Vísir - 04.09.1954, Side 4

Vísir - 04.09.1954, Side 4
VtSlB Laugardaginn 4. september 1954 S&GBL&B Ritstjóri: Hersteinn P&ksoiL Auglýsingastjóri: Kristján Jóðmob. Skriístofur: Ingólfsstrætl 1. Otgeíandi: BLAÐAtJTGÁPAH VlSIR E-». AtgreiQsia: Ingóllsstræti 3. Síroi IC&0 (timro ilimr). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan ki. Fyrir fmtmtán árum. Um siðustu mánaðamót voru liðin fimmtán ár síðan annari heimsstyrjöldinni var hleypt af stað með því að Hitler gaf herskörum sínum skipun um að ráðast á Pólverja. Tveim dögum síðar sögðu svo Bretar og Frakkar Þjóðverjum stríð á hendur, þar sem þeir vildu ekki hætta við árásina á Pól- verja og draga hersveitir sínar til baka, eins og stjórnir Breta og Frakka höfðu farið fram á. Að þessu hafði vitanlega verið nokkur aðdragandi. Hitler hafði sífellt færzt í aukana og ágengni hans við nágrannana varð æ meiri, enda þótt hann gerði einnig griðasáttmála við ýmsar þjóðir, til þess að sefa ótta þeirra. Bretar og Frakkar slógu lengi undan. ] ar til þeim ofbauð loks eftir hernám allrar Tékkóslóval-íu, og þeir gerðu samning við Pólverja, þar sem þeir skuldbundu sig til að tryggja sjálfstæði landsins, en Hitler hafði þá sýnilega ætlað sér að snúa sér næst gegn þeim, því að þar var þjóðernisbrot, sem hann vildi „bjarga.“ Bretar og Frakar vildu einnig fá Rússa í lið með sér gegn Þjóðverjum, og gerðu út menn til viðræðna við Stalín og stjórn hans. En eins og góður kaupmaður — kapitalisti? — vildi Stalin vita um boð beggja, og þess vegna hleraði hann einnig eftir þeim kjörum, sem hann gæti fengið hjá Hitler ef hann gerði viðskipti við hann en ekki Breta og Frakka. Og endirinn varð sá, að Hitler gat boðið betur, því að hann gat boðið mikil lönd og milljónir manna, sem þá félaga munaði ekki um að kúga, þegar þeir hleyptu styrjöldinni af stað. Rússar og Þjóðverjar gerðu með sér sáttmála um grið sín á milli og skiptinu ránsfeng í ágúst-mánuði 1939, og er svo var komið, mátti sjá, að styrjöld mundi skella á, því að Hitler hafði þá tryggt það, að Rússar gerðu honum ekki aðeins engar skráveifur heldur bókstaflega hjálpuðu honum, þegar tálmun- inni milli þeirra, Póllandi, hefði verið rutt úr vegi. Tókust líka ýmis viðskipti milli nazista og kommúnista, sem voru Þjóðverjum hagstæð, þar sem hergagnasmiðjur þeirra voru óseðjandi og ýmsar aðdráttarleiðir lokaðar eftir stríðsyfir- lýsingu Breta og Frakka. En enginn er annars bróðir í Ieik, og Hitler sánnaði það tveimur árum síðar, þegar hann afréð að ráðast gegn Rússum, samherjum sínum og góðu vinum. Munaði minnstu, að rúss- neski risinn yrði undir, en það varð honum til hjálpar að hann fékk mikla og skjóta hjálp frá Bandaríkjamönnum, er sendu þeim ógrynni allskyns nauðsynja. Er það hlálegt, að kommún- istastjórnin skyldi halda lífi fyrir tilverknað lýðræðisstjórnar, sem kommúnisminn hefur alltaf viljað feiga og allt það skipu- lag, því að með það fyrir augum gerði Stalín bandalagið við Hitler. Með sameiginlegum átökum tókst að leggja Hitler og banda- menn