Vísir - 27.10.1954, Blaðsíða 10
10
— Eg leyni engu, sem máli skiptir. Hann hækkaði róminn.
i— Við höfum rætt nóg um þetta mál. Otterbridge lávarður.
JÞetta mál getur ekki skipt yður neinu máli. Það, sem mér ligg-
pir mest á hjarta, er að þakka yður alla velgerninga yðar. Og
ef eg get launað yður, mundi eg ekki sjá eftir allt að helmingi
eigna minna.
Otter bridge strauk skegg sitt og brosti í kampinn. — Sér-
livert góðverk ber launin í sér sjálfu, sagði hann. Og þegar
liann heyrði tíðan andardrátt- Rogers, langaði hann til að hlæja
framan í hann.
— Það er mér ekki nóg. lávarður minn. Eg vildi mega launa
yður .... sagði hann. En Otterbridge greip fram í fyrir hon-
um.
— Þér felið yður fyrir mér, John. Eg hefði búizt við meiri
■<dirfsku af yður. Wyatt er hættulegur maður. Eg sagði bróður
yðar að vara sig á skáldum. Svo virðist, sem hann hafi ekki
farið að ráðum mínum og meira að segja komið yður í kunn-
ingsskap við hann.
John reyndi að hlæja. — Wyatt er ekki skáld, lávarður minn.
Um það atriði hafið þér fengið rangar upplýsingar.
— Afi hans var lengi fangi í kastalanum. Það munaði
minnstu, að faðir hans væri tekinn af lífi. Báðir fyrir föður-
iandssvik. Um það hefi eg fengið öruggar upplýsingar.
— Samt þarf sonurinn ekki að vera .... stamaði John. en
•Otterbridge greip fram í.
— Hann ættuð þér sízt af öllum að binda kunningsskap við
— fyrst þér viljið ekki viðurkenna meira en kunningsskap við
Hann.
Hann þagnaði og virtist ekki krefjast svars. Hann gaf Michael
_allt að því ósýnilegt merki. og hinn síðamefndi gekk fram að
dyrunum og opnaði þær upp á gátt.
— Mig langar til að tala við yður einan, sagði Otterbridge
og John varð var við eftirvæntingu og æsing í röddinni.
— Hér er aðeins Roger.
—■ Aleinan.
Hann ætlar að ræða meira um Wyatt. hugsaði John. Og
Wyatt ætlaði að reyna að bjarga lífi mínu ásamt Roger. Hann
sagði, án þess að röddin skylfi:
— Talið við okkur báða. Roger þekkir leyndarmál mín.
Roger varð undrandi, en John greip um úlnlið hans — Annað-
Þvort talið þér við.okkur báða eða hvorugan, endurtók hann.
Otterbridge ýtti ávaxtadiskinum til hliðar.
— Hefir hann sagt yður sín leyndarmál? spurði hann með
fyrirlitningarhreim í röddinni og svipurinn harðnaði.
— Mig langar ekki til að forvitnast um þau.
— Hann langar vafalaust heldur ekki til að segja yður þau.
Hann hiæytti þessu út úr sér, og Roger tók til máls.
— Eg áleit heppilegast. að hann vissi þau ekki.
— Þér álituð það heppilegast, brjóstmyikingurinn yðar ....
©ttterbridge reyndi að hafa vald á rödd sinni. Hann studdi aftur
liönd undir kinn. i
vísm
Miðvikudaginn 27. október 1954
— Eg skal fara, sagði Rogér kuldalega. — Eg kom ekki
hingað að eigin ósk.
Hann ýtti John til hliðar og gekk til dyra. Jarlinn hneigði sig
fyrir lávarðinum og sneri við til að fylgja bróður sínum. Þeir
voru komnir hér um bil til dyra, þegar Otterbridge kallaði til
þeirra. - , ; l |y i i
— Báðir eða hvorugur, segið þér. Jæja þá það. Eg geng að
því, með því að niðurstaða málsins snertir ykkur báða. Yður,
John, sérstaklega, og Roger sem erfingja yður. Michael! Þjónn-
inn fór og lokaði hurðinni á eftir sér. — Náið yður í stól, Roger.
