Vísir - 26.11.1954, Side 4

Vísir - 26.11.1954, Side 4
VfSIR Föstudaginn 26. nóvember 1954 Bterkiíe'gt íéiag wneð 25 ára simrf að haki. I Hver mun geyma arfleið okkar . ef við gleymum sjálf? Þannig spyr skáldið. En kemur ekki skömmustusvipur á þig þegar þú íhugar spurn- inguna? Hvenær heldurðu að Bókmenntafélagið mundi hafa verið stofnað ef Rask hefði aldrei til verið? Væri það þá máske óstofnað enn í dag? Líklega getur enginn svarað því. Biblían á íslenzku síðan á sextánudu öld er vitanlega arf- leifð þjóðarinnar, en ekki vit- um við neinar líkur til þess, að Biblíufélagið hefði nokkurn- tíma verið stofnað ef Hender- son hefði aldrei til íslands komið, og svo geymum við þenna arf, að í nærfelt heila öld höfum við látið Breta gera það fyrir okkur sem gustuka- verk. Það er ekki að undra þó að prestastétt okkar finni til sín, heimti nú erkibiskup og tvo stútungsbiskupa ásamt kirkjum hér og kirkjum þar og kirkjum allstaðar, stórum kirkjum og stærri, unz landið allt er orðið eitt samfelt tómt- húsahverfi. Og Fornleifafélagið, eitt af okkar þörfustu félögum, það væri sennilega ekki til ennþá ef Willard Fiske hefði látið ísland og málefni þess af- skiptalaus. Rímnafélagið, sem á örfáum árum er þegar búið að vinna ekki ómerkilegt starf, þrátt fyrir mikla byrjunarörð- ugleika, væri fyrir víst óstofnr að ennþá ef eigi hefði svo verið, að ekki var lengur unnt að skella skolleyrum við tveggja áratuga brýningum erlends manns. Svona er nú áhugi okk- ar um geymslu þess arfs, sem forfeðurnir í líkamlegri ör- brigð sinni og umkomuleysi eftir létu okkur. Jafnvel um fornbókmenntirnar, sem allar menningarþjóðir mundu vilja gera að sínum, og sem helzt hafa verið okkur til frægðar allt fram á þenna dag — um þær höfum við verið harla tómlátir. Fornritafélagið er fyrir eins manns hugsjón og baráttu til orðdð. Það var ömur- legt að heyra þann fróða mann, Guðmund Gamalíelsson, segja raunasöguna um baráttu Finns Jónssonar fyrir því, að fá Sæmundar-Eddu útgefna hér á landi, enda þótt hann byði fram handrit sitt ókeypis og allt starf við útgáfuna. Jafnvel Sigurður Kristjánsson vildi ekki sinna boði Finns fyrr en önnur en blessunarorð þeirra, sem hann tókst að hrífa úr klóm dauðans. Ugglaust hefur Ferdínand Sauerbruch með lífi sínu og breytni orðið læknum allra landa fagurt fordæmi. Með bók einni hefur hann gefið almenn- ingi nokkra hlutdeild í óvenju- legum og farsælum læknisferli. Hersteinn Pálssón hefur þýtt bókina, og virðist þýðing hans framúrskarandi vel af hendi leýst. Naut hann til hennar að- stoðar Friðriks læknis Einars- sonar, og verður ekki annað séð en að sú samvinna hafi borið gððan árangur. ThS. Guðmundur var að því kominn, eftir mikla brýningu, að nota sér það. . Langstærsti þátturinn í ís- lenzkum bókmenntum eru rím- urnar og jáfnframt sá allra þjóðlegasti. Og þær eru sann- ast að segja merkilegar bók- i menntir, enda þótt flestir haldi j að ef þeir segðu svo, þá yrðu j þeir að athlægi. Og skárra væri það nú, að meta sannleikann svo' mikils að maður gerði sig að athlægi heimskra manna j hans vegna. Pétur og Páll krossa sig og biðja guð að forða sér frá slíku. Að sjálf- sögðu vitum við að því er trúað erlendis, að íslendingar hafi engar bókmenntir skapað í heilar fjórar aldir, eða frá 1400 til 1800, og að þessari villutrú verður ekki hrundið með öðru móti en því, að tefla fram rím- unum til vitnisburðar. En ekki höfum við getað fengið af okk- ur að leiða þetta vitni. Það er loks útlendur maður, sá sami er barðist fyrir stofnun Rímna- félagsins, sem gerir þetta. Hann gerði nokkra tilraun í þessa átt fyrir nálega hálfri öld, en ræki- lega nú fyrst fyrir tveim árum með hinum þrem stóru bindum Sýnisbókar íslenzkra rímna. — Gleðileg er sú fregn, sem ný- lega hefur borizt hingað frá Skotlandi, að bók þessi hafi selst vel