- huga við kommúnistum, í hvaða gerfi sem þeir kunna að birtast. Þeir eru alls staðar eins. Ný sókn hafin í Rússlandi gegn trúarbrögðunum. Ný sókn hefur verið hafin í sovétríkjunum gegn trúar- brögðunum. Undirbúningur þessarar sóknar var fyrst hafinn í blöðunum, þar sem því var haldið fram, að mikið væri enn þá um „hjátrú‘“ í sovéttríkj- unum og næði hún jafnvel inn í raðir kommúnistaflokksins. Á síðustu vikum hefur mikið verið rætt um Komsomols- i hjónin, sem vildu heldur há- tíðlegt kirkjubrúðkaup, en viðhafnarlausa skrifstofugift- ingu. Enn fremur tala blöðin um hátt setta embættismenn flokksins, sem láta skíra börn sín og um bændur og verka- menn, sem fara frá störfum, til að vera viðstaddir kirkju- legar athafnir. Flokkurinn er nú að undir- búa „gagnráðstafanir". Merkið var gefið í Pravda nýlega í leiðara undir fyrirsögnnini: „Hefjum vísindalegan guð- leysingjaáróður“. Þetta heróp var síðan byggilega bergmál- að í öllum kommúnistablöðun- um í Rússlandi. Pravda segir einnig, að 124. grein stjórnar- skrár sovétríkjanna, þar sem leyft er bæði trúarbragðafrelsi og frelsi til að reka áróður gegn trúarbrögðunum sé túlk- uð of einhliða og að rétturinn til hins síðarnefnda sé oft fyrir borð borinn. Verkalýðssam- bönd, skólar, háskóla, blöð og útgáfufyrirtæki hafi ekki gert skyldu sína í þessu efni. Þessir aðilar hafa nú fengið skipun um að hefja áróður gegn trú- arbrögðum með bæklingum og fluguritum. Max sagði, svo sem frægt er, að „trúarbrögðin væru ópíum fólksins“. En Rússar seyja nú, að trúárbrögðin, sem þeir kalla „hjátfú" eigi rök á drykkju- skap meðal almennings. Mörg samyrkjubú hafa dýrlinga fyr- ir erndara, og á almanaksdegi dýrlingsins koma þeir saman og halda drykkjuveizlu. Blöð in segja að á þennan hátt glat- ist margir starfsdagar, einmitt þegar fólk eigi að vera að inna að uppskerustörfum. Enn fremur segja blöðin, að margar verksmiðjustjórnir láti starfsfólki sínu oft líðast að vera fjarverandi af sams kon- ar ástæðum. Rússnesku yfirvöldin virðast mjög áhyggjufull út af því að trúarbragðakennd sé mjög að magnast meðal fólksins. aÞð verður, segja blöðin, að efla kommúnistisk sjónarmið með- al þjóðarinnar. Margt er shtítiS\ Útlægur úr öllum veitinga- húsum í 7 mánuði. Svona er að lenda á svarfa (istanum á Sarkeyju. Það er á allra viton)3i, að Bretar eru sérkennilegir að ýmsu leyti og kippa sér ekki upp við það, þótt ýmisr brosi að þeim fyrir. j Ein er sú eyja undan strönd- ! um Frakklands, sem Bretar ráða, og heitir Sark, en hún á- samt Jersey og Guefnsey nefn- I ist einu nafni Ermarsundseyjar. I Á Sark er konuríki, því að þar I segir fyrir verkum Sark-frúin, eða „The Dame of Sark“, eins og titilþ hennar nefnist á ensku, en raunar heitir hún frú R. W. Hathaway. Sark er mjög eftii(sóttur staður fyrir ferðamenn, því að þar geta þeir slitið sig úr tengslum við hraða nútímans. Til þess að tryggja það, að hin- ar leiðinlegri hliðar vélamenn- ingarinnar nái þar ekki fótfestu, hefir svo verið ákveðið, að bannað skuli að flytja bíla til eyjarinnar, enda er hún svo lítil að það er aðeins fárra stunda gangur „landshorna“ í milli. Menn skyldu nú ætla, að ekki væri mikil hætta á umferðar- slysum, þar sem bílar og önnur vélknúin farartæki — nema traktorar — eru þar í banni. En því er ekki að heilsa, svo sem fram kemur af máli nokkru sem tekið var fyrir rétt þar á eyjunni í vikunni sem leið. Þá