Vísir - 09.09.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 09.09.1954, Blaðsíða 7
5'immtudagmn 9. september 1954. ISIR 'ir — Hann sagði að hvort sem nokkur griðasamningur væri eða ekki mundu Þjóðverjar og Rússar berjast. Og eg man hverju hann bætti við, eins vel og hann hefði sagt það í gær: — Rúss- land er til með að berjast með Bretum og Frökkumí og hjalpa þeim í stríðinu við Þýzkaland. En Rússar eru Asíuþjóð. Þeir setja aldrei neitt íyrir sig. Svífast einskis. Innan skamms mundi það sjást að þeir vildu ráða allri Evrópu. Þá mundu vest- urveldin berjast við Rússa, á sama hátt og Bretar hafa barist við hvem þann sem reynt hefur að ná yfirráðunum í Evrópu. Og þá fengi Þjóðverjar tækifærið. Þýzkaland hirðir leifarnar. — Þetta kemur heim við söguna mína, sagði Hiram. — Alveg út í æsar. Og svo hélt hann áfram: — Mennimir níu, sem hitt- ust í Strasbourg litu á aðra heimsstyrjöldina sem orustu í hundr- að ára stríði, og af því að þeir vissu að þeir höfð-u tapað orufet- unni voru þeir að leggja á ráðin um að fara með iðnaðinn, í felur, eða að minnsta kosti vísindalegu uppgötvanárhar sem hann byggðist á. Snemma árs 1945 var afráðið að fela þýzku vís- indamennina. Sumir áttu að ganga á hönd Bretum og Ameríku- mönnum. Aðrir fóru til Norðurlanda og Sviss, sumir til Spánar og Portugals. Það skipti minnstu máli hvert þeir færu, ef þeir væru aðeins reiðubúnir til að koma heim þegar kallið kæmi. Þeir áttu að halda áfram vísindastarfsemi sinni á meðan og lát- ast vera að vinna fyrir Rússa, Ameríkumenn eða Breta. Og jafnframt áttu þeir að snuðra um hvað erlendir starfsbræður þeirra gerðu. Þetta var ný grein gömlu reglunnar um að halda hermönnum í þjálfun. Einskonar ný útgáfa af Trjóuborgarhest- inum. Eftir Strassbourg-fundinn liðu nokkrir mánuðir unz Þýzkaland gafst upp. Rússar komust til Berlínar á undan vest- urþjóðunum, og fengu tíma til að athuga allt í næði. Það tók mánuði og ár að komast að leyndarmálinu. Iðjuhöldarnir níu höfðu unnið vel. — — Við heyrðum lúður lögreglubíls sem brunaði fram Stalinut. Þá mundi eg að við vorum aðeihs í tveggja þvergatna f jarlægð frá nr. 60 — aðalstöðvum MVD. Hiram sagði: — Nærri því öll sporin runnu út í sandinn. En loks fundum við Mariel Blaye í Geneve fyrir rúmum tveimur mánuðum. Hann fluttist til Geneve snemma ársins 1945, eins og ungfrú Torres hefur sagt yður. Hann settist þar að sem úra- heilsali, en í þeirri stöðu gat hann ferðast mikið og haft bréfa- skipti um alla heima og geima. Blaye var Þjóðverji. Hann hét réttu nafni Manfred Blomberg og var greifi. Afi hans var Svisslendingur, — þess vegna gat hann fengið svissneskt vega- bréf. Blaye eða Blomberg, var milliliður ýmsra þýzku vísinda- mannanna, sem búsettir voru erlendis, og leiðtoganna, sem enn voru í Þýzkalandi. — Hver er þá dr. Schmidt? spurði eg. — Að því er við vitum réttast er hann fyrrverandi liðsforingi úr „Die Wehrmacht“. Eg veit ekki hvort þér haíið nokkum tímann heyrt getið um félag fyrrverandi hers- og héraðshöfð- ingja, sem kalla sig Die