erlendis (dræmt hér), og vitanlega þá út á hið fræga nafn þess manns, er tók liana saman. Með hana fyrir framan sig getur enginn lengur sagt það satt vera, að bókmennta- starf íslendinga hafi noklcru sinni lagst niður. En að sjálf- sögðu er ekki með þessu eina riti búið að sýna til fiills, hve mikið og merkilegt starfið alla tíð var. Enginn skylai því ætla, að nú mættum við leggja hend- ur í skaut. En séu i’ímurnar varðveizlu verðar (og nú er þó svo ltomið að enginn þorir beinlínis að neita því) þá eru rímnalögin það ekki síður. Sannleikutinn er sá, að ekkert pað, sem ort er undir svonefndum rímna- háttum (og það er æðimikið) nýtur sín til fulls nema kveðið sé eða sungið. Þetta skilclu þvi miður ekki þeir menn; sem sáu um vísnaþátt útvarpsins í hittiðfyrra. Þau Ijóð dugir ekki að lesa. Eg ætla að leit mundi : verða að þeim manni, sem öilu; betur læsi alþýðlegan kveðskap en Pétur Jakobsson. Á kveðju- samsæti því, er Sir William Craigie var haldið kvöldið áður en hann fór héðan 1948, flutti Pétur honum nokkur einkai’ lagleg erindi, sem hann las. Síðan kvað Kjartan Ólafsson þau. Dr. Björn Þórðarson stýrði samsætinu, og hann gat ekki stillt sig um að hafa orð á því, hve miklu betur erindin hefðu notið sín í munni Kjartans, enda kveður Kjartan vel. Ekki ber samt sérlega mikið á því að menntamenn okkar, að slepptum síra Bjarna Þor- steinssyni, hafi beitt sér mjög fyrir varðveizlu rímnalaganna. En Jón læknir Jónsson. sem var mikíll tónlistarmaðuf, sagði mér frá því, að linnskur menntmaður, sem hér ferðaðist og eg man nú ekki lengur hvað hann nefndi, hefði hneykslast á því, hve tómlátir við værum um geymslu hinnar fornu kveðskaparlistar, sem honum þótti harla merkileg. Síra Sig- urjón prófastur Guðjónsson sagði mér líka, er hann síðast kom frá Finnlandi, að aldraður prófessor einn, sem hann hitti þar og nafngreindi (?Ander- son) væri að rita um þetta, að því er honum þótti markverða efni. Og eg skal segja eins og er, að eg er þakklátur fyrir að þessir erlendu menn geymi arí- leið okkar, úr því að siálfa okkur skortir menningu til þess. En mér verður sparkað niður tröppurnar hjá Vísi ef eg kem með alltof langa grein, og hljót- ist af því beinabrot, verður bara sagt, að enginn hafi beðið hig að koma og sjálfur skuli eg því ábyrgjast sjálfan mig. Eg skal því sem fljótast koma nær því, sem eg vildi sérstaklegt hafa hafa í dag. Haustið 1929 var stofnað hér í bænum félag, sem nefndi sig (eg held áð eg fari rétt með) Hagyrðinga- og kvæðamanna- félag. Það er nú að minnst 25 ára afmælis síns. Líklega hefur Kjartan Ólafsson múrarameist- ari verið einn af helztu for- göngumönnunum; a. m. k. var hann kjörinn fyrsti forseti félagsins, og eg hygg langoft- ast síðan, unz hann varð með öllu að láta af stöfum þegar hann slasaðist í sumar. Tók þá við af honum Sigurður Jóns- son frá Haukagili. Ekki getur það hafa verið vandalaust að setjast í sæti slíks manns sem Kjartans, en af miklum skör- ungsskap rækir SigurðUr em- bætti sitt. Lengí hafði eg úr nokkrum fjarska haft auga með starfsemi félagsins, og mér var það Ijóst, að hún var merkileg — merki- legt landvarnarstarf. Eg hafði löngun til að ganga í félagið, en gerði það þó ekki, því eg fann það ofurvel, að lélegur liðsmaður mundi eg reynast, en eg hefi alla tíð helzt hvergi viljað vera til þesseins að sýn- ast. Svo var það, að mér var í haust boðið að koma á fund. Því boði tók eg með þöskum, og það skal eg segja sem satt er, að þar var gott að vera. Fundurinn stóð í hálfa fjórðu stund og þótti mér hann of stuttur. Og nú sá eg það fyrst greinilega,* hve merkileg stofn- un félagið var og öll þess starf- semi. Þarna tóku líka félags- menn svo almennt þátt í starf- inu að slíks hafði eg engin dæmi séð hér á landi. Ekkert kom mér samt meira á óvart en að fá söhnun fyrir því, að enn er til