Vísir - 02.09.1954, Side 4
VlSIR
Fimmtudaginn 2. september 1954
>s
wfisia
9AGBLAS
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónaaon.
Skrifstofur: Ingóllsstrœti 8.
Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIB HJT.
AígreiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1680 (fimaa linur).
Lausasala 1 króna,
Félagsprentsmiðjan h.f.
Samtök gegn íslendingum ?
Igærmorgun birti Tíminn þá fregn frá útlöndum, að útgerð-
armenn í ýmsum löndum hefðu komið saman til fundar í
Belgíu, og hefði tilgangurinn verið að ræða um afstöðu til
íslendinga eftir að landhelgin var færð út hér við land, með
það fyrir augum að hefja sameiginlega baráttu gegn íslend-
um í máli þessu.
í fregninni segir, að þarna hafi verið um togaraeigendur
frá fimm löndum að ræða, Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Hol-
landi og Þýzkalandi, og hafi fundur þeirra verið leynilegur,
en ætlunin sé að koma á fót alþjóðlegum samtökum togara-
eigenda. Er fregnin höfð eftir einum helzta oddvita brezkra
togaraeigenda, sem kvað fundinn hafa verið boðaðan til að
ræða „sameiginleg } Tgsmunamál“ í sambandi við stækkun
landhelginnar u. hvc.ns íslarid, og hafi fundarmenn komizt
að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að efna til herferðar gegn
íslendingum.
Þess er enn getið, að fulltrúum frá fleiri þjóðum hafi verið
gefinn kostur á að taka þátt í þeim alþjóðlegu samtökum, sem
ætlunin er að stofna, og hafi því verið beint til félaga togai'a-
eigenda á Norðurlöndum, hvort þau vildu vera aðilar að fé-
dagsskapnum. Sé ætlunin að halda fund með fulltrúum nor-
rænu togaraeigendanna um þetta síðar á þessu hausti í Þýzka-
landi eða Frakklandi, og að þeim fundi loknum verði form-
lega gengið frá stofnun alþjóðatakanna.
Loks er það haft eftir hinum enska útegrðarmanni, að fund-
urinn hefði verið sammála um að viðhalda eigi þriggja milna
landhelginni, og honum hefði verið full-ljós nauðsyn þess
að vernda fiskstofninn, og væri hann fús til að ræða við
íslendinga um lausn, sem allir mættu við una.
Hér er vissulega um eftirtektarverðar og uggvænlegar frétt-
ir" að ræða, ef sannar reynast. Brezkir útgerðarmenn þykjast
;sýnilega sjá fram á það, að þeir geti ekki komið íslendingum
á kné einir og hjálparlaust, og eru þeim það vafalaust mikil
vonbrigði, er peðin hér norður frá glúpna ekki fyrir þeim.
Þess vegna grípa þeir nú til þess að gera samblástur gegn
íslendingum með öllum þeim þjóðum, sem þeir geta náð til
og fengið í lið með sér til þess að ná því marki með samtökum,
sem þeim hefur ekki auðnazt að ná á eigin spýtur.
Öllum heiðvirðum mönum hafa þótt aðfarir brezkra útgerð-
armanna ódrengilegar í meira lagi í máli þessu, og hefur farið
lítið fyrir því, sem Englendingurinn hefur löngum viljað stæra
sig af — fair play. Að sjálfsögðu beita menn þeim vopnum,
;sem þeim eru helzt að skapi, og þess vegna hafa brezkir út-
gerðarmenn valið þá baráttuaðferð, sem raun ber vitni, en
þegar svo fer, að íslendingar geta eftir sem áður selt afurðir
sínar og lifað, þykir þeim ekki nóg að gert, og reyna þeir þá
•að stofna til erin öflugri samtaka, ef koma mætti íslendingum
á kné með því móti.
Brezkir útgerðarménn — og fylgifiskar þeirra einnig — vaða
á villu og svíma, ef þeir eru enn þeirrar skoðunar, að þeir
geti komizt að einhverju samkomulagi í þessu máli við íslend-
inga. Þeir vita bersýnilega ekki um hvað er hér að ræða, ef
þeir halda, að Xslendingar geti snúið aftur með það, sem þeir
þeir hafa gert í þessu máli og fáist til að gera þá breytingu á
Táridhelgislínunni, að uppeldisstöðvar ungfiskjarins verði opn-
aðar fyrir rányrkju. togveiðanná . eins og áður.
