Vísir - 29.09.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 29.09.1954, Blaðsíða 10
Frá Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Nemendur komi í skólana sem hér segir: Föstudag' 1. okt.: 4. hekkir kl. 2 e.h. 3. bekkir kl. 4 e.h. nokkrum henni Laugardag 2. okt.: 2. bekkir kl. 9 f.h. 1. bekkir kl. 10 f.h. Ef einhverjir nemendur geta ekki komið á þessum tíma, þurfa forráðamenn að lilkynna forföll. Nemendur Gagnfræðaskóla verknáiUs komi í kvik- myndasal Austurbæjarbarnaskóla. SKÖLASTJÓRAR. vísœ Miðvikudaginn 29. -september 1954 Lifandi - - - dauönr Cftír /€ Pottér argötu, í öfuga átt við götuna sem eg átti að hitta Hiram og Walter í. Nú var fótatakið greinilegra en nokkurntíma áður. Veðrið var svalt og heiðskírt loft. Tunglið var ekki komið upp, en þó var nægilega bjart til að eg sæi. að eg var kominn inn í blindgötu. Við endann voru þrjú hús, sem lokuðu henni. Eg heyrði enn fótatakið bak við mig. Það var dimmt í þessum þremur húsum við götuendann. Eg gekk framhjá því fyrsta. Ef eg tæki um skammbyssuna mína í vasanum mundi eflaust koma kúla í bakið á mér í sömu and- ránni. Maðurinn var ekki nema þrjá metra frá mér. Eg gekk framhjá öðru húsinu. Þegar eg tók í lásinn á þriðja húsinu opnuðust dyrnar. Eg fór inn og lokaði á eftir mér. Eg var kom- inn inn í leiguíbúðahús, svipað því sem eg hafði fundið Maríu í. Dauft ljós logaði á ganginum. Eg var að komast að stiganum þegar hurð var lokið upp. Eg þrengdi mér upp að þilinu bak við hurðina. Henni var lokið svo hægt upp að mér gafst tími til að ná til skammbyssunnar. Eg hélt um hlaupið og þegar eg sá hausinn á manninum sló eg fast í hann með skeftinu. Hann neig niður með miklum dynk og lá kyrr. Eg dró hann út að þilinu og leitaði í vösum hans. Eg hafði búizt við að finna skammbyssu, en það eina sem eg fann var brotin flaska í bakvasanum. Buxurnar voru votar af apríkósu- brennivíni. Eg heyrði að hurð var lokið upp einhversstaðar á efri hæðunum og að kona æpti: ,jErt það þú, Jeno?“ Þegar eng- inn svaraði heyrðist fótatak niður stigann. Eg neyrði konuna segja: „Nú er hann fullur, rétt einu sinní.“ Eg hljóp sem fætur toguðu alla leið fram hliðargötuna og niður aðalstrætið þangað til eg hitti hina tvo. Við lögðum af stað út á járnbrautarteinana áleiðis til Jozsefvaros, eftir að Hir- am hafði skorið umbúðirnar af fingrunum á hægri hendinni á mér, svo að eg hætti hægara með að beita skammbyssunni. Steingirðing var milli okkar og strætisins lengst af leiðinni. Við gengum hver á eftir öðrum, með nálægt tuttugu metra milli- bili. Hiram gekk fyrst, eg aftastur. Hiram sagði okkur að við Walter skyldum bíða við innganginn að stöðinni meðan hann væri að reyna að finna vagninn, sem hefði komið frá Austur- ríki. Svo ætlaði hann að koma aftur og ráðfæra sig við okkur um hvernig við ættum að ná í gula umslagið. Við áttum enn ófarna nokkur hundruð metra leið að ákvörð- unarstaðnum. En er við komum nær sáum við að tvær stórar eimreiðar stóðu við vatnsturninn. Eftir því sem eg gat bezt séð var enginn maður í eímreiðunum, þó að þær væru ferðbún- ar. Eg náði í Walter þegar eg kom að stöðvarhliðinu. Við stað- næmdumst í skugga undir hermannaskálanum, sem stóð næstur brautarteinunum til vinstri. Ekki töluðum við stakt orð saman. Okkur fannst við hafa staðið þarna að minnsta kosti klukkutíma er Hiram kom aftur, en þó hefir hann varla verið nema tíu mínútur í burtu. Mig sárlangaði í sígarettu en þorði ekki að kveikja á eldspýtu. Hiram sagði að vagninn stæði á innnsta sporinu af þeim sex, sem þafna voru — til hægri frá okkur, er við horfðum inn á stöðina. Stétt var tií vinstri við vagninn. Til hægri var grjót- garðurinn. — Það eru tveir varðmenn með vélbyssur á stéttinni, sagði Hiram. — Þeir eru líklega miklu fleiri þcurna á stöðinni. — Getum við komizt hinumegin við vagninn? spurði eg. — Það er ómögulegt, svaraði Hiram. — Það er ekki nema fárra sentimetra bil milli vagnsins og grjótgarðsins. — En hvernig háttar um hin sporin? spurði eg. — Er ekki hægt að komast á sporið hinumegin við sömu stétt? — Þar er lest af vöruvögnum — og eins á öllum hinum spor- unum. — Getum við ekki skriðið eftir þakinu á vöruvögnunum? — Nei, svaraði Hiram. — Þeir ná alveg upp í þakið, svo að ekki væri hægt að komast á milli þó maður