kvæðahraði Símonar Dalaskálds. „Fyrr en orðið var af vör, vísima hafði hann botn- að“. sagði Matthías um Símon, og sagði blákaldan, ýkjulausan sannleika. En svona var það líka um Gunnar H. Alexanders- son þarna á fundinum. Þvílík gáfa! Einar Benediktsson hafði talað um að „með endurreisn rímalistárinnar mundi stofnast bragskóli þjóðarinnar áð nýju“. Og þarna var eg kominn í bað- stofu iðnaðarmanna og sáfc þar í þeim skóla, sem skáldið mikla hafði dreymt um. Þar ura var ekki að villast. En eg var því miður löngu of gamall til að læra, Hlutverk félagsins skilst mér að sé umfram allt það, að varðveita hina fornu og þjóð- legu braglist ásamt þeim kvæðalögum, sem henni til- heyra og að kenna meðferð hvort tveggja. Þarna er því kveðið, rætt um bragðfræði og önnur skyld efni, kvæðalögin kennd (þ. e. mönnum kennt að kveða) og þau varðveitt, bæði með því að kenna þau og með því að taka þau á plötur. Er mér sagt að félagið eigi nú á plötum eitthvað á þriðja hundrað stemmur, sem glataðar mundu ef það hefði ekki varð- veitt þær. Þá er og safnað stökum og öðrum alþýðulegum kveðskap og haldnar rækilegar gjörðarbækur (kannske ekki alltaf eða eingöngu í óbundnu máli), og yfir höfuð er á öll- um hlutum hin mesta reglu- semi og menningarbragur. Alltaf mun félagið hafa verið fremur fámennt, enda hefur það frá öndverðu sí og æ forð- ast allar auglýsingar um sig og skrum — unnið allt sitt starf í kyrrþey. Mér skilst að nú muni félagatal vera í kringum 130 manns, en þar á meðal eru ýmsir, sem nú geta ekki sótt fundi. Á þeim fundi, sem eg kom á, var þorri manna mið- aldra og eldri. Þarna voru bæði karlar og konur, og heill hópur skemmti með kveðskap. Allir kváðu þeir meira og minna vel, sumir ágætlega, og sannarlega voru konurnar þar ekki eftir- bátar. Eg spurði um árgjald félags- manna og var mér sagt að það væri nú 20 kr. Ekki fæ eg skilið hvernig svo mikilli fé- lagsstarfsemi, t. d. fundurn hálfsmánaðarlega frá þvi öud- verðlega á hausti allt fram í maí, verður haldið upp á svo lágum tillögum. Lét eg í ljósi undrun mína við forséta. Hann viðurkenndi að allrar aðgæzlu þyrfti, en sagði, að þarna hefðu margir af litlu að taka cg mun það satt vera. Héfur orðið að miða álögurnar við efnahaginn. Ef það er ekki rétt að þetla félag hafi þjóðmejmingarlega merkilegt starf með höndum, þá skortir mig vitsmuni urn að dæma. En mér blöskrar að hugsa til þess, að þetta merki- lega starf skuli vera að mestu innilokað í fundasal þess og gerðabókum. Eg hefði haldið að það væri hlutverit útvarpsins bjóða því nokkurt samstarf. Og eg vildi óska að félagið réði yfir tímaritskorni til þess að ná þar með til þjóðarinnar álmennt. En um slíkt tjáir víst ekki að tala. Annars vildi eg líka óska en það ef að svipúð féiög mættu rísa upp sem víðast x landinu. Reykjavíkurbær ver miklu fé til fræðslumála. Aldrei mun Kvæðamanna relagið hafa beðið um fjárstyrk til sinnar staif- semi. En launaverð er hún, og eg vil skjóta því t.i] bæjarfull- trúanna, hvort ekki vitdi ein- hver þeirra kynha sér athafnir þess, og ef hana kæmist þá að sömu niðurstöðu og eg, hygg eg að hann mundi leggja til, að félgainu yrði sýndur maklegur viðurkenningarvottur með því t. d. boðið væri að greiða húsa- leigu þess. .4 Alþingi veit eg fyrir víst að þá menn er að finna (jafnvel í sjálfri fjávveit- inganefndinni), sem telja mundu félagið viöurkenníngar- vert ef þeir kynntust starfi þess. En það skal eg taka frarn, að ekki hefi eg með einu orði ymprað á þessum málum við nokkurn mann, inna.i félagsins eða utan. Það endurtek eg að loktm, að þetta félag gégmr að mínu viú sérlega lofsverðu hlutveníi Sn. ,T. ^Vl%VJVA,.".V..VJW,rJ1.'>flAW///.VAVAV/A'."AW.V * Kaupið iÓLAFÖTIN meðan úrvalið er nóg jANDERSEN & B.AUTH” i Laugaveg 28 Vesturgötu 17

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.