Hikandi gengu þeir til hans aftin-.
Otterbridge var þögull og hlustaði Hlustaði! Hann hlustaði
af svo mikilli einbeittni. að John var sannfærður um, að hann
hefði getað heyrt regndropa falla úti eða rottu hreyfa sig
í næsa húsi. Loks laut hann fram og byrjaði að tala, með smá-
hvíldum, lágri, kuldalegri rödd, en með sama skaphitanum,
sem John hafði orðið var við áður, undir niðri.
- Courtenay er fífl. Huglaus, veiklyndur þorpari og drykkju-
ræfill. Það er til öflugur flokkur, sem vill láta hann giftast
hennar hátign drottningunni, en hún vill ekki sjá hann. Það
er annar maður, sem hún er að hugsa um, en Ráðið hefir ekki
hugmynd um það, eða að minnsta kosti vill ekki skilja það. Aftur
hlustaði hann stundarkom, eins og hreysiköttur. Hún er dóttir
hennar móður sinnar og miklu meira spænsk en ensk. Renard,
spænski sendiherrann, er aðalpersónan á Englandi sem stendur,
enda þótt Gardinier biskup álíti sjálfur, að hann sé það. Renard
talar um það, sem eyru hennar fýsir að heyra, að hún eigi að
giftast Fiíippusi Spánarkonungi. Hann talaði lágt, röddin var
naumast meira en hvískur. — Wyatt, kunningi ykkar, hefir
grun um þetta, sem betur fer hefir hann aðeins grun um það,
en sá grunur veldur honum miklum áhyggjum. Hann mun enda
feril sinn í kastalanum og vinir hans með honum. Eg þekkti
föður hans og akarnið fellur sjaldan langt frá eikinni. Þegar
val drottningarinnar verður gert lýðum ljóst, mun þessi höfuð-
sóttargemlingur reyna, í öllum sínum barnaskap, að telja
drottninguna á að hætta við áform sitt, og ef hún vill það ekki
með góðu, mun hann reyna að neyða hana til þess. En að reyna
að kúga Maríu! Það væri eins og að ætla sér að mola kastalann
með því að drepa á hann fjöðurstaf. Hún mun ryðja honum
úr vegi og halda sína eigin braut, án allrar miskunnar. Engfnn
af Tudorættinni hefir nokkru sinni haft minnstu miskunn með
þeim, sem hafa ætlað sér að standa í vegi fyrir þeim. Hann
glotti framan I Roger, en sneri sér því næst að John.
— María vill giftast Filipusi Spánarkonungi, en, og minnist
þess vel, drottningin er komin yfir fertugt og getur ekki eignazt
barn. Um það er eg sannfærður, því að læknar hennnar hafa
fullyrt það við mig. Þeir verða að segja henni hið gagnstæða,
því að embætti þeirra er undir því komið, en eigi að síður er
það satt. Heilsa hennar er ekki heldur góð. Það er ekki víst,
að hún verði lengi við völd. Og það er meira að segja ekki
ósennilegt, að valdatími hennar verði styttur. Hann benti gim-
steinum skreyttum fingri á John og augnalokin sigu, unz ekki
sást nema hvítan í augum hans.
Elísabet drottning er ung, hraust og mjög vinsæl af alþýðu
manna. Meira að segja Maríu mun veitast erfitt að koma henni
fyrir kattarnef, og því erfiðara mun henni veitast það, sem
eg dreg í efa, að hún þori að eiga það á hættu. Þér eruð ungur
maður og mjög vinsæll, að minnsta kosti nægilega vinsæll til
að gera frænda yðar Courtenay viti sínu fjær af afbryðisemi
gagnvart yður, eins og hann reyndar þegar er. Ef þér viljið
taka á yður þá áhættu .... | .
