Vísir - 17.09.1954, Page 10
10
VÍSIR
Föstudaginn 17. september 1954
IWWWWWWWWWWWWWWWMVWWWWWW^iVW
ILifandi ■ - -
dauður ||
€flir P Potter ||
\ 24 |j
morð. Lavrentiev veit, að eg hefi ekki komið út fyrir landamæri
Ungverjalands í heilt ár.
— Þér megið ekki skilja þetta bókstaflega, sagði Schmidt. —
Eg drap Marcel Blaye. Eg drap hann vegna þess að hann var
svikari. Hann átti skilið að deyja. En hann seldi sig Rússum
vegna yðar. Þér eruð fögur kona, og þér kunnið að beita vitinu.
— Þökk fyrir, sagði OrlovSka.
— Ekkert að þakka, sagði doktorinn. — En siðferðishug-
myndir yðar eru svínslegar.
Greifafrúin ætlaði að segja eitthvað, en Schmidt stöðvaði
hana með bendingu. — Eg þekki yður út í æsar, svo að þér
skuluð segja sem fæst. Á stríðsárunum unnuð þér fyrir Þjóð-
verja. Hérna í Ungverjalandi. Svo genguð þér Rússum á hönd
þegar Rauði herinn tók landið. Mig skyldi ekki furða þó að
þér færuð að vinna fyrir Bandaríkin næst.
En svo að eg snúi mér að merg málsins. Þér gerðuð .Marcel
Blaye að landráðamanni. Þegar hann fór frá Genéve hafði hann
í fórum sínum gult umslag. Hann hafði áformað að koma því
til Lavrentievs ofui'sta, fyrir milligöngu Orlovsku greifafrúar.
En svo illa vildi til að hann hafði ekki umslagið með sér þegar
eg hitti hann í Wien. Maria Torres var með umslagið í austur-
járnbrautinni. Og hún hafði það í fórum sínum þegar hún og
Stodder héldu áfram frá landamærunum með Strakhov majór.
Hann dró marghleypuna upp úr vasanum. — Hermann, náðu
í kaðalinn og svörtu töskuna mína í bílnum, sagði hann. Svo
sneri hann sér aftur að Orlovsku og mér. — Eg kalla hana
læk-natöskuna. Hún hefir oft komið mér að gagni.
Hann losaði öryggið á byssunni. — Þannig er nefnilega ástatt,
að eg verð að ná í gula umslagið. Og eg segi ykkur það satt,
að eg ætla mér að gera hvað sém er til að komast yfir það.
— Eg skil ekkert af þessu, sem þér eruð að segja, sagði Or-
lovska. En hún var ekki jafn örugg og áður.
— Eg hefi sagt yður að eg veit ekkert hvar umslagið er,
sagði eg.
Hermann kom aftur von bráðar. Hann tók kaðalinn og batt
mig og Orlovsku við stólana sem við sátum á. Rauðhærða fúl-
mennið þreif svo skammbyssuna en Schmidt hellti innihaldi
svrörtu töskunnar á borðið og fór svo að raða því kyrfilega;
þetta voru ýmiskonar áhöld úr stáli, svo sem nálar og tengur
og önnur pyntingatæki.
— Það er ykkur báðum verst að eg heyrði ekki allt samtalið
ykkar, sagði hann. —■ Hefði eg heyrt það þá hefði kannske ekki
orðið þörf á þessari meðferð. En eins og eg hefi þegar sagt
þá vil eg fá gula umslagið. Og eg verð að fá það strax. í
Doktorinn leit á klukkuna. Þið fáið þriggja mínútna frest.
Mér er sama hvort ykkar verður fyrir svörum. Þrjár mínútur
ættu að Vera nógur umhugsunartími.
Hann gaf Hermanni bendingu, og þeir fóru í hinn enda stof-
unnar. Eg heyrði ekki hvað þeir töluðo saman um, en eg heyrði
tif í úri. Þegar Orlovska sá pyningartæki Schmidts og fór að
efast um að hjálpin væri nálægt, fór skapfestan að bresta.
