Vísir


Vísir - 18.10.1954, Qupperneq 10

Vísir - 18.10.1954, Qupperneq 10
fo VÍSER Mánudaginn 18. október 1954 'liann skrifaði: — Eg bóka þig sem Francis Killigrew sjóræn- ingja, eða viljið þér heldur að eg skrái starf yðar undir annan lið. — Málið er ekki rannsakað ennþá, herra ritari. og þér vitið jþað. Þér vogið yður ekki að bóka þessa athugasemd. Þetta var satt. og skrifarinn vissi það. John naut þess að sjá, :iiversu ritarinn var rauður í framan og vandræðalegur. Killi- grew kenndi í brjósti um hann. , — Ef þé viljið bóka eitthvað um mig, þá segið, að eg hafi verið í þjónustu þessa vesalings manns þama, sem, þótt hann ■sé eitthvað utan við sig núna, hefur gert allt sem hann hefur getað til að verða mér að liði og beðið tjón af því sjálfur. — Þér skulið ekki leika yður að því að géra gys að mér, lirópaði litli skrifarinn reiðari en svo, að hann gæti við sig ráðið. — Eg bóka að þér séuð þjónn Villa vitstola, og við skulum sjá svo um, að hann fái að gráta með sárt bakið á aftökustað yð- •■ar. Vegna bituryrða yðar og illgirni, herra Kdlligrew, ætla eg ekki að sýna yður neina linkind, heldur loka yður inni í ein— jmanns klefa og láta yður dúsa þar matarlausan í kuldanum til xnorguns. Hann skellti aftur bókinni og kallaði og bað að færa sér Jhlekki. Fangavörður kom með bæði handjárn og hlekki á fæt- xirna og kraup fyrir framan Killigrew til að bregða fóthlekkj- ■unum um ökla, honum. —,Þér verðið að venja yður við stuttu skrefin, hreytti hann "út úr sér. — Hvað er nú á seyði? sagði hann, þegar lögreglu- jforingi kom inn. — Einkaritari jarlsins af Bristol vill fá að tala við yður og segir. að það sé áríðandi. John glotti meinlega og ritarinn sá það. — Já, strax, strax, sagði hann. — Vísið manninum inn. Herra Biackett eyddi engum tíma tii ónýtis. — Eg fekk orðsendingu um, að siglt hefði verið á bát jarls- iná og honum hefði hvolft, sagði hann hraðmæltur. — Menn Jhans eru að leita að honum frarn með ánni. Eg kom hingað vegna þess, að áðan sást mannþyrping niðri við ána. sem stefndi síðan hingað. Mér datt í hug, að hann kynni ef til vill að vera Itominn í land. Nú sá hann, að þeir störðu allir á einn mann og leit þangað. Hann leit þangað, þekkti manninn, gekk til hans og hneigði asig. —• Gaman var að sjá yður lifandi, herra minn. En Roger og Anthonuy? — Þeir björguðust báðir og eni nú komnir á flot aftur að leita að yður. Ritarinn snaraði sér úr kápunni og breiddi hana yfir herðar -Johns. Hann skalf af hræðslu, því að reiði borgarstjórans átti liann vísa og vist í Newgate fangelsinu, ef jarlinn krefðist þess. Pangavörðurinn sparkaði hlekkjunum út í horn og rétti jarlin- um skyrtuna, sem hann hafði verið færður úr. Jarlinn var dálítið harðorður við þá, en að lokum gaf hann þeim, sem hann liafði barið með raftinum, peninga, sem hann fekk lánaða úr pyngju herra Blacketts, og urðu þeir þá ánægðir. Þeir lofuðu J>ví óumbeðið, að fara betur með fanga eftirleiðis og héldu það loforð í viku, en gleymdu því svo, þegar þeim var ljóst, að jarlinn ætlaði enga rekistefnu að gera út af handtöku sinni. Þegar jarlinn var að fara, benti hann á herra Killigrew, sem hafði staðið þegjandi og horft á. — Þér komið með mér, sagði John, en ritarinn fór eitthvað að minnast á sjórán. Jarlinn horfði á hann þungur á brún. — Þér bókuðuð áðan, að þessi maður væri í þjónustu minni. Fyrir utan fangelsisdyrnar stóð þjónn og hélt í káfsveitta hesta. Killigrew beið meðan jarlinn fór á bak. Hann var rjóð- ur í andliti. — Lávarður minn .... Jarlinn brosti. — Þér sögðuð sjálfur. að þér vænið í þjón- ustu minni. Nú ráðið þér því sjálfur. hvort þér viljið heldur koma með mér eða fara hina leiðina. Killigrew hneigði sig. — Eg vil fylgja yður, lávarður minn, sagði hann. IV. kafli. Francis Killigrew varð vel þeginn liðsauki í þjónustusveit Johns, enda þótt hann væri dálitið hávær og talaða gróft sjó- mannamál. Roger og Anthony fannst hann mjög skemmtilegur og báru dálitla virðingu fyrir honum, sem smám saman breytt- ist í geðþekkni. Ættingjar hans áttu landareign í Doven, hrjóstr- ugt heiðaland, sem ekki var mikils virði. og þegar spönsk her- skip höfðu tekið fáein kaupskip frá Plymouth og farið með þau til Norðurlanda og eyðilagt þau þar, hafði hann notað tækifærið til þess að fara í ofurlítinn ævintýralegan hefndar- leiðangur á eigin ábyrgð. Leyfisbréf til víkingsskapar hafði fengizt frá ráðinu fyrir milligöngu ættingja og Francis hafði farið í árásarleiðangur til strandar Andalúsíu og velgt íbúun- um í Cadix undir