Vísir - 11.09.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 11.09.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Laugardagirm 11. Eeptember 1954. ....JP 206. tðl. £nn jarShræringar í N.-Afríku. Einkaskeyti frá AP. — París í gærkvöldi. Talsvert hefur verið um jarðhræringar í Norður-Afríku en lítið tjón hefur orðið af völdum þeirra. Mikið verk er unnið til .þess að bæta úr hörmungaástandi j því sem ríkir á landskjálfta- svæðinu. Ekki eru enn áréiðan- legar tölur fyrir hendi um manntjón. Allar birgðir brezka setuliðs- ins í Gibraltar af teppum o. fl. hafa verið sendar til Orleans- ville sem gjöf. Eden hefur vottað Mendes- France samúð vegna land- skjalftanna og spurt hann hvað Bretar gætu gert til hjálpar. í gær var sorgardagur í Frakklandi vegna manntjónsins af völdum landskjálftanna og fánar hvarvetna í hálfa stöng. Olafur Bj. Ragnarsson golfmetstari Rvíkur. Þann 28. ágúst hófst meist- aramót Golfklúbbs Reykjavík- ur. Þátttakendur voru 20, en 16 komust í aðalkeppni, 8 í meistaraflokki og 8 í fyrsta flokki. Golfmeistari varð Ólafur Bjarki Ragnarsson, sem sigraði Ingölf ísebarn með tvær holur unnar þegar ein var eftir. Úr- slit urðu 36 holur. í fyrsta flokki varð Hörður Ólafsson sigurvegari, en hann sigraði Halldór Magnússon með eina holu unna eftir 37 holu keppni. Keppnin í báðum flokkum var mjög hörð og jöfn og mótið fór í alla staði skemmtilega fram. Sl. laugardag hófst svo keppni fyrir nýliða, sem hafa verið tvö ár í Golfklúbbnum. Þátttakendur eru 7. Úrslita- keppni verður háð í dag. Sáeinlíeek segii*: Austur-þýzka sundkonan Jutta Langenan vann 100 m. flug- sund á 76,6 sek. á Evrópusundmeistaramótinu í Turin 31. ágúst sl. Er þetta heimsmet. VaMa jarðvsgs- efni krabba? London (AP). — Vísinda- menn vinna nú að rannsókn á því, hvort jarðvegur Norð- ur-Wales orsaki það, hve krabbamein í maga er títt í' sveitum þar. Er magakrabbi tíðari þar en hvarvetna ann- ars staðar í Englandi og Wales en annars er hann tíðari í borgum en sveitum. Aðrar tegundir krabbameins eru ekki óeðlilega tíðar þar. Er það hald vísindamanna, svo sem m. a. hefur komið fram í Læknablaðinu brezka, að ein- hver jarðvegsefni, sem kom- ist í fæðu manna, eigi sök á þessu. Sovétnjósnarí dæmdnr fyrir morð. . .Ankara (AP). — Sovétborgari einn, grunaður um njósnir, hef- ur verið dæmdur í 30 ára þrælk- unarvinnu. Hafði maður þessi verið ákærð xir fyrir morð á tyrkneskum varð manni, sem ætlaði að taka hann höndum. Rússinn hafði stundað njósnir fyrir rússnesku stjórn- ina. Dregið í 9. fl. H.H.Í. í gær var dregið í 9. flokki Happdrættis Háskólans. Vinn- ingar eru 900 og 2 aukavinning- ar. Samtals kr. 437.600. 50 þúsund króna vinningurinn koni á nr. 24.773 (fjórðungsmiða, sem seldir voru í Akureyraruni- boði 2), Akraness- og Keflavík- urumboði. 10 þús. króna vinningurinn kom á nr. 34.276 (heilmiða), sem seídir voru í umboði Helga Si- vertsen í Rvík). 