Bruderschaft. Það eru þeir sem undir- búa hervæðingu Þýzkalands. Þetta bræðralag er vitanlega ná- tengt junkurunum og iðjuhöldunum. Mér datt í hug það sem Maria hafði sagt um uppsteytinn á skrifstofu Blayes, milli hans og Schmidts. — En hversvegna var Schmidt svona mikill hatursmaður Blayes? Og hvers vegna myrti hann hann, úr því að þeir voru báðir meðlimir sama fé- lagsskaparins? Hiram hellti aftur á glösin og bætti viðarbútum á arininn. — Teensy lá sofandi á sófanum. — Eg sagði, að við hefðum fundið Blaye í Geneve fyrir fá- um mánuðum. Rússarnir höfðu fundið hann á undan okkur. Þegar við fórum að verða forvitnir um Blaye höfðu þeir sent einn duglegasta njósnara sinn, Orlovsku greifafrú, til hans. Og það verð eg' að segja, að henni tókst vel erendis! Eg hafði ennþá ilmvætta bréfið í vasanum. Og fékk honum það. — Jæja, greyfinjan gat þá talið Blaye á að selja Rússum leyndarmálin sín? sagði eg. — Greifynjan er afar töfrandi, sagði Hiram. — Hún kunni tökin á Blaye. Líklega hefur hún gert það að skilyrði fýrir blíðu sinni að hann skyldi ofurselja vini sina. Og hver veit nema hún hafi lofað honum gæðingsstöðu í Austur-Þýzkalandi. í gula umslaginu er sægur af mannanöfnum og heimilisföng- um, sagði eg. — Úrsmiðum, lyfsölum og verksmiðjhm. Bara að eg vissi í hvers höndum þetta umslag er núna? — Það er ekki nema ein leið til að komast að því, sagði Hjir- am. — Það er að segja: við verðum að heimsækja Qrilovsku greifafrú. Við höfum ekki umslagið. Og við vitum að Schmidt náði ekki í það. Nema því aðeins að hann sé slægvitarari en við höldum. Ef Rússarnir hafa komist yfir umslagið. veit Orlovska kannske hvar það er. Hann stóð upp úr stólnum og sneri nú baki að arninum. Og nú fannst mér hann líkari skrípatrúð en nokkurntíma áður. Það var rétt svo að hausinn á honum náði upp á arinhillubrúnina. — Munið þér ekki neitt nafn úr listanum? spurði hann. —‘ Eða heimilisföng? — Eg man ekki nema fyrsta nafnið á listanum. Það var Ablon, og eg held að hann hafi verið úrsmiður og hafi verz'lun á Vaciutca. Getur það komið yður að nokkru gagni? — Hyer veit, sagði Hiram Carr. — En fyrst verðum við að reyna Orlovsku greifafrú. Við verðum að reyna að ná í listann áður en Rússar fara að nota hann. — Hvernig ætlið þér að ná í listann? Hiram strauk öskuna af vindlinum. — Þér eigið að gera það! — Eg? hváaði eg. — Hvað kemur þetta mér við? — Talsvert, sagði Hiram. — Þér eruð bezti maðurinn í þetta. Orovska hefir gaman af laglegum, ungum mönnum. Hún hefir aldrei séð yður áður, né heyrt yðar getið. Þér talið vel þýzku og frönsku, þér getið verið hvort heldur vill Austurríkismaður, Frakki eða Belgi. Eða þá haldið áfram að vera Svisslendingur. — Þakka yður fyrir, sagði eg. — Eini maðurinn sem gæti þekkt yður í þeim félagsskap sem Orlovska lifir og hrærist í er Strakhov. Og hann er dauður. Eg stóð upp og gekk út að glugganum. — Þetta er ekki við mitt hæfi, sagði eg. — Eg hefi sagt yður áður að eg á enga ósk heitari en þá að losna úr þessum djöfladansi. Eg verð að reyna að sjá til þess að ungfrú