Vísir - 26.08.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 26.08.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 26. ágúst 1954 VlSIB 2 <PUWWWUWWWVWWWWVWWWWWWVVWVWIWVW WS^WViWWVWWVWWWVWWWWWWWVW^VWWWWWWWWWWWVWWnWS ILiifamdi - - - damöur £ftir P. Potter || 6 I WWWVWWWWWWWWWWWWWWVWWf^WUW H-.’^JVUW^n^W’WW-^WWWW^JW^WWWWWSAfWVWWWB^- vegna þess að hún var í hættu sjálf. Eg varð að segja henni frá vegabréfinu, hvort henni líkaði það betur eða verr. Hvernig mundi henni verða við þegar hún fengi að heyra að Strakhov majór kallaði mig Blaye? Eg þorði ekki að kveilrja ljós. Læddist fram að dyrunum. Sem betur fór var hurðin ólæst. Það var dimmt á ganginum fyrir' utan, en eg sá ljósglætu gegnum rifu undir hurð, sem var rétt við hurðina mína. Eg læddist þangað og drap á dyr. Kannske var þetta herbergi maj- órsins, en þá ætlaði eg að biðja um aspírin-skammt. . . Þegar eg hafði barið þrisvar heyrði eg Maríu spyrja: — Hver er þar? Hvað viljið þér? Eg fór inn til hennar, lokaði á eftir mér og sagði: — Það er eg, John Stodder. Eg verð að tala við yður. í ■ | I Hún néri stýrurnar úr augunum, reis upp við dogg og starði á mig. Svo fór hún að hlæja. — Hvað finnst yður svona hlægilegt, sagði eg. — Má eg hlæja líka? — Eg hló af því að þér eruð fyrsti maðurinn, sem hefur heim- sótt mig sveipaður í ullarvoð. Vafalaust hefur það verið hlægilegt að sjá mig — órakaðan og með berar lappirnar neðanundir ullarvoðinni. Mér fannst enginn hægðarleikur að byrja, en svo sagði eg henni að Strak- hov majór hefði haldið að eg væri Marcel Blaye. — Þér eruð talsvert líkur honum, sagði María. — Eg sagði yður það líka þegar við hittumst í lestinni. En hversvegna skyldi majórinn halda að þér væruð hann? Aldrei hefur hann víst séð hann? — Það er ofur einfalt mál. Það var ekki auðvelt að segja það svo að mér gekk illa að finna viðeigandi orð. — Eg ferðast með vegabréf Marcels Blaye, skal eg segja yður. Eg hélt að hún mundi hijóða eða falla í ómegin eða benda á mig og kalla mig morðingja. En hún horfði aðeins á mig, dökk- um, djúpum augum og sagði: — Það er bezt að þér segið mér alla söguna. — Eg sagði yður hversvegna eg ætlaði til Ungverjalands, hélt eg áfram óðamála. — Eg reyndi að fá fararleyfi þangað á bandaríska vegabréfið mitt fyrir tveimur árum, en var neitað. Eg hafði skrifað sitt af hverju í bók um Rússana, og þeim féll það ekki sem bezt. En eg vil komast til Ungverjalands. Og þegar eg kom til Wien fékk eg milligöngumann til að koma mér í samband við herra Figl. Eg borgaði honum fimm hundruð dollara, og hann lét mig fá vegabréf Marcels Blaye í staðinn. Eg hélt að þetta væri gerfinafn, sem Figl hefði búið til. María sagði ekki orð en horfði á mig áfram. — Þér haldið vonandi ekki að eg hafi drepið Blaye? sagði eg. — Þér haldið vonandi ekki að eg hafi komist yfir vegabréfið hans með því móti? Mér fannst eilífðartínii þangað til hún svaraði. — Nei, sagði hún hægt. -—■ Eg trúi yður. Svo brosti hún. — Ef þér hefðuð drepið Marcel Blaye þá munduð þér hafa drepið mig líka, skiljið þér það? Þér hefðuð getað drepið mig í lest- inni. Og þér hefðuð getáð drepið mig eftir að við stukkum úr lestinni, eða látið mig verða eftir í læknum. Nei, mér dettur ekki í hug að þér séuð morðingi. — Það er mér að kenna að þér hafið lent í vanda, sagði eg. — Eg lofaði að hjálpa yður til að komast til Wien aftur. — Ef þér hefðuð skilið mig eftir í lestinni mundi eg vera dauð núna, sagði María. — Eg sagði yður að Schmidt sæti um líf mitt. Eg sagði henni að okkur væri ógerningur að strjúka þaðan sem við vorum, svo að réttast væri að við færum með Strakhov. Við yrðum að reyna að komast undan í lestinni til Budapest. Eða þegar við kæmum í höfuðborgina. — Eg hefði gaman af að vita hvað Blaye hafði fyrir stafni, sagði eg. — Þá yrði auðveldara að vita hvað við ættum að gera. — Hvers vegna athugið þér ekki það sem er í umslaginu, sem hann afhenti mér? sagði María. — Þar hlýtur eitthvað að standa viðvíkjandi erindi hans, því að annars hefði honum ekki verið svona umhugað um að