Vísir - 08.11.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 08.11.1954, Blaðsíða 4
1 vlsm Mánudaginn 8. nóvenaber 195^ songvararner Marion Sundh og Ulf Carlén í Ausfurbæjarbín Ulf Carlén Ágöngumiðar seldir í skrifstofu S.I.B.S. Aust urstræti 9 Hljómsveitin fer af landi burt á miðvikudagsmorgun, svo nú eru síðustu forvöð að hlusta á hana. Ræktun sandanna er eitt mesta framtíðarverkefni í landinu. VíðiÉal vid I®ál SveiiBSSOia sa*isl» g r aeísi slas st j ® r a. Eitt þeirra œvintýra, sem hafa gerst og eru að gerast með jjjóðinni á þeirri framfaraöld, sem við lifum á, er ræktun sandanna. Öllum er kunnugt um hið mikla átak, sem gert hefur verið á ýmsum sviðum til að rækta lasidið á undangengn- um áratugum, og þarf ekki annað en nefna sléttun gömlu tún- anna, engjabætur, áveitur og þurrkun, og mýraræktina, allt unnið með stórvirkum nútímavélum, og á öllum þessum sviðum hefur mikið áunnist, mörg ævintýri gerst, smá og stór, til hag- bóta fyrir bændur og búalið, og þjóðina í heild. Við þotta allt eru miklar framtíðarvonir bundnar, meiri en þegar hafa rætzt, því að það .er svo um framkvæmdir slíkar sem þessar, að til þeirra þai'f vel að vanda, til þess að þær gefi góðan arð, og á það ekki sízt við um ræktun mýr- anna, að jafnvel með bættum vinnsluaðferðum, svo sem djúp plægingu, tekur jarðvegsbreyt- ingin eðlilega nokkurn tíma, svo'að jafnan verður að bíða fulls arðs af erfiðinu nokkuð langan tíma. Er þetta sagt af fullri viðurkenningu á þess- um miklu framförum. Verkeínið á söndunum. ' ' Vegna mýraræktunarinnar eru nú sveitirnar óðum að fá á sig nýjan svip. Mýraræktar- spildurnar eru á mörgum bæj- um orðnar mörgum sinni stærri en gömlu túnin. Það liggur við, að segja megi, að í heilum og hálfum hreppum sé sums staðar búið að grafa svo mikið, að svo horfi, að áður en langur tími líði verði allt mýrlendi rækt- að milli fjalls og fjöru, a. m. k. þar sem framfarirnar eru allra mestar. Ósjálfrátt mun mörgum verða á að minnast orða Landnámu: ,,þá var land allt viði vaxit mxUi fjalls ok fjöru“, og spyrja, hvort eigi muni sá tími upp renna eftir 2—3 mannsaldra, að allt ræktanlegt land milli fjalls og fjöru verði komið í rækt. Slíkar eru framfarirnar og ræktunarhugurinn, að það er að minnsta kosti afsakan- legt, þótt menn velti slíku fyr- ir sér. Ekki aðeins mýrarnar ;-— heldur líka svartur sandurinn, þar sem stórkostlegt framtíðar- verkefni bíður. Og einnig þar er það þáð, sem gert hefur ver- ið, sem liggur til grimdvallar þessum hugsunum manna. Augu manna hafa opnast fyrir því, að 'það getur oröið eitt mesta og glæsilegasta ævintýr- ið í ræktunarsögu þjóðarinnar, að sandflæmin verði gerð að. ræktarlandi eða góðu beiti- landi. Sandr æktarf r am - kvæmdir nú. Þetta allt var ofarlega í hug- anum, er ég hitti að máli Pál sandgræðslustjóra Sveinsson í Gunnarsholti á dögunum, og notaði tækifærið til að spjalla við hann um sandgræðsluna o. fl. í því skyni að segja frá rabbi okkar í blaðinu, því að margir lesendur þess munu gjarnan vilja kynnast þessum málum nánara. Talið barst fyrst að framkvæmdum í ár og í fyrra, og svaraði Páll fyrirspurnum í því efni á þessa leið: „Framkvæmdir í ár og í fyrra voru meiri en nokkurn tíma áður. Girtir voru samtals á þessum tveimur árum 120— 130 km. Stærstu svæðin, sem girt hafa verið á þessum tíma, eru í Meðallandi og á Hóls- sandi upp af Axarfirði í N.