var nefnilega gamall ekill, sem haft hefir framfæri af hesti sínum og farþegavagni um langt árabil, dæmdur fyrir að stofna eyjarskeggjum í voða með því að aka undir áhrifum áfengis. Karlinn var kærðuú, þegar hann ók Oaksley lávarði og konu hans frá Sarkfrúnni til strandar, og tók þá annar lög- regluþjónn eyjarinnar hann fastan.Var hann dæmduríhæstu sekt, sem þekkist fyrir ölvun við akstur þar á eynni, en það eru tíu shillingar, en þar við bætist, að hann var settur á svarta listann. Því fylgir sjálf- krafa, að karlinn má ekki koma inn fyrir dyr í veitingahúsum eyjarinnar næstu sjö mánuði. Vonandi verður vegfarendum óhætt á Sark næstu mánuðina, ef karl brýtur ekki bindindið. Það er ekki ósjaldan að Berg- máli berist bréf þar sem gagn- rýnd er dagskrá útvarpsins. — Stundum er þessi gagnrýni sann- gjörn, en stundum er þar verið ið að kvarta undan því, sem lítið verður gert við. Einn útvarps- hlustandi hefur sent Bergmáli pistil, en hann kvartar yfir hinni nýju útvarpssögu. — Bezt er að láta hann segja sjálfan frá: JEg skrifa þetta bréf vegna þess, að eg er óánægður með nýju út- varpssöguna. Hefði mér fundizt eðlilegra að fólk fengi að hlusta á eitthvað nýstárlegra. en eld- gamlan róman eftir Einar H. Kvaran, sem allflestir landsbú- ar hafa lesið, sem eru komnir til vits og ára. Hjörvar beztur. Það munu ekki vera margir, sem ekki hafa lesið Ofurefli og er það þá lítil fræðsla að fá bók- ina lesna í útvarp á þeim tíma, sem flestir hlusta á það. Það er kannske eina vonin að menn geti haft af þessum lestri gaman, að Helgi Hjörvar lesi vel. Hann er áreiðanlega bezti fram- haldssögulesandinn, sem útvarp- ið hefur boðið hlustendum sín- um upp á. En hvað sem því líð- ur finnst mér það mjög hæpið af útvarpinu að láta fólk þurfa að hlusta á þenna eldgamla reyf- ara. En um það skal ég ekki fara fleiri orðum. Góð saga. Framhaldssaga útvarpsins síð- ast, Maria Grubbe, eftir J. P. Jakobsen var afbragð, og fannst mér líka upplestur þess manns. er með fór, vera með ágætum. Þessa ágætu sögu hafa fáir les- ið og fannst mér val hennar vera gott. Og ekki sakaði það, að bók- in mun hafa verið þýdd af látnu íslenzku skáldi, er alla tið hefur verið viðurkenndur sem ágætis rithöfundur. Það er áreiðanlegt, að til fárra efna, sem flutt er í útvarpi, þarf jafnvel að vanda og framhaldssögunnar. — Bæði til sveita og til sjávar er mest hlust- að á hana og verða margir fyrir vonbrigðum, ef illa tekst til um valið. Þó verður það ekki bein- línis sagt, að útvarpssögur hafi yfirleitt verið illa valdar, því margar hafa verið góðar, þótt margir munu vera á sama máli ftg ég, að sú saga, sem nú er les- in, hefði gjarnan mátt gleymast.“ Fleiri raddir. Þessi skoðun, sem kemur fram af bréfinu, er Bergmáli hcfur bor izt um útvarpssöguna Ofurefli, er ekki þessa manns eins. Eg hef heyrt marga aðra segja svipað,. þótt ekki skuli ég fullyrða, að það sé almanna mál. En talsvert er til í þvi er bréfritarinn segir,. þvi margir munu þeir vera, sem lesið hafa bókina og kannske ekki verið yfir sig hrifnir. En það er um þetta, sem svo margt ann- anð, að sjaldan er gert svo öllum líki. — kr. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI Háir vextir og örugg trygging standa þeim til boða, sem lána vilja fjárhæðir til stutts eða langs tíma.. Algjör þag- mælska. Uppl. í síma 7324.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.