skriði á maganum. — Er þá ekki hægt að skríða undir þá? spurði Walter. — Of mikill snjór til þess, svaraði Hiram. — Hvað er þá hægt að gera? — Við verðum að klifra yfir múrvegginn fyrir handan stétt- ina, sagði Hiram. Við urðum með öðrum orðum að snúa við þangað sem við höfðum hitzt, ganga strætið til Fiumei-ut þangað til við værum komnir móts við stéttina á brautarstöðinni. Svo héldum við af stað, en nú gekk eg fyrstur og Hiram síðastur. Mér fannst þetta eins og hver önnur vitleysa. Hiram hefði átt að kynna sér hvernig öllu háttaði áður en við fórum af stað. Hann hafði sagt að múrveggurinn væri þriggja eða fjögurra metra hár. Við gátum ekki komizt yfir hann án þess að nota stiga. Og þó svo að við næðum í stiga — hvernig áttum við að nota hann á Fiumei-ut, sem var ein af fjölförnustu götunum í Budapest, jafnvel á nóttunni? Við urðum að finna annað ráð. Við þurftum eitthvað til að draga að sér athygli varðmannanna svo að þeir hyrfu frá vagn- inum nógu lengi til þess að við gætum náð í gula umslagið. Eg held okkur hafi dottið það sama.í hug samtímis, öllum þremur. Eimreiðin! Að minnsta kosti fórum við allir að skrafa, er eg hafði snúið við til Waltesr og Hiram náði í okkur. Við laumuðumst að eimreiðunum. Athuguðum skiptisporin og sáum að sporið sem eimreiðarnar stóðu á lá inn á annað miðsporið, en á því stóðu þrír litlir vöruvagnar. Eg brölti upp í stýrishús þeirrar eimreiðarinnar sem nær stóð stöðinni. Svo lét eg Hiram og Walter fá þriggja mínútna ráðrúm til að komast eins nærri austurríska vagninum og hægt var. Og síðan losaði eg hemlana og setti eimreiðina á hreyfingu. Um leið og þessi mikli skrokkur fór að hreyfast hoppaði eg af. Eg lenti í snjóskafli. Komst á fætur og hljóp á eftir eimreið- inni eins hart og hægt var að komast í ófærðinni og myrkrinu. en eg var að minnsta kosti hundrað metra frá austurríska vagn- inum þegar eimreiðin rakst á aftasta vöruvagninn. Nú varð brak og brestir, sem áreiðanlega hafa heyrzt í kíló- Á kvöldvökunni. Ymsar sögui’ eru til um skáld-. ið Paul Verlaine, sem hafði all-. mikið dálæti á flöskunni. Einu sinni, er hann hafði ort kvæði fór hann með það á ritstsjórpar- skrifstofu blaðs nokkurs og fekk útborgaða 5 franka í rit- laun. 5 frankar þóttu peningar í þá daga. Degi síðar kemur hann aftur og húðskammar gjaldkerannt- fyrir að hafa fengið sér falska. mynt. „Verið þér ekki að æsa yður,‘* sagði gjaldkerinn.. „Það er fjarri því að við hérna viljum hafa af yður fé. Hér eru 5- frankar, sem eg ábyrgist að sá ófalskir.“ Verlaine stakk á sig mynt- inni og ætlaði að snarast út. — „Nei hægan, hægan, hr. Ver- laine,“ sagði gjaldkerinn. „Hvar er falski peningurinn? Hann verð eg að fá, svo að reikningurinn komi heim og saman.“ „Ha? Falspeningurinn!" sagði Verlaine og varð eldrauður af reiði. „Og þetta verð eg að þola —eins og eg er búinn að hafa mikið fyrir að koma honum út!“ • í klausturskóla einum var mjög ströng forstöðukona, sem heimtaði að skólastúlkumar léti sig hafa hverja bók til yfir- lesturs áður en þær læsu þær.. Hún heimtaði að skoða bæði lesmál og myndir. Ein skólastúlkan kom með sem hún hafði fengið að láni og forstöðukonan var ekki. sein að fetta fingur út í myn<l,. sem var í bókinni. „Nei, þessi er ófær.“ þetta er bara mynd af' trjám í trjágarði,“ stúlkan undrandi. „Getur verið,“ sagði hin forstöðukona. „En það ýmislegt gerzt á bak við þau.“ • Tungan er á sleipum stað,. getur því orðið fóta- skortur ef hún gengur mjög ört. • Rithöfundurinn Egon Fi’ie- dell, var einu sinni að því spurður hver væri munurinn á gætni og gunguskap. Hann hugsaði sig um andartak, brosti svo og sagði: „Sjálf ' erum „við alltaf gætin, það eru aðrir, sém eru gungurnar.“ C. /?. SuN'Cíiakj; — TARZAIM I6S6 Tarzan var afar reiður yfir því að vera svo miklum órétti beittur, að Vera settur í fangelsi í ókunnri borg án þess að hafa gerst sekur um óleyfilegt athæfi. Það var ekkert annað fyrir hann að gera en að bíða. Allt í einu opn- aði varðmaður dyrnar að klefa hans. klefanum og að skrifstofu fangelsins þar sem hinn feiti Lazar beið hans. „Jæja, 'ef skapið í herranum ’hefur lægt eitthvað, þá væri ekki úr vegi að reyna að komast að samkomulagi. Diá'.r by Uiíited Fcaíure Syndicate, In * i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.