Vísir - 02.09.1954, Page 5

Vísir - 02.09.1954, Page 5
VlSIB Fimmtudaginn 2. september 1954 '* Geislahitun hefir rutt sér stór- lega til rúms á síðustu 4 árum. Mihil ií&hhnn hasinaöar riö geislahitunariagmir. Eins og alkunnugt er og áð- ar hefur verið vikið að hér í blaðinu er óvenjulega mikið um byggingaframkvæmdir hér í bænum á þessu sumri, og er fflikill fjöldi íveruhúsa í smíðum, stórra og smárra. Meðal stórhýsanna eru fjöl- býlishús og aðrar stórbygging- ar. Segja má, að hér sé risin mikil byggingaalda. Þegar um þetta er rætt ber einnig að nefna áform bæjar- félagsins um að reisa heilt íbúðahverfi, sambyggð einbýl- ishús er mynda skipulagða heild, og er um það rætt að slík hverfi fái hita frá sér- stakri hitunarmiðstöð. Upphitunar vandamál. Upphitun einstakra húsa, hvort sem er stórra eða smárra, og vitanlega einnig heilla hverfa, er jafnan mikið vanda- mál, fyrir alla aðila. Verður eigi fjölyrt um það hér, en af sérstöku tilefni verður iiér sagt nokkuð frá hinni sVonefndu geislahitun, sem þegar er feng- in allmikil reynsla fyrir. Til- efnið er það, að blaðið hefur frétt, að nýlokið sé byggingu stórhýsis, fjölbýlishúss, með geislahitun, og hefur blaðið því leitað nánari upplýsinga hjá Aðalsteini Jóhannssyni vél- fræðingi, framkvæmdastjóra Geislahitunar h.f., er sá um geislahitunarlagninguna í húsið, sem er fjölbýlishús sem fyrr var sagt, reist af Bygg- ingasamvinnufélagi símamanna við Birkimel. „Hús þetta er ‘24 íbúða hús, 4 hæðir ásamt kjallara og risi,“ sagði Aðal- steinn Jóhannsson. „I húsinu er geislahitunarlögn, sem Geislahitun h.f. kom þar fyrir. Byrjað var að flytja í húsið á síðastliðnu hausti og hefur nú allt húsið verið tekið í notkun, og fengist þar reynsla fyrir kostum þessarar upphitunarað- ferðar í þessari tegund húsa, m. a. sparneytni. Meðal höfuð- kosta geislahitunar, má nefna að engir miðstöðvarofnar eru í herbergjum, þar sem leiðslum er komið fyrir í loftum húss- ins. Glöggur samanburður hefur nú fengist, þar sem Byggingasamvinnufélag síma- manna ■ á áþekkt hús, • sem er hitað upp með miðstöðvar- ofnum, en í báðum tilfellum er hitaveituvatn notað til upp- hitunarinnar. Sýnir geislahit- unin greinilegan reksturssparn- að og' eru allir aðilar mjög vel ánægðir með fyrirkomulagið“. Nánara um geislahitunar- fyrirkomulagið. „Upphitunin verður með geislun, eins og nafnið bendir til, en ekkí méð því að lóftið beri hitann um herbergið' eins og þegar hitinn berst frá mið- stöðvarofnum, því að það eru loftin (og veggirnir) sem hitna og geisla frá sér hita út í her- bergin. Þar sem geislahitað er, er næstum engin hreyfing á loftinu og með því sneitt hjá ókostum, sem miðstöðvarhitun eru samfara. Aðrir kostir geislahitunar eru, að loftið í herbergjunum verður ekki eins þurrt, auk þess sem miðstöðv- arofnar eru til lítillar prýði og taka oft allmikið pláss. — Vegna þess að allt loftið (og stundum veggirnir) er notað sem hitaflötur þarf geislahitun- in ekki nærri eins heitt vatn og miðstöðvarhitun, en þar kemur allur hitinn frá mið- stöðvarofnunum, sem eru miklu minni að flatarmáli. Geislahitun þarf 30—47 gráð- ur í stað 60—80. Vegna þess verður hitakostnaðurinn miklu minni eða allt að 20%. Kostnaður við geislahitunarlögn. Stofnkostnaðurinn hefur nú lækkað svo mikið, að í stærri byggingum er hann nú nokkru minni en ef eldri upphitunar- aðferðir eru notaðar. í meðal- stórum og minni húsum er hann engu dýrari.