Vísir - 09.09.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 09.09.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 9. september 1954. VlSIB Th. Smith: Þar sofa þeir svefninum langa íteimsóhn í Mróarsheidu — or/ sitthvaó fleira frú Manmörh. Kaupmannahöfn, 2. september. Það er ekki dónalegt nafnið á gistihúsinu, sem eg bý í. Það beitir „Frydenlund“, sem leggja mætti út á íslenzku „Unaðs- lundur“. Segja má, að enda þótt það sé hvorki í hópi þeirra glæsi- legustu, sem hér er að finna í Borginni við Simdið, né heldur standi við Ráðhústorg eða Kóngsins Nýjatorg, þá er hér x’ólegt, allt að því unaðslegt að vera. Rétt í þessu vöru klukk- urnar í hinu'nýj'a ráðhús Frið- riksbergs að sla háifsjö, og imi til mín berst ekki nema daufur ómur af skruðningi sporvagn- anna, sem ösla hér fram hjá, hlaðöiSr fólki, sem ýmist er að hverfa heim til sín úr úthverf- inu, eða fara niður á Ráðhús- torg, miðdepil þessarar fögru og sérstæðu borgar. Gatan, sem eg bý við, heitir Gammel Kongevej, geysilön og hún hefir það m. a. til síns ágætis, að þaðan er auðvelt að rata, og með því að fara aldrei út af henni, kemst maður ör ugglega niður á Axelstorg, en þaðan er steinsnar á Ráðhús- torgið. Annars er eg hættur gönguferðum, nota sporvagna eins og innfæddur Hafnarbúi, og segi stillt og settlega „Lige ud“ við vagnstjórann um leið og eg fæ honum 35 aura, eins og eg hefi séð aðra gera. Sumarið loksins komið. Þá er sumarið komið til Hafnar, — loksins, segja Danir sjálfir. í dag var yfir 25 stiga hiti og svipað í gær, og virðist þetta ætla að verða kærkominn sumarauki langþreyttu fólki, sem var farið að halda, að ný ísöld eða e. t. v. öllu heldur syndaflóð væri að ganga yfir hið brosmilda land. í gær sá eg niðri í fögrum skemmtigarði, sem kenndur er við Örsted, litla drengi á bux- um einum klæða, ala endur, dúfur og máva, sem spásséruðu hvað innan um annað í mesta bróðerni, sem eg hefi séð í dýraríkinu. Það lá við, að þessir óskyldu fuglar ætu samtímis úr lófa drengjanna, en eg sat góða stund og hugleiddi þetta sýnishorn af Paradís hér á jörð, — og mér flaug í hug sú fá- sinna, að gaman væri, ef stór- veldin gætu komið sér jafn vel saman og þessir fuglar, þenna sólfagra septemberdag við kyrra tjörnina í Örstedsgarði. Með löndum á sögustað. í fyrradag lagði eg all-ræki- lega land undir fót, fór með langferðabifreið um Suður- Sjáland. Við vorum 20 farþeg- ar í fyrirtaks Mercedes-Benz- langferðabíl, búnum „flugvél- arstólum“ og gluggum á þak- inu. Fjórðungur farþeganna voru íslendingar, og vorum við liklega stærsta þjóðar-„blokk- in“ í vagninum. Hinir voru Bretar, Bandaríkjamenn, Ástr- alíumenn og' fleiri, sem eg kann ekki að nefna. Leiðsögumaður ágætur vai- meþ í förinni, og mælti hann á Oxford-ensku, skýr maður og vel að sér. Hélt hann uppi upplýsingarstarfsemi alla leiðina, og var hann furðu fróður um hina ólíklegustu hluti. Við ókum eins og leið liggur suður með Sjálandsströnd til smábæjarins Köge við sam- nefndan flóa og fjörð. í dag er bær þessi, sem er víst á særð I við Akureyri, kunnastur fyrir það, að þaðan var knattspyrnu- flokkur sá, sem hlutskarpastur varð í dönsku deildakeppninni í fyrra, en sögufróðir menn greina frá því, að þar úti fyrir hafi Danir og Norðmenn lúskr- að á Svíum í tveim grimmileg- um sjóorustum, annarri árið 1677, þegar Niels Juel sýndi flotaforingjum Karls XI. í tvo heimana, en í hinni síðari, árið 1710, sýndir ívar Hvítfeldur liðsoddum Karls XII. hvar Davíð keypti ölið. Hvítfeldur, sem var Norðmaður, mun þó hafa farizt með skipi sínu, sem sprakk í loft upp. Elzta húsið frá 1527. Köge er annars sú borg dönsk, sem geymir flest fornra hálf- timburhúsa, ef svo mætti að orði komast, en hús þessi voru voru byggð úr timbri og múr- steini (,,bindingsverki“). Hin borgin, sem einnig er kunn fyrir þessa húsagerð frá siða- skiptatímunum, er Ribe á vest- urströnd Jótlands. í Köge er enn til sýnis og í notkun elzta hús þessarar tegundar í Dan- mörku, og má greinilega lesa á því ártalið 1527. Þetta er einnar hæðar hús, með háu og litlum, blýgreyptum farm“ eins og leiðsögumaður skýrt tók fram, heldur venju- legur lítill bóndabær ineð litlu landrými, eins og obbinn af dönskum bændum býr við. Einmitt þess vegna var þetta lærdómsríkt. 