5 þús. kr. vinningurinn kom á nr. 5096 heilmiða í umboði Rágnhildar. Helgadóttur). (Birt án ábyrgðar). „Því skyldum vlð ekki geta þetta líka?" Stutt samtal við tvær stúlkur sem fóru á Grænlamfsmið í gær sem kokkar á togara. Togarinu Jón Baldvinsson fór trá Reykjavík í gær til veiða á &rænlan.dsmiðum. Með hnoum fóru tvær stúlkur sem kokkar, þær systumar Jóhanna og Dísa Pétursdætur frá Akureyri. þær eru engir viðvaningar í sjómennsku, því að báðar hafa verið síldarkökkar í sumar og önnur þeirra í fyrrasumar líka. .Tóhanna- er 26 áx*a gömxil og var í sumar og fyrrasumar á Auð- tojörgu frá Hafnarfii’ði. Dísa er '20 ára gömul og var í surnar á Voninn II. frá Hafnai’firði. Vísir náði snöggvast tali af þeim í gær þegar togarinn var að fara og spurði þær frétta af veru þein-a á sjónum. —• Við kxinnum vel við okk- ur á sjónum, sögðu þær •— og sem starfsfélaga getum við ekki hugsað okkur betri menn en sjó menn. — Hafið þið nokkura tíma ver ið á togara fyrr? — Nei, en það er mikill spenn ingur í okkur. þefla er reynsl- för og við erum ákveðnar í því, að gera það, sem við getum. það er talsvei’ðxu’ metnaður í okkur í sambandi við þetta starf. Við vitxxm, að á x-ússneska flot- anum era stúlkur — meii’a að segja skipstjóx-ar. því skyldum við ekki geta þetta líka? 3 saltfiskfarmar faraánæstuvikum Samkvæmtupplýsingum, sem Vísir hefir fengið hjá Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleið- enda, mmiu rnn 4000 smál. af saltifski, verkuðum og óverk- uðum, verða fluttar út áður langt líður. Verið er að byrja pökkun á skipsfarmi (2000 smál.), sem á að fara til Ítalíu og einnig á 1000 smál., sem fara til Grikk- lands í mánaðarlokin. Er þetta óverkaður fiskur. Einnig munu fara hvað líður um 1000 smál. af verkuðum fiski til Spánar. Talsvert er í vei’kun af harð- þurkuðum fiski, sem á að fara á Kúbu- og Brazilíumarkað, en alger óvissa er xxm innflutn- ingsleyfi til Brazilíu eins og stendur. mesta afturhaldsland hehns. Lisliaverk verða ekki sköpuð méð pólitBskum fyrirmælum. Einkaskeyti frá AP. — Múnchen í gær. John Steinbeck, bandariski rithöfundurinn heimskunni, hefir lýst Ráðstjórnarríkjunum þannig, að „þau séu mesta afturhaldsland heims“, og þar muni að lokum fara svo, að byggingameistararnir muni sjá alla sína smiði hrynja í rúst fyrir augum sér. Rithöfundurinn kom víða við og ræddi bæði rússnesk og bandarísk viðfangsefni og vandamál, hann ræddi rúss- neska list og blökkumanna- vandamálið í Bandaríkjxmum og ótal mai’gt fleira í erindum, sem hann hefir talað inn á plötur fyrir útvarp frjálsrar Evrópu (RFE) og útvarpað er Togararnir verða að bíða. Fylkir kom hingað í gær, en vegna þess að frystihúsin hafa ekki undan, landar hann ekki hér heldur á Akranesi, og kemst ekki að fyrr en á mánu- dag. „Þetta fer að verða eins. og í Grimsby á sínum tíma,“ sagði útgerðarmaður við Vísi í gær, „þegar togararnir urðu að bíða 60—70 klst. eftir löndun og stundum lengur.