hans að velli, og munu þjóðir heimsins hafa haldið, er styrjöldinni lauk, að nú mpndi renna upp Fróðafriður, þar sem „brúna hættan“ væri úr sögunni. Eftir styi’jöldina voru fjölmörg lönd í sárum, heilar borgir í rústum, atvinnutækin eyðilögð og víða blasti hungur við, ef ekki yrði að gert. Það var þörf uppbyggingar, sem öllum kröftum væri beitt við, og vopnin lögð að öllu leyti til hliðar. En rússnesku valdhafarnir voru á annari skoðun. Lýðræðis- ríkin'höfðu að vísu forðað ríki þeirra frá glötun með mikilli og góðri hjálp, þegar Hitler sendi herskara sína austur á bóg- inn, en þakklætið var þeim ekki efst í huga. Það hafði mis- tekizt að hjálpa Hitler við að koma lýðræðisríkjunum á kné, en þau voru að mörgu leyti illa á sig komin eftir stríðið, og því var sjálfsagt að halda þar áfram, sem frá hafði verið horfið, þegar bardögum lauk í stríðinu. Síðan hefur kommúnisminn smám saman fært út kvíarnar, hneppt æ fleiri þjóðir í viðjar, og það er fyrir löngu ljóst orðið, að hættan, sem mannkyninu stafar af honum er enn meiri en af nazistum. Fyrir fimmtán árum vonuðu menn, að öllu mundi verða óhætt, ef nazisminn yrði upprættur. Nú er það greinilegt, að enn válegri tíðindi geta gerzt en þá virtust vofa yfir. Þau tíðindi væru, ef svo skipaðist í heiminum, að komm- únismanum tSekist að tvístra samtökum frjálsra þjóða o" bi’eiða sig ýfir þann hluta heimsins, sem enn hefur aðeins þekkt hina rauðu sælu af afspurn. Sovét-iistamenn í Þjó&teikhúsinu. Um þessar mundir gista frá- bærir listamenn frá Sovétríkj- unum ísland á vegum MÍRs, og komu þeir fram í fyrsta sinn á miðvikudagskvöld í Þjóðleikhúsinu. Píanóleikarinn Tamara Gúséva er gædd miklum gáfum og hefur hlotið hina beztu þjálfun. Auk þess hefur hún mjög sérstæðan persónuleika, þótt ung sé að árum. Kom hann berlega í ljós í frábærri með- ferð hennar á cismoll prelúdíu Rachmanninovs, því margjask- aða verki, sem henni tókst samt að glæða lífi. Eftirtektarverð var og meðferð hennar á tokkötu eftir Khatsjatúrían, og í tveim Chopin-verkum sannaði hún, að hún getur leikið það tónskáld væmnilaust. Klykkti hún út með verki eftir Liszt, leiknu af fullkominni tækni. Hnéfiðluleikarinn Mstislav Rostropovitsj er einnig ung'ur maður og vaxandi, sem ræður yfir fullkominni og fágaðri tækni, svo að vart verður lengra komizt; enda eru verk þau, er hann lék, ekki á færi annarra en virtúósa. Um báða þessa ágætu tónlistarmenn má hinsvegar segja hið sama og sagt hefur áður verið um kollega þeirra frá Sovétríkjun- um, að efnisval þeirra er tæp- lega í samræmi við sendíför til kynningar á sovét-list. Mun íslenzkum áheyrendum að sjálfsögðu leika hugur á að heyra nokkuð af nútímatónlist Sovétríkjanna, enda er þar um auðugan garð að gresja, ef marka skal þær deilur, sem um hana hafa staðið. Abram Markov annaðist undirleik hjá Rostropovitsj. Er hann Sfburða píanóleikari,-^svo sem ágæt frammistaða hans í kafla úr sónötu eftir Grieg b^r vitni um. Hann lék einnig und- ir fyrir listdansarana með að- stoð Þorvalds