Vísir - 18.10.1954, Síða 4
vfsra
4
Mánudaginn 18. október 1954
.WWV
V».
%IAU& ?W öii
frá
tfl Johaimesar S. Kjarval.
Kœri vinur minn í fom-
Sld og nútíð.
Þökk fyrir þitt volduga bréf
frá sumarmánuðunum, þegar
sambandið var hið bezta. Eg
les það oft. Því fylgdi þetta
þrungna ísland og íslendings-
eðli, sem lifað hefur á öræfa-
lofti og fegurðarblæ fjallasala,
þar sem kyrrðin hvílir í laut-
um fjallahlíða, ótrufluð, og
reynir að viðhalda óbreyttri
sögu og sál íslands í andar-
drætti eilifðarinnar. En hve
lengi verður það? —
Og mikið skulda skáldin
kyrrðinni og hinni mælsku
þögn, sem grúfði yfir íslandi
áður fyrr og ríkti sem drottn-
ing yfir hugum íslendinga —
og gerði þá vinalega- og góða
drengi meðan þeir dvöldu þar,
Ertu búinn að fara til Eiríks-
vatns? Við töluðum oft um það
í fyrra. Það er útilegu- og há-
heiða-vatn, þar sem eg dvaldi
drengur við bakka þess á
Vörðufelli.....Seinna hef eg
alltaf fundið, að það er staður,
sem eg vildi eiga sumarbústað
á. —• í grískum hofstíl með
snjóhvítum marmarasúlum.
Maður hefði svo í baksýn vold-
ugar Súlumar, svartbláar,
marmarahöfuð við vatnið að
aiorðan, og svo Vörðufell rétt
hjá til að ganga á og njóta
hinnar töfrandi fegurðar, og
útsýnis er blasir við. Frá Vörðu-
felli sést Skjaldbreiður, Uxa-
hryggir og enn Hryndisfell,
Hlöðufell, Þverfell og svo Súl-
umar, töfrandi útilegumaður,
er gnæfir yfir öllu. Einnig sást
niður í Lundareykjadal og
Skorradalinn frá Vörðufelli.
Efstibær í Skorradal, sem var
rnér sem mikið Palazzo — til
að sjá, og svo Fitjará — sem
kemur úr Eiríksvatni og rennur
r.iður hæðimar til Skorradals
vatns. — — Og í henni er
Hvítserkur, foss töfrandi fagur
<ng hvítur og breiðir sig út eins
<og krinolinpils og minnir mann
á ball hjá Napoleon við frönsku
hirðina.
Eg gef þér nú þetta allt i
afmælisgjöf 16. október — til
eð mála. — Þetta eru gersemi
mín frá æskunni. — Þú mátt
eiga það allt...... Þarna er
ennþá enginn ótti né kvíði, —
eða tortímingarhugur. Þarna
býr föðurlandsástin, hrein,
saklaus og djúp, tengd kyrrð-
inni eilífu....Eigðu það bara
allt — og til hamingju elskU'
legi vinur!
lega Ijós áhrif þessara afla og
þekkir þau vel — þegar þú
skapar þín snilldarverk. —
Eg hef tekið eftir — og orðið
þeirra var — er eg heimsótti
þig á vinnustofu þinni.........
Nú er eg dvel í raunverulegu
heimalandi snilldarinnar, og
kynnist betur öflum þeim, sem
em bak við hana — sé eg meir
og meir — hve mikil hátíð og
alvara fylgir sköpunarverkum
snillingsins. Það gerir lífið ríkt
— bjart —• og dularfullt, og
gerir hið breyzka líf einstak-
lingsins hærra og verðmætara
— meðan hversdagslífsins
þrautastagl reynir að kæfa
raddir hins guðdómlega í til-
veru manna. --------Þjóðir sem1
ekki eiga listir eru dauða-
dæmdar. Þjóðir sem vanrækja
þær og anda sinn — eiga enga
framtíð. — Héðan frá heima-
landi lista og snilldar er óhætt
að hrópa þetta út. — Hér sést
bézt sigur þeirra og þýðing
fyrir þjóðirnar.
