Vísir - 03.09.1954, Blaðsíða 4
V t S I R
Föstudaginn 3. september 1954
A
WISS38.
Ð A G B L A ©
Ritstjóri: Hersteinn Páisaoa.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónnon.
Skrifstofur: Ingólfsstrseti 3.
Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.3T.
AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1860 (flmm Unur).
Lausasala 1 krónm.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Stúdentar fá laun.
Tveir rauðleitir stúdentar eru fyrir skemmstu komnir austan
úr Þýzkalandi — austanverðu að sjálfsögðu — og eru þeir
látnir vitna í Þjóðviljanum í gær. Er það, sem eftir þeim er
haft, eitthvert broslegasta rugl, sem lengi hefur sést á prenti
hér, og er leitt til þess að vita, að ekki skuli vera hægt að
ganga alveg úr skugga um það, hvort vitleysan er beint frá
þeim félögum komin eða blaðamaðurinn hefur lagað hana í
hendi sér, til þess að hún passaði betur í kramið.
Þeir förunautar skýra frá því, að stúdentar séu á launum í
Austur-Þýzkalandi, meðan þeir stunda nám þar. Hefði þetta
mátt koma fram fyrri, því að svo oft hefur Þjóðviljinn birt
fregnir og frásagnir frá Austur-Þýzkalandi, en haldið þessu
vandlega leyndu, hva’S sem því kann að valda. En í þessu
sambandi er ein.-ennilegt, að þeir félagar skyldu ekki fá neina
ákveðna tölu um fjölda stúdenta í háskólum Austur-Þýzkalands.
Kommúnistar eru tölvísindamenn góðir, og það hefði að
minnsta kosti mátt fylla þá félaga með nokkrum prósentu-
tölum um það, hversu mjög fjöldi stúdentanna hefði farið
vaxandi austur þar síðustu árin.
Á einum stað segja þeir félagar: „Eitt af því fyrsta, sem
við rákum augun í í Vestur-Berlin, var leikfangabúð, þar sem
.-stillt var út skriðdrekum og hverskyns stríðstólum í smækkaðri
mynd sem barnaleikföngum að amerískum sið. í austurhlut-
anum var hinsvegar allt öðru máli að gegna, enda er þar allt
gert til þess að ala börnin upp í anda friðar og vináttu. Yfir-
leitt má segja, að aðbúnaður æskunnar sé þar aðdáanlega
,góður.“
Já, það mun vera allt öðru máli að gegna í austurhlutanum,
því að þar eru skriðdrekarnir ekki sem leikföng, eða ekki voru
þeir það rússnesku skriðdrekarnir, sem notaðir voru til þess að
bæla niður byltingartilraun verkalýðs Austur-Berlinar fyrir
rúmu ári, þegar þeir risu upp vegna þess ástands, sem sjálfir
foringjar kommúnista þar lýstu yfir að hefði verið orðið óþol-
andi,. En í þessu efni vita kommúnistar utan af íslandi vitan-
lega allt miklu betur en þeir sjálfir, sem fengið hafa að kynnast
.sælunni frá því að styrjöldinni lauk.
Að sjálfsögðu minnast ferðafélagarnir ekkert á það, hvernig
matvælaástandið hafi verið þar eystra. Þó er ósennilegt, að
’þeir hafi verið látnir svelta því ekki mun slíkt venja, þegar
um góða gesti er að ræða hjá kommúnistum. Hefði þeir því
átt að geta þess með góðri samvirzku, að þar skorti engan
neitt, allir hefðu nóg að bíta og brenna. Hefði, það verið í
samræmi við annað að þeir sæu það, sem valdhafarnir koma
ekki auga á, valdhafarnir, sem voru ekki alls fyrir löngu að
þiggja gjafakorn frá aBndaríkjunum, eins og menn rekur
minni til.
Og af því að annar stúdentanna leggur stund á guðfræðinám
við háskólann hér, hefði ekki verið úr vegi, að hann upplýsti
aðbúnað kirkjunnar austur þar, því að vitanlega ríkir þar
algert frelsi í trúmálum eins og öllum öðrum efnum. Og satt er
það, að kommúnistar í Austur-Þýzkalandi hafa veitt nokkurt
fé til kirkjunnar að undanförnu, þar sem þeir þora ekki að (
berja trúna niður með harðri hendi, meðan þeir eru ekki|
fastari í sessi en raun ber’vitni, en hinsvegar hafa þeir rokið ^
til og minnkað framlög þes§i nýverið, eða síðan Ígndsfeðurnir j
austur í Moskvu tóku sig til og hófu herferð gegn trúarbrögð-
unum, sem enn eimir af meðal þjóðarinnar þrátt fyrir áratuga
kúgun. En sennilegt er, að hvorki Þjóðviljinn né guðfræði-
neminn hafi sérstaklega mikinn áhuga á þessu máli, og er
þá eðlilegt, að það sé látið liggja milli hluta.
