Vísir - 02.09.1954, Blaðsíða 1
44. árg.
Fimmiudaginn 2. scptember 1931 11
198. tbL
Samníngar náðust í nótt í
vinnudeilunni á Akranesi.
E>að verður lagt fyrir fund í verka-
lýðsfélaginu, og atvinnurekendur
í dag.
Drepsóttir hljóta að gjósa
upp á flóðasvæðum Indlands.
Deiluaðilar >' vinnudeilunni á
Akranesi sátu á fundi með
sáttasemjara í Reykjavík í alla
nótt til kl. 8 í morgun.
Samkomulag náðdst og voru
samningar undirskrifaðir með
þeim fyrirvara, að deiluaðilar,
— Verkákvennadeild verka-
lýðsfélags Akraness og at-
vinnurekendur þar — sam-
þykktu fyrir sitt leyti.
Samkvæmt upplýsingum er
Vísi fékk fyrir hádegi hjá
Sveinbixni Oddssyni, varafor-
Akurnesingar
gera jafntefli
vfð Þýikaiands-
meistarana.
Akurensingar léku í gær ann-
an leik sinn í Þýzkalandi og að
þessu sinni við Þýzkalandsmeist-
arana í Hannover.
Höfðu Þýzkalandsmeistararnir
styrkt lið, en leikar fóru þó svo,
að jafntefli varð, 1:1. Þegar leik-
urinn fór fram i Hannover var
38 stiga hiti.
Ektspýturnar brunnu.
London (AP). — Verksmiðja
brann til kaldra kola í West
Martlepool í gær.
Framleiðsla verksmiðjumar
var — eldspýtur, 50 milljónir á
viku, og er þess. getið, að svo
vel hafi logað í þeim, að engu
hafi verið bjargað.
manni Verkalýðfélags Akra-
ness, hefur verið boðaö tíl
fiindar í Verkalýðsfélaginu, k3.
4 í dag og verður samkomu-
lagið, sem samninganefndirnar
gerðu með sér í nótt lagðar
fyrir fundinn, en ekki viidi
hann skýra frá því í hverju
samkomulagið er fólgið fyrr en
það hefði verið lagt fyrir
félagið.
í gærdag hófst vinnustöðvun
hjá öllum deildum Verkalýðs-
félags Akraness, vegna deilu
verkakvenna við atvinnurek-
endur, en deildir verkamanna,
vélamanna, sjómanna og mat-
sveina gerðu samúðarverkfali.
Verði samkomulag samninga-
nefndanna samþykkt í dag af
verkalýðsfélaginu og atvinnu-
rékendum, má búast við að
vinna hefjist aftur í kvöld eða
í fyrramálið.
Skattstjórinit í
Hafnarfirði
segir af sér.
Eins og vikublað eitt hér
í Reykjavík hefur skýrt frá,
hefur skattstjórinn í Hafn-
arfirði, Þorvaldur Árnason,
verið vændur um vafasamt
skattaframtal. í morguu
barst sú fregn, að skatt-
stjórinn hefði af þessum á-
stæðum sagt starfinu lausu,
og staðfesti fjármálaráð-
herra, Skúli Guðmundsson,
í samtali við Vísi, að svo
væri.
Fjöldamorðingi dæmd-
ur til dauða í Kairo.
Hafði myrt 6 manns og grafið í
skemmtigarði.
Einkáskeyti frá AP.
Kairo I gær.
Ahmed Abdel AziZ, garðyrkju-
maður var í gSer dæmdur til
dauða fyrir'atS myrða sex manns,
en lík þeirra gróf hann ískemmti
garði, sem hann sá um.
Á undanförnum 25 árum liafa
margir fjöidamorðingjar verið
teknir og dæmdir i Kairo, og er
Aziz hinn síðasti af fimm, sem
einkum hafa framið morðin á
sumrum, en ekki aðhafzt á vetr-
um í þvi efni.
Lögreglan fékk nýlega nafn-
laust bréf, þar sem sagt var að
Aziz væri morðingi, og var henni
bent á að leita að fórnardýrum
hans í skrúðgarði þeim, sem Aziz
hefur unnið við. Byrjaði lögregi-
an ð grafa, og fann bráðlega
bein, svo að Aziz var samstundis
handtekinn og ásakaður um
morð. Beinin voru fengin lækn-
um til thugunar, en þeir kváðu
upp þann úrskurð, að þarna væri
um dýrabein að ræða. Var Aziz
þá látinn laus á nýjan leik, en
jafnframt tók lögreglan sig til og
byrjaði að grafa aftur. Þá bar
leitin betri árangur en áður, því
að lögreglan kom niður á hvorki
meira né minna en sex manns-
lík.
