Vísir - 26.11.1954, Síða 6
6
VtSIK
Föstudaginn 26. nóvember 1954
DAGBLAB
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti S.
Otgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VlSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Grænlandsmál á Alþingi.
Eins og kunnugt er lagði rík-
isstjómin til að íuiltrúi íslands
skyidi sitja hjá er greitt væri
atkvasði um skýrslugerð Dana
til verndargæzluráðs Sameinuðu
þjóðanna.
Strætisvagnar Reykjavlkur.
thygli almennings í bænum beinist nú nokkuð að strætis-
vögnum Reykjavíkur, af því að vagnstjórar, sem eru deild
í bifreiðastjórafélaginu Hreyfli, hafa sagt upp samningum frá
næstu mánaðamótum og boða verkfall frá þeim tíma. Fara
vagnstjórar fram á kauphækkun, þar sem þeir vinni vakta-
vinnu sem svo er nefnd, og auk þess vilja þeir fá tvo frídaga t
í mánuði hverjum. •
Ekki hefur komið fram opinberlega, hver afstaða bæjarins
muni vera gagnvart kröfum þessum eða þeirra fulltrúa, sem
hann skipar af sinni hálfu til að ræða um nýja samninga við
vagnstjórana. Ekki er heldur vitað nákvæmlega, hvernig hagur
strætisvagnanna er nú, en gera má ráð fyrir, að hann sé þolan-
legur, því að' þótt mikið fé hafi til skamms tíma verið lagt
í nýja vagna, hefur emkum verið lögð áherzla á að afla vagna
með diesel-hreyílurn, sem eru mun sparneytnari en benzín-
hreyflar, eins og alkunna er. En vitanlega verður og að hafa
þetta í huga, þegar samningar eru gerðir við svo stóran hóp
manna sem vagnsjórarnir eru.
Almenningur fann það óþyrmilega í síðusta verkfalli vagn-
stjóranna hjá SVR, hve ómissandi liður vagnarnir eru orðnir í ekJci onnur
samgöngukerfi bæjarins. Fjölmargir menn hafa ekki í annað
hús að venda, þegar þeir þurfa að komast til og frá vinnu
sinni, því að ekki er það á færi allra að eiga einkabíla til afnota,
og margir mundu eiga mjög óhægt með að stunda þau störf, sem
þeir hafa með höndum nú, ef ekki væri unnt að fara með
strætisvögnum endanna á milli í bænum á skömmum tíma, því
að svo miklar eru vegarlengdirnar orðnar og fara vaxandi. Það
er því áreiðanlegt, að bæjarbúar hugsa til þess með nokkrum
kvíða, ef aftur skyldi eiga að koma til stöðvunar strætisvagn-
anna, og þá einmitt á þeim tíma, þegar allra veðra er von, og
mestar annir vegna jólaundirbúnings.
Ekki þarf að efast um það, að bærinn muni reyna að koma
til móts við sanngjarnar kröfur vagnstjóranna um bætt kjör,
en bærinn verður einnig að hafa annað í huga, og það er að;
fyrirtækið standi undir sér, útgjöldum verði haldið svo niðri, að J
hægt sé að endurnýja vagnkostinn á hæfilegum fresti. En auk I
þess er nú aðkallandi, að bætt sé við leiðum eða akstur aukinn
á fyrri leiðum, þar sem ný hverfi eru að rísa upp bæði austan!
það er akiljanlegt að Danir
vilji komast hjá því að gefa
skýrslur um Grænlandsmál til
verndargæzluráðs. það er margt,
sem Danir fá frá Grænlandi, sem
ekki er til í þeirra eigin landi.
þeir fá t. d. efni úr kryólítnám-
unum, sem gera ,má úr ýmSa
hluti. þeir fá marmara frrt Græn-
landi, sem þeir hafa notað í
A., ... . , . , . . , i i * * * „t- byggingar — og nu búast þeir
thygh almenmngs í bænum beimst nu nokkuð að strætis- ...