Steingrímssonar. Var þá komið að þeim dag- skrárliðnum, sem fæstir hefðu viljað af missa, listdansi ung- frú Írínu Tikhomírnóvu og dansfélaga hennar, Gennadí Ledjakks. Er þettá í annað sinn, sem fulltrúar hins nafntoga rússneska balletts koma hér fram, og eru þessir listamenn sýnu meiri en þeir, sem hér voru síðast. Ungfrú Írína hefur yfir afburða-tækni að ráða, enda ein af fremstu ballerinum Mikla leikhússins (Bolsjoi ( Teatr) í Moskva. Ledjakk hefur ^ að sjálfsögðu minna hlutverk, ' svo sem venja er, þegar slíkar listakonur eru annars vegar, en tækni hans er mikil og traust og hann hin geðþekkasti maður. Samdans þeirra í „adagíó“ úr Svanavatninu var mjög hugnæmur, og pas-de- deux úr Don Quixote var dans- að af mikilli kímni, og loks náði glaðværðin hámarki í kómískum vals eftir Mosj- kovski. Einnig dansaði ungfrú Írína hinn fræga eindans „Deyjandi svan“ eftir Fókín við lagið fagra eftir Saint- Saens. Var það ógleymanleg frammistaða. Að sjálfsögðu var listamönn- unum öllum vel fagnða og hlý- I lega, og bárust þeim blómvend- ir margir. Þrír íslenzkir listamenn önnuðust tvö milliatriði á milli dansanna. Lék Gísli Magnús- son „slætti“ eftir Grieg og Sæverud með lýtalausum full- komleik, og Guðmundur Jóns- son söng nokkur íslenzk lög með aðstoð Weisshappels. Var þeim einnig einkar vel fagnað. B.G. Stjórnín fús til að leggja deiluna um kaffið í gerð. „ Verkamannafélagið Dagsbrún hefur með bréfi sínu dags. 18. ágúst s.l., mótmælt þeim veilð- hækkunum sem orðið hafa á kaffi og telur þær vera brot á grundvelli kjarasamninga frá í.desmeber 1952. Að þessu tilefni hefur ríkis- stjórnin með bréfi, dags. 3. þ. m., tjáð Verkamannafélaginu Dagsbrún, að hún muni að sjálf- sögðu standa við öll sín fyrir- heit í þessu efni, en telji hins vegar að umrædd verðhækkun fari ekki í bág við þau fyrirheit, sem gefin voru í desember 1952. En þar sem upp er. kominn á- greiningur um þetta mál hefui: ríkisstjórnin tjáð sig fúsa til að hlíta úrskurði gerðarmanna eða dóms um ágreining þenna. Afstaða ríkisstjórnarinnar í þessu máli er því enn hin sama og hún tjáði Alþýðusambandi íslands í marzmánuði s.l. í til- efni mótmæla þess, út af verð- hækkun á kaffi, sem þá varð. (Frá félagsmálaráðuneytinu). Stjörnubíó : Glaðar stundir. „Glaðar stundir“ (HAPPY TIME) er gamanmynd frá „Columbiafélaginu. Hefur hún á sér svipaðan léttleikans og lífsgleðinnar blæ og franskar myndir, enda gerist hún í Quebec í Kanada, meðal fólks af frönsku bergi brotnu, sem haldið hefur tryggð við franska tungu og venjur. Kvikmyndin er lýsing á einni fjölskyldu að- allega. Húsmóðirin er banda- rísk og upp alin á annan hátt en maður hennar og skyld- menni hans, en í þeirra upp- eldi mótuðust þau af frönskum lífsskoðunum og venjum. Hér er bæði af alvöru og kímni tekið á þeim vandamálum, sem skapast er' unglingar eru að vakna til lífsins. — Kvik- myndin er veí leikin og mjög skemmtileg á köflum. Sérstaka athygli vekur frábær meðferð Charles Boyer á hlutverki föðursins, og Bobby Driscoll, sem leikur son