Það verður að varðveita list-
irnar, sem bám upp að Lýð-
veldisstofnun íslendinga 1944
— þetta merkilega og frjósama
tímabil þeirra frá 1900 til 1944.
Láta þær lifa lífi sínu með
þjóðinni, láta æskuna og börn-
in drekka í sig anda þeirra, sem
er andi þeirra eigin þjóðar —
það bezta — svo hún geti fund-
ið að það lifir einnig í brjóst-
um þeirra sjálfra.-------
Af listinni lærir æskan að
unna þjóð sinni, elska hana og
hún opnar veg til skilnings á
okkar dularfulla landi, sem
okkur var gefið af örlögun'
um. ....
Farfuglar" frá
beims sækja
ýms .m fönchi
ísiand heim.
M.a. frá Afríku og S.-Evrópu.
Hér í Venezia er margt sem
minnir á þig sem málara.
Lombardísku málararnir Tin-
tóretto — og Veonesi — og
fleiri minna mig oft á þig. —
Það er einhver skyldleiki miili
ykkar, einhver kraftur og stór-
hugur sameiginlegur bæði í
komposions og litadýrð. E.ins
í þessari töfrandi geisládýrð
hins yfirnáttúrlega —• er kemur
oft.fram í myndum þeirra.......
Þó hér sé ekki eins mikil þjá-
trú og hjá okkur — og ekki
eins þokukennt hugsanalíf —
ef hugsað er — — þá finnst
hér djúp trú á hin guðdómlegu
öfl er búa í snillingnum, og er
grundvöllur þess sem er fag-
Urt. .... Þú gerir þér áreiðan-
Mín ósk er enn sem fyrr, að
fá að sjá „Galleria“ Kjarval
standa hnarreist á fögrum stað
í höfuðborg íslands.
Það þarf að flýta þessu
verki. Mér skilst, að Alþingi
hafi veitt fé til þess. Og það er
nauðsynlegt að listamanns-
höndin sjálf fari um listaverk-
in, sjái um upphengingu og
alla tilhögun og að allur frá-
gangur sé gerður eftir ósk
hans og að ráðum hans.
Þú, sem hefur þúsundir
mynda dreifðar út um allt, get-
ur gefið þjóð þinnj þessi verð-
mæti, ómælandi á heimsvísu,
og þú skalt hafa hönd í bagga
með, hvernig þú vilt lifa á
meðal okkar í myndum þínum
um aldir.
En við viljum hafa þig allan,
vinir þínir, á einum stað, geta
gengið um sali þína, og séð og
lesið út úr þessum risavaxna
— dularfulla töfraheimi, Is-
landi, serri þú hefur gefið okk-
ur í myndum þínum. Það veitir
ek.ki af, að við sjáum ísland
okkar1, í Ijósi þeirar snilldar,
sem hönd og heili íslenzkra
hafa skapað.
f safni reistu verkum þín-
um, mun hjarta manns alltaf
slá — heitara og sterkara fyrir
fslandi og öllu því sem þar er
— og verður — okkur ....
Þökk fyrir vinarbréfið og
heillaóskir.
ftalíu, 1954,
þinn
Eggerit Stefánsson. -
í sumar er leið sóttu all-
margir útlendir Farfuglar ís-
land heim og nutu hér fyrir-
greiðslu íslenzkra félaga sinna.
Meðal annars komu hingað
Farfuglar frá Englandi og
Skotlandi, Danmörku, Svíþjóð,
Frakklandi, Þýzkalandi, Sviss
og Ítalíu. En í fyrra sóttu far-
fuglar frá Algier, Englandi og
Finnlandi ísland heim.