, . _ ... , .., við að fa bly. Allt ein þetta verð-
momm Kpvkini/ikur nf hvi an vafrnst.inrar. sem eru rieud
mæti, sem ekki eru til í 1
mörku, auk þess sem fleira kánn
að finnast í jörðu í þessu víðátto.
mikla heimskautalandi. það er
því bezt. að geta dregið þetta að
sér, svo að lítið Jieri á.
Danir hafa íöngum þózt vera
að vernda Grænland. En þjóð,
sem telur sig vera að vernda
umkomulausa og frumstæða smá-
þjóð liefur að sjálfsögðu skyldur
við hana. Danir nytja Grænland
eftir.beztu getu en íbúar lands-
ins eru sárfátækir og skortir allf
til alls. — það væri að sjálfsögðu
óþægilegt, að þurfa að gefa rétt-
ar skýrslur ura ástandið þar.
þegar hungur og kröm syarf
sárast að íslendingum sáu þeir
úrræði. en að senda
bænarskrár lil lvonungs, eða
dönsku stjórnarinnar. Bar þetta
að .vonum lítinn árangur því að
þeir, scm leitað var til, voru
sjálfir aðilar að inálinu. — og
elvki óvijliallir dómarar.
En nú er öídin önnur. Nú er
til alþjóðleg stofnun, sem la?tur
sig kjör smælingja miklu skipta.
„Sameinuðu þjóðirnar" liafa oft
lilotið aðkast fyrir að þæp væru
lítils megnugar. En því gétur
enginn neitað að ýmisar stofnan-
ir á yegum Sa.meinuðu þjóðanná
liafa látið mikið gott af sér leiða
í margvíslegum mannúðannál-
um. þangað gela þeir leitað, sem -
j um sárt eiga að bindá,
það gæti vel luigsust, rtð j
og vestan til í bænum, sem krefjast að sjálfsögðu aukinna sam- (skýl.slugorð um Grænland og á-'
gangna, og um þær getur enginn séð nema SVR. Vitanlega væn tau(|jð þaj. g;Hi fyrjr tilgtilli
hægt að hækka fargjöldih, en varla mundi það verða vinsælt, lga;2luVÐrndarráðs komizt í hend-
og mundi jafnvel draga úr notkun vagnanna að einhverju leyti. i g(Vðra maQnaf sem gætu 1
En ef það þætti ekki fært, svo að bæjarsjóður yrði að greiða1^ yiJdu jj.-, Gmnlendingum Jið.
halla, sem á rekstrinum yrði, þá er víst, að treglega mun ganga j En jslendimjar ætla a3 Ijá þvi
að láta starfræksluna vaxa með stækkun bæjarins, og mundi' iiðf að koma j veg fyrir það.
þá mörgum þykja, að strætisvagnarnir brygðust hlutverki sínu. J jslendingaj. pru engi]( ]llraei[mk
Væntanlega kemur ekki til þess, að þeir geti ekki séð fyrir '
vaxandi flutningaþörf innan bæjarins, án þess að seilzt sé ofan
í vasa borgaranna.
en hér hefur þeim þingmönnum,
sem samþykktu að setið v.æri
hjá við fyrr greint nuil, illa yfir-
sést.
Hér er okki um mál að ræða,
seni aðeins snertir íslendinga
og Ðani. ‘— Grænlendingar eiga
hér hlut að máli og ekki livað
minnstan, þetíá er mannúðar-
mál, sem er afdrifaríkt fvrir þá
eða getur orðið það.
það er livorki fagurt né gott ai-
spm'nar að spyrna við því fæti,
að Iítill bróðir í neyð get.i fengið
leiðréttingu mála sinna.
Eg Iteld að þing og stjórn hafi
ékki atluigað nægilega vei, .að
JnT var ekki algerlega einfalt
mál á ferðinni.
Með þölck fyi'ir birtinguna.
Guðrún Indriðadóttir.
Handknatiteikur :
Vaiur vann meistsra-
fiokk karb.
Handknatleiksmóti Reykjavík-
ur í meistaraflokki karla lauk í
gærkveldi með sigri Vals, er sigr-
aði alla keppinauta sína og hlaut
samtals 12 stig.