hans á gelgju- skeiðsaldri, fer einnig ágætlega með sitt * hlutverk, en öðrum eru gerð mjög góð skil. — Drykkfeldi bróðurinn er og vel leikinn, en óskiljanlegt hvers vegna háttur þessa vínþambara er gerður áberandi, en það rýrir gildi myndarinnar, sem að öðru leyti verður að telja athyglisverða og mjög skemmtilega. Skrúðgarðarnir í Reykjavík iiafa oft verið til umræðu í þess- um dálki, en til þess liggja þær ástæður, að almenningi er yfir- leitt mjög annt um þá, og vill að þeim sé haldið vel við. Hér fer á eftií’ bréf frá ,,Borgara“ um blómagarða Réýkjavíkur, en það er á þe'ssa leið: „Nú Joksins má segja, að blóm séu orðin þökkaleg á Austurvelli, og þó ekkei't sérstakt við þau. Ekkért til samanburðar við það, sem var í allt fyrrasúmar, hér hefur aldr- ei sézt þvílíkt skraut á almanna- l'æri, en það mátti víst ekki •standa iengi. .1 / jjint/isgarSuriiin. Og svo minnzt sé á hinn gamla Alþingishúsgarð, sem opinn er aí ménningi á stundum. Þá finnst sumum ósköp að sjá hann orð- ið. Blómin jafnvel lélegri en þau voru fyrst í vor. Hverju sætir þelta? Og livernig er umhirðan um trén? Þau virðast sjálf viði vaxin eða laufgreinum frá rót að toppi. Er það nærri broslegt að sjá og víst á móti öllum gröð- urreglum skrauttrjáa. Fá ekki kunnáttumenn eða reglulegir garðyrkjumenn að koma þar nærri ? TjarnargarSúrinn. En um nýja Tjarnargarðinn, sem ætti að heita Glæsivöllur eða Skrúðvangur er allt annað uppi á teningnum. Það virðist ágætt, ef ekki verður skemmt. Það mun líka hafa verið einliver gróðrar- stöð, sem annaðist um það, eða einhverir karlar sem kunnu. — Bæjaryfirvöldin hér ættu að fá þá lánaða eða að minnsta kosli að hiðja þá úm að slá Austur- völ), svo hægt væri að líta þang- að, líka á grasið, án þess að ergja sig. Uellugangarnir. En eitt ér várhugavert á skrúð garði þessum. Hellilögðu gang- arnir eru ófærir með bilum á milli og grasið upp úr, þar sem l'ólk bæði eyðileggur skó sina, lirasar og meiðist, ef misstigið er, og eru fleiri dærni slíks, það sem af er, hvað þá seinna. Auk þess eru slíkir hellugangar ekki fallegir. KAUPHOLLIM er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Sím{ 1710. Wi Stytla Jóns Sigurössonar. En meðai annárrá orða: Hvers vegna er ekki sett nafnplata á styttu Jóns Sigurðssonar á Aust urvelíi? Hundruð útlendra og inn lendra koma þarna og virða han'a i’yrir sér og fjöldi þeirra tekur myndir af lienni. En þeir fá ekki að vita liver maðurinn er. Sumir lialda að þarna sé Is- iands „óþekkti hermaður“. Læt ég svo staðar numið að sinni. — Borgari". Bergmál liefur engu við þetla bréf að bæta, en þakkar „Borg- ara“ tilskrifin. -— kr. Ferð að Hagavatni. Páll Arason bifreiðarstjóri efn- ir til ferðar norður að Hagavatni um helgina. Lagt verður af stað kl. 2 e. h. í dag og komið aftur í bæ- inn á sunnudagskvöld. GengiíS verður upp á Langjökul og auk þess verður komið við i Skál- holti í annarri hvorri lei'ðinni. Farmiðar seldir hjá Orlof og Ferðaskrifstofu ríkisins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.