I máli þessu, eins og það horfir við nú, er eitt atriði, sem
er á huldu — afstaða sú, sem útgerðarmenn á Norðurlöndum
taka til þeirrar málaleitunar forsprakka samtakanna, sem nú
er ætlunin að stofna gegn íslendingum,- Því verður ekki trúað
að óreyndu, að útgerðarmenn á Norðurlöndum láti hafa sig
til þess að reyna að horfella íslendinga, og verður þó vitan-
lega ekkert um það fullyrt, hvernig þeir snúast í máli þessu,
en til lítils virðist að hjala um norræna samvinnu, frændsemi
og bræðrabönd Norðurlandaþjóðanna, ef þeir eru fúsir til að
láta draga sig í dilk með þeim skammsýnu mönnum, sem
hatrammlegast berjast gegn friðun miðanna umhverfis ísland.
íslendingar geta sennilega ekki hindrað það, að samtök þau
verði sett á stofn, sem hér er um að ræða, en hvort sem þau
verða víðtæk eða ekki, er afstaða Islendinga hin sama — við
Ihöfum ekkert við þessa menn að tala, og við breytum land-
helginni í engu.
r/i
VIÐSJA ViSIS:
Hagur Breta fer batnandi.
Viðskipti aukast og atvinnnu-
leysi minnkar.
Þótt hluti Breta af heims-
verzluninni sé heldur minni nú
en fyrir þremur árum, er hag-
ur beirra samt betri en hann
hefur verið um langt skeið.
Þeir, sem koma til Bretlands
nú eftir nokkurra ára fjarveru,
gera sér grein fyrir þessu, og
Sunday Times hefir látið svo
um mælt í ritsjórnargrein að
tekjur þjóðarinnar sé meiri,
hún hafi meira fé til að eyða og
verji því á skynsamari hátt en
áður.
Að vísu minnkaði gull- og
dollaraforði Breta — bezta loft-
vogin í þessum efnum — lítið
eitt í júlí, eða um næstum
hálfa aðra milljón pupda, en á
það er að líta í því sambandi,
að í sama mánúði greiddu
Bretar um 35 milljónir punda
í skuldir til Greiðslubandalags
Evrópu.
Þrátt fyrir þetta jókst gull-
og dollaraforðinn um næstum
20 milljónir punda á þessu ári,
og var orðinn yfir 1,1 milljarð
í júlílok.
Jafnframt þessu hefur fjöldi
atvinnuleysingja farið minnk-
andi, og var hann um 220.0Q0
í júlílok, en hafði verið um
280.000 manns um áramótin.
Hefur hann aldrei verið lægri
nema í júlí 1951, en þá var
um verðbólgutímabil að ræða.
Til samanburðar má geta þess,
að árið 1938 námu atvinnu-
leysingjar nærri 1.9 milljónum.
Framleiðslan hefur náð nýju
hámarki, og er það góðs viti.
Hefur aukningin verið mest á
sviði bíla og stáls. Gert er ráð
fyrir, að bílaframleiðslan á ár-
inu nemi 760.000, ef allt fer að
líkum, en stálframleiðslan
verður nærri 20 millj. lesta, og
yrði hvort tveggja algert há-
mark.
Ú tí luntingurinn.
Á sviði útflutnings hefir Bret-
um einnig vegnað vel. Fyrri
hluta árs var útflutningurinn
að jafnaði 224 milljóna punda
virði á mánuði, eða 7% hærri
en á sama tíma í fyrra og í
júlí varð útflutningurinn 247
millj. punda virði. Útflutning-
ur til Bandaríkjanna hefur
minnkað, en aukizt meira en
sem þeirri rýrnun nemur til
sterlingssvæðisins og annarra
Evrópulanda.
Hluti Breta af heimsverzl-
uninni nam 22,2% á fyrri hluta
þessa árs, en var 22,8% árið
1951. Sýnir það, að Bretar
standast vel samkeppni V,-
Þýzkalands, en hún hefur vak-
ið nokkurn ugg undanfarið.
Verðlag hefur hækkað nokk-
uð, en kaupgjald fylgt því
nokkurn veginn. Þó hefur
hækkað verðlag á kjöti orsak-
að nokkura ókyrrð, þótt ekki
sé vist, hve víðtæk eða lang-
varandi hún verður. (N. Y.
Times).
yHargff er shritjð
Marz-biíinn viidi ekki krækiber.
Skýriug íemgiii á
kurði í
dulai’fulluni
Xoregi.
at-
Fyrri hluta síðari viku komu
konur nokkrar til lögreglunnar j
í smábæ einum í Suður-Noregi j
og kváðust hafa séð Marz-búa, j
er flaug skömmu síðar á brott
í „diski“ sínum.