í gærkveldi fóru þrír síðustu
leikirnir fram. Þróttur vann Í.R
með 13 mörkuni gegn 10. K.R.!
sigraði Fram, 16:12 og i urslita-|
leiknum sem var milli Ármanns
og Vals bar Valur sigur úr být-
um, skoraði 12 mörk gegn 11.
í hálfleik stóðu leikar 6:5 fyrir
Val.
Stig íélagarina að mótinu
loknu eru þannig að Valur lilaut
12 stig, K. R. 9 stig, Ármann 8
stig, Víkingur 7 stig, Þróttur 4
stig.Fram 2 stig og Í.R. ekkert,
stig. |
í kvöld liefst síðari híuti hand
knattleiksmótsins og fer þar.
fram keppni i öllum flokkum öðr
um en meistaraflokki karla.
Alls fará fram 62 leikir í mót-
inti og verðut' keppt öll kvöld
fraxn til 6. des. n.k. að Íaugar-
dagskvöldum iindanskildum.
Hafnfirðingum hefur verið
boðið að senda lið til keppninn-
ar og keppa þau sem gestir á
mótinu. I
í kvöld keppa í 2. flokki kv.
Ármann og Þróttur, í meistara-
flokki kvenna Fram og Valur, i
3. fl.-karla Ármann og Valur, K.
Þróttur-og Valur og K.R.
í þágu mannúiar,
TF-fcað hefur tíðkast hér á undanfömum árum, að gjafir til
ýmissa mannúðarfyrirtækja eða stofnana hafa verið undan-
þegnar sk.atti, menn hafa getað talið þær fram og dregið frá
skattskyldum tekjum. Var þetta fyrst gert á stríðsárunum,
þegar Samband íslenzkra berklasjúklinga vann sem kappsam-
legast að því að undirbúa og koma Reykjalundi upp, Sama var
síðar látið gilda varðandi gjafir, sem menn létu renna til barna-
spítalasjóðs Hringsins.
Nú hefur ríkisstjórain lagt fram frumvarp um það á þingi,
að samskonar undanþága skuli gilda, að því er snertir gjafir
til Krabbameinsfélagsins. Um þessar mundir er lagt meira
kapp á að finna varnir gegn krabbameini en nolíkrum öðrum
sjúkdómi, og þótt við getum aldrei orðið í fremstu víglínu í
þeirri baráttu, þar sem efnaðar milljónaþjóðir hljóta að leggja
mest af mörkum, getum við samt gert margt og mikið til að
styðja Krabbameinsfélagið í því starfi sem það hefur valið sér
að hlutverki og hægt er að inna af hendi hér á landi. Væntan-
lega verða margir til að leggja félaginu lið, er skattfríðindin
fylgja gjöfinni.
Hljómleikar Chesrkasskys.
Tónlistarfélagið hefur að
þessu sinni ráðið mjög kunnan |
amerískan píanóleikara, Shura j
Cherkassky, tii þess að leika j
fyrir meðlimi sína, og lék hann j
þriðjudags- og miðvikuaags- j
kvöld í Austurbæjarbíói. A efi)-
isskránni bár hæst pártítu nr. j
6 (e-moll) eftir Bach og app-
assíónötu Beethovens. Auk þess
lék hr. Cherkassky tilbrigði um
stef úr „Don Juan“ eftir Moz-
art, sem Chopin mun hafa sam-
ið fyrir píanó og hljómsveit og
annað verk, scherzo _ í e-dur,
eftir Chopin, tvær prelúdíur eft
ir Rachmanninoff, „Suggestion j
diabolique" eftir Prokofieff, sir
kus-polka eftir Stravinsky og
polónesu í e-dúr eftir Liszt.
Fáa píanósnillinga hafa merui
heyrt, er hafa jafnmikla og
glæsilega tækni og Cherkassky.
enda er leikni hans á stundum
með ólíkindum. Innan um þenn
an eldlega dans á hljó.mborðinu
leynast oft mikið fagrir hlutir,
en þó getur það komið fyrir að
jafnyel „djöfullegar hugdettur“
verðí : furðu bragðlitlar, þrátt
fyrlr mikla fingrafimi.