Torres komist til Genéve aftur, og síðan ætla eg að reyna að finna bróður minn. Að þessu frátöldu er mér skítsama um allt. Mér stendur alveg á sama um Orlovsku. — Þér munuð skilja hvernig færi ef þér neituðuð þessu, herra Stodder, sagði Hiram þolinmóður. Þarf eg að segja yður, að þér eigið allt undir mér? Þér getið ekki bjargað ungfrú Torres nema eg hjálpi yður til þess. Þér getið ekki einu sinni bjargað líftórunni í yður sjálfum án þess að eg komi til sög- unnar. — Hvað viljið þér að eg geri? Sagði eg. Eg fann að mér var ekkert hlýtt til mannsins. — Eg sting upp á að þér sofið dálitla stund. Eg skal biðja Walter að vekja yður klukkan tólf í nótt.. — Klukkan tólf? Því þá það? Einu sinni var.... Þessa frétt birti Vísir m. a. þ. 1. september 1919: Listsýning. í gær var opnuð fyrsta al- menna íslenzka listsýningin og verður sá dagur því merkis- dagur í sögu íslenzkrar listar. Sýningin er í Barnaskólan- um og þar fór athöfnin fram. Listvinafélag íslands, sem efnt hafði til sýningarinnar, hafði. boðið þangað alþingismönnum. Guðm. próf. Finnbogason fluttí ræðu, og sungið var „Ó, guð vors lands“. Var sýningin síðan. opnuð, og fylltust sýningar- herbergin þegar af gestum. Á sýningunni eru samtals 90 listaverk eftir 17 höfunda; 67 málverk og teikningar, 22 lík- amssmíði og 1 hústeikning. Is- lenzk list er ung enn, en óhætt er að fullyrða að þessi sýning verði af öllum talin landinu og‘ íslenzkum lis.tamönnum til sóma. Þar eru saman kornin verk hinna elztu litsamanna okkar, sem allir kannast við, Ásgríms, Einars og Þórarins, hin ágætustu snilldarverk, og verk hinna yngri og yngstu listamanna og listamannaefna okkar, sem sumir eru þegar orðnir þjóðkunnir, en aðrir, þótt byrjendur séu og flestum áður óþekktir, líklegir til að vinna sér margt til ágætis, er stundir líða. Málverk og teikningar eru. eftir Arngrím Ólafsson (1), Ásgrím Jónsson (11), Emil Thoroddsen (6), Eyjólf Jónsson (2), Guðmund Thorsteinsson (5), Jóhannes Kjarval (14),. Jón Helgason (1), Jón Þorleifs- son (4), Júlíu Sveinsdóttur (4) , Kristínu Jónsdóttur (6), Ólaf Túbals (2), Ríkarð Jóns- son (3), Þór. B. Þorláksson (6), Emile Walters (2). Líkamssmíði eftir Einar Jónsson (6), Nínu Sæmundsson (5) , Ríkarð Jónsson (11). Húsateikning eftir Finn Thorlacius. Dómnefnd hefir dæmt öll verkin, nema þeirra Ásgríms,. Einars og Þórarins; þeim lista- mannaöldungum okkar var selt „sjálfdæmi“. í dómnefnd voru Ásgrímur Jónsson, frú Kristín Jacobson og Þór. B. Þorláksson. — Að öðru leyti var sýningin undirbúin af annari nefnd, sem í voru Ríkarður Jónsson, Alex- ander Jóhannesson, Guðmund- ur Finnbogason, Sigrfður Björnsdóttir og Th. Krabbe. C & Suwcuakó: — TAÍtZAM 1640 Nú sá Tarzan að einstigið endáði Og þarna fyrir framan hann var Hann var genginn í gildru! Hinn ina til hans með spjótið á lofti, al- skammt framundan þar sem það lá sama stíflan sem hindrað hafði flótta grimmi Oozu kom nú þjótandi í átt- búinn að særa hann banasári. niður að vatninu. hans áður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.