Vísir - 26.11.1954, Page 1
44. árg.
Föstudaginn 26. nóvember 1954
271. tbl.
Matvæhm stolið fyrir 10 þús. kr.
úr reykhúsi á Akureyri.
Pjófarnir fundusf og hafa játað
verknaðinn.
Aðfaranótt miðvikudagsins
var stolið reyktum matvælum
fyrir allt að 100 bús krónur úr
reykhúsi verzlunarinnar „Kjöt
og fiskur“ á Akureyri.
Það sem stolið var, var aðal-
lega hangikjöt, rúllupylsur og
reyktur silungur.
Var þjófnaðurinn framinn
með þeim hætti að brotizt var
inn í reykhúsið, en matvælir.
síðan borinn á bíl, sem beið
fyrir utan.
Þjófarnir voru að því leyti
óheppnir að förin eftir bílinn
sáust greinilega og voru þau
ljósmynduð. Við athugun kom
í ljós að þrjár mismunandi
gerðir af hjólbörðum (þ. e.
mismunandi gáraðar) höfðu
verið undir bílnum, sem notað-
ur var til þess að flytja þýfið.
Að þessum upplýsingum
fengnum var það tiltölulega
auðvelt fyrir lögregluna að
hafa uppi á bílnum og um leið
á þjófunum.
Handtók lögreglan þrjá Ak-
ureyinga þar af a. m. k. tvo
fjölskyldumenn og hafa þeir
játað að hafa brotizt sameigin-
Iðnaðarmannafélag
Akureyrar 50 ára.
* Iðnaðarmannafélag Akureyr-
ar á fimmtíu ára afmæli í dag.
Formaður þess er Karl Ein-
arsson bólstrari, en félagar eru
97. Félagið hefir frá fyrstu tíð
beitt sér fyrir iðnskólahaldi á
Akureyri, og unnið mikið og
gott starf. Fyrsti formaður þess
var Oddur Björnsson prent-
meistari.
lega inn í reykhúsið eða
geymsluna þar sem inatvæli
þessi voru geymd.
Gátu þeir skilað öllum mat-
vælum svo að verzunin varð
ekki fyrir tilfinnan legu tjóni.
Starar gera inn-
rás í gistihús.
London. (A.P.). — Það er
á allra vitorði, að þokur
valda allskonar samgöngu-
truflunum í Bretlandi. en
nýlega gerðist það í Ips-
wich, að þoka olli því, að
starrar,um 5000 að áætlað er,
flúðu undan þokunni inn í
gistihús nokkurt. Höfðu
gluggar staðið opnir í flest-
um herbergjum og notuðu
itarrarnir tækifærið, meðan
gestir sátu að kvöldverði. Er
morgnaði höfðu þeik sig allir
á brott nema einn — hann
svaf yfir sig!
Aflasaiur í Þýzkalandí.
TogarinnBjarni Ólafsson seldi
afla sinn í Þýzkalandi í gær, 217
tonn af fiski.
Ekki er vitað fyrir vissu iim
aflaverðið, þar sem eitthvað af
fiskinum var skemmt og var selt
i fiskimjöÍsvérksmiSju.
Á laugardag mun Jón forseti
selja i Vestur-Þýzkalandi en á
mánudag mun Bjarni riddari
landa fyrir A.-Þýzkaland og Ing-
ólfur Arnarson og Fylkir fyrir
V.-Þýzkaland.
En á þriðjudag mun Harðbak-
ur selja afla sin til A.-Þýzkalands
og Skúli Magnússon og Egill
Eplainnflutningur meiri nú
en nokkru sinni áður.
Aðeins lítið a£ appelsíniiai.
Að þessu sinni verður inn-
flutningur á eplum talsvert
meiri en undanfarin ár en
minni af appelsínum.
Skipin Arnarfell og Katla
komu fyrir skömmu með mikið
magn af eplum frá Ítalíu eða
um 40 þús. kassa. Tungufoss er
væntanlegur um miðjan desem-
ber með talsverða viðbót af
eplum frá ítaliu og eitthvað af
appelsínum frá Spáni.