Æviferill hr. Cherkasskys er
mjög rnerkilegur og fróðlegur.
Hann fluttist ungur að aldri til
Bandaríkjanna frá Rússlandi,
og hélt þar marga tónleika sem
undrabarn, áður en hann komst
á fermingaraldur. Síðan hefur
hann þjálfað sig af feiknadugn-
aði. Virðist hann hafa fórnað
miklu fyrir sitt furðulega fÍT
lega handbragð.
B. G.
nm-
Það tíðkast nú meir og meir,
að treyst sé á velvilja og skiln-
ing landsmanna til að leggja eitt-
hvað af mörkum af frjálsum
vilja, þegar um er að ræða fjár-
freka starfsemi er miðar að þvi
að bæta kjör þeirra, sem vegna
sjúkleika hafa um skeið orðið
undir í lífsbaráttunni. Er þá oft
það ráð tekið að stofna til happ-
drætis til þess að afla fjár, og er
síður en svo nokkuð við þvi að
segja, þegar markmiðið er gott
og fagurt. SjAlfsagt hefðu marg-
ar og merkilegar franikvæmdii*
S.Í.B.S. orðið að bíða seinni tím-
ans, ef landsmenn hefðu ekki
jafnan verið jafn fúsir á að
leggja eitthvað af mörkum til
þess að styrkja þessa starfsemi,
sem þekkt er nú um Norður-
urlönd.
Margir þurfa hjálpar.
Fyrir aðeins fáum árum var
stofnað hér í bænum félag, sem
hefur það að markmiði að styrkja
lamaða og fatlaða, en fram til
þessa hefur þeim, sem verða fyr-
ir þvi óláni að lamast eða fatlast
verið lítill gaumur gefinn. Það
er að segja að lítið hefur verið
til af tækjum eða sérstökum
lijúkrunargögnum fyrir þessa
sjúklinga, en reynslan annars
staðar hefur sannað að milcið
má flýta fyrir bót á t. d. lömun
með sérstökum tækjum og auð-
vitað allri sérfræðilegri meðferð.
Það var þvi þörf fyrir slíkan fé-
lagsskap liér.
Skortir fé.
En Félag lamaðra og fatlaðra
skortir mikið fé til þess að g'eta
sinnt ætlunarverki sínu. Nokkuð
hefur fengist með sölu eldspýtu-
stokkanna, er allir kannast við.
Þeir, sem óska að styrkja starf-
semina kaupa eldspýtustokka,,
sem eru 10 aurum dýrari, leggja
með því skerf sinn til þessa
mannúðarmálefnis; Nú hefur ver-
ið stofnað til liappdrættis um
glæsilegan fólksbil, og verður
dregið i því fyrir jólin. Þeir, sem
leggja vinnu í að koma skipan á
aðstoð og lijúkrun fyrir lamað
og fatlað fólk, hafa sett markið
hátt. Þeir gera sér ljóst að ííér
er um að ræða styrktarslarfsenu,
sem á allt sitt undir velvilja og
skilningi manna.
Horfið ekki í aurinn.
Happdrættismiðarnir eru noklc
uð dýrir, mun ýmsum finnast,
eða 100 krónur. En á móti veg-
ur það að um mjög glæsilegan
vinning er að ræða, sem getur
breytt allri framtíðinni fyrir
þann, er hreppir. Og svo ber
hins að minnast og ekki síður,
að unnið er fyrir manniiðarmál-
efni, sem alltof lengi hefur setið á
liakanum. Þeir, sem geta, ættu þvi
ckki að hugsa sig um hekiur
leggja hönd á plóginn og kaupa
miða í happdrætti Félagsins til
styrktar lömuðum og fötluðum.
Það veit enginn fyrir nema hann
sé að leggja i varasjóð fyrir sig
og sína. — kr.
i