Aziz var að sjálfsögðu hand-
tekinn aftur. Hafði hann myrt
fólk þetta til fjár, og kenndi fjór-
um starfsbræðrnm sínum um að
vera meðsekir. Ekkert sannaðist
þó á þrjá þeirrá.
Skrifa sögu
Bsraelsþjéðar.
N. York (AP). — Áttatíu ísra-
elskum sagnfræðingum hefur
verið falið að rita sögu Gyðinga-
þjóðarinnar. .. .........
Verður um 20 binda verk að
ræða, sem fjallar um Gyðinga
frá þvi að sögur hófust og fram
til þess tima ,er Israel var stofn-
að. Verður unnið að verkinu
bæði hér og í Israel og gert ráð
fyrir, að þvi verði lokið á 10 ár-
um.
Svíar tmdirbpa
sjónvaift/
Frá fréttaritara Vísis.
Stokkhólmi í fyrradag.
Starfsmenn sænska ríkis-
útvarpsins eru nú sem óðast
að undirbúa sjónvarp.
Fyrsta námskeiðið byrjar 1.
september næstk. og er það
fyrir sjónvarpsmexm og sjón-
varpsverkfræðinga.
Nokkrir menn hafa verið ut-
anlands í sumar — í Englandi
og Þýzkalandi -— til að læra af
reynslu þessara þjóða.
faka Bretar forustuna ?
til fundar um Þýzka-
innan 4ra vikna.
Fundurinn verður haldinn í London.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Mikla athygli vekur hvarvetna
að í yfirlýsingu vesturþýzku
stjórnarinnar í gær, sem birt var
að afloknum fundi hennar, er
tekið sérstaklega fram, að Vestur-
Þýzkaland muni hafa sem nán-
asta samvinnu um varnir við
Bretland og Bandaríkin, og þau
lönd, sem sfaðfest hafa Evrópu-
sáttmálann. Á Frakkland er ekki
minnzt.
Stjórnmálafréttaritarar í
London vekja athygli á, að
ávallt hafa öll áform um
varnir til þessa byggst á því
að Frakkland væri þátttak-
andi, og jafnvel hornsteinn
slíkra varná.
Dr. Adenauer kanzlari Vestur-
Þýzkalands ræðir í dag við Con
ant, stjórnarfulltrúa Bandaríkj-
anna í Vestur-Þýzkalandi, og
Wiley, formann öldungadeildar
Bandáríkjaþings.
8 landa ráðstefna.
Á fundi brezku stjórnarinnar i
gær var ákveðið að tillögu Churc
hills, að stjórnin hefði forystu
um að kveðja til ráðstefnu 8
landa uni sjálfstæði og endurvig-
búnað V.-Þýzkalands og þáttöku
þess i samciginlegu'n vörnum
Vestur-Evrópu. Bretar og Banda-
ríkjamenn sitji þessa ráðstefnu
með fúiltrúum þeirra 6 landa, er
gert hfði verið ráð fyrir, að
tækju þátt í Evrópuhernum, þ.
e. Frakklands, Italíu, Vestur-
Þýzkalands qg Beneluxlandanna
svonefndu, eða HoJlands, Belgiu
og Luxemburg.
Yiðræðar i gær í London.
Fyrir stjórnarfundinn voru
miklar viðræður í London.
Sátu þeir fund með Churchill
og Eden Sir Gladwyn Jebb stndi
herra Breta , París og Sir Fred-
erick Hoyer-MiIIer, stjórnarfull-
trúi Breta í Vestur-Þýzkalandi.
Með þvi að beita sér fyrir því,
að 8 þjóða ráðstefnan verði
haldin og það: innan þriggja
vikna, er talið benda til, að
brezka stjórnin hafi talið knýj-
andi nauðsyn, að bregða skjótt
við, og þar með hafi hún, eins
og hún var eindregið hvött til í
blöðum, tekið forystuna i sínar
hendur. Bent er á það, að nú
verði girt fyrir það að sundr-
ungin í Frakklandi verði lengur
til bindrunar því, að ákvarðan-
ir verði teknar um sjálfstæði V.Þ.
og endurvigbúnað.