Eins og þegar er sagt verður
flutt inn talsvert minna magn
af appelsínum að þessu sinni en
undanfarin ár eða aðeins %
hluti þess magns, sem áður var
flutt inn. Þetta stafar af tak-
mörkuðum gjaldeyri á Spáni en
vonir standa til að úr þessu
rætist og innflutningur á app-
elsínum verði hafinn aftur eftir
nýjár.
Eplamagn það, sem flutt er
inn að þessu sinni, er töluvert
meira en undanfarin ár og staf-
ar það að því eftir jól verður
innflutningur á eplum ekki
leyfður. Kaupmenn hafa því
byrgt sig talsvert upp af þeim,
enda er talið, að þau geti
geymst óskemmd í mánuðum
saman.
Með Arnarfelli kom talsvert
af vínberjum en fleiri tegundir
nýrra ávaxta flytjast ekki hing-
að fyrir jól.
Fyrirmæli Churchiils 1945:
Það hefur nú sannazt þúsund
sSnnum, að þau voru réttmæt.
Það áttsað beita þýzku voprs-
unum gegn Russunum, ef þeir
reyndu frekari framsókn.
I»eír höfðu feaigið meirí löud eu
þeir unnu uiesi vopunm.
Einkaskeyti frá AP. — London í morgun.
Höfuðefni brezkra blaða í morgun er enn ræða Sir Winstons
Churchills, en í henni Iýsti hann yfir, að hann hefði gefið fyrir-
mæli um að safna saman vopnum þýzkra hermanna, er gæfust
upp, og fá þeim Þjóðverjum í hendur, ef Rússar héldu áfram
sókn sinni.
Farþegi nr.
50.000 hjá
FÍ í ár.
í morgun sté fimmtíu þús-
undasti farþegi Flugfélags ís-
lands á þessu ári upp í Gunn-
faxa hér á Reykjavíkurflug-
velli. Farþeginn var Ólafur
Ólafsson kristniboði, sem var
að taka sér far til Akureyrar
kl. 10 í morgun. Flugfélag fs-
lands heiðraði Ólaf með smá-
athöfn, og' var honum færður
svolítill minjagripur af þessu
tilefni, en auk þess slapp hann
við að gretða far sitt að þessu
sinni. Eru farþegar á öllum
flugieiðum F.í. því orðnir yf-
ir SOþúsund það sem af er
þessu árij en til samanburðar
má geta þess, að félagið flutti
á öllu árinu i fyrra rúmlega
42 þúsund farþega. Hafa flutn
ingar því stórum aukizt síðan
í fyrra.
Brezld flotlnn fær
óvenjufegt hltítverk.
Einkaskeyti írá AP. —
London í morgun.
Brezki Miðjarðarhafsflotinn
heíur fentjið óvanalegt hlutverk
— að Hytja heilan cirkus írá
Malta til Sikileyjar m. a. 120
dýr í búrum.
Sum búrin. verða flutt í inn-
rásarskipum. — Cirkus þessi var
við sýningar á Malta, er ofviðri
skall á og eyðilagði sýningar-
tjaldið, með þeim afleiðingum,
að allt fór í strand fjárhags og
amiarra erfiðleika vegna. —
Hvorki ítalska stjórnin né land-
stjórinn á Malta gátu leyst vand-
ann og var þá leitað til flotans.
Togaraskipst j órar
dæmdir.
Hæstiréttur hefur kveðiS upp
dóm I máli tveggja íslenzkra
togaraskipstjóra.
Var hér um að ræða skipstjór-
an Krisíján Kristjánsson á Skúla
Magnússyni og Pétur Guðmunds-
son á Hafliða. Höfðu þeir verið
staðnir að veiðum i landhelgi
við Vestmannaeyjar 16. apríl i
vor. Var hvor þeirra dæmdur i
74 þús. króna sekt og afli og
veiðarfæri gerð upptækt.
@ I hollenzka þinginu í gær var
lýst yfir, að ekki kæmi til
mála að láta Indónesíu fá
yfiráð Hollenzku Guineu.
