Vísir - 03.09.1954, Blaðsíða 8
VÍSIR er ódýrasta blaðið og þé það fjöl-
breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg
gerist áskrifendur.
mimnm.
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftix
10. hver-s mánaðar fá blaðið ókeypis ttl
mánaðamóta. — Sími 1660.
Föstudaginn 3. september 1954
Efnt til vikulegra ferða
tií Bíidudais í haust.
Að vori verður ferðunum fjölgað.
Guðbrandur Jörundsson sér-
leyfishafi á vesturleiðum kom
úr fyrstu áætlunarferð sinni
til Patreksfjarðar os Bíldu-
dals um miðnætti í fyrrinótt.
Guðbrandur tjáði Vísi í gær
að ferðin hvora leið myndi und-
jr venjulegum kringumstæðum
taka um 14 klukkustundir. En
smábilanir komu fyrir í bíln-
um á báðum leiðum og ollu
lítilsháttar töfum.
Lagt var af stað héðan á
þriðjudagsmorgun kl. 8 að
morgni og komið til Patreks-
fjarðar kl. 12 á miðnætti, en
þar var síðustu farþegunum
skilað. Síðan hélt bíllinn áfram
til Bíldudals um nóttina og
lagði af stað þaðan kl. 7 ár-
degis í fyrramorgun.
Um leiðina sagði Guðbrand-
tir að hún væri seinfarin á
köflum, en einkum þó Kolla-
firðinum, þar sem vegagerð
stendur yfir, svo og á Þing-
mannaheiði og Þingmannadal.
Þar standa klapparnef upp úr
veginum og vantar ofaníburð
svo að leiðin er þar mjög sein-
farin sem stendur.
Guðbrandur sagður að þessi
fyrsta áætlunarferð til Patreks-
fjarðar og Bíldudals hafi vakið
mikla athygli fólks vestra, sem
vildi fá að vita hvort hægt
yrði að' treysta á reglubundn-
ar áætlunarferðir í framtíð-
5nni. Kvaðst Guðbrandur myndi
efna til vikulegra ferða vestur
í haust á meðan tíðarfar og
færð leyfðd. Sagði hann að ef
tiðarfar versnaði til muna og
rigna tæki að ráði, mætti búast
við að leiðin í Kollafirðinum
yrði torfær þar til vegalagn-
ingu yxði lokið.
Flugvallarstæði
í Gufudalssveit.
í leiðangri Slysavarnafélagsins
nm Vesfirði var reynt að hafa
björgunaræfingar, þar sem þess
var óskað og hægt var að koma
|»ví við.
í Gufudalssveit var gerð at-
hugun á heppilegu flugvallar-
stæði til lendingar fyrir sjúkra-
flugvél félagsins, sem hinir. ungu
menn sveitarinnar hafa mikinn
áhuga á að koma upp.
Eins og kunnugt er, eru Vest-
firðingar áhugasamir um öll
slysavarnamál og hafa komið á
hjá sér góðu skipulagi varðandi
þau mál.
Að ári býst Guðbrandur við
að fjölga ferðum og efna þá
til a. m. k. tveggja ferða í viku.
Hyggst hann þá að setja svefn-
vagn eða samsvarandi búinn
vagn á a. m. k. nokkurn hluta
leiðarinnar svo farþegarnir
gætu hvílst og sofið. Væri slíkt
nauðsynlegt á jafn langri og
erfiðari leið. Hann sagði enn-
fremur að ef vesturkaflar leið-
arinnar væru lagfærðir og
bættir mætti komast á leiðar-
enda á 12 klst. og myndi það
muna miklu fyrir farþegana.
I þessari fyrstu ferð voru
18 farþegar vestur en 9 til
baka.
Eftirleiðis í haust verður far-
ið vestur á þriðjudögum og
komið til baka á miðvikudög-
um.
IHcCarthy sætir
gagnrýni.
Þingnefndin, sem skipuð var
fil að athuga framkomu Mac-
Carthys og samstarfsmanna
hans gagnvart Stevens ráð-
herra gat ekki orðið sammála
um nefndarálit.
Meirihlutinn, 4 republikanar,
skilaði áliti, og komst að þeirri
niðurstöðu, að McCarthy hefði
átt að hafa betra taumhald á
starfsmönnum sínum Cohn og
Schine. Um Stevens segir, að
hann hefði getað mótmælt
kröftuglegar, er hann taldi að
að sér kreppt um að taka á-
kvarðanir gegn viljá sínum, en
ekkert lægi fyrir til sönnunar
því, að Stevens væri hliðhollur
kommúnistum.
