Vísir - 02.09.1954, Side 8
VÉSIK er ódýrasta blaðið og þó það fjöl-
fcreyítasta. — Hringið í síma 1660 eg
gerist áskrifendur.
'¥181».
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftís
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
Fimmtudaginn 2. september 1954
Glæpalýður þyrpist að
kjötkötlunum.
Leiíar til stærstu herbækistöðvar
í Þýzkalandi.
Fréttabréf frá AP. —
Bern í ágúst.
Amerískt blað, „Overseas
Weekly’s’* hefur birt gíein um
aðalbækistöðvarnar í Kaisers-
lauterq, sem vakið hefur gífur-
Sega athygli.
Segir, að glæpatnenn af-ýmsu
tagi hafi safnazt umlivérfis
bækistöðina, og sé svo komið,
að „skipuleg glæpastarfsemi
hafi nú búið um sig í fyrsta
skipti í Þýzkalandi eftir stríð-
ið.“ Borgin Kaiserlautem sé
„gullin Gyðingahverfi“ í
franska hernámshlutanum,
enda þótt Bándaríkjamenn hafi
þar komið upp byggingum til
íbúðar og birgðageymslu fyrir
márgar miiljónir dollára.
Blaðið Overseas Weekly seg-
ir, að allskonar óþjóðalýður,
sem.hafi safnazt til Frankfurt
úr ýmsum áttum — og þar sé
engan veginn um menn af ein-
hverri einstakri þjóð að ræða,
hafi leitað til Kaiserslautern
frá Frankfurt, þar sem lög-
gæzlan hafi verið orðin strang-
ari, og hafi þeir komið með
fríðu föruneyti, því að þeir
hafi haft með sér stúlkufjölda,
sem sé starfandi fyrir þá.
Blaðið sagði, að tiltekinn
maður, sem væri margdæmdur
fyrir ýmis afbrot, væri aðal-
maðurinn á þessum stað, og eigi
hann veitingastofu í bænum,
þar sem hægt sé að fá af-
greiðslu á öllu milli himins og
jarðar — allt frá bjór til
gleðimeyja og eiturlyfja.
Yfirvöld Bandaríkjamanna
og Þjóðverja eru að rannsaka
þessi mál, og er gert ráð fyrir,
að ekki líði á löngu áður en
rannsóknin verður komin á
þann rekspöl, að unnt verður
að leggja til atlögu við glæpa-
lýðinn.
49
Mlsmíðaður.
Skipasmíðastöð NjarBvíkur
hefir nýlega lokið við smiði 49,
rúmlesta báts og nefnist hann
„Gunnar Hámundarson“.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur
var stofnuð 1947 og hefir aðal-
lega unnið að bátaviðgerðum
fram að þessu, og er „Gunnar
Hámundarson“ fyrsti báturinn,
sem byggður er í stöðinni, en
nú hefir verið lagður kjölur að
öðrum stærri bát.
„Gunnar Hámundarson“ er
eign Halldórs Þorsteinssonar í
Garði og tveggja sona hans,
Þorvaldar og Þorsteins, og er
] Þorvaldur skipstjóri á bátnum.
Báturinn er byggður úr eik og
er hann með 180 ha. Lister-vél
og gekk hann 10 mílur í reynslu
för. Báturinn er mjög vandað-
ur, vistarverur skipverja rúm-
góðar, og er báturinn búinn
fullkomnustu siglingatækjum.
Attlee fer til
Astralíu.
Vilt að Rússar gefi gott
fordæmi um afvopium.
EinkaSkeyti frá AP.
Hongkong í morgun.
Sumir brezku verklýðsleiðtog-
arnir eru lagðir af stað héðan
til Tokyo og hyggjast þeir ferð-
ast nokkuð um Japan.
Clement Attlee fer hins vegar
héðan til Singapore og Ástraliu.
—. Attlee hefur gert grein fyrir
viðræðum simnn við Mao tse
Tung og getið þess við hann, að
flokkur hans, jafnaðarmanna-
flokkurinn, væri samþykkur af-
vopnun, og teldi hánn rétt að
Rússar tækju forystuna um al-
menna afvopnun. Þeir hefðu vig-
búist allra þjóða mest og ættu
því að gefa öðrum þjóðum gott
fordæmi. Attlee kvað Mao mundi
koma þessari skoðun á framfæri
við Malenkov.
Tveir baritaskólar í sntíðum,
verið að teikna þann þriðja.
Skólarnir hefjast á laugardag.
Armas hershöfðingi hefur nú
að fullu tekið við forsetaem-
bættinu í Guatemala.
Kaup verkamanna í Bretlandi,
sem erfiðisvinnu stunda, hef-
ur þrefaldast frá árinu 1948,
að því er hermt er i nýbirtum
skýrslum.
