Vísir - 12.11.1954, Síða 10

Vísir - 12.11.1954, Síða 10
10 vísm Föstudaginn 12. nóvember 1954 blóðugt nef og merki Coúrtenays í húfunni stillti sér við hlið -lians. 1 1 | I' I / Haldið monnum yðar sem fjarst mínum mönnum, lávarður minn af Bristol, annars ábyrgist eg ekki, hvað kann að ske. Með einu svipuhöggi sló John húfuna af höfði mannsins. — Þess verður langt að bíða, að eg taki við skipun frá yður. Hafið þér nokkuð fleira að segja? Oflæti mannsins hjöðnuðu eins og sápukúla. —• Nei, ekkert, -lávarður minn. stamaði hann. — Jæja, hafið yður þá á brott. John sneri sér að Dickons <og benti honum að skýra frá, hvernig á þessu uppþoti hefði etaðið. — Þeir gerðu hróp að okkur, lávarður minn. Við þögðum lengi vel, en þá fóru þeir að láta smella í keyrum. — Nú! sagði John, en í sama bili sá hann 'W'ill Cecil, sem 'var kominn að hlið hans. — Hægan, lávarður minn. Látið þetta ekki fara lengra -Cecil var alvarlegur á svip. — Ef þessum uppsteit verður lokið :mú, þarf þetta ekki að berast til eyrna drottningarinnar. Francis studdi mál hans. — Hann hefir á réttu að standa, .lávaður minn. Við skulum koma okkur á burt sem fljótast. Það var mest af undrun yfir hinni einkennilegu framkomu .Francis, að John lét undan síga og reið af stað í broddi fylk- öngar manna sinna. Sir William Cecil fyldgist með honum og jþeir riðu niður Strand. John var of reiður til að muna eftir nærveru Cecils og ávítaði Francis fyrir að lokka sig burtu, ^ður en hann hafði jafnað reikningana við menn Courtenays. Anthonuy tók málstað Francis. — Francis gerði það, sem orétt var, lávarður minn. Þorparinn, sem þú barðir, hafði dregið xýting sinn úr slíðrum, og í svona mikilli þröng hefðu menn irænda þíns haft miklu betri aðstöðu en síðast. — Menn mínir bera of mikla umhyggju fyrir velferð minni, .sagðj. John við Sir William. Sir. William brosti alúðlega og sagði: — Þér gleymið því, að eg er ekki leingur ríkisráðsritari. í raun og veru er eg í rnægilega mikilli ónáð núna til að fagna öllum nema verstu óvinum mínum. Eg get ekki öðlast aftur hylli Ráðsins með jþví að tilkynna því það, sem það þegar veit, að fjandskapur er milli ykkar frændanna, yðar og Courtenays lávarðar. Hreinskilni hans.kom þeim á óvart. Þeir vissu ekki, hverju svara skyldi og þögðu stundarkorn en þá áleit John bezt, að svara hreinskilhi með hreinskilni. — Eg vona, að herra Blackett verði ekki atvinnúlaus, meðan í>ér eruð fjarvistum úr Ráðinu, sagði hann án allrar meinfýsi. Skeytið missti ekki marks. Anthony hreytti út úr sér blóts- :yrði og Francis hrökk við, eins og hann hefði verið stunginn xneð nál. Og jafnvel Cecil lávarður brá lit. — Herra Blaekett hefir verið ágætur einkaritari, hélt John áfram rólega. — Mér mun þykja mikið fyrir því að þurfa að láta hann fara frá mér, en það verð eg að gera, nema eg viti, að Tupplýsingar, hans komizt í hendur manns .... hann þagnaði stundarkorn .... sem eg veit að er mér vinveittur. Sir William þurfti að hugsa sig vel um, áður en hann svaraði. — Lávarður minn af Bristol! Yður er margt til listá lagt. Þér eruð fyndinn og hugrakkur. Eg viðurkenni ásökun yðar og játa, að það var í raun og veru eg, sem sá svo um, að herra Blackett yrði einn af þjónum yðar. Það er auðheyrt, að yður er ljós á- stæðan fyrir þeirri ráðstöfun minni. — Drottningin er ógift og eg stend nálægt krúnunni. — Já, ástæðan var þessi að mestu leyti. Mér geðjaðist vel að yður þegar þér voruð yngri og við vorum báðir fangar í kast- alanum. En þó hefir mér aldrei geðjazt betur að yður en einmitt nú, eftir að eg hefi kynnt mér skýrslur herra Blacketts. Eg held, að þér hafið gildar ástæður til að treysta herra Blackett, því að hann hefir aldrei skrifað annað en gott um yður og síð- asta mánuðinn hefir hann staðið sig betur við að þegja yfir leyndarmálum yðar en að segja mér þau áður fyrri. Það getur skeð, að hann hafi fundið einhvern, sem borgar betur, en eg þekki hann vel. Við vorum saman í Cambridge og seinná í Graye’s Inn, og eg held, að hann sé maður, sem óhætt er að treysta .... — Maður, sem óhætt er að treysta! át Francis upp eftir honum hæðnislega. — Já, maður, sem óhætt er að treysta, herra Killigrew, sagði Cecil djarflega. — Þér heyrið, að eg þekki nafn yðar. Og lýsing á yður barst mér í hendur löngu áður en við hittumst í dag. Hann hefir verið mér trúr, þótt eg hafi notað hann í upplýs- ingaþjónustu fyrir sjálfan mig, og hann mun verða yður trúr, ef hann fer úr