Voru það systur tvær, sem
skýrðu frá þessu, en þær höfðu
verið í berjaheiði. Segir ekki af
því, hversu mikið þær höfðu
tínt af krækjuberjum, því að ■
aðalatriðið var það, að allt í
einu sáu þær ókennilegan1
mann, sem sté út úr skririgilegu
farartæki, sem vitanlega gat
ekki verið neitt annað en „flug-
diskur“. Konurnar voru þó
ekki hræddar við manninn,
heldur gengu til hans, og buðu
honum jafnvel krækiber að
eta, en þau kunni hann ekki að
meta og afþakkaði þau á ein-
hverju hrognamáli, sem kon-
urnar skildu ekkert í.
En forvitni þeirra var meiri
en svo, að þær vildu frá hverfa
við svo búið, því að nú kom
þeim til hugar að finna, hvernig
hann væri viðkomu, en sögur
herma, að Marz-búar sé kaldír
og slepjugir. Réttu þær mann-
inum hepdina, en hann veifaði
til þeirra, sté upp í farartæki
sitt, og var horfinn að vörum
spori.
Konurnar skýrðu yfirvöldun-
um frá þessu, eins og að ofan
greinir, og var málið rannsak-
að. Leið þá ekki á löngu, áður
en gátan var ráðin, því að
Marzbúinn reyndist vera
amerískur flugmaður, og far-
kostur hans var þyrilvængja,
sem norski flugherinn átti, og
hlutverk mannsins í Noregi
var að kenna norskum flug-
mönnum meðferð þeirra gi'ipa.
Fyrirspurn hefur borizt varð-
andi „skellinöðrurnar", sem er á
þessa leið:
„Fyrir nokkru var frá því
skýrt í blöðum, að von væri laga
eða reglugerðar, sem miðaði að
þvi að koma í veg fyrir „skelli-
nöðru“-hættuna. Hve nær er
þessi reglugerð væntanleg eða
lögin? Um þetta leyfi ég mér að
spyrja og óska svars og það
munu fleiri gera, — Áliyggjufull-
ir foreldrar meðal annarra og
raunar allur almenningur.
Er málið flókið?
Menn spyrja hvort þetta mál
sé svo flókið, að það taki marga
mánuði að koinast að þeirri ein-
földu niðurstöðu, sem allur al-
menningur viðurkennir sem
rétta, að banna akstur alla vél-
knúinna farartækja, öðrum en
þeim, sem náð hafa þeim aldri, er
þarf til að aka bifreið, og hafa
gengið undir próf hjá þeim, sem
rétt hafa til að kenna meðferð
slíkra tækja. Það verður áreið-
anlega tekið eftir því hvernig
tekið verður á þessum málum.
Hér dugar ekkert hálfkák. Nú er
svo komið, sem allir vita, að
margir drengir hafa verið teknir
af lögreglunni hvað eftir annað.
Lögreglan getur ekkert gert, að
því er virðist, nema gefa þeirn
áminningu. Drengirnir venjast
á þetta, fá nýja og nýja áminn-
ingu, vitandi það að þeir fá að
halda sínum liættulega leik á-
frm.
„Sport“ að leika
á lögregluna?
Eftir því sem maður heyrir, er
engu líkara en það sé talið „óg-
urlega spennandi“ hjá sumum
drengjum að fara á harða spani
með lögregluna á liælum sér. —
Væntanlega er þetta orðum auk-
ið, en athugandi ætti það að
vera fyrir ráðamenn að stemma
stigu við þvi, að drengjum séu
fengin biflijól í liendur, sem þeir
sumir ráða vart við, og freistast
til að fara sem hraðast til þess
að komast undan lögreglunni, þvi
að það mun að minnsta kosti all-
oit koma fyrir. Skyldi það vera
góður forleikur undir lífið fyrir
d”»ngi og unglinga að venjast á
að brjóta lög og reglur með akstri
| þessara hættulega leikfanga æ
^ ofan í æ og eiga í sífelldum brös-
um við lögregluna, sem vitan-
lega er að gera skyldu sína og
ekkert annað. — Eg vænti þess,
að frekari dráttur verði ekki á
því, að settar verði reglur, sem
girða fyrir þær hættur, sem öll
blöð borgarinnar hafa hvað eft-
\ ir annað bent á að undanförnu,
og sum við og við allt frá því, er