3 demokrataþingmenn hafa
skilað séráliti og gagnrýna þeir
McCarthy harðlega og sam-
starfsmenn hans. Telja þeir
framkomu McCarthy óafsakan-
lega með öllu.
Brezki sendiherrann og mr. Goffin athuga fyrirkomulag brezku
bókasýningarinnar, sem verður opnuð á morgun.
Otympíiimeista rfitn WhitfieM
keppir hér á meistaramótinu.
Hann keppir í 400 m. hlanpi.
Færri fá bíla
en vilja.
Mikill fjöldi umsókna hefur
Innflutiiingsskrifstofunni borist
um bifreiðar, en umsóknarfrest-
urinn var átrunninn 31. ágúst.
Að vísu hafa umsóknirnar-
ekki verið taldar ennþá, en
augljóst þykir að þær séu.
margfallt íleiri en bifreiðar
þær, sem ráðgert er að flytja.
inn og búast má við að enn sé, .
eitthvað ókomið af umsóknum
utan af landi, sem póstlagðar
hafa verið fyrir 31. ágúst.
Eins og auglýst var, þegar
hinn nýi innflutningstollur var
lagður á bílana, urðu þeir sem
þá höfðu sótt um gjaldeyris-
leyfi fyrir bílum að endurtiýja
umsóknir sínar, en þá lágu
fyrir nokkur þúsund umsóknir.
Vitáð er að fjölmargir þeirra
er áður höfðu sótt um, hafa nú
endurnýjað umsóknir sínar, en
einnig hafa borist mjög margar
nýjar umsóknir.
De Gasperi fyrir-
gaf Guareschi.
ííóm í gær.
De Gasperi, fv. forsætisráð-
herra Ítalíu, og rithöfundurinn
Giovanni Guareschi sættust
heilum sáttum skömmu fyrir
andlát Gasperis.
Höfðu þeir verið vinir, þar
til Guareschi níddi de Gasperi
með birtingu falskra skjala og
var dæmdur í árs fangelsi fyrir.
Skömmu fyrir andlát sitt skrif-
aði de Gasperi þessum forna
vinr sínum og kvaðst fyrirgefa
honum róginn.
Herjaferð i
HækSngsdafl.
Ferðaskrifstofa ríkisins efnir
til berjaferðar í Kjós n. k.
sunnudag kl. 10 árdegis.
Verður ekið í Hækingsdal og
er þar mjög gott berjaland. Sér
skrifstofan um tínsluleyfi fyrir
þá, sem þátt taka í ferðinni.
Einnig verður farin skemmti-
ferð að Geysi og Gullfossi og
verður komið við í Skálholti og
skoðaðar fornminjarnar, sem
unnið hefur verið við í sumar.
í þá ferð verður lagt af stað kl.
9 árdegis.
Á sunnudag verður farinn
hringurinn Krísuvík — Selvög-
ur — Hveragerði (viðkoma í
Strandarkirkju) — Þingvellir.
DuSIes utanríkisuláðherra er
nú á leið til Malan á Filips-
eyjum. Hann sagði við
fréttamenn í gærkvöldi, að
hann væri vongóður um
einingu á ráðstefnunni um
varnir SA-Asíu.
Hinn heimsfrægi bandaríski
millivegalengdahlaupari, Mal
Whitfield, kom hingað til lands
í gærmorgun og mun keppa hér
á morgun.
Whitefield er á ferðalagi á
vegum bandarískra sendiráðsins,
en Frjálsíþróttasamband Islands
annast móttökur hans hér. Auk
þess sem hann keppir hér í Rvík
mun hann halda fyrirlestra hér
og á Akureyri um þjálfun iþrótta
manna og jafnframt sýna kvik-
myndir, m. a. frá Ólympíuleik-
unum í Helsingfors 1952.
Þegar Whitfield hefur lokið
dvöl sinni hér ferðast hann til
Júgóslavíu, Nigeriu, Belgiu,
Kongo, Egyptalands, Iran og Pak
istan.
Kl. 2 á morgun hefst siðari
hluti Meistaramóts íslands á
íþróttavellinum, og verður þar
keppt í tugþraut, 10 km. hlaupi
og 4X1500 m. hlaupi, og loks
verður 400 m. hlaup aukagrein á
mótinu en í því keppir Whitfield,
en með honum munu hlaupa Þór-
ir Þorsteinsson, Hörður Haralds-
son og ef til vill fleiri.
Wliitfield varð Ólympiumeist-
ari i 800 m. hlaupi á leikunum i
London 1948 og aftur í Helsing-
fors 1952.