“ Dulles á heimleið. Einkaskeyti frá AP. — Tokio í gærkvöldi. Dulles er lagður af stað til Bandaríkjanna en bar gerir hann Eisenhower forseta og landvarnaráði Bandaríkjanna grein fyrir samningunum, sem undirritaðir voru í Manila um varnarsamtök Suðaxxstur-Asíu. Áður en Dulles lagði af stað ræddi hann við blaðamenn og skýrði þeim frá því, að hann hefði átt margar viðræður við Yoshida forsætisráðherra um Manillaráðstefnuna og samn- ingana og stefnu Bandaríkjanna í Asíumálum yfirleitt. til- þjóðanna austan • tjaldS Póllands, UngVei’jalands, Rúm-x en,u, Búlgaríu og Tékkósló-** vakíu. Steinbeck hefur sem kunnug?* er tvívegis ferðast um Ráð</ stjórnarríkin. Hann sagði meðal annars að á sviði menningar og’ lista væru Rússar að eyðileggjai allt fyrir sér því að banna alla gagnrýni. Málverkin væru semi lélegar ljósmyndir, og horfurn- ar á sviði hljómlistarinnar ó- vænlegar, ef frjáls gagnrýni væri leyfð. — „Þegar eg ferð- aðist um Ráðstjórnarríkin skildi ég ekki, hvers vegna rússneskir menntamenn ■ voru allir sömu skoðunar um bæk- ur, sem gefnar voru út í öðr- um löndum. Mér var sagt, að ég væri rithöfundur, gem væri á hnignunarskeiði. Hvar sem ég fór heyrði ég rithöfunda og, menntamenn halda hinu sama fram — með sömu orðum. Loks komst eg að því, að menn höfðu alls ekki lesið bækur mínar eða aðrar bæk- ur, sem um var rætt, — ení þeir höfðu lesið gagnrýni í Pravda og bókmenntatímar., sem þar er gefið út. Það var það eina sem þeir vissu um mig og bækur mínar. Á þessum grunni byggðu þeir( gagnrýni sína. Ráðstjórnarríkin eru mesta afturhaldsland heims. Með því að hindra sjálf- stæða sköpun listaverka er þai- grafið undan þeirra eigin kerfi. Það er ekki hægt að skapa listaverk með pólitískri leið- sögn.“ í ágúst voru 43 bílstjórar kærðir fyrir ölvun vib akstur. Hert á vegaefti rlit inu úti á landwliivgðinui í framtíðinni. I ágústmánuði einum voru hvorki fleiri né f ærri en 43 ötvaðir bílstjórar teknir og kærð- ir bæði af Vegaeftirlitinu og af lögreglunni í Reykjavik. Er þetta geysi há tala, ekki sízt með tilliti til þess að á öllu ái’inu í fyri’a voi’u 160 bifreiða- stjórar teknir og kæi’ðir fyrir ölvun við akstui’. Hefur bæði ríkislögx’eglan og eins lögi’eglan hér í Reykjavík lxaft sti’angt eftirlit með bílstjór- um í surnar. Hefur ríkislögreglan farið til umferðai’eftirlits ásamt fxxlltrfia með dórnara valdi víðs-. vegar xim landið í sumax’, stöðvað bifmöar og athugað hvort far- artækín vxera í lagi og sötnu- leiðis að öllum skyldum bif- reiðaj’stjóranna væri fuilnægt þannig var farið víða um sveit- ir §uðuiiandsundirlendisins, um Borgarfjörðinn og norður og austur um land. Únx verzlunax-- mannahelgina eina tók Vega- eftirlitið 8 ölvaða bifreiðax’stjóra á vegum úti. Og fyi’ir austan fjall hafa 5 ölvaðir bílstjórat' veiið teknir og kærðir í s.i. mán- uði.. Með tilliti til þess livílík lxætta Stafar af ölvun bifreiðarstjói'a, ekki aðeins fyi’ir þá sjálfa og faraiiæki þeii’ra, heldur og fyrir aðra vegfax’endur og umferðina í heild, þá nxun vei'a ákveðið að halda vegaeftirlitinu úti á lands- byggðinni áfram af fullurn ki’afti og þess vandlega gætt að bíl- stjórai- aki ekki undir álxxifunv áfengis. Á átta fyx’stxx dögum yfirstand-' andi mánaðar hafa 10 kærur borizt urn alvun við akstur, en Ói kæx’ur -frá 1. max s.l. og til dagsins í dag. ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.