90% danskra bænda leggja afurðir sínar inn hjá sameignar- eða samvinnu- mjólkurbúum, sem gæta þess stranglega, að gæðin séu söm og jöfn, með þeim afleiðingum, að danskar landbúnaðarvörur eru heimskunnar. „Lúður- merkt“ smjör eða ostur er vara, sem engan svíkui', segja þeir, sem vit hafa á slíku. Komið til Hróarskeldu. Dómkirkjan í Hróarskeldu. testamentinu, jafnmargar úr Nýja testamentinu. Danir hafa látið sér mjög annt um að varðveita minningu látinna konunga sinna. Þar kemur gömul og gróin menn- ing þeirra skýrt fram. Að vísu má segja, að frá sjónarmiði byggingarlistarinnar erú graf- hýsin eða kapellurnar, sem byggðar hafa verið við aðal- kirkjuna, ekki til bóta, en hvað um það, þær tala sínu máli um viðhöfn og íburðarmikla útfar- arsiði og hafa sitt menningar- sögulega gildi. í kórnum eru kistur Friðriks IV, sem lézt 1730, Kristjáns V. (d. 1699) og drottninga þeirra. Annars eru kapellumar fjórar, Innan skamms sáust turnar ’ sem byggðar hafa verið á ýms- tveir bera við loft í fjarska. um tímum, en hér verður að- Sólin glóði á koparklæddar eins getið tveggja. spírumar, og nú vissum við, að í skammt var eftir til Hróars-1 i Söguleg ( \ málverk. Norðan við aðalkirkjuna er risi í'úðum, einkar vinalegt, og gæti verið komið beint út úr Grimms-ævintýrum, og eg hefði ekki verið hissa, þótt Rauðhetta hefði komið trítl- andi út úr því með körfuna sína á leið til ömmu sinnar. Ennþá er búið í þessu húsi, og öðrum nær jafngömlum í þessum Þama var sægur af krökk- um, sem þyrptust að okkur til þess að fá eiginhandarundir*- skrift okkar, rétt eins og Mári- lyn Monroe eða Bing Crosby væm á ferðinni. Einkum virt- ust þau sækjast eftir að fá árit- Un okkar íslendinganna og Ástralíumannanna. Bretar og Bandaríkjamenn virtust dag- legt brauð, sem ekki væri eftir- sóknarvert. Kirkjan hrundi í sjóinn. Sunnarlega á Sjálandi ganga kalk- eða krítarhamrar fram í sjóinn. Þar heitir Stevns Klint. Á hámrabrúninni stendur forn kirkja, lítil sóknarkirkja úr steini, látlaus en vinaleg. Það ep eins og ósýnileg hönd hafi höggvið á kirkjuna, því að þar sem kórinn var, sleppir kirkj- unni. Svo bar til árið 1928, að kórinn bókstaflega hrundi í sjóinn, og með honum sá hluti kirkjugarðsins, sem þar var í kring. Nokkrum árum áður var hætt að nota kirkjuna, og önn- uiJ byggð svolítið fjær sjónum. .Svona höfðu öldur Eystrasalts nagað kalkið, þar til nokkui hluti kirkjunnar hvíldi á þunnu lagi kalks og svarðar. Síðan var ekið um fagra skóga og gróðursæla akra, um smáöldótt landslag, baðað heit- um geislum síðdegissólartnnar, ýr dokað við á dönsku bóndabýli, kaþólskum sig. þar sem letilegir grísir móktu | j Den der træder ind, bör í hitanum, en gerðarlegar rauð- betænke, at Roskilde Domkirke ar kýr lögðu kollhúfur. Maðurjgennem Aarhundreder har fékk allgóða yfirsýn um störf været 0g er et helligt og keldu. ' er allmyndarleg ega eru íbúar þar um 30.000, iðnaður og athafnalíf talsvert. Hins vegar hverfur hún í skugga Kaupmannahafn- ar, eins og raunar allar borgir Sjálands, en hún er þó fræg borg í sögu Danmerkur, því að þar sátu Danakonungar fyrrum, en fyrir um það bil fimm öldum fluttust þeir til Kaupmanna- hafnar, sem síðan hefir verið Kongens Köbenhavn, eins og