Þótt þessir tveir ferðafélagar þykist hafa frá ýmsu að segja,
fara þeir því miður fram hjá því, sem Þjóðviljinn ætti að hafa
mestan áhuga á — aðbúnaði alþýðu manna í þessu ríki
kommúnista. Það verður vart skilið á annan veg en þann, að
bezt sé að segja sem minnst um það efni, því að vitnanir stjórn-
arherranna fyrir skemmstu gefa ekki í skyn, að þaðan sé neitt
gott að frétta. En að öðru leyti virðast þeir félagar hafa ferðazt
.að mestu leyti blindir á augum eða skynsemi, og getur slikt
verið heppilegt, þegar satt má ekki segja, en ekki hægt að
jcoma skreytni við.
,VeruJeikinn var fegurri
en draumurinn..."
Viðtal við Richard og Bertu Beck.
Dr. Richard Beck prófessor
og kona hans, frú Berta eru
stödd hér á 3ja mánaða ferða-
lagi sínu um Norðurlönd.
Komu þau hingað frá New
York 2. júlí síðastliðinn og
dvöldust þá hér til 24. júlí, én
þá fóru þau til Noregs og
Danmerkur, en þaðan koma
þau nú.
Meðan þau dvöldust hér,
ferðuðust þau um alla lands-
hluta og voru á mörgum sam-
komum. Meðal annars heim-
sóttu þau ættarslóðir frúar-
innar, Þykkvabæinn.
Frú Berta er fædd í Dakota.
Afi hennar og amma fluttust
vestur árið 1885 og foreldrar
hennar litlu seinna. Faðir henri-
ar var af hinni kunnu Víkings-
lækjarætt, en móðir hennar af
Melsætt. Er þetta í fyrsta skipti I
sem frúin kemur til íslands, og
er þau hjónin komu í Þykkva- j
bæinn var þeim haldið sam-
sæti þar og tóku þátt í því
60—70 manns, allt skyldfólk
frúarinnar.
Einnig fóru þau í boði Há-
skólans austur í Fljótshlíð og
skoðuðu sögustaði, svo sem
Hlíðarenda, Bergþórshvol,
Keldur o. fl. staði.
Þá fóru þau hjónin norður
í land í boði ríkisstjórnariim-
ar, til Siglufjarðar og víðar og
skoðuðu sögustaði. Voru þau
mjög heppin með veður. Síðan
fóru þau landveg um Eyjafjörð,
Ásbyrgi að Dettifossi og aust-
ur á land á ættarslóðir pró-
fessorsins, en han er fæddur á
Svínaskálastek í Reyðarfirði og
alinn upp á Litlu-Breiðuvík.
Á afmælisdag prófessorsins,
9. júní, voru þau hjónin stödd
á ísafirði. Var þeim þá haldið
samsæti þar. Töluðu þar
Þoi'leifur Bjarnason kennari og
Ragnar H. Ragnars, en kvæði
flutti Haraldur Leós.
Prófessor Richard Beck kom
upphaflega hingað sem fulltrúi
Þjóðræknisfélagsins og segir
frú Berta, sem kemur hingað í
fyrsta sinn að í þessari ferð
hafi veruleikinn verið fegurri
en draumurinn, og kveðast þau
hjón bæði fara héðan með
meiri virðingu en áður á landi
og þjóð.
Frú Berta var sérstaklega
hrifin að af að koma að
Reykjalundi og dáðist mjög að
framkvæmdum, en hún er
sjálf fyrrverandi forseti berkla-
varna í North Dakota. Þá dáð-
ist hún mjög að íslenzkri mál-
aralist, og þótti hún merkileg,
þótt ung sé.
Prófessor Beck þótti mikið
koma til framkvæmda hér á
landi svo á andlega sviðinu
sem á hinu efnalega.
Eru þau hjónin, .prófessor
Beck og frú Berta kona hans,
meðal beztu fulltrúa íslands á
erlendum vettvangi. * 1
Var fyrst aiufstæðingur Zeppe-
lins, síðan eftírmaður hans.
Dr. Hugo Eckener látSnn í Pýzkalandi.
Þann 14. ágúst síðastliðinn
lézt í Þýzkalandi dr. Hugo
Eckener, sem varð aðalflug-
maður stýranlegra loftskipa
eftir að hann hafði lýst því yf-
ir, að þau væiiu einskis virði.
I greinum, sem dr. Eckener
skrifaði áður fyrr í Frankfurter
Zeitung um Ferdinand Zeppe-
lin greifa, kallaði hann til-
raunir hans „loftkastala loft-
greifans". Allt um það hittust
þessir tveir menn og tefldu
saman, og þannig fói', að
Zeppelin greifi gerði Dr. 'Eck-
ener að jafnmiklum áhuga-
manni um flug og hann var
sjálfur.