uggum. Kvartanir í búanna í Cadix bárust til eyma hans hátignar. Spánarkonungs. sem brá við hart og títt og lét sendiherra sinn í London bera fram kvörtun fyrir ráðinu yfir því. að enskir sjóræningjar væru að ónáða spæska þegna (enda þótt hans konunglegu eyru hefðu daufheyrzt við kvörtunum íbúanna í Plymouth á sínum tíma). Hann skipaði Englendingum að fjarlægja þennan sjóræningja og refsa hon- um með hengingu. Bezti ránsfengur. sem Killigrew hafði náð. hafði strandað á Eddystone-skeri. Og hann hafði skort fjármagn til að múta ráðinu. Afleiðingin var sú. að því var lýst yfir. að leyfisbréf Francs hefði verið gefið út af misgáningi og honum var hótað refsingu. Har.n hafði farið til London,, heimsótt ættingja sína. látið þá fá þá peninga, sem hann átti og var á leið til Plymouth til að komast þar um borð í skip, þegar hann var handtekinn. j Herra Blacket sagði, að undir þessum kringumstæðum væri hyggilegast að láta í veðri vaka, að bréfið hefði misfarizt og j bætti því við, að Renard sendiherra væri að öllum líkindum of önnum kafinn þessa stundina við rágjafastörf hjá drottning- unni, til þess að hann gæfi sér tíma til þess að sinna svo lítil- fjörlegum hlutum sem þessum. Þessi skoðun féll í góðan jarð- veg og þeir buðu Francis með sér til að horfa á Maríu halda innreið sína í London með viðhöfn. Um kvöldið komu skilaboð frá ráðinu, sem ollu þeim óró- leika, unz þeim varð Ijóst, að skilaboðin gengu út á það, að John var beðinn að taka þátt í nokkurskonar leiksýningu til heiðurs drottningunni, sem átti að auka yinsældir hennar. Allir hinir æðri fangar, sem höfðu nýlega verið látnir lausir, gamli hertoginn af Norfolk, Gardner biskup, Courtenay, her- togafrúin af Somerset og John áttu að falla auðmjúkir á kné fyrir framan kastalahliðið og þakka fyrir lausn sína. John beit á vörina, en sá svo, að þetta var hyggilegt og klæddi sig í dökkblá föt með logagylltum hnöppum. Þegar hann kom að hliði virkisgarðsins voru þeir að koma þar að, hinn vingjarn- legi Gardiner biskup, hinn gamli og lasburða hertogi, sem hafði verið einn af beztu hermönnum Englendinga, og Courtenay. Gullnir lokkar hans liðuðust angandi af ilmvötnum, hann var mjög yfirlætisfullur og sem ný-endurreistur markgreifi af Exe- ter þóttist hann vera mikið hærra settur en John. sem var að- eins járl. Á kvöldvokuitnl, Skoti gisti í litlu gistihúsi í Lundúnum. Honum var sendur morgunverður á herbergi hans. Það voru 2 bráuðsneiðar, smurðar grátt með smjöri og kaffi. Þótti honum morgunverð- urinn lélegur og kvartaði und- an honum við forstöðukonuna. Daginn eftir fekk hann þrjár brauðsneiðar og aftur kvartaði hann. — Hann, skal nú ekki þurfa að kvarta, hugsaði for- stöðukonan og sendi honum næsta dag heilt brauð, skorið eftir endilöngu og þykkt smurt. Þegar hann kom niður kímdi hún og spurði hvort hann væri nú ánægður með morgunmat- inn. „Það á svö að heita,“ sagði Skotinn. „En nú voru sneiðarn- ar aftur aðeins tvær.“ • Kisa gamla var dauð og Sigga litla grét og var úrvinda af harmi. Kisa hafði verið leik- fang hennar og leikfélagi frá því að hún fór að vafra. Ömmu hennar þótti nóg um táraflóðið og sagði blíðlega en ávítandi þó: „Þú grézt ekki svona mikið þegar blessaður afi þinn dó.“ „Það er ekki von,“ sagði Sigga snöktandi. „Við höfðum hann ekki frá því að hann var lítill kettlingur og þangað til hann var orðinn stór .... “ • Bak við jámtjaldið verða til ýmsar sögur. Þessi er ein af þeim. Þegar Stalin var dauður barði hann að dyrum himna- ríkis. Lykla-Pétur lauk upp og horfði á hann undrandi: „Hvað vilt þú?“ i „Eg vil gjarnan komast inn í Paradís,“ svaraði Stalin. „Það er alveg afskorið mál,“ sagði Pétur og sparkaði Stalin niður í Víti. Eftir nokkra daga var aftur barið að dyrum í himnaríki og Pétur opnaði. Undraðist hann nú meira en nokkru sinni, því að sjálfur fjandinn stóð fyrir utan. „Og hvað er þér á höndum? sagði Pétur. „Þú hefir sent hann Stalin til mín — og nú sáibið eg þig um hæli. — Nú er eg pólitískur flóttamaður.“ • Það er dýrara orðið nú að skemmta barninu en það var áðumað mennta föður þess. f. Suncufké TARZAN „Segðu mér frá þessu nánar,“ bað aði Jose. um þeirra er vildi mæta. honum í ákveðinn. Holt gapti af undrun. “Tarzan. „Þeir hafa flutt inn blóð- „Allir Matadorar Luanda eru ^ nautatinu, 1000 portúgalskar kr." „ílrttí brjálaðut maður! Þú verður, inannýgan griðung frá Spáni,“ svar- dauðhræddir, svo Lazar bauð hverj- „Eg býð mig fram!“ sagði Tarzan drepinn." , j

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.