í fyrradag gagnrýndu róttdæku
blöðin og Times, óháð, Sir Win-
ston, fyrir að ijósta þessu upp
nú. Töldu sum honum þó sumt
til málsbóta. Nú liafa íhaldsblöð-
in og nokkur önnur tekið svari
hans.
í Manchester Guardian er
minnt á það öngþveitis og óvissu
ástand, sem ríkjandi var sein-
ustu mánuði styrjaldarinnar, og
er dró að leikslokum liafi afstaða
Stalins verið næstum fjandsam-
leg(hostile). Gat ekki verið á-
stæða til að ætla, að þeir mundu
lirifsa allt, sem þeir gætu, Dan-
mörku eins og Tékkóslóvakíu.
Franklin Roosevelt hafi verið um
að kenna, að látið var að kröf-
um Rússa um að hernema miklu
Stormsmpur
véldur tjóni í
Ljúsavatnsskar&i.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
I vikunni sem leið, eða nánar
tiltekið 19. þ. m„ geysaði ofsa-
veður af suðaustri hér í ýmsum
sveitum norðanlands.
Þetta fárviðri olli allmiklum
,skemmdum í stormsveip, sem
kom skyndilega á Kambsstöðum
í Ljósavatnsskarði.
í þessum hvirfilbyl tók upp
heyvagn, sem mun véra urn 400
kg. að þyngd og stóð í 40 metra
'fjarlægð frá íbúðarliúsinu. —
Skipti það éngum togum að
vagninn skall á húsið og braut
á því þakið, sem var úr asbesti.
Jafnframt brotnuðu 13 rúður
bæði í íbúðarhúsinu og útbygg-
ingu.
í þessuin sama stormsveip, sem
ekki stóð þó yfir nema örstutta
stund tók þak af votheysgryfju
á Kambsstöðmn og um leið
klippíúst tvö torfþakin iiey sund-
ur og ultu um koll, en vegna þess
hve stormsveipurinn gekk ört
yfir tókst að bjarga heyjunum
að mestu.
! meira land en þeir unnu með
vopnum, og ef nauðsynlegt hefði
reynzt að grípa til ráðstafana
til að stöðva þá, hefðu hinir
þýzku hermenn, sem vopnin
fengju aftur verið undir vest-
rænni stjórn. Daily Telegraph
telur, að engan þurfi að undra
að fyrirmælin voru gefin. Það,
sem gerzt Iiafi siðan hafi þúsund
sinnum sannað, að fyrirmælin.
voru réttmæt, en áherzlu beri að
leggja á, að þau voru:
1. eingöngu gefin í varúðar
skyni,
2. og vopnin hefði aðeins ver-
ið notuð til varnar gegn of-
beldi.
Daily Express segir.að enginn
þurfi að ætla Malenkov þann ein-
feldning, að hann geri sér ekki
fyllilega ljóst hvert verið liafi og
sé sjónarmið Churchills. — Þá
segja íhaldsblöðin, að þetta hafi
verið nokkuð almennt vitað á
fyrrnefndum tíma, og engin goð-
gá áf Churchill að drepa á þetta
nú.
í gær ræddu blöðin einnig
mikið um ofannefnd fyrirmæli.
Times telur, að hvað sem
segja megi um réttmæti fyrir-
mælanna og vel megi vera, að
þau hafi byggst á skynsam-
legri fyrirhyggju, verði ekki
séð að það geti gert neitt gott
að ljósta þessu upp nú. Búast
megi við, að reynt verði að
draga þær ályktanir af þessu,
að bandaménn séu ekki sérlega
vandlátir með hverjum þeir
berjist, en ekkert sé þó fjær
sanni. Þessar uppljóstanir séu
mjög varhugaverðar og hafi
komið fram á óhentugum tíma.
Og blaðið spyr hvers vegna
Churchill hafi ljóstað þessu
upp og hvers vegna hann hafi.
gert það nú.
Daily Herald og fleiri blöð,
sem fara lofsorðum um Chur-
chill fyrir hið mikla hlutverk:
hans í stríðinu, telja óheppi-
legt, að þetta skuli hafa komið
fram.