— Hvað haldið þér að hann ætli að gera? sagði hún. — Hvað
verður um okkur? Hún gat varla-látið heyrast í sér.
Eg var ekki á marga fiska heldur, en varaðist að láta á þvi
bera.
BRIDGE -
— Hann notar þessi pyntingartæki ef þér segið honum ekki
hvar gula umslagið er, sagði eg.
Orlovska skalf eins og hrísla. — Eg veit það ekki. Eg hélt
að Blaye hefði það. Eg hélt að hann hefði haft það með sér
til Ungverjalands. Eg vissi ekki að það voruð þér. Eg hélt að
Blaye mundi hoppa af lestinni. Eg þóttist viss um að ungfrú
Torres hefði fengið hann til að svíkja.
— Reynið að vera fljót að hugsa, sagði eg. — Reynið að muna
hvað Lavrentiev hefir sagt yður!
Eg varð að komast að raun um hve mikið hún vissi. Ekki vegna
þess að eg ætlaði að segja Schmidt það. Á sömu stundu og hann
fengi að vita það sem hann vildi, mundi Hermann skjóta okkur.
Sannleikurinn var dauðadómur. Eina lífsvon okkar var að kom-
ast að sannleikanum og nota hann sem vopn gegn Schmidt.
Hann mundi láta okkur lifa meðan hann héldi að við vissum
eitthvað.
— Flýtið yður! sagði eg. — Hvað gerðits í gær? Hvað sagði
Lavrentiev yður? Okkur liggur á!
Það var líkast og gljáandi pyntingartólin dáleiddu hana.
Fegurðin og gáfurnar höfðu bjargað henni alla hennar æfi. En
nú átti hún við þann að etja, sem af hvorugu lét heillast.
— Við bjuggumst við Blaye með síðdegislestinni, sagði hún
hægt. — Við Lavrentiev vorum á Keletistöðinni til að taka á
móti Strakhov og Blaye og ungfrú Torres.
— Og hvað svo? sagði eg. — Hvað gerðist?
— Ekkert, sagði hún. — Þið komuð ekki.
— En eitthvað hefir gerzt samt, sagði eg. — Hvað gerðuð þið
þegar þið fréttuð að Strakhov hefði verið myrtur?
— Herra minn trúr! Það skiptir víst engu, sagði Orlovska.
— Hvað gerðuð þér og Lavrentiev þegar þið heyrðuð að
Strakhov væri dauður?
— Lavrentiev lét senda útvarpinu tilkynninguna.
— Og svo? sagði eg. — Þér verðið að hugsa fljótar.
— Svo fórum við til Jozsefvaros. Það er vöruflutningastöð
milli Kelenfold og Keleti.
— Jozsefvaros? Hvers vegna fóruð þið þangað?
— Vagninn var þar. Brautarvagninn sem Strakhov var myrt-
ur í. Þeir óku honum þangað. Tóku hann úr lestinni undir eins
og farþegarnir voru komnir úr lestinni.
— Hvaða járnbrautarvagn? Skelfing getið þér verið vitlaus!
13. KAP.
Víst var eg vitlaus, en Hiram Carr og Dr. Schmidt voru það
líka. Enginn okkar hafði getið sér rétt til.
Vitanlega mundi MVD-lögreglan ljósmynda Strakhov í vagn-
inum og reyna að finna fingraför. Hún mundi rannsaka far-
angurinn líka. Til að hafa næði hafði vagninum verið ekið á
aðra stöð — .það var of margt af forvitnu ferðafólki á Keleti-
stöðinni.
Eg hafði séð þrjá austurríska vagna. En það hafði verið næg-
ur tími til að hafa slcipti á einum vagninum, áður en lestin fór
aftur til Wien. Umslag Marcel Blayes lá enn bak við bulsturlagið
í klefanum með myndunum frá Salzburg og Innsbruck. MVD
hafði áreiðanlega ekki hugkvæmzt að leita að umslaginu þar.