— Eg? stundi John steini lostinn.
— Lofið mér að ljúka setningunni áður en þér svarið. Hættan
er ekki svo ýkja mikil. Eg nýt fylgis margra áhrifamikilla lá-
varða, fleiri en þú hefir hugmynd um, og auk þess á eg tals-
vei’ð ítök í sumum meðlimum ráðsins. Meira að segja hefi eg
fulla vissu fyrir því, að eg verði sjálfur útnefndur meðlimur
Ráðsins. Auðvitað hefi eg ekki reifað málið neitt enn sem kom-
ið er, en eg er viss um, að eg get fengið nægilegt fylgi. Að vísu
Á kvölitvókunni.
Milljónamæringur í Ameríku
átti stóra niðursuðuverksmiðju,
en lá nú á banabeði. Umhverf-
is hvíluna stóð fólk honum ná-
komið. „Ert þú þarna, Mary?“
sagði hinn sjúki veikróma. „Já,
elskan,“ svaraði konan sorg-
bitin. „Og hvar er fulltrúinn
minn — hann Herkins?“ spurði
hinn dauðvona maður ennfrem-
ur. „Hann er hérna líka,“ sagði
konan. „Og hvar eru börnin,
Jack, Bill og Mabel?“ „Þau
eru öll saman komin hér, við
rúmið þitt,“ sagði konan með
ekka. „Já, vel byrjar það,“
sagði hinn sjúki sífrandi. „Það
er eg viss um, að enginn hirðir
neitt um verksmiðjuna þegar
eg hefi lokað augunum.“
Einhverjir í heiminum hafa
enn vit á málaralist. Picasso
bauð nýlega mörgu fólki að
koma í vinnustofu sína í Valo-
ris í Suður-Frakklandi og bless-
að fólkið lofaði meistarann í
taumlausri hrifningu. Nei,
þetta er þó yndislegt ....
Meistari — þetta er alveg
framúrskarandi verk og ó-
venjulegt. Hrifningin var al-
menn. Þá stanzaði ung stúlka
fyrir framan eina myndina,
kallaði meistarann til sín og
sagði:„Þetta er herfileg mynd!“
Dauðaþögn var'ð í stofunni.
Hvilík ósvifni! — Þá hló meist-
arinn .... „Það segið þér satt.
En myndin er ekki eftir mig.
Eg keypti hana af því að mér
þótti ramminn svo fallegur!“
Verdoux dómari í París er
frægutf fyrir kímnigá|u sína.
Dag einn stóð frammi fyrir
honum afbrotamaður, sem
sagði ævisögu sína tárfellandi
og þegar kom að þessum orð-
um: Fáeinum dögum áður en
við skildum, hjónin, skall ó-
friðurinn á ....
„Ójá, góði minn,“ sagði dóm-
arinn. „Þetta kemur oft fyrir.“
Ungur stjórnmálamaður var
að lesa í dagblaði, lagði það
frá sér og sagði við konu sína:
„Veiztu hvað margir frægir
rhenn eru til hér í landinu?“
„Nei,“ sagði konan. „En eg
er handviss um að þeir er\
einum færri en þú heldur.“
£ & SutnuqkA: — TAifZAN 167S
Og Tarzan hélt áfram við að leika
L>rögð nautabanans.
Þegar nautið skauzt framhjá,
sveiflaði Tarzan rauða klæðinu til
hliðar og sá um leið út staðinn, þar
sem hann ætlaði að særa það bana-
sárinu.
Tryllt af fyrsta sárinu lagði
nautið til atlögu á ný. Tarzan greip
nú skjótlega til sverðsins.
En, þegar hann stakk því, — þá
brast það í sundur rétt fyrir neðan
hjöltun. Þetta voru brögð Lazars.