Pollitf hressist
i Rússíá.
Einkaskeyti frá AP. —
London í gær.
Aðalritari enska kommún-
istaflokksinS virtist sýnu hress-
ari, er hann kom heim frá Rúss-
landi í gær.
Hann hafði verið þar sér.til
hvíldar og heilsubótar í ellefu
vikur, og kvaðst nú enn, sann-
færðari en nokkru sinni um, að
Rússar hugsuðu ekki um neitt
nema að varðveita heimsfrið-
inn. Ritarinn — Harry Pollitt
— segist fullur af starfsgleði,
og veitir ekki af, því að flokkur
hans hefir rýrnað jafnt og þétt
frá stríðslokum.
Þrjár ferðir
Ferðafélagsins.
Ferðafélag íslands efnir til
þriggja ferða ’ um næstu helgi.
Tvær þeirra eru 2% dags
ferðir og er önnur þeirra vest-
ur að Hítardal á Mýrum og
Hnappadal, hin á Kjöl, til Kerl-
ingarfjalla og Hveravalla. —
Þriðja ferðin er á Þórsmörk og
er það iy2 dags ferð.
Fjölmennt hefur verið í
Þófsmerkurferðum Ferðafé-
lagsins frá því að hið nýja
sæluhús þess var tekið í notkun
og má gera ráð fyrir að svo
verði í framtíðinni. Berjalönd
eru mikil á Þórsmörk og loks
má geta þess að hún er jafnan
fegurst á haustin þegar lauf
trjánna fær á sig hina fjöl-
breytilegu haustliti.
Þýzkur búktaiari og töframaður
skemmtir a& Rö&li.
Taiar 12 þjóðtungur og ætfar að læra
íslenzku.
Á morgun kemur hingað
jiýzknr biíktalari og töframaður
og skemmtir á Röðli næstu
þrjár vikur.
Heitir hann Fred Colling og
er mjög þekktur í Evrópu og
hefur skemmt víða um lönd.
Talar haiin tólf tungumál og
lofar að taka að minnsta kosti
helminginn af prógramminu á
íslenzku eftir þrjá daga.
Byrjar hann að skemmta á
Röðli annað kvöld og skemmtir
í báðum sölunum.
Verður hann hér í þrjár vik-
ur og skemmtir öll kvöldin
nema á mánudagskvöldum.
Verður breytt prógramm á
hverju kvöldi.
Með honum verða alltaf ís-
lenzkii’ skerimtikraftar.
Tyrklandsforseti
heimsækir Tító.
Einkaskeyti frá AP.
Belgrad í morgun.
Tyrklandsforseti, dr. Bayar
er kominn í opinbera heimsókn
til Júgóslavíu. Stendur hún yfir
í 8 daga.
Þegar forsetinn steig fæti sin-
um á júgóslavneska grund var
skotið af fallbyssum honum til
heiðurs. — í dag fagnar Tito
forseti honum í Belgrad, höfuð-
borg landsins.
Barnaskólarnir hefjast . næst-
komandi laugardag. Samkvæmt
manntali eiga að sækja barna-
skólana í Reykjavík 7246 börn í
vetur, en ekki er búizt við nema
um 6550 börnum.
Börn þessi skiptast þannig í
aldursflokka: 7 ára 1394, 8 ára
1274, 9 ára 1213, 10 ára 1132, 11
ára 1114 og 12 ára 1061.
Ekki er nægilegt húsnæði fyr-
ir allan þennan hóp sem stendur
og er þvi ljóst, að það þarf stöð-
ugt að byggja nýja barnaskóla.
Verið er nú að teikna nýjan
barnaskóla i Bústaðahverfi. Auk
þess er verið að byggja tvo smá-
harnaskóla, annan við Eskihlíð
og hinn við Háagerði. Hvor
þeirra um sig tekur um 225 börn.
Gert. er ráð fyrir, að þeir verði
tilbúnir i október og vonandi
fyrri hluta mánaðarins, í þessum
skólum éiga að vera 7 og 8 ára
börn.
Eins og stóð i auglýsingu i
Visi í fyrradag, hafa 7 og 8 ára
börn á þessum svæðum ekki
verið kölluð i skóla vegna þess,.
að ekki þótti taka því að láta
þau fara i ðra skóla fyrir svo
stuttan tima.
1 dag eiga. börn, sem ekki hafa
komið áður til innritunar að
koma til skráningar i barnaskóí-
ana, en kennsla hefst á laugar-
dag.
1000 bestar af heyi
brentia a5 Geldiitgalæk.
