Vísir - 25.11.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 25.11.1954, Blaðsíða 4
4 vtsm Fimmtudaginn 25. nóvember 1954 ¥ism DAGBLiÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. ' Auglýsingastjóri: Kristján Jdnssoa. Skriísiofux: Ingólfsstrasti I. Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSlS BJR, Lausasala 1 króna. FélagsprentsmiEjan h.í. íslenzk bókaiítgáfa. TV'ú er mánuður til jóla, og má merkja það, að þessi mesta hátíð ársins nálgast, af því að bókaútgáfa fer nú mjög í vöxt, og varla líður svo dagur, að ekki komi út ein bók eða fleiri Hefur það löngum verið svo, að útgefendur hafa einkum látið bækur sínar koma út síðustu vikurnar fyrir jólin, svo að menn ættu þess kost að nota þær til jólagjafa, enda margar þeirra tilvaldar til þess. íslendingar hafa löngum verið bókamenn öðrum þjóðum fremur, og er það að mörgu leyti eðlilegt, því að einstakling- arnir hafa oft verið einangraðir að meira eða minna leyti miku inn hluta ársins, og þá hefur bóklestur verið ein helzta skemmtunin. íslendingar hafa einnig verið forvitnir, og það í góðum skilningi þess orðs, því að forvitni og fróðleiksfýsfýsn fara oft saman, og ’mtta hvort tveggja hefur í sameiningu stuðlað að því, aj alþýðumenntun er hér á hærra stigi en í flestum löndum, og hinir fróðustu menn jafnvel í hópi þeirra, sem hafa ekki átt þess kost að vera langdvölum á skólabekkjum. Menn tala oft um bókaflóð hér á landi, og þá einkum þegar flestar bækur berast á markaðinn fyrir jólin. Er þetta sagt í niðrandi verkingu, því að mönnum finnst of mikið gefið út, en margir gera þó ekki greinarmun á hinu góða og lélega á þessu sviði, og er það vitanlega rangt. Það er hverju orði sann- ara, að hér er gefið út mikið af allskonar rusli, sem lítill fengur er í, og betur væri, að sumt hefði aldrei séð dagsins ljós á ís,4 lenzku. En innan um er margt ágætt efni, sem illt hefði verið að þjóðin hefði ekki haft aðgang að, enda er enginn ágrein- ingur um þetta. I sambandi við „bókaflóðið“ má gjarnan drepa á atriði, sem hreyft var í Vísi ekki alls fyrir löngu í sambandi við lækkún tolla á hljóðfærum og hljómplötum. Þar var upp á því stungið, að þeirri bókútgáfu, sem væri til menningarauka með þjóð- inni, væri gert hærra undir höfði en annari, til dæmis með því að tollar minnkaðir á þeim pappír, sem færi til slíkrar þjóð- þrifaútgáfu. Mundi almenningur þá væntanlega hafa betri að* stöðu til að afla sér slíkra bókmennta, en sannleikurinn er sá, að bækur eru orðnar mjög dýrar hér á landi, enda kostnaður allur við þær orðinn mikill, eins og við annað. Þetta gæti þá væntanlega einnig haft áhrif gegn þeirri ómenningaröldu, sem gengur yfir í mynd útgáfu allskonar rita, sem sniðin eru eftir erlendum ritum af versta tagi, sem ætluð eru menningarlausum skríl milljónaþjóðanna. Menn virðast vera sammála um, að sjálfsagt sé að berjast kappsamlega gegn slíkum ,,bókmenntum“, verður jafnframt að reyna heilbrigða og góða bókaútgáfu, svo að „bókaflóð“ af því tagi geti orðið sem mest og náð til sem flestra. Bækur eða jafngildi þeirra hafa haldið lífinu í íslenzku þjóðdnni fyrr á öldum, og þær munu væntanlega gegna sama hlutvérki framvegis.. Grátt leiknir vínir. Tjað hefur vakið talsverða athygli víða um heim, að bræður ■■ tveir amerískir, sem týnzt höfðu austan járntjaldsins, eru nú skyndilega komnir í leitirnár. Haf'a þeir verið hafðir í haldi hjá kommúnistum, sem hafa nú skyndilega orðið áskynja eftir þrjú til fjögur ár, að sakir {?