eg geymdi það? — Hvar er umslagið? — Ottó tók við því, sagði María. — Hann tók það þegar hann fann okkúr. — Eg get ekki farið á stjá núna til að leita að umslaginu, sagði eg. — Hver veit nema tækifærið gefist í fyrramálið. Hvað haldið þér að sé í þessu umslagi? — Ég hef ékki hugmynd um það, sagði María. — En eg er viss um að það er vegna umslagsins, sem Schmidt elti mig. —.Undir eins og við komumst til Budapest skal eg sjá um að þér komist aftur til Wien með lest eða flugvél. Eða kannske getið þér komist beina leið til Genéve. < María sagði ekkert. Hún rétti fram annan handlegginn, dró höfuðið á mér að sér og kyssti mig. fy' 'if-it' 4. KAP. Töskurnar okkar stóðu í röð á öðrum enda stéttarinnar er við komum á ungversku landamærastöðina morguninn eftir. Þær höfðu verið rannsakaðar vendilega. Að öllu hafði verið farið með mestu vandvirkni, og ef tollmaðurinn hefði ekki verið ó- hreinn á höndunum og ef ekkl hefði verið hvítlaukslykt af hverju einasta fataplaggi, hefði ekki verið hægt að sjá að hróflað hefði verið við nokkrum hlut. En það var fleira en þetta sem vakti furðu okkar þarna á stöðinni. Þarná stóð hraðlestin frá Wien til Budapest, búin til brottfarar undir eins og vegabréfaeftirlit, tollmenn, gjaldeyris- eftirlit, heilbrigðisfulltrúi og lögreglan hefði lokið starfi sínu. Mér var afhent bréf frá Orlovsku greifafrú til Marcel Blaye. Og í þokkabót sáum við dr. Wolfgang Schmidt þramma fram og aftur á stéttinni, ljótan eins og erfðasyndina. Ottó hafði ekið okkur til Hegyshalom, sama vonda veginn sem við höfðum farið kvöldið áður, gegnum hliðið á vírgirðing- unni og yfir' járnbrautarteinana. Strakhov majór sagði að við hefðum verið heppin að lenda í höndum Ottós. Eg hafði gleymt að landamærin höfðu verið flutt eftir að stríðinu lauk. Það hefði átt að vera hægðarleikur að tala um velviljaða bændur, sem vildu flytja okkur til Wien. En á þessum slóðum voru engir bændur framar. Rauði herinn hafði flutt þá alla á burt af landa- mæraslóðunum. Þegar við stukkum af hraðlestinni voru landa- mærin fimm kílómetra að baki okkur. Ef við hefðum snúið við mundum við hafa rekist á landamæri með gaddavír, vélbyssu- stöðvum, útsýnisturnum með kastljósum og varðmönnum með sporhunda. Hermann hafði strokið og pressað fötin okkar og við höfðum snætt ágætan morgunverð með Strakhov majór í arinstofunni. Ef við hefðum ekki vitað betur mundum við hafa getað ímyndað okkur að við værum gestir hjá erkihertoga. Strakhov var hinn ræðnasti og sagði okkur frá bernsku sinni í Leningrad, og' María deplaði ekki einu sinni augunum þegar hann kallaði mig Marceí Blaye. Þetta hefði verið skemmtilegasta stund ef eg hefði ekki alltaf veiáð að hugsa um hvað mundi taka við er við kæmum til Budapest. £ & Surmtgkt: — TABtiEAN ropeu-fraKkar útlendir nýkomnit. Með belti og án beltis A kvöldvökunni. Politiken segir frá því að Dani einn hafi gengið berfættur alla leið frá Óðinsvéum til Rómar —- 1600 km. leið. — Teymdi hann með sér geit alla þessa leið og ætlar að gefa hana hinni sænsku leikkonu Ingrid Bergman. Daninn er kennari og heitir Tage Lillienstrand. • Kaupsýslumaður í smábæ í Nýja Englandi sótti það mjög fast að láta kjósa sig í heil- brigðisnefnd og var hann lof- aður mjög fyrir starfsvilja sinn. ,,Eg sækist hvorki eftir heiðri né peningum,“ sagði hann. „En verði eg kosinn í nefndina, fæ eg kannske síma.“ Atviiiiiu- rekendnr Ungan mann sem ekki get- ur unnið erfiðisvinnu vantar létta atvinnu nú þegai sem allra fyrst. Up 81457. Copr WW.EdgttrRlfí BurroMShJ.Inc.—1Tm.Reg.O.e.Pal.Ofl? ■ Dlstr. by United Feature Syndicate, Inc. t, Tarzan sá það strax út að þann þyrfti að komast að baki skepnunar með hnífinn, til þéss að forðast hið .hræðilega gin hennar. Hann kafaði því í skyndi niður á botn og bcáð þar í hnipri. Hírnn beið þar til skepnan var nærri því komin að honum, þá pynti hann sér að öllu afli upp á r yfirborðið. - •Og um leið og hákarla-guoiún þaút framhjá honum stakk háhn hhífritihi á kaf í höfuð hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.