Vísir - 29.09.1954, Blaðsíða 6

Vísir - 29.09.1954, Blaðsíða 6
VÍSIR Miðviku.daginn 29. september 1954 D A G B L A Ð Ritstjöri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Sóun vepa óslgæzhi. '^7'ísir sagði frá því fyrír skemmstu, samkvæmt heimildum * lögreglunnar hér, að fram til miðs septembermánaðar hefðu hvorki meira né minna en 1700 bifreiðar lent í árekstrum hér í bænum, og þarf þó ekki að fara í neinar grafgötur um það, að bílarnir eru miklu fleiri, því að ekki mun lögreglunni vera tilkynnt um alla árekstra. En af þessu er ljóst, að fjórir til fimm bílar, sem lögreglan fær vitneskju um, verða fyrir meiri eða minna skemmdum á degi hverjum allt árið. Senni- lega skipta þeir bílar hundruðum, sem verða fyrir einhverju tjóni, án þess að lögreglan fái um það að vita, þar sem eig- endur gera upp sakirnar á eigin spítur, án þess að blanda yfir- völdunum í það til að forðast allskonar umstang, sem menn nenna ekki að standa í, verði hjá því komizt. Það getur ekki hiá hví farið, að það sé gífurlega upphæðir, sem eigendur b;f: ei ‘a c5a vátryggingafélögin verða að greiða.á ®ri hverju fyrir tjón á bifreiðum. Þar að auki er svo atvinnu- missir fjölda manna, sem hafa framfæri sitt af bílakstri, að viðbættum þeim óþægindum, sem af þessu stafar, hvort sem um nienn er að ræða, sem hafa atvinnu sína af akstri eða ekki. Vátryggingafélögin munu greiða milljónir króna á ári hverju í bætur, og greiða þau þó vitanlega ekki allar skemmdir, því að nokkur hluti skaðans eða hann allur skellur stundum á eigendum eða umráðamönnum bifreiðanna. Hér er um atriði að ræða, sem snertir fleiri en þá, sem eru aðilar að árekstrum, því að hér kemur gjaldeyriseyðsa til greina, þegar endurnýja þarf skemmda bifreiðahluti. Það er mikið fé, sem fer árlega til varahlutakaupa vegna skemmda á bifreiðum, og í fjölmörgum tilfellum er það um óþarfa sóun að ræða, því að mikill hluti árekstranna stafar af því, að öku- menn hafa ekki farið eftir settum reglum eða sýnt óaðgæzlu að einhverju leyti. Sannleikurinn er sá, að fjölmargir menn aka eins og gapar, og gera sér ekki grein fyrir því, að oftast er erfiðara að stöðva bifreið en að koma henni af stað. Skýrslur munu ekki vera fyrir hendi um það, hversu margir árekstrar hér verða fyrst og fremst af því, að bifeiðastjórar — eða aðrir vegfarendur — hafa ekki auðsýnt nægilega aðgæzlu. Væri mjög fróðlegt, ef unnt væri að athuga þessi mál frá þeim sjónai’hóli, og er þá hætt við-, að útkoman yrði á þá leið, að unnt hefði verið að komast hjá fjölmörgum óhöppum. Niður- stöðurnar mundu þá jafnvel einnig gefa til kynna, til hvaða ráða ætti helzt að grípa, til þess að unnt væri að girða fyrir slík slys, en þó má gera ráð fyrir því, að bezta ráðið sé aukið eftirlit með umferð-inni, að lögreglunni sé gert kleift að fylgjast með því sem víðast, að settum reglum sé fylgt, en þær ekki brotnar i þeirri von, að lögreglan sé hvergi nærfi og heppnin micð, svo að ekki verði slys. GagnfræSaskóli verknáms að heffa síarfsemi sína. Fimm deildir eru í skóhnum, og fjórtán námsgreinar valírjálsar. Gagnfræðaskóli verknáms er í þann veginn að taka til starfa, og hefur Vísi borizt greinar- gerð um námsgreinar og starfs- tilhögun skólans. Skólinn er tveggja ára skóli og lýkur honum með gagnfræða prófi. Til þess að fá inngöngu í hann, þurfa nemendur að hafa verið tvo vetur í almennum gagnfræðaskóla og lokið þaðan unglingaprófi. Fimm deildír eru starfandi í ,skólanum: Saumadeild, hús- stjórnar-, járnsmíða-, trésmíða- og sjóvinnudeild. Verða nem- endur að ákveða sjálfir í hvaða deild þeir hyggjast stunda nám. Helmingur námstímans er verk legt, hitt bóklegt nám. Bók- lega námið er hið sama hjá Öllum deildum, og megináherzla lögð á íslenzku, stærðfræði og erlend tungumál. Sömu réttindi fylgja gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms og öðrum gagnfræða skólum, en auk þess styttir það iðnskólanám um eitt ár. Talsvert valfrelsi er í skól- anum, svonefnt frjáls nám, og geta nemendur ráðið, hvort þeir taka þátt í samtals 14 náms- greinum, eða hverjum þeirra. Geta nemendur með þessu ráð- ið, hvaða starf þeir búa sig und ir. Þessar námsgreinar geta nem endur valið um: Bast- og tág- vinnu, bókband, bókfærslu, er- lent tungumál, flugvirkjun, gifs mótun, matreiðslu, málun, skrift, smíði, teikning, útsaum. útskurð og vélritun. : Geta má þess að allir nemend ur 3. bekkjar, sem þess óska, geta fengið vélritunartilsögn, 2 stundir á viku. Til þess að geta haldið áfram vélritunarnámi í 4. bekk, þurfa nemendur að ná einkuninni 5 við þriðja bekkj- ar próf. En þeir, sem ná 8 við þriðja bekkjarpróf, geta komizt í A- flokk svonefndan, en þar eru 4 stundir á viku, og eiga nemendur, sem þaðan útskrif- ast að vera fullfærir til vélrit- unarstarfa í skrifstofum. Skólastjóri Gagnfræðaskóla verknáms er Magnús Jónsson, og veitir hann nánari upplýs- ingar um skólann í síma 6993 kl. 6—7 síðdegis. FrankkEsskóiakeflnarar ræía nauðsyn á bættri kennslutækni. Mörg mál rædd á ]»ingi framlialds- skólakennara da^ana 23.-25. þ.in. Fimmta fulltrúaþing Lands- sambands framhaldsskóalkenn- ara var haldið í Reykjavík dag- ana 23.—25. sept. sl. Þingið sátu 26 fulltrúar frá 12 skólum. | Formaður sambandsins, IIelgi( Þorláksson, setti þingið. Auk skýrslu stjórnarinnar voru rædd allmörg mál á þing- j inu, sem vörðuðu kennslu og rædd á þinginu, og verður helztu ályktana þess væntan- lega getið síðar. Formaður sambandsins var endurkosinn Helgi Þorláksson. Meðstjórnendur: Halldóra Egg- ertsdóttir, Sigurður Ingimund- arson, Haraldur Ágústsson, Þráinn Löve, Gunnar Bene- diktsson og Björn Þorsteirísson. Vetrsr snemme. TT'nn einu sinni hefur veðurfarið komið mönnum á óvart, vetur gengið óvenjulega snemma í garð, svo að menn hafa víða átt hey úti, og fjölmargir munu einnig eiga kartöflur í jörðu. Er hætt við, að mikil verðmæti og góð fari forgörðum vegna þessa, og verður engum um kennt, því að enn eru vís- -indin ekki komin á það stig, að öll veðrabrigði verði nákvæm- lega sögð fyfir, og því miður er .manninum einnig um megn að' stjórna veðrinu, þótt tækni hans og kunnáttu hafi 'fleygt fram á ílestum sviðum á undanförnum áratugum. En þótt menn geti ekki stjórnað veðrinu, hafa þeir þó tæknivit til að forðast ýmis skakkaföll af þess völdum, og það er lítið vafamál, að bændum er meira virði að fá tæki er geta tryggt, að þeir nái heyjum í hlöðu, en ýmis önnur, þótt góð kunni að vera. Fyrir tveim árum var að því vikið hér í blað- inu, að bændur ættu að vinna að því öllum árum að sem flest býli væru búin þurrkunartækjum, svo að úrkomukaflar kæmu ekki að sök. Lítið mun þó háfa verið gert í þessu efni, umfram íramtak einstaklinga, en væntarílega finnst forvígismönnum bænda ekki einskisVert að athuga þetta mál. uppeldi, svo og hagsmuna- og kjaramál kennara. I Guðmundur Þorláksson, ma- 1 gister, skýrði frá störfum nefndar þeirrar, er mennta- málaráðherra hafði skipað á sl. skólarári til að athuga og gera tillögur um námsefni skólanna, en Guðmundur var fulltrúi Landssambands framhalds-; skólakennara í nefndinni. Björn | Þorsteinsson, sagnfræðingur, ’ j ræddi um nauðsyn á betri kennslutækni, svo sem töku og notkun islenzkra fræðslu-- kvikmynda, aukna notkun seg- ulbanda við kennslu, ekki að- eins í tungumálum, heldur einnig j náttúrufræði, Iarídá- fræði, sögu og bókmenntum. Einnig ræddi harin urn sjc.