Alþýðublaðið - 21.05.1920, Page 3

Alþýðublaðið - 21.05.1920, Page 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 skipar honum. Hann hafði setið 3 ár í gæzluvarðhaldi, er málinu lauk, og var það látið nægja sem fangelsishegning og honum slept úr fangelsinu. Frá Japönum. Japan hefir heitið 7000 sterlings- punda verðlaunum þeim, sem fyrstur flygi frá Róm til Tokio. Samkv. skeyti, sem nýlega stóð í Alþbl., hafa 2 ftalskir flugmenn freistað þessa þegar, en fórust við Persaflóa. Ókunnugt er, hvort fleiri hafa reynt. Þetta mun ganga Ástralíufluginu næst að lengd. Ii dagiDÐ 09 veginn. Yeðrið í dag. Reykjavík .... NNA, hiti 5,1. fsafjörður .... NA, hiti 0,7. Akureyri .... N, hiti 3,0. Seyðistjörður . . logn, hiti 2,1. Grímsstaðir . . . SA, hiti 4.5. Vestm.eyjar . . . SSA, hiti 6,1. Þórsh., Færeyjar SSV, hiti 9,5. Stóru stafirnir merkja áttina. -í- þýðir frost. Loftvog lægst fyrir suðvestan land og stígandi nema á Austur- landi; austlæg átt; úrkoma á Norður- og Austurlandi. ísland kom hingað frá Eng- landi kl. 4 í gær. Farþegar voru 22. Meðal þeirra voru: Frank Frederiksson flugmaður, Oben- haupt stórkaupm., ungtrú Th. Friðriksson, Gunnar Kvaran, Sig- urbjörn Ármann. Botnyörpungnrinn Geir kom frá Englandi í gær fullfermdur kolum. Sumarbústaðnr Borgarstjóra. Fasteignanefnd bæjarstjórnar (Sig. jónsson, Þórður Bjarnason og borg- arstjóri) hefir lagt til að borgar- stjóra séu »heimiluð afnot efri veiðimanna húsanna í sumar«. Út af fyrirspurn Jóns Baldv. um það, hvaða leigu borgarstjóra væri ætl- að að greiða, svaraði Sig. Jóns- son þvf, að meiri hluti fasteigna- nefndar hefði ætlast til að afnotin væri leigulaus, óg bætti við, að nefndin vildi xgjarnan hafa borg- arstjóra þar uppfrá í sumar*. En ef einhver önnur nefnd vildi nú hafa borgarstjóra hérna niður frá? Lax veiddist í rauðmaganet í Lauganesi núna í vikunni. Dýrleif Árnadóttir biður þess getið, að gefnu tilefni, að hún riti ekki undir nafninu „Skúta". SíIdVeiði. Mb. »Skjaldbreið« kom f gær með 30—40 tn. af síld, sem hún hafði veitt í reknet. Síld in er heldur mögur, en væn og er fryst til beitu Nokkur fleiri skip stunda síldveiði, en ekki mun aflmn verða saltaður að þessu sinni. Bafmagnsnefnd hefir eftir til- lögu A. B Christensens verkfr. samþykt tilboð um trépípur til rafveitunnar frá A,s. Tubus í Kristianíu, og kosta þær 251 þús. kr. Annað tilboð lá fyrir frá Con- tinental Pipe Manufactury Co. NewYork, er hljóðaði upp á 240 þús Var talið að verðmunurinn mundi vinnast upp á ódýrara flutn- ingsgjaldi, og norska tilboðið að öðru leyti ítarlegra og aðgengilegra. Bæjarverkfræðingurinn. Um- sóknir um bæjarverkfræðingsstöð- una höfðu koinið frá 2 mönnum, þeim Hirti Þorsteinssyni fyrv. bæjarverkfræðingi og G. V. Aade- rup í Esbjerg. Veganefnd lagði til, að Aaderup væri veitt staðan. En bæjarstjórnin felst ekki á þá veitingu, heldur samþykti till. frá Jóni Þorlákssyni um að auglýsa bæjarverkfræðingsstarfið í Danm., Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi, og óska sérstaklega eftir mönn- um, sem fengist hefðu við bæjar- starfsemi, og láta þá jafnframt gera sjálfa kröfur um kaup sitt. Borgarstjórakosningin. For- seti bæjarstjórnar skýrði frá á fundi í gær úrslitum borgarstjóra- kosningarinnar 8. þ. m. og árnaði síðan hinum nýkosna borgarstjóra allra heilla. Bæjarfulltrúarnir sumir tóku undir með þvf að standa upp, en borgarstjóri þakkaði. Knnd Zimsen borgarstjóri hefir ekki enn þá svarað fyrirspurnum þeim, er »Borgari« lagði fyrir hann hér í blaðinu 15. þ. m. Hvað veldur? Til götngerðar vantar bæinn um 120 tunnur af tjöru, og hefir veganefndin samþykt að leita til- boða um tjöruna. . Gnnnlangi Pétnrssyni- hefir eins og að undanförnu verið falin varzla Elliðaánna í sumar. Yerðlann. Mjög er það. farið að tíðkast, að sjá heitið háum verðlaunum fyrir það, ef einhver getur vísað á eða útvegað her- bergi. í Danmörku er slíkt bann- að með lögum. Ari Jónsson frá Húsavík hefir nýlokið efnafræðisprófi í læknis- fræði með fyrstu einkunn. Theodor N. Siggeirsson hefir flutt veizlun sína á Bjargarstíg 2. Alþýöubladid er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað Landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Föt eru hreinsuð og pressuð í Grjótagötu io, uppi. Prímnsviðgerðin á Lauga- veg 12 er flutt í Bergstaðastræti 11. Þar er líka gert við barna- vagna. Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A selur: Hveiti, Haframjöl, Sagogrjón, Bygggrjón, Kartöllu- mjöl, Hænsnabygg, Mais heilan og Baunir. Kæfu, Tólg, Steikar- feiti og ís). Margarine. Rúsínur, Sveskjur, Gráfíkjur og Kúrenur. Sæta saft, innlenda og útlenda, Soyju, Matarlit, Fisksósu og Edik. Niðursoðna ávexti, Kjöt, Fiska- bollur, Lax og Síld. Kaífi Export og Sykur. Suðuspíritus og síeinolíu o. m. fl. Spyrjið nm verðið! Beynið yörugæðinl Ælliz- þeir sem vilja fá vel og ódýrt gert við Prímusa koma til Guðna Þorsteinssonar Miðstr. 3. Þar eru einnig lakkhúðaðir og málaðir Barnavagnar og margt fl.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.