Vísir - 27.10.1954, Blaðsíða 12

Vísir - 27.10.1954, Blaðsíða 12
YlSIS er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- • '^ní^Æk breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers manaðar, fá blaðið ókeypis tU mánaðamóta. — Sími 1660. Miðvikudaginn 27. október 1954 Mestu þurrkar á Spáni í hálfa öld. I mörgum héruðum landsins hefir ekki rignt i missed. Langvinnir þurrkar hafa ■verið á Spáni. Akrar eru skrælnaðir og uppskera lítil eða engin í mörg- um héruðum og gripir hafa þjáðst vegna vatnsskorts. Þetta eru mestu þurrkar, sem komið hafa á Spáni á þessari öld. I mörgum Piéruðum á mið- og Suður-Spáni hefir ekki rignt £ misseri, eða síð- an í apríl. Hinir langvinnu þuPrkar kunna að leiða af sér, auk þeirra erfiðleika, sem nú er við' að etja, að þröngt verði um hag fjölda bænda í mörg ár. Moldarlagið er víða þunnt og moldin svo gegnþurr og ljós orðin. að hún minnir helzt. á heilhveiti. Sumstaðar er engu líkara en moldin hafi sópazt burt og lítið sé eftir nema grjót. Á hveitiökrunum getur að líta magrar kýr, sem narta í gegnþurr grasstráin. Víða eru sprungur komnar í þurra veg- ina. Undir venjulegum kring- umstæðum væri haustsáning byrjuð, en bændur telja til- gangslaust að sá í jörðina, eins og hún er útleikin. Þeir bíða eftir úrkomunni. Horfur eru éinna verstar í Andalúsíu, Nýju Kastilíu og Estramadura. Afkomujhorfur. í blaðinu ABC í Madríd seg- ir, að afkomuhorfur bænda séu hinar verstu í manna minnum. Þjóðin mun langt í frá geta fullnægt þörf sinni Vishiitsky talabi í 3 klst um afvopnunar- ntáiin. Einkaskeyti frá AP. New York í gær. Vishinsky flutti ræðu í stjórn- málanefndinni í gærkveldi og gerði grein fyrir afstöðu Rússa í afvopnunarmálum. Talaði hann fullar 3 klukku- stundir og í þeim dúr lengstum, að skoðanabilið hefði mjókkað, en uiðurstáðan varð þó sú, að afstaða Rússa um mikilvægasta atriðið er óbreytt með öllu. Þeir vilja ekki neitt eftirlits- ráð, sem .liefur vald til eftirlits sem er meira en nafnið tómt, og Vishinsky vill enn að Öryggis- ráðið geti beitt neitunarvaldi. Affasafa í Þýzkalandi. Togarinn Austfirðingur seldi afla sinn í Bremerhaven í Þýzkalandi á laugardaginn. Aflamagnið nam 201 tonni og seldist fyrir 114,300 mörk eða 445,770,00 íslenzkar krón- ur. Surprise seldi í Þýzkalandi í gær og Þorsteinn Ingólfsson sennilega í dag. fyrir ýmsar nauðsynjar, sem hún annars framleiðir sjálf, og mun t. d. verða að flytja inn svo þúsundum smálesta skipt- ir af olífu-olíu. Rafmagnsskortur er svo mikill, að rafmagnsnotkun hefir verið takmörkuð svo, að takmarkað rafmagn er aðeins fyrir hendi 3 daga í viku hverri. Vatnsmagnið er nú talið 18% af því sem það væri, ef öll orkuvera-lón væru full. Þurkarnir hafa ennfremur leitt af sér atvinnuleysi í mörg- um öðrum greinum en land- búnaði. Ný orkuver. Ef ríkisstjónrin hefði ekki byggt mörg ný orkuver á und- angengnum 15 árum væri á- standið miklu verra en það er, að því er lýsingu húsa í bæj- um og upphitun varðar. — Mikil bót er í máli, að hveiti- uppskeran var sæmileg, þar sem jörðin bjó að vetrarrak- anum fram eftir