Lögreglan hélt að Marcel Blaye væri með það á sér. Það var
ástæðulaust að halda að hann hefði skilið það eftir í lestinni.
Hiram Carr vissi um umslagið vegna þess að hann hafði séð
mig fata inn í klefann í vagnsendanum. Schmidt vissi að eg
hafði skilið umslagið eftir í leitinni, vegna þess að eg hafði
sagt honum það. En eg var viss um að Orlovska hafði ekki hug-
mynd um hve það var mikilsvert, sem hún hafði sagt. Jafnvel
þó að hún kynni að leggja tvo og tvo saman, var sálárástand
hennar þannig þessa stundina, að hún gat ekki hugsað skýrt.
Nú komu Schmidt og Hermann til okkar aftur. — Og nú
hafið þið sjálfsagt afráðið að segja mér frá öllu, sagði hann.
Þetta var engin spurning. Hann þóttist viss um það.
Eg svaraði ekki. Orlovska var auðsjáanlega hræddari en svo
að hún þyrði að segja orð. En Schmidt var ekki að flýta sér.
4 6, 3, 2 j
V K, 6, 2
* Á, D, 10, 8
* D, G, 4
N.
S.
* Á, 5, 4
V Á, G, 4 i
* K, G, 7, 4
* Á, 6, 5
Suður spilar 3 grönd. Aust-
ur og Vestur hafa aðeins passað.
Útspil Vesturs er spaðadrottn-
ing og drepur Austur hana með
kóngi. Hvemig ætti Suður að-
spila spilið?
Á kvöldvÖkunni.
Kennarinn skipaði nemend-
unum að skrifa stíl um bíla og
átti stíllinn að vera 200 orð. Sá»
sem skrifaði bezta stílinn, átti.
að fá verðlaun.
Eftirfarandi stíll fekk ekki.
verðlaun: |
Frændi minn hefir kepyt bí!..
Þegar hann var að aka í honurn
í fyrsta skipti, sprakk á öðru.
afturhjólinu. Það, sem frændi
minn sagði, þegar hann varð
að ganga fimm kílómetra til að
ná í síma, var miklu meira en.
150 orð, en þau þori eg ekki að
skrifa vegna kennarans.
O
Svo bar til dag nokkurn, þeg—
ar hinn frægi hljómsveitar-
stjóri og tónskáld, Mascagnir.
sat í vinnuherbergi sínu í
Rómaborg og vann, að líru-
kassaspilari einn staðnæmdist.
fyrir utan gluggann hans og
fór að spila „Intermezzo" eftir
hann, en spilaði svo hratt, að
hann ætlaði að æra Mascagni.
Loks gat hann ekki á sér set-
ið lengur, en fór út á götuna,,
tók lírukassann af manninum^
fór að snúa og sagði:
— Svona á að spila „Inter-
mezzo“, svona!
Lírukassaspilarinn sagði ekk-
ert, en daginn eftir fór hanrt
um göturnar í Rómaborg með-
lírukassann og gríðarstárt
spjald á bakinu, sem á 'stóð:
„Nemandi hins fræga Mas-
cagnis.“ I
MAGNÚS THORLACIUS
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsslaúfstofa
Aðalstræti 9. — Sími 1875.
4
C. &. £urmt$ki:
1646
Það sem bjargaði lífi Tárzans var,
að Sherman hafði tekist að Ijúka við
göngin.
Hann hafði tæplega náð að skríða
upp um opið þegar það fylltist af
vatni.
!4
„Þetta er óskiljanlegt", sagði
Sherman fullur aðdáunar. „Eg skil
ekki hvernig þér tókst að fram-
kvæma þetta.“
Tarzan brosti. „Komdu við skulum
hraða okkur til Luanda og vita hyort
við finnum ekki skip á leið til Eng-
lands.“ l