óla- útvarp og nauðsyn þess áð kenna átthagafræði í fram- j haldsskólúm. Halldóra Egg- ertsdóttir, húsmæðrakennari, ræddi um hasarblöð sakamála- rit og glæpakvikmyndir og skaðsemi þeirra. Hvatti hún þingið til að taka þetta vanda-- mál til athugunar og reyna að finna leiðir til að stemma stigu við þessum ósóma, sem bryti það niðúr, sem kennaxar byggðu upp. Helgi Þorláksson hafði framsögu. um kjara- og launamál. Ýiriís fleiri mál voru Skírt í höfuðið á Noregskonungi. Einkaskeyti frá AP. — Asker, Noregi, 26. sept. Fyrsta barnabarnabarn Há- kohar Noregskonungs var skírt í Askerkirkju á láúgardag. •Þéttá var ’sveiríbarn, sonur Ragnhildar prinsessu og Er- lings Loreritzens útgerðar- manps, og var hann nefndur 1-lákon í höfuðið á langafa sín- um. '. Milii) leynd hafði verið höfð um; pafn bai-nsins, og vissi Há- kon konungur ekki einu sinni, að álcveðið hefði vei-ið að láta sveininn heita í höfuðið á hon- um. Ragnhildur og maður henn ar munu nú hvei’fa aftur til Rio de Janeiro, þar sem þau eru búsett í bili, en annars not- aði Lorentzen tækifærið til þess að hi’inda af stað nýju helikoptei'félagi í Noregi, sem annazt farþegaflug milli ým- issa bórga Noregs og ferða- rnannaþæja með. ströndinni og uppi til fjalla. Bíógestur skrifar Bergmáli eft- irfarandi: „Það þyrfti að breyta fyrirkomulaginu á sælgætisverzl- uniuni i Hafnarbió. Hún er, eins og hún er nú staðsett á alsendis óhæfum stað. Um daginn fór ég: í kvikmyndahúsið með ungri dóttur minni og munaði minnstu að fötin væru rifin af henni. — Þannig háttar þarna til, að sæl- gætisverzlunin er gegnt miðasöl- unni, en gangurinn á milli er mjög þröngur. Þegar farið er inn í kvikmyndasalinn verða gestii’ að fara framhjá sælgætisverzlun- inni, en á þeim tímá er oft ös þar. Lendir maður þá í mikilli þröng. og stympingum með þeim afleið- ingum að föt mans ólagast, ef ekki hlýst verra af. Þyrfti að færast. Þeir, sem fara með stjórn kvik- myndahússins lxljóta að sjá, að sælgætissöluna þyrfti að færa og er elcki mikill vandi að gera það. Kvikmyndaliúsið sjálft er það stórt að vel rnætti færa vestri vegginn inn og skapa rneira rúm í anddyrinu. Þó getur verið að mönnum þyki það kostnaðarsamt, en eitlivað verður að gera fyrir það fólk, er sækir kvikmyndahús irt að staðaldri.“ Bréfið frá kvik- myndaliúsgesti var ekki lengra og er því hér með komið á fram- færi. Góð ráðstöfun. Tekin hefur verið upp sú ráða- breytni, sem hrósverða má telja hjá bæjaryfirvöldunum, að setja girðingar meðfram götum, sem mest umferð er til þess að reyna með því móti að koma í veg fyr- ir slys. Fyrst var sett upp grind- verk meðfram Bankastræti, en þar er mikil umferð eins og flest- um mun kunnugf. Nú liefur líka verið seft upp grindverk innar- l.ega við Laugaveginn, þar sem lika er mikil umferð til þess að fyrirbyggja að fólk ani út á göt- una án þess að Hta til hægri eða vinstri. Bílamergðin. Bílamergðin er mikil í þessum hæ og Jiess vegna ástæða til þess að gera sem l'Iest til þess að liindra slys. Þau eru saint of tið. wiúijósin. háfa þó gert mikið gagii í þessú tilliti og ér óhætt að i'ullyrða að hefðu þau ekki verið selt upp hefði mátt búast við fléiri slysum, en rauh hefur orð- ið á. Og margt hefur vcrið gcrt tii þess'að kenna almenningi umferðarmenningu og hefur j Siysavarnarfélagið staðið þar í ' í.vikingarbrjósti. En slysin eru j enn of líð og ekki verður nóg- samlega varað við■ þeini og fólk, eggjað á það að fara varlegá. Þröngar götur. I Flestar götur bæjarins eru þijöngar og varlega verður því að i aka. Vfirleitt má segja, að vanir ÍjifreiðaiStjórar geri sér þetta Ijóst. enda niumi þeii’ sem fást við ákst’úr i ; atvinnuskyni liafa fæst slysjnc á: samvizkunni, Og sýiö er liejt loká 'ferskeytla,; er léss andi.Bergmáls seiáli í gtér: Gegnum hráunið, gráa, ljóta geysist bifreið hratt scm ör. Framundan er feigðargjóta, íalinn „dauði“ bregður lijör. kr. ALM. FASTEIGNASALAN Lánastarfsémi. Verðbréfa- kaup. Austurstræti 12. Sími 7324.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.