sumri. Reynt að vega Nasser. Einkaskeyti frá AP. Alexandríu í gærkveldi. Nasser forsætisráðherra var sýnt banatilræði hér í dag, er hann ávarpaði um 250.000 manns, í tilefni af samningunum um brottflutning brezka herliðsins frá Suezeiði. Sakaði hann ekki, en tveir menn særðust. Tilræðis- maðurinn var handtekinn. Athöfninni var útvarpað og heyrðu hlustendur glöggt skot- hvellina, en skotið var samtals 8 skammbyssuskotum, og einnig heyrðu menn ys og þys meðal fjöldans og köll manna, og svo rödd Nassers, sem hélt áfram ræðu sinni, eins og ekkert hefði í skorist. — Lögreglan handtók tilræðismanninn, tvitugan pilt úr Bræðalagi Mohameðstrúarmanna, og nokkra menn aðra. Þeir, er særðust voru ráðherra Sudanmála og lögfræðingur, sem var fundarstjóri fjöldafundarins. Frænka Charkiys í 40. sinn. Á föstudagskvöldið var sýndi Leikfélag Reykjavíkur Frænku Charleys í 40. sinn fyrir troð- fullu húsi áhorfenda og við mik- inn fögnuð eins og fyrri daginn. Vegna annarra verkefna fer nú sýningum á þessum vinsæla gam- anleik senn að fækka, en næsta sýning á leiknum er annað kvöld. Ónefndur velunnari „frænkunn- ar“ sendi henni afmælistertu með 40 kertum á fertugasta afmælinu á föstudagskvöldið og gerðu léik- endur og starfsmenn sér hana að góðu í kaffihléinu. í leikslok bár- ust aðalleikanda, Árna Tryggva- syrii, blóm. Á laugardaginn var tók félagið upp þá nýbreytni að hafa sýn- ingu kl. 5 og var uppselt á þá sýningu einnig. Með þvi að stytta leikhlé og hafa ekkert kaffihlé var sýningin úti stundarfjórð- ungi fyrir kl. 8, svo að utanbæj- arfólk, sem var á þeirri sýningu, gat náð kvöldsýningu i Þjóðleik- liúsinu, og haft þannig tvöfalt gagn af leikför sinni til bæjarins. Ætlar félagið að reyna að hafa sýningar á þessum tíma á laug- ardögum, ef ekki tekst miður i næstu skipti en á fyrstu sýning- unni. Nýtt leikrit í Þjéhleókhúsime. Á morgun verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þýzkt leikrit, er hlotið hefur nafnið „Lokaðar dyr.“. Þetta er drama, óvenjulegt mjög að efni og formi. Það ger- ist á vorum dögum, nánar tiltekið j eftir síðari heimsstyrjöldina, og eftir ungan, þýzkan rithöfund, Borchert að nafni. Sverrir Thoroddsen hefur þýtt leikritið,- en leikstjóri er Indriði Waage. Aðallilutverkið er i liönd- um Baldvins Halldórssonar, en ! auk hans munu vera um fimmtán leikendur, flestir fastráðnir leik- arar Þjóðleikhússins. Lothar Grundt hefur gert leik- tjöldin, en hann liefur sjálfur séð sýningar á þessu leikriti i Þýzkalandi. Ástralíisþíngi skýrt frá njósnamáfum. Einkaskeyti frá AP. Canberra í gær. Sambandsstjórnin ástralska hefur lagt fram í fulltrúadeild- inni bráðabirgðaskýrslu um störf konunglegu rannsóknarnefndar- inar í njósnamálunum (Perov- málunum). í skýrslunni er þvi algerlega neitað, sem Evatt verkalýðsleið- togi hefur haldið fram, að til- gangurinn hafi verið að hnekkja gengi flokks jafnaðarmanna, og Mendes-France býður upp á ráðfierraembætti. Einkaskeyti frá AP. París í morgun. Mendes-France forsætisráð- herra hefur boðið jafnaðarmönn um sex ráðherraembætti í stjórn