“ Millihitun. „Rétt er að taka fram, að við geislahitun má nota sem hitagjafa hitaveituvatn (milli- hitun, þ. e. komið er fyrir millihitara til upphitunar á Gvendarbi’unnavatni), enn- fremur má nefna olíukynding- artæki og rafmagnsnæturhit- un.“ Hús með geislahitun í smíðum. „Meðal stórra húsa með geislahitun, sem nú eru í smíð- um, má nefna: Sjúkrahúsið á Blönduósi, Dvalarheimili aldr- l aðra sjómanna, Hjúkrunar- I kvennaskóla íslands, og verið 1 er að byrja á byggingu fjöl- | býlishúss Byggingasamvinnu- félags prentara (með 24 íbúð- um). — Meðal húsa með geisla- hitun, sem áður hafa verið reist má nefna Nýja Klepp, Rannsóknarstöðina á Keldum, Heilsuhælið í Reykjalundi, Nýja Iðnskólann, Þjóðminja- safnið, Póst og símahúsið í Hrútafirði o. m. fl. Þá ber að nefna meðal einstaklinga sem riðið hafa á vaðið mpð geisla- hitun í íveruhúsum áínum eru 8 verkfræðingar, og sýnir það hvert álit menn með sérþekk- ingu hafa á þessari upphitun- araðferð. Þá má loks nefna, að geislahitun hefur verið sett í verzlunar- og verksmiðjuhús hér í Reykjavík og á Akureyri og hvarvetna hefur geislahit- unin gefist vel.“ Geislahitun hefur rutt sér til rúms á skömmúm tíma. Geislahitun hefur stórlega rutt sér til rúms síðan Geislp hitun h.f. tók til starfa í sept. 1954. Fjögur ár eru eigi langur tími en á þessum tíma hefur geislahitunarlögn verið lögð í hvert stórhýsið á fætur öðru og geislahitunarlögnum í íveru- húsum fer sífjölgandi. Bendir þetta allt ótvírætt til, að þessi upphitunaraðferð eigi mikla framtíð fyrir sér. Fjölbýlishús með geislalögn — eign Byggingarsamvinnufélags simamanna. Annar dagur EM: Torfi stóð sig bezt Islendinga. Mússneshi wnaraþanhiaup* arinn tehh súrabteiur. Bern, 26. ágúst. I dag hafa engir stóúviðburð- ir skeð á EM. Veðrið hefur verið betra en í gær og árangur því mjög góð- ur. Úrslit hafa aðeins farið fram í fimm greinum, en und- anrásir og milliriðlar í átta greinum. Auk þess eru hafnar tugþraut karla og fimmtar- þraut kvenna. Landanum geng- ur stirðlega að komast meðal stjarnanna og voru bæði Ás- mundur og Hallgrímur slegnir út áður en til úrslita væri kom- ið. Jöfn keppni á 100 m. í 100 m. fóru fram milliriðl- ar og úrslit. Af 15, sem hlupu í milliriðlum hlupu allir undir 11 sek. nema einn, er fékk 11.0. Ásmundur hljóp í fyrsta milli- riðli og var þar við ofurefli að etja. Lenti hann í fimmta og síðasta sæti með 10,9 sek. Úrslit 1. milliriðils: 1. Fútterer, Þýzkal. 10.5 sek. 2. Carlson, Svíþj. 10.7 sek. 3. Jones, Bretl. 10.7 sek. 4. Rulander, Holl., 10.7 sek. 5. Ásmundur Bjarnason 10.9 s. Lakasti tími annars manns í milliriðli var 10.8. Var því beð- ið eftir úrslitunum með eftir- væntingu, og keppnin var geysi Úrslit þrístökks: 1. Scherbakov, Sovét., 15,90 m. 2. Norman, Svíþj. 15.17 m. 3. Rehak, Tékk. 15.10 m. 4. Weinber. Póll. 14.91 m. 5. Portmann, Sviss, 14.81 m. 6. Rahkamo, Finnl. 