í gærkvöldi kom upp eldur
í hlöðu að Geldingalæk í Rang-
árvallasýslu. Hlaðan gereyði-
lagist og auk þess um þúsund
hestar af heyi. Tvær súrheys-
gryfjur voru í hlöðunni, fullar
af heyi og má búast við að hey-
ið í þeim sé meira og minna
skemmt af vatni. Fjós var áfast
við hlöðuna og tveir skúrar og
tókst að verja hvorttveggja.
Einnig tókst að verja íbúðar-
húsið, sem stóð skammt frá. —
Tjónið, sem bóndinn varð fyrir,
er tilfinnanlegt.
Nakin stúlka á
sundi í höfninni.
í morgun var lögreglunni til—;
kynnt að stúlka hefði fallið . í
höfnina og væri þar .á sundi.
Lögreglan fór á staðinn og dró
stúlkuna, sem var allsnakin, upp
úr höfninni. Var henni hjúkrað
unz hún hresstist og jafnaði sig.
Slys.
Snemma, í. gærmorgun varð
slys í Pípuyerksmiðjunni. Vildí
það til með þeim hæti að maður
nokkur, sem var að taka grjót
af bifreið varð fyrir steini. Féll
steinninn í höfuð manrisins og
hlaut maðurinn nokkúrn áverka
af. Hann var fluttur í Lands-
spitalann til athugunar og að-
gerðar.
Slökkvilið á ferð.
Á fjórða timanum í nótt sá
bílstjóri nokkur hvar reyk lagði
upp úr húsagarði bák við Kex-
verksmiðjuna Esju. Gerði hann
slökkviliðinu aðvart, sem fór á
staðinn og fann þá eld í sorp-
tunnu. Ekki hlutust af þessu
neinar skemmdir.
„isólfi" vísað frá Akranesi
vegna verkfailsins.
Togarinn ísólfur kom til Akra-
ness í fyrradag af Grænlands-
miðum.
Ætlaði togarinn að landa þar,
en vegna vinnustöðvunárinnar
var togarinn játinn fara aftur og
mun hann hafa siglt austur á
Fáskrúðsfjörð og landað þar.
Kanada hefir leyft aukinrt
útflutning til landanna
austan tjalds. Þó er ekki
leyfður útflutningur þang-
að á stáli og öðrum málm-
um, vélum, sem hernaðar-
not gætu orðið af, né skip-
um.
Eru menn Onassis vei&iþjófar?
Hvalveiðifloti hans verður rekinn af
miðunum við Perú.
Einkaskeyti frá AP. —
Kaupmannahöfn í gær.
Það geíur farið svo, að her-
sklp frá Peru hrekji hvalveiði-
flota Grikkjans Onassis frá
hvalveiðimiðunum undan Peru-
ströndum.
Leiðangur þessi er nú á leið
til vesturstrandar Ameríku, og
hefur ekki heimild til að stunda
hvalveiðar samkvæmt þeim al-
þjóðareglum, sem nú eru í gildi.
Stafar það af þvi, að leiðangur-
inn telst þýzkur, og Þjóðverjar
hafa engan „kvóta“ meðal
hvalveiðiþjóða heimsins.
Fulltrúi Peru í eftirlitsnefnd-
inni með hvalveiðum hefur
krafizt þess, að nefndin taki
afstöðu í máli þessu, en þar, til
það verði, muni floti Perus
stökkva „veiðiþjófum“ á brott.
Nefndin heldur einmitt fundi
sína nú í Kaupmannahöfn.
Omossis er fæddur Grikki,
hefur argentínskan borgara-
rétt, skrifstofur í Monaco og
London og gerir hvalveiði-
flota sinn át frá Kiel.
Peru ætlar að hafa eftirlit
með öllum „veiðiþjófum“ í allt
að 200 mílna fjarlægð frá landi,
en fulltrúar þess benda á, að
ráðstafanir þessar sé engan
veginn gerðar vegna Onassis.
Fyrir Peru vaki aðeins að hval-
stofninn við strendur landsins
verði ekki upprættur með
gegndarlausri veiði. Muni þess
vegna verða haft eftirlit með
öllum þeim leiðöngrum, sem
hlíti ekki alþjóðareglum.
Franskur leiðangur er einnig
á leið til miðanna við Peru, og
mun hann einnig vera „ólög-
legur“ að dómi Perumánna, svo
að honum mun einnig verða
stökkt af miðunum þar.
Minnst drukknaðra
Frakka.
Hér er um þessar mundir
stödd frönsk hersnekkja, Ailette.
Klukkan ellefu í morgun fór
skipstjórinn með sveit manna
suður í gamla kirkjugarðinn, þar
sem hann lagði blómsveig að
minnisvarða franskra manna, er
drukknað hafa hér við land, en
varðinn var afhjúpaðu í 'sumár.
Viðstaddir voru sendiherra
Frakka hér og utanrikisráðberra.