Kröfur V.Þ.
Bretar og Bandaríkjamenn
, hafa skuldbundið sig til að veita
j V.Þ. fullt sjálfstæði og af hálfu
j ríkisstjórna þeirra hefur verið
, lýst yfir, að staðið verði við lof-
j orð í því efni. Eftir er að ná sam-
kömulagi um hve víðtækur end-
urvigbúnaður verði leyfður. —
Vestur-þýzka stjórnin krefst
þess nú, að V.Þ. fái að koma sér
upp her til varnar skilyrðislaust.
Hún krefst og jafnréttis um þátt-
töku í vörnum Vestur-Evrópu.
a
Einkaskeyti frá AP. —
Lor.don á sunnudag.
Brezk flugvél „týndist“ á
Lundúnaflugvelli > gær.
Hafði vélin komið frá Birm-
ingham, era var varla lent,
þegar svo svarta hoku gerði,
að fiugmaðurínn sá ekki út
úr i’ugmtum, og varð að
ne.T.i-. staðar. Varð að senda
út biíreið til að leita flug-
vélina upp og vísa henni
leiðina til fIugafgreiðslunn-
ar.
Fjöldi ferst af
slöngubitum, er
slöngurnar elta
mennina.
Maivœlaskortnr
fyrirsjáanlc^ur.
Einkaskeyti frá AP. —•
N. Delhi í gær.
Indverjar taka eins og marg-
ir aðrir svo til ofða, að „í manna
minnum“ hafi ekkert annað
eins gerzt í landinu.
Menn komast þannig að orði
um þessar mimdir um flóðin
víða í landinu, og þótt erfitt sé .
að vera viss um, að ekki sé um
ýkjur að ræða, benda skýrslur
til þess, að flóðhæðin hafi
aldrei verið meiri í Brahma-
putra en einmitt að undanfömu.
Ferðamenn, sem flogið hafa
yfir sum héruðin austan.
til í landinu, segja, að þeim.
hafi stundum flogið í hug, hvort
þeir mundu vera komnir út yfir
einhvern fjörð eða flóa, sem
skærist inn í meginland Ind-
lands. Svo stór eru þau flæmi,
sem vatnið hefir fært í kaf, og
vatnið er víða svo djúpt, að‘
| hæstu tré standa ekki upp úr á-
stórum svæðum.
Mið-Indland norðanvert hef-
ir einnig fengið að kenna á þeim.
ofsarigningum, sem orðið hafa.
i Himalaja-fjöllum, og íbúar
Nýju-Delhi, sem sloppið hafa.
oftast, þar sem borginni var'
valinn heppilegur staður meS
tilliti til flóðahættu, finna fyrir
því, að ekki er allt með felldu..
Menn hafa ekki kastað tölu:
á kúaf jölda þann, sem Ieitað;
hefir inn í borgina, en sumir
gizka á, að þær séu allt að
20,000 þús. að tölu, og trú
manna bannar, að blakað sé
við þeim.
Mikið að lyfjum hefir borizt
frá Bandaríkjunum, en þó eru.
dauðsföll mörg. Enn hafa drep-
sóttir ekki gosið upp, en hjá
þeim verður vart komizt tiL
lengdar. Það er eftirtektarvert,
að miklu fleiri farast nú úr
slöngubiti en ella, og stafar það
af því, að slöngurnar fara eins:
að og mennirnir, þær leita á.
hæstu staði undan flóðinu — á.
sömu staði og íbúarnir. sem.
hafa orðið að flýja heimili sín..
Enginn efi er á því, að mat-
væli verða af mjög skornum
skammti, áður en mjög langt
líður, ekki sízt af því, að sam-
göngur hljóta að verða í mikl-
um ólestri mánuðum saman.
eftir að flóðin sjatna. Verða.
Indverjar áreiðanlega að biðja
vinveittar þjóðir að hlaupa.
undir bagga, og búast helzt við
aðstoð Bandaríkjanna, eins og
á síðasta ári, þegar Kína bauð
aðstoð, en gleymdi henni, er
áróðri í sambandi við tilboðið