alkunna er. En frægð Hróarskeldu bygg- ist einkum og sér í lagi á því, að í hinni fögru kirkju þar hefir Danakonungum og drottn- ingum verið búinn hvílustaður, allt frá Margrétu, sem ein allra þjóðhöfðingja hefir ríkt yfir Norðurlöndunum öllum. Inni í kirkjunni var svalt eftir hitasvækjuna úti. Þar virtist hvíla einhver ró og frið- semd, sem ekki var þessa heims. Þar heyrðist ekkert nema skó- hljóð okkar, sem þarna rösk- uðum kyrrð hinna liðnu alda og horfnu ltynslóða. Gömul hús og ekki sízt gamlar kirkjur hafa sál, — um það er eg sannfærð- ur. Þær hafa séð kynslóðir koma og fara, þar hafa sorg kapella Kristjáns IV., líklega mikilhæfasta konungs Dana- ríkis. Þar eru kistur hans, Önnu Katrinar, drottningar hans, Kristjáns prins, sonar þeirra, og Friðriks III. og Soffíu Ama- líu drottningar hans. Kista Kristjáns IV. er klædd flosi, prýdd silfri, en ofan á henni liggur sverð konungs, sem hann bar í orustunni við Lutter am Barenberg í 30 ára stríðinu. Á þrem veggjum eru fræg málverk Vilh. Marstrands: Eitt er þeirra frægast og sýnir Kristján konung er hann hefir risið særður upp af þilfarinu á herskipi sínu „Trefoldigheden“ í orustunni við Kolbergheide 1644. Hann missti þá annað augað og hlaut fleiri sár. Þá er annað málverk, sem sýnir er danskur aðalsmaður hefir hlot- ið dóm konungs fyrir landráð: Sverð hans er brotið, heiðurs- keðja hans liggur á gólfinu. Þriðja málverkið er biblíusögu- legs eðlis, hinn upprisni Krist- ur. í kapellunni er og fögur stytta af Kristjáni IV., gjörð af Thorvaldsen. Járngrindur fagr- vinalega bæ, þar sem fortíð og hins danska bónda, vandvirltni indviet Sted“. (Sá, sem hér nútíð haldast í hendur á svo hans, hreinlæti og nýtni, en gengur inn hugleiði, að Hró- skemmtilegan hátt. þetta var ekki neinn „model arskeldu-dómkirkja hefir mæddir leitað huggunar, börn,ar eru Þar °S> gjörðar af járn- verið skírð, þar hefir hinztu ^ smíðameistara konungs, Caspar vegferð gamalmennis lokið. j Fincke. Hann hefir ugglaust í anddyri kirkjunnar, yfir, v^að> að ^ér var vel unnið, því dyrunum, standa þessi orð: !að á gnndurnar hefir hann iletrað: „Caspar Fincke bin ich ! genant, dieser Arbeit bin ich bekant“. (Lausl. þýtt: Caspar | Fincke er nafn mitt, þetta verk mun halda því á lofti). Kapella Kristjáns IX. Nýjasta kapellan er kennd við Kristján IX. og var hún -23. Krist- um og reist á árunum 1917- i ján lX. var fyrsti konungurinn aldir verið og er heilagur vígður staður). Yfir kirkjunni hvílir mikil af Glucksborgarætt, eftir að helgi, þar ganga menn hljóðlega karllegg Aldinborgara þraut. um, — þeim, sem þar sofa Þar hvílir hann og Louise svefninum langa er sýnd lotn- drottning hans, en þau voru ine, minning þeirra í heiðri nefnd „tengdaforeldrar Evr- höfð. j ópu“. Ennfremur Friðrik VIII. Altari kirkjunnar er framan og Louise drottning hans. Þau við kórinn, en beint fyrir aftan lxvíla í marmarakistum. það er kista Margrétar drott.n- j Á miðju gólfi eru tvær kist- ingar, sem lézt árið 1412. ur, en yfir þeim danskir fánar, Framan við altarið og beggja megin við það er kanúkakór- inn, en þar eru 22 stólar til vinstri og jafnmargir til hægri. Þeir eru úr kaþólskum sið, því að kirkjan er ævaforn (líklega ! Alexandrínu drottningu, Kapella Kristjáns 9. í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Kistur lo]dg um ^qo), 0g með stól- ustu konungshjón fslands. Kristjáns konungs 10. og Alexandrinu drottningar hvíla undir, unum eru lágmyndir, jafn- fánum í kapellunni. j margar stólunum, 22 úr Gamla blóm á gólfinu við þær. Ekki hafa marmarakisturnar, sem þær síðar verða látnar í, verið fullgjörðar. Kisturnar geyma þau Kristján konung X. og síð- Ekki verður skilizt svo við

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.