íslenzku Farfuglarnir hafa
veitt þessum erlendu gestum
fyrirgreiðslu eftir föngum m.
a. með því að lána þeim afnot
af gistiheimilum sínum hér í
Reykjavík og nágrenni. Far-
fugladeild Reykjavíkur fékk
fyrir atbeina og góða fyrir-
greiðslu þeirra Jónasar B.
Jónssonar fræðslufulltrúa og
Jóns Gissurarsonar skólastjóra
afnot af kennslustofu í Gagn-
fræðaskólanum við Lindargötu,
sem síðan var búin rúmum og
hýstir þar þeir erlendu Far-
fuglar sem ísland gistu. En nú
virðist hinum erlendu gestum
fjölga svo ört að 1 stofa nægir
ekki lengur og verða Farfugl-
arnir því að reyna að fá stærra
húsnæði að sumri.
Deild í
Alþjóðabandalagi.
Farfugladeild Reykjavíkur
gekk fyrir tveimur árum í Al~
þjóðabandalag Farfugla, og
nýtur fyrir bragðið þeirra
hlunninda að mega gista gegn
vægu gjaldi í farfuglaheimil-
um hvaða þjóðar sem er. Þetta
hafa íslenzkir Farfuglar þegar
hagnýtt sér á ferðum sínum
erlendis og í sumar sem leið
gistu þeir meðal annars í far-
fuglaheimilum í Austurríki,
Þýzkalandi, Hollandi, Noregi,
Saar, Skotlandi og Svíþjóð. Er
þetta einkar hagkvæmt fyrir
efnalitla ferðalanga því gisting
á venjulegum gistihúsum er
yfirleitt dýr, en í farfugla-
heimilum kostar hún svo til
ekki neitt.
í skýrslum sem hingað hefur
borizt um gistingar í farfugla-
heimilum víðsvegai’ um heim
segir að alls hafi gistingar
numið tæpum 11 milljónum á
árinu sem leið.
Skógrækt í
Þóiismörk.
í sumar hefur FarMgladéild
Reykjavíkur efnt til íjölmargra
ferða að venju og voru þátttak-
endur í þeim um 400 .talsins.
Meðal þessara ferða voru tvær
sumarleyfisferðir, önnur sem
var vikuferð og dvöl á Þórs-
mörk, en hin var hálfsmánaðar
óbyggðaferð yfir þvert ísland
norður um Sprengisand og síð-
án, Ódáðahraun í Öskju Og
Herðubreiðariindir, pg víðar.
Farfuglar starfa árlega að
skógrækt á Þórsmörik og í sum-
ar gróðursettu þeir;: þar um
3000 trjáþlöntuiyáúk þess sem
þeir grisjuðu ákveðið svæði þar
í Mörkinni. Við Valaból hjá
Kaldárseli hafa Farfuglar einn-
ig gróðursett ripkkúð af plönt-
um og virðast þær dafna vel.
f sumar höfðu Farfuglar
opna skrifstofu ákveðin kvöld
í hverri viku, en Jiún er lokuð
yfir vetrarmánúðina.
Vetrarstarfið er aðallega
íólgið í skemm! if undum og
dííðaférðum og fyrir dyrum
stendur vetrarfagnaður í
Heiðarbóli. Hefur hann að
jafnaði verið haldinn fyrsta
vetrardag að viðstöddu fjöl-
menni og við ’ 'zlukost mik-
inn og góðan.
Félagar eru nú á 4. hundrað-
inu og er Guðmundur Erlends-
son Ijósmyndari formaður fé-
lagsins.
Beztu úrin hjá Bartels
Lækjartorgi.
Símj 8418.
IViiðstöðvarefni
PÍPUR — FiniNGS
KRANAR — STOPPHANAR
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19 —- Sími 3184.
Hefi opnað
tannlækningastofu
að Sóleyjargötu 5. — Viðtalstími kl. 9—12 og
2—6, laugardaga kl. 9—12. Sími 3693.
Kristján Gunnlaugsson*
tannlæknir.
Fátt er gestum betra boðið en
€0€A €0€A
Ijúffengt og kalt.