|er, sein, bornar. voru. á mehn þessa, höfðu ekki við rök að styðjast, svo að ekki þykir fært að hafa þá lengur undir lás og slá, og þeir hafa verið látnir lausir. Þaft er meiri fróftleikur fólginn í þessu um réttaröryggið í ríkjum kommúnista, en fram kemur við fyrstu sýn. Bræður þeir, ,sem hér um ræðir, voru nefnilega kommúnistar, og meðal hinna þekktari í hinum fámenna hópi í Bandaríkjunum. Þeir máttu þar af leiðandi ætla, þegar þeir fóru austur fyrir járn- tjaldið, að þeim mundi ekki mein gert. En þeir þekktu ekki þá menn, sem þeir trúðu á, eða það stjórnarfar, sem þeir dáðu. Þeir hui’fu eins og þeir hefðu verið uppnumdir, og tilviljun kom upp um örlög þeirra, svo að kommúnistar þorðu ekki annað en að láta þá lausa. Er hægt að bregða upp gleggri mynd af „réttarfarinu“ þar eystra( ep þessíjri? Og skyldi öðrum mál- um vefa hagað á annan veg? , ‘‘ .... ; Ml'il Biblíuféfagié vili taka útgáfu biMíunnar í sínar hendur. Aðalfundur Hins íslenzka Biblíufélags var haldinn í dómkirkjunni miðvikudaginn i 17. nóv. 1954 kl. 8.30 e. h. Fundurinn hófst með því, að unginn var sálmur nr. 425 og forseti félagsins, dr. Ásmundur Guðmundsson, biskup. las Jes. 55, 8—11 og bað bænar. Því næst setti hann fundinn. Minnt- ist hann fyrst fyrrverandi for- seta félagsins dr. Sigurgeirs Sigurðssonar, og gat helztu at- riða úr sögu félagsins í forseta- tíð hans. Þá minntist hann Hálfdáns prófasts Helgasonar. |Vottuðu fundarmenn minningu þessara manna virðingu og þökk með því að ríða úr sæt- um, Þá gerði forseti grein, fyrir störfum félagsins. Gat hann þess. að ungfrú Ingibjörg Ólafs- son hefið verið kjörin; til þess að vera fulltrúi Hins ísl. Biblíufélags á afmælishátíð Hins brezka og erlenda Biblíu- félags á s.l. sumri. Las rann. ýtarlega skýrslu frá henni um^ afmælishátíðina (skýrslan er ( prentuð í 8—9 h. Kirkjuritsins] þ. á.). Innheimta félags- gjalda erfið Reikningar félagsins voru lesnir upp. Gjaldkeri, dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. gat þess, að með vaxandi félagstölu væru erfiðleikar miklir á innheimtu. enda næðust ekki árgjöld inn. Taldi hann nauðsynlegt, að fé- lagið ráði framkvæmdastjóra. Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason tók í sama streng. — Reikningamir voru samþykktir. — Þá las biskup upp reikning yfir bóka- sölu Biblíufélagsins fyrir árið .Í953. — Sr. Óskar J. Þorláks- son gerði fyrirspurn varðandif biblíudaginn og mæltist til þéss, | að stjórnin vekti athygl á hon-1 um hverju sinni og væri þá efnt til fjársöfnunar í kirkjum landsins Biskup las eftirfarandi til- lögu stjórnarinnar: „Aðalfundur Hins íslenzka Biblíufélags ályktar að vinna að því. að félagið taki útgáfu | Biblíunnar sem fyrst að fullu; og öllu í sínar hendur. Felur ' hann stjórninni framkvæmdir.“ Samþ með öllum atkvæðum. Ólafur Ólafsson ílutti kveðju ’og þakkir frá Gídeonfélaginu og afhenti bókagjöf. Tillaga undirrituð af Ólafi Ólafssyni, Frímanni Ólafssyni og Magnúsi M. Lárussyni var borin upp svohljóðandi: ■''’Uundur Hins íslenzka Biblíufélags beinir þeim til- mælum til félagsstjórnar, að þegar verði hafizt handa um út- gáfu Nýjatestamentisins með skýru og greinilegu letri“. — Samþykkt með öllum atkvæð- um. Þá bar biskup fram tillögu stjórnarinnar um, að Ingibjörg Ólafsson yrði kjörin heiðursfé- lagi. Var sú tillaga samþykkt í einu hljóði. Úr stjóm áttu að ganga skv. hlutkesti Bjarni Jónsson, Sig- urbjöm Einarsson, Ólafur Ól- afsson og Frímann Ólafsson. Kjömir vom: Óskar J. Þor- láksson, Sigurbjöm Einarsson, Ólafur Ólafsson og Ólafur Er- lingsson. Dr. Bjami Jónsson baðst eindregið undan endur- kosningu. Frímann Ólafsson baðst einnig undan endurkosn- ingu. Endurskoðendur voru kjörn- ir dr. Bjami Jónsson, vígslu- biskup og Þorvarður Jón Júl- íusson. Próf. Magnús M. Lárusson flutti að lokum erindi um ís- lenzkar miðaldakirkjur. Tvíburasystkinin í „Gimí>li“, Einar Ingi Sigmðsson og Margrét Ólafsdóttir. > . , » - ; * ILeikfélag Reykjavlkur hefur nú aftur hafið sýnnigar á Gimbli, hinu mjög umrædda ^e(ikriti eftir i,Yðar einlægan“, sniðið 'eftír George and Margaret eftir G: Savory. Var fyrsta sýning vetrarins á þessu létta og skemmtilega leik- riti í gærkveldi og skemmtu leik- húsgestir sér konunglcga og þökk uðu vel leikendum. Brynjólfuf Jóhannesson og Emilia Jónas- dóttir (hádalshjónin) voru köll- uð fram í sýningarlok. Meðferð þeirra í hlutverkunum er ágæt leysá: og hlutivtrk kín mjög vel af hendi, og yfirieitt er um góð- an, vel samræmdan leik að ræða. 5 ára áætiun um brott- flutning heriiös. Samkvæmt fregnum frá Tokyo, þar sem Bandarikin hafa mikla herstjórnarmiðstöð, er gert ráð fyrir að allur herafli Bandaríkja- manna í Japan og Kóreu verði fluttur burt á næstu 5 árum. Eftir það verða áðalherstöðv- ur Bandaríkjanna þar eystra á og þau Einai’ Ingi og Margrét(juam, Okinawa og Filippseyjtun. Margt er oft skrafað um fegr- un bæjarins og nauðsynina á því, að húsum sé vel viðhaldið, til þess að þau verði ekki til óprýðt fyrir umhverfið. Fegrunarfélagið og borgarlæknir liafa staðið í þessu efni í fylkingarbrjósti með auðvitað góðri aðstoð horgar- anna. Það er líka Öllum greini- legt að margt hefur verið lag- fært á þessu sviði hin síðari ár og allur svipur bæjarins við það breytzt. En það vill þó alltaf brenna við, og er kannske ekkert undur, að eitthvað verði út und- an i almennri hreingerningu. Vanræktur kofi. Um þetta fjallar bréf, er Berg- máli hefur borizt frá „K. K.“* Það er á þessa leið: „Nokkrar vikur eru liðnar siðan gat að lesa þá frétt i blöðönum, að sex menn allsgáðir hefðu setið í Stöðlakoti (Bókhloðustig 4), og ekki orðið þess varir að ikviknað væri í kofanum fyrr en slökkvi- starfið var hafið. Ekki var þess getið, að þurft hefði að bjarga þeim allsgáðu, en vist er að þeir höfðu sig á brott, og munu tæp- lega hafa gist kofann síðan. Stafn vantar. Það er sem sé búið að rífa ann- an stafninn úr kofanum og eft- ir að hurð, sem veit að Bókhlöðu stígnum hafði skellst á hjörun- um í nokkrar vikur var hún tekin og lögð inn í anddyrið. — Lengi vantaði allar rúður í 3 glugga, sem voru á hlið kofans. Hann er því ekki beinlínis vist- legur, hvorki allsgáðum né atóm- skáldum, enda ekki vitað að menn liafi haldist þar við um skeið. Það, sem nú blasir við sjónum vegfarenda af ræfli Stöðlakots, verður ekki sagt að bendi til mikillar smekkvísi og má furðu- legt beita, að yfirvöld þessa bæj- ar skuli ekki hafa skorizt í leik- inn og látið fjarlægja þessar tæöur, sem eftir standa af ræksn inu. -f Börnin að leik. Það vekur atliygli manna, að fólk er að hnýsast inn i kofaræf- ilinn en engan hef ég séð svo djarfáh að fara þar inn, nema krakka, sem virðast liaf fundið þarria stað, hentugan til að fremja strákapör og hrekki. Eg læt mér ckki detta í hug að ræksnið sé látið st’aiidá þess vegria. Það má láta sér detta í htig, að einhverjir kunni að verða fegnir að ganga jiarna örna sinnað en hve vel það fer samari og leikur barna, sjá væntanlega allir. Það er held- .ur varla í samræmi við heilbrigð isreglugerð bæjarins. Þyrfti að rífast. Mér ei’ spurn hvort ekki sé nú kominn timi til þess að rifa það, sem eftir stendur af þessu kofa- ræksrii. Hváð segja stjórnarvöld liæjarins og heilbrigðiseftirlitið? Og hvað segir Fegrunarfélagið? Það þarf sjálfsagt ekki að spyrja ura smekkvísi eigandans, a. m. k. ekki ef kofipn ér táknrænn. Eg skoijahjá aííá aðstandendur að fjarláégjá • kofaræfilinn á Bók- hlöðustíg 4, og láta hann ckki sfanda lcngur til skammar, og ef til vill til tjóns. K. K.“ — Satt er það, að kofinn er ekki til prýðis. — kr. q Dr. Itaab kanzlari Austurrík- is er kominn í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Frá Washington fer hann til Kanada og ræðir við for- ystumenn þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.