Dr. Eckener varð heimsfræg-
Ur 1924, þegar hann flaug ZR-3
frá Þýzkalandi til Lakshurst.
Fimm árum seinna flaug dr.
Eckener Graf Zeppelin til
Lakehurst, og heim aftur til
Friedrichshafen í Þýzkalandi.
Méðan heimurirín dáðist að
þessu flugafreki lagði Graf
Zeppelin áf stað austur á bóg-
inn í hringferð um heiminn.
Hann flaug frá Friedrischs-
hafen til Japan á 101 klukku-
stund og 53 mínútum. Fáein-
um dögpm seinna lagði hann
af stað yfir Kyrrahafið og kom
til Los Angeles eftir 78 klukku-
tíma og 58 mínútna flug. Þaðan
var haldið áfram til Lakehurst
og þaðan til Friedrichshafen
aftur .og hafði flugið umhverfis
iörðina tekið 288 klukkutíma
og 14 mínútur.
Dr. Eckener var fæddur 10.
Hinir mörgu ágætu leikvellir,
sem gerðir iiafa verið i bænum
siðari árin, og bæjaryfirvöldin
hafa reynt að gera eins vel úr
garði og unnt hefur verið, liafa
komið margri húsmóðurinni vel.
Þar geta börnin leikið sér óhult
fyrir allri bíláiimferð, en allra
leikvalla bæjarins gæta konur,
eru á verði um að böniin fari sér
ekki að voða og eru ávallt til
taks, ef eitthvað kemur fvrir.
Börn gleyma sér oft.
En þegar börnin eru að leik
geta þau oft gleymt tímanum, og
ef þau'eru ekki sótt, er varla að
búast við því að þau átti sig á
því þegar matmálstími er kom-
inn. Um þetta ritar ein móðir
Bergmáli og fer bréf hennar hér
á eftir: „Mig langar til þess að
biðja Bergmál um að birta frá
mér nokkrar línur, sem mættu
gjarnan kallast ábending til
þeirra gæzlukvenna, sem hafa
þann starfa á hendi að gæta leik-
vallanna. Mæður, sem enga hús-
hjálp hafa og eiga erfitt með að
fara að lieiman nota sér það ó-
spart að senda stálpuð börn á
leikvellina til þess að þau séu að
leika sér úti.
Gleymt tímanum.
Þegar börnin eru svo að leika
sér gleyma þau alveg timanum
og koma ekki heim til sín fyrr
en þau eru orðin þreytt á leikn-
um og svöng í þokkabóta. Á þessu
mætti ráða þá bót og er það til
lagan, sem ég ætlaði að koma
fram með, að gæzlukonurnar
segðu börnunum til þegar klukk-
an væri að verða 12 á hádegi og
einnig þegar hún nálgast sjö að
kvöldi. Með þessu móti myndu
þær gera ýmsum mæðrum mik-
inn og góðan greiða. Flest myndu
börnin hlýða því að fara heim í
mat, þótt undantekningar gætu
verið. En við það geta auðvitað
gæzlukonurnar ekki ráðið. Marg-
ar mæður, sem auk barnanna,
sem eru að leika sér á leikvelli,
eiga ungbarn herna, sem þær geta
ekki farið frá, myndu verða þakk
látar fyrir þessa hugulsemi.
Góð tillaga.
Vona ég svo að engin gæzlu-
kona styggist víð, þótt ég hafi
komið fram með ofanritað.“ —
Bergináli finnst tillaga móður-
innar ágæt, en vill aðeins benda
á að gæzlukonur sumra leikvalla
liafa -þráfaldlega bent börnunum
á -það, þegar mahnálstími hefur
verið að nálgast og beðið þau að
fara heim. Aftur á móti er sjálf-
sagt að þetta komi fram, ef það
gæti orðið til þess að tekin yrði
upp þessi regla almennt á leik-
völlum. Það segir sig sjálft, að
mörgum mæðrum kemur þetta
vel og útlátalaust er það fyrir
gæzlukónur vallanna. — kr.
ágúst 1868 í Flensburg í
Schleswig-Holstein í Þýzka-
landi og var sonur tóbakskaup-
manns. Hann stundaði nám í
háskólunum f Múnchen og
Berlin.
í maímánuði 1937 brann
Zeppelin-loftfarið Hinderburg,
þegar það var að lenda í Lake-
hurst og fórust 36 manns. Dr.
Eckener var þá á fyrirlestra-
ferð í Ástsalíu.
Hann fór heim til Þýzkalands
og hófst þegar handa um bygg-
ingu nýs Zeppelínloftfars í stað
þess gamla.
Árið 1948 var hann ákærður
fyrir að hafa verið meðlimur
nazistaflökksins og stríðs-
gróðamaður, en sýknaður sama
ár af þeirri ákæru.