- Þingeyjarsýslu austan Jökulsár á, Fjöllum og eru girðing- arnar á hvoru þessara svæða um sig 40 km. á lengd. Á Hóls- sandi er eitt mesta uppblást- urssvæði landsins. Auk þess var girt í Aðaldal, Kelduhverfi, Breiðuvík í Barðastrandar- sýslu, Kollsvík í sömu sýslu. . t-;? —7T-".V'L l.y*-'"4'- >* j W <% -s '• 1 • . f •: ..... • I Landeyjum eru byrjaðar girðingarfram- kvæmdir. Þar verður byrjað nú í haust úr Hólsá að vestan í Markarfljót að austan, sunnan byggðar. Þar hafa átt sér s.tað miklar uppþurrkunarfram- kvæmdir. Þar er land lágt og flatt sem kunnugt er og hefur á undangengnum tíma verið grafinn mikill aðalskurður, 10 metra breiður í botn, til þess að taka við vatni úr ræktunar- skurðum. Þessi uppþurrkun hefur haft þær afleiðingar í Austur-Landeyjum,og hið sama mundi ske í Vestur-Landeyj- um, ef ekkert væri að gert, að sandurinn hefur þornað og fok- ið. Auk þess er hætta á að skurð ina myndi fylla, og má geta þess, að á þessu hausti fyllti í skurðinn á 200 metra kafla. Hér er um samræmdar þurrk- unar- og ræktunarframkvæmd ir að ræða. Sandinn verður að þurrka til þess að hægt sé að sá í hanp. í þau svæði, sem girt verða, verður að sá þegar á næsta ári. Eg geri ráð fyrir, að þarna verði að sá í allt að 100 ha. á hvoru svæði. Á Hólssandi og í Kelduhverfi eru svæðin, sem girt hafa verið um 6—7 þúsund ha. Á Hólssandi mundi allt beitiland blása upp, ef ekki væri að gert, en ef spurt væri um væntanleg- an árangur, mætti benda á, að þar sem sáð var í Kelduhverfi fyrir 12 árum mætti nú fara að reisa nýbýli. Þarna var sandurinn kominn upp í tún — en er nú gróið land. Unun að sjá. Það er unun að sjá gróið land, þar sem áður var ber sandurinn. Það mætti líka minnast á Leiðvelli í Meðal- landi, þar sem var gersamlega örfoka — þar er að mestu mel- gróður, sem hefur breiðzt út af sjálfu sér. Það þarf ekki nema rétt að koma honum af stað, þar sem góð skilyrði eru fyrir hendi. Hann þarf að hafa fín- an sand, sem er á hreyfingu, — það er hans eiginleiki að þrífast bezt þar. Sandfaxið sprettur einnig vel í sandi, sem er á hreyfingu, Við sækjum annars að okkar marki, með því að 1. verja land svo að það blási ekki upp, 2. koma gróðri í land, sem farið er að blása upp, og með sjálfgræðslu og rækt- un. Aðrar tegundir leita á. — Sandfaxið. í elztu girðingunni, þar sem byrjað var með melgras eru nú komnir vinglar og sveifgrös. — Melurinn smáhörfar, en aðrar _ tegundir leita á. Um sandfaxið vil ég geta þess, að við höfum gert tilraunir með margar teg- undir, um 20 talsins. Bezt hefur okkur reynzt sandfax-fræ, sem við höfum fengið frá Kanada“. Framtíðarmöguleikar. „Hver er skoðun þín, að því er 'varðar framtíðarmöguleik- ana?“ „í stuttu máli: Eg tel þá stór- kostlega. Staðreynd er, að rækt. unarkostnaður er sáralítill mið; að við ræktun annars lands, Þar sem sandurinn er laus hef- ur reynslan kennt okkur, að- hreyfa sandinn sem allra minnst, því að ef vindasamt er og þurrkur eftir að sáð er,. er hætt við að fræið fjúki. Að- ferðin er: Sáð, borið á og herf- að, aðeins svo að fræið hylst,, og svo valtað.“ Áburðarþörfin. „En hvað er um áburðar— þörfina að segja?“ „Komið hefir í ljós við rækt- un sandanna í Kangárvalla- Sinfóníuhlj'ómsveitin Ríkisútvarpið í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 9. nóvember kl. 9 síðd. Stjórnandi: 0!av Kielland Einleikari: Jórunn Viðar VERKEFNI: Berlioz: „Benvenuto Cellini“-forleikur op. 23. Beethoven: Píanókonsert nr. 3 í c-moll op. 37. Brahms: Sinfónía nr. 3 i F-dúr op. 90. Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu. Fáll Sveinsson að slætti á hafraakri með Bautz diesel-dráttar- i. vél.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.