Fískafiinn:
Var 273,6 þis.
lestir í júMok.
Ferðalög með
Loftleiðwm.
f ágústmánuði ferðuðust 1553
farþegar með flugvélum Loft-
leiða.
Flutt voru 27.212 kg. af far-
angri. 7827 kg. af vörum og
1713 kg. af pósti.
Félagið heldur uppi þrem á-
ætlunarferðum í viku hverri
milli meginlanda Evrópu og
Ameríku, en svo mikil var
eftirspurnin eftir flugförum að
fara þurfti eina aukaferð í síð-
astl. ágústmánuði.
Afráðið er nú að tvær eða
þrjár aukaferðir verði farnar
1 þessum mánuði til viðbótar
hinum föstu áætlunarferðum
félagsins.
Snúið frá í Himabja.
London (AP). — Leiðangur
frá Cambridge-háskóla, sem
ætlaði að klífa Rakaposhi-tind
Himalaja, hefir orðið frá að
hverfa.
Veður var óvenjulega óhag-
stætt í fjöllunum norður af
Indlandi í ágúst, svo að leiðang-
ursmenn voru orðnir nær ör-
magna, þegar þeir voru komnir
í rúmlega 20,000 feta hæð
Fjallið er rúmlega 25,000 fet.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Vísir hefir fengið hjá Fiski
félaginu nam heildaraflinn i
júlílok 273,0608 lestum en í
fyrra 242.597 1.
Til frystingar hafa farið
122.379 1. (í fyriia 66.830), í
herzlu 47.102 1. (í fyrra 71.231),
til söltunar að meðt. síld
82.735 1. (í fyrra 87.817). Síld
til söltunar 4610 1., en í fyrra
á sama tíma 16.936, í bræðslu
14.842 lestir, í fyrra 12.421.
Heildarsíldaraflinn nam í
júlílok 20.441 lest, en í fyrra á
sama tíma 31.323 lestum.
Aukakeppni í
frjálsum íþróttum.
í sambandi við lokakeppni
Meistaramóts íslands 1 frjálsum
íþróttum sem fram fer hér £
bænum um helgina verður
einnig keppt í nokkrum auka-
greinum.
Svo sem áður hefur verið
skýrt frá verður keppt í tug-
þraut, 4X1500 metra boðhlaup
og 10 km. hlaupi á meistara-
mótinu á laugardag og sunnu-
dag.
En aukagreinar, sem keppt ,
verður í þessa sömu daga eru-.
kringlukast, 1000 metra boð-
hlaup, stangarstökk, kúluvarp,
200 metra hlaup og 800 metræ
hlaup.
Jámbrautarslys
á FiEippseyjum.
Einkaskeyti frá A.P.
Manilla, í morgun.
Mikið járnbrautarslys hefir
orðið á eytmi Negros, sem er ein
Filipseyja.
Varð manntjón mikið og ætl-
að, að er öll kurl eru komin
til grafar komi í ljós, að upp
undir 100 manns hafi farizt.
Þegar er kunnugt um 50
manns, sém farizt hafa og yfir
50 meiðst, sumir hættulega, og
ekki líf hugað. Auk þess er
saknað fólks, sem kann að hafa
farizt.
Ekki er vitað með vissu
hvernig slysið bar til, nema að
orsök þess var, að jámþrautar-
lest, sem flutti trjáboli, rann
af sporinu,
Sprenging í flug-
síöðvarskipi.
Einkaskeyti frá A.P.
London, í morgun.
Sprenging varð í nótt í flug-
vélaskipinu Eagle og beið einn
maður bana og annar særðist..
Ekki er kunnugt um orsök
sprengingarinnar, en málið er í
rannsókn. — Sprengingin mun
hafa orðið í rannsóknarstofu. —
Skemmdir á skipinu af völdum
hennar munu vera litlar.
Vélbáti stolið
f fyrrinótt var litlum vélbátii
(trillu) stolið frá Ægisgarði í
Reykjavíkurjiöfn og hefur haim
ekki fundizt síðan.
Báturinn er 18 feta langur
grár að ofan en grænn að neð-
an með 8 hestafla StuartvéL
Báturinn var óskrásettur og
nafnlaus.
Rannsóknarlögreglan biður
þá sem gefið geta upplýsingar
um bát þenna að láta sig vita
þegar í stað.
Hitar hafa verið í Bret-
landi undanfarna daga og
uppskeruveður gott en til
skámms tíma höfðu menn
miklar áhyggjur af veðrinu
uppskeíunnar vegha.