sinni, þeirra meðal embætti land- varnaráðherra, sem eir eitt mik- ilvægasta ráðherraembættið. í brezkum blöðum í morgun er bent á, að jafnaðarmenn hafi verið ófáanlegir allt frá 1951 til þátttöku í stjórninni, en nú telja þau fremur sennilegt að þeir þekkist boð Mendes-France. •— Fréttaritarar í París eru sömu skoðunar. í öðru lagi er neitað, að beitt hafi verið óforsvaranlegum aðferðum til að komast yfir skjöl og önn- ur gögn til að leggja fram i mál- inu. Kvikmyndin Laxaklak á Ijósmyndasýningunni. Á ljósmyndasýninguni í Þjóð- minjasafnsbyggingunni verða sýndar tvær, mjög athygliverðar kvikmyndir í kvöld kl. 9. Það er Magnús Jóhannsson, er sýnir myndirnar, og heita þær „Laxaklak“ og „Hálendi íslands“. Fyrrnefnd mynd hefur verið sýnd erlendis og hlotið þar ágæta dóma. Segja sumir, að þetta sé einhver bezta kvikmynd, sem tekin hefur verið á íslandi. Eisenhwwcr: Engin hætta á kreppu. Einkaskeyti frá AP. Eisenhower forseti sagði í ræðu: sem hann flutti hér í gær, að núlíðandi ár væri mesta vel- megunarárið í sögu bandarísku þjóðarinnar. Ef hyggilega vaevi að farið,. sagði hann, mætti aulca fram- leiðsluna í landinu um 30% á. næstu 10 árum. Forsetinn neitaði því ekki, að tala atvinnuleysingja væri allhá, en engin liætta vær-i á „lamandi kreppu“. Nú er að eins vika til kosninga,. en þær fara fram 2. nóvember. Menn telja horfur stöðugt nokkuð’ óvissar, og margir ætla, að sigur- möguleikar demokrata séu öllu. meiri. • Jarlinn af Harewood, sem er hinn 11. í röðinni til rík- iserfða á Bretlandi, hefir gengið í félag með kunnum leiklistarmönnum, til sýn- ingar á leikritum í leikhúsi í Vestur-London. Fer hann hér að dæmi Margrétar prinsessu, sem hafði for- göngu um leiksýningu í í góðgerðarskyni, er hlaut harða dóma gagnrýnenda. Hallgrímsmessa í kvöld. í kvöld verður Hallgríms- messa í Hallgrímskirkju, en sá þáttur hefur verið hafður á undanfarin áij á þeSsum degi, 27. október, sem er dánardagur Hallgríms Péturssonar. Messa þessi er með sérstöku sniði. Þá er notað gregoríanskt: tón, svo og gamalt messuform og Te teum sálmur sunginn og tónaður (víxlsöngur safnaðar- og tón prests). Á undan messunni verða org- antónleikar, sem Páll Halldórs- son aimast, og verða ílutt verk eftir Pachelbel og Bach. Hljóm- leikarnir hefjast kl. 8, en mess- an sjálf kl. 8%. Síra Jakob Jónsson prédikar. Kauplagsnefnd hefur reiknað- út vísitölu framfærslukostnaðar i Reykjavik hinn 1. október s,l.,. og reyndist hún vera 159 stig. Kvöldskemmtun íslenzkra tóna. Kvöldskemmtun íslenzkra tóna verður í Austurbæjarbíói næst- komandi föstudagskvöid kl. 11,15. Meðál þeirra, sem koma þar fram, verða Alfreð Clausen, Soffia Karlsdótir, Ingibjörg Þor- bergs, Sigurður Ólafssön, Marz- bræður, Svavar Lárusson og Sig- fús Halldórsson. Kynntir verða tveir nýir dægurlagasöngvarar, þau Valgerður Sigurðárdótir og Jóhann Möller. Ballettdans ann- ast Guðný Pétursdóttir. Kynnir verður Sigfús Halldórsson. — Hljómsveit Jan Moravek leikur. Myndin, sem hér fylgir, er frá fyrri skemmtun íslenzkra tóna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.