14.73 m. Hallgrími mistókst. í undankeppni kringlukasts- ins þurftu keppendur að ná 45 m. til að komast í aðalkeppnina. Hallgrímur Jónsson átti erfitt með að sýna sín góðu köst í ó- vönu umhverfi útlandsins. Hann náði aðeins 42,90 m. og skipar nú nítjánda sæti beztu kringlukastara álfunnar. Bezt- um árangri náðu: Evrópumeist- arinn Consolini 50,93 m., Sví- inn Nilsson og Ungverjinn Szécsenyi, einnig yfir, 50 m. Torfi í úrslit. í stangarstökki þurftu kepp- endur að fara yfir 4,05 m. til að komast í aðalkeppnina. Tuttugu tókst þetta og aðeins fimm féllu úr. Torfi fór vel yfir í annari tilraun, en kennir eymsla í fæti. Hann mun þó að líkindum taka þátt í aðalkeppn- inni. Úrslit þriggja greina. í 10 km. göngu vann Tékk- hörð. Þjóðverjinn Fútterer var inn Dolezal sigur með miklum greinilega beztur, en fjórir næstu menn voru á sama metr- anum. Úrslit 100 m. hlaupsins: 1. Futterer, Þýzkal. 10.5 sek. 2. Ronino, Frakkl,, 10.6 sek. 3. Ellis, Engl., 10.7 sek. 4. Pohl, Þýzkal., 10.7 sek. 5. Carlson, Svíþj., 10.7 sek. 6. Saat, Holl., 11.1 sek. Nærri 16 m. í þrístökkinu. Það var aldrei neinn vafi hver beztur væri í þrístökki. Heimsmethafinn Scherbakov, Sovét., hafði slíka yfirburði, að, honum væri trúandi til að bæta 1 met sitt í sumar. Núna náði hann „aðeins“ 15,90 m. Tveir aðrii'1 komust yfir fimmtán metra en Finnanum Rakhamo sem beztur var í undankeppn- inni, tókst aðeins að ná sjötta sætinu. Svíinn Norman háðí öðru sæti og átti fimm af sex stökkunum yfir fimmtán. yfirburðum. í kúluvarpi kvenna tóku hinar gildvöxnu rússnesku „stúlkur“ þrjú fyrstu sætin og höfðu mikla yfirburði. Chudina hin rúsneska tók bæði þátt í langstökki og fimmtar- | þraut í dag. Eftir þrjár greinar i heldur hún forystunni í fimmt- j arþraut með 1858 stig, Sturm, Þýzkal., í öðru sæti með 1727 stig. í langstökki varð Chudina þó að láta í minni pokann og varð aðeins önnur á eftir Des- forges, Bretlandi. Úrslit: 10 km. ganga: 1. Dolezal, Tékk. 45:01.8. 2. Egorov, Sovét., 45:53.0. 3. Lobastov, Sovét. 46:21.8. 2. Chudina, Sovét. 5.93. 3. Deinzka, Póll. 5.83. .3 Glæsileg afrek í vændum. Ef dæma má af undankeppni„ sem farið hefur fram í ýmsum greinum í dag, má vænta glæsi- legra afreka á móti þessu. í 400 m. grindahlaupi „gekk“ heims- methafinn Lituev, Sovét., á 51.1 sek., og fleiri náðu þar góð- um tíma. í 110 m. grind hlupu níu á 14,8 eða betué. Beztur var Lorger, Júg., 14,5. Á 400 m. náðu Ignatjev, Sovét. 47.0 og Hellsten, Finnl. 47.1, án ofmik- illar fyrirhafnar. 1500 og 5000 m. hlaupararnir tóku það ró- lega, er þeir höfðu tryggt sér úrslitasæti. í tugþraut, sem enn stendur yfir, vah fyrstur eftir þrjár greinar Þjóðverjinn Ober- beck með 2456 stig, rúmum tvö hundruð stigum á undan Rúss- anum Kuznecov. Rússneski Maraþonhlaup- ' arinn fékk bætur. í Maraþonhlaupinu var það að kenna starfsmönnum móts- ins, að Rússinn hljóp vitlaust í gær. Það var því samþykkt ein- róma í dómnefnd að hann skyldi hljóta gullpening og vera kjörinn heiðurs-Evrópu- meistari. Þessu var vel fagnað af áhorfendum og Rússarnir una vel orðnum hlut. Frá útsölunni aSeins 2 dagar eftir. Kúluvarp kvenna: 1. Zybina, Sovét. 15.65 2. Kuznesova, Sovét. 14.96. 3. Tyschikevich, Sovét. 14.78. Langstökk kvenna: 1. Desforges, BretL 6.04. LfltlGAVEG 10 - SIMJ 33S7 MA BGT A SAMA STAD o »vrr, 10 - S1M1 33*/ Afgreiðslustúlka óskasL Tega Skólavörðustíg 3, Sími 80292.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.