minni þjónustu og til yðar, sem hann verður vissulega að gera, ef þér viljið hafa hann, lávarður minn, því að eg sé, að eg verð að hverfa burtu úr borginni og fara út í sveit. Þar verð eg að hugsa um garðinn minn, þangað til hin pólitíska veðurátt breytist mér í hag. Hann vék hesti sínum úr vegi, því að það kom vagn inn á veginn á vegamótunum við Fleet Bridge. Hann fleygði smá- peningi til hins tötralega ökumanns, sem stóð með húfuna í hendinni og baðst afsökunar á því að ónáða svo tigið ferðafólk. — Eg vil heldur hafa hann en einhvern og einhvern, sem eg þekki ekki neitt, sagði John. En hann var að brjóta heilann um það, hvort ekki byggi einhver flærð undir vingjarnleik lávarðarins. Cecil virtist skynja grunsemdir hans, því að hann varð ofurlítið raunamæddur á svipinn. — Það er erfitt að treytsa manni, eins og mér, sagði hann, þegar þeir voru komnir yfir brúna og voru á leið upp Ludgate Hill. — Samt get eg lagt við drengskap minn, að þetta er satt. Það eru njósnarar hafðir í fylgdarliði allra lávarða. Þakkið þér fyrir, að nú er einum færra í yðar fylgdarliði. Will Cecil mun ekki lengur láta njósna um yður. Verið herra Blackett þakklátur. Hann hefir farið mjög góðum orðum um yður í skýrslum sínum. Annars hefði eg ekki verið svona hreinskilinn við yður. En látið nú fylgdarmenn yðar fara á sinn stað, því eg þarf að segja nokkur orð við yður einslega. Jarlinn og hinn fyrrverandi ríkisráðsritari riðu hlið við hlið. Þegar þeir komu að St. Paul’s-krikjunni, beygðu þeir frá Credo Lane og inn á Caster Lane. Þegar þeir voru komnir í nágrenni Rose og orðnir einir, sagði John: — Eg er hræddur um, að við getum lítið talast við á hest- baki. Viljið þér ekki koma inn með mér og bragða á vínum mínum? — Það er ekki mikið, sem þarf að segja, lávarður minn, og það er betra að segja það hér á hestbaki en inni í húsi, þar sem hægt er að hlusta við hverjar dyr. í stuttu máli sagt, eg hefi komizt að stefnu yðar og mér fellur hún vel í geð. — Stefnu minni! Ef þér gætuð tileinkar mér einhverja stefnu, yrði hún eins og rós í hnappagati, því' að fram að þessu hefi eg enga stefnu haft. — Lávarður minn! Ef öll aðalsmannastsétt Englands væri eins og þér eruð, væri ríkinu betur stjórnað en raun ber vitni. Þér eruð drottinhollur, þér innið af höndum þá þjónustu, sem þér Á kvoidhrokunni. „Það er hræðileg staðreynd, sem eg verð að tjá þér, ástin mín.“ „Hvað er það, vinur kær?“ ,,Eg er orðinn gjaldþrota — á ekki eyris virði lengur.“ „Þú skalt ekki vera áhyggju- fullur mín vegna,“ svaraði hún um leið ög hún losaði úr faðmi hans. „Ást mín er nógu mikil til þess að eg geti tekið skiln- aðinum með jafnaðargeði.“ Prófessorinn fór út að ganga, en ráðskonan stöðvaði hann og vakti athygli hans á því. að hatturinn sneri öfugt á höfði hans. „Kona góð,“ svaraði prófess- orinn vingjarnlega, „hafið þér nokkra hugmynd um hvora leiðina eg ætla?“ • Sakborningurinn var leiddur fyrir dómarann, sem leit á þann ákærða og þóttist kannast við manninn: „Þér hafið víst komið hér áður,“ sagði dómarinn. „Eg fullvissa yður um, herra dómari, að eg hefi aldrei verið ákærður fyrr.“ „Það þýðir ekkert fyrir yður að þræta, eg er viss um að þér hafið verið hér áður.“ „En eg fullvissa yður, dóm- ari .... “ „Það stoðar ekkert. Eg er mannglöggur og eg man að eg hefi séð yður áður.“ „Alls ekki hér í réttinum,“ sagði sakborningurinn. „Nú, hvar hefi eg þá séð yð- ur? Komið þér með það,“ „Það kemur málinu ekkert við, herra dómari.“ „Engin undanbrögð! Út með pað! Hvar hefi eg séð yður áð- ur?“ ,Það mun hafa verið í vín- kránni hinum megin við hornið, þar sem eg er framreiðslu- maður.“ Þar með var þessum hluta yfirþeyrslunnar lokið. © Úr dagbók: 1 ár: Allt fólk er gott. 2. ár: Sumt fóllí er gott. 3. ár: Sumt fólk er vont. 4. ár: Flest fólk er vont. 5. ár: Allt fólk er bölvaðar skepnur. 1691 £. & Bwfcuqká: ' - IAHZAN Auðséð var að nú ætlaði Lazar að gera lokatilraunina til þess að koma Holt fyrir kattarnef. Tarzan hafði ekki fyrr látið í ljós grun sinn um sviksemi Lazar en Jose kallaði: „Herra Holt! Stór hóp- T'r manna er á leiðinni hingað, — -vopnaðír bareflum!“ „Þar kom að því, — Lúcia feldu Ófrýnilegur skríll kom æðandi þig í íbúðarhúsinu, Jose, gerðu eftir aðalveginum í áttina til bú- mönnum okkar aðvart því við mun- garðscinst, vopnaðir allskyns barefl- um taka hraustlega á móti þeim.“ um, og óðir vegna skipana Lazars;

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.