Vísir - 26.11.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 26.11.1954, Blaðsíða 10
10 VÍSIH- Föstudaginn 26. nóvember 1954' xnanna. Ef þið viljið, að fleiri taki þátt í því, þá snúið ykkur að mér. Herra Blackett hafði dregið sína löngu kesju úr slíðrum, hóf hana á loft og tvíhenti hana. Þeir horfðu á hina tvo aðals- menn, sem stóðu hvor andspænis öðrum og hreyfðu sig' ekki. Courtenay gat ekki dregið sverðið úr slíðrum. Hann gat ekki svo mikið sem kreppt höndina um meðalkaflann. John manaði liann. Röddin kom langt neðan úr hálsi. — Hvað, þorið þér ekki. Hvað get eg gert til að fá yður til nð berjast, því að eg ætla mér að drepa yður. Þér hafið of oft veitzt að mér og vinum mínum. Hann gekk að honum aftur. — Þér viðbjóðslega bleyða og þefdýr. Hann sló Courtenay aftur í andlitið, kippti sverði hans úr slíðrum og setti það í Ihönd honum. Courtenay titraði af hræðslu og kófsvitnaði. Hann stamaði: „Nei, nei, þér hafið mig fyrir rangri sök, Eg hefi aldrei veitzt að yður. Francis dró John burtu. — Hann vill ekki berjast, lávarður minn. Við skulum fara. Það er búið að berja hann nóg. John þurrkaði sér um ennið og ávarpaði þá rólegri rödd: — Hlustið á mig! Ef nokkur ykkar ræðst á mig eða einhverja Æif fyldarliði mínu, mun eg léita uppi húsbónda yðar og þá .mun engin bleyðimennska bjarga honum, því að þá drep eg hann, hvort sem hann ver sig eða ekki. Og nú skulið þið fara með hundinn í byrgi sitt, því að það er búið að berja hann nóg Æið sinni. Enginn gerði tilraun til að hindra brottför þeirra. Þeir stigu á bak og riðu aftur heim að Rose. John var ennþá reiður. Heima í gistihúsinu beið þeirra maður, sem eklti vildi segja nafn sitt né erind, fyrr en hann og John voru orðnir einir og .fcúnir að loka að sér. Þá skýrði hann frá því, að hann væri sendur frá Renard, og ætti að skila því, að allt væri undirbúið. — Hann vildi ekki berjast, hreytti jarlinn út úr sér. — Eg liefi verið gerður að fífli. Það var ekki hægt að reka manninn í gegn fyrst hann vildi ekki verja sig. — Fjandans vandræði tautaði Spánverjinn, Herra Blackett ■dró hann út í horn og sagði honum þar upp alla söguna. Það var orðið liðið á kvöld og hætt að rigna. — Hvað ætlið þér að gera, lávarður minn? spurði Spánverj- inn, þegar hann kom aftur. — Ætlið þér að þiggja hjálp okkar? — Eg hefi ekki staðið við minn hluta af samningnum. — Það er ekki hægt að saka yður um neitt, lávarður minn, mema brjstgæðin að láta fantinn sleppa. En þessi atburður getur samt orðið húsbónda mínum að liði. Ef þér ætlið að fara, verðið þér að hafa hraðan á, því að Ráðið situr á ráðstefnu, og Jjetta berst því fljótlega til eyrna. — Hvort sem þér farið eða verðið kyrr held eg, að eftir það. sem nú er skeð verði Courtenay lávarður aldrei konungur Eng- Jands, sagði herra Blackett. — Þetta var fullmikið fyrir menn Ihans að renna niður og það er áreiðanlegt, að nú flýgur fiski- sagan. John sneri sér að sendiboða Renard’s. — Segið sendiherran- nm, það sem þér hafið heyrt og skilið því til hans, að eg þakki lionum tilboð hans um aðstoð, en eg ætlá að vera kyrr. — Sem yður þóknast, lávarður minn. — Spánverjinn fór og þeir létu færa sér vín. Stundirnar liðu og klukkan sló. Undir miðnætti kom hraðboði frá drottning- unni, rennblautur, móður og másandi. Samkvæmt skipun ráðs- ins átti jarlinn af Bristol að fara daginn eftir til eigna sinna í Gloucestershire og ekki hreyfa sig þaðan, ef hann vildi ekki eiga yfir höfði sér ónáð drottningarinnar. XIV. kafli. Hverjar sem afleiðingarnar hefðu nú orðið af „ónáð drottn- ingarinnar“ (og þær hefðu getað orðið alvarlegar) ef hann fær burt af landareign sinni, kærði John sig ekkert um að alveg í samræmi við uppástungu Cecils og löngun hans. Honum alveg í samræmi við uppásunguu Ceiils og löngun hans. Honum var það fyllilega ljóst. að hann átti það ekki að þakka vinum sínum heldur óvinum Courtenays, að hann var ekki settur í kastalann aftur. Hann hafði, að miklu leyti óviljandi liðsinnt þeim, sem voru hlynntir því að drottningin giftist Spánarkon- ungi og var því þessa stundina, í náð hjá spænska flokknum. Hann hafði áhyggjur af Roger, en hann hafði gert málstað hans hinn mesta ógreiða. en hann vonaði. að Roger sæi að sér í tíma og leitaði griðlands hinum megin sundsins. Hann hafði ofurlítið samvizkubit gagnvart Otterbridge, en hann komst ekki hjá að viðurkenna, að örlögin höfðu, í vissum skilningi, neytt hann til að fylgja ráðleggingu þessa stjórnmálamanns og taka af- stöðu gegn bróður sínum. Hann sendi Ambrose til hans með kveðju. John lagði af stað vestur ásamt Francis og Blackett og nægi- lega mannmörgu fylgdarliði til að verjast þeim stigamönnum, sem gerðu vegina ótrygga. Þjónarnir áttu að koma á eftir með farangurinn. Þetta var skemmtilegt ferðalag, enda þótt rigning væri og blautir og leirbornir vegir. Ilmur jarðarinnar minnti John á bernskudaga hans í sveitinni. Þeir fóru hægt, því að John þurfti að ríða upp á hverja hæð til að kanna nágrennið og koma við í hverju þorpi og tala við helztu embættismenn á hverjum stað. Faðir hans hafði verið „sveitalávarður“, sem dvaldist meira á sveitasetri sínu en við hh-ðina. og sonur hans hafði haft mikið yndi af sveitalífinu. þegar hann var barn. Hann undi betur kyrrð og rósemi sveita- lífsins en pólitísku argaþrasi stórborgarinnar. Þau voru komin til Gloucestershire áður en þau vissu af. Þar voru nokkur greifadæmi og út frá þeim voru leigulönd. Sex kvöldum eftir að John kom frá London, reið hann til eins smáþorpsins í grenndinni. Þegar hann steig af baki við veitinga- húsið, var þar mikið um að vera. Veitingamaðurinn var mjög áhyggjufullur á svipinn. Fógetinn og hreppsstjórinn voru að koma og þorpsbúar hópuðu sig í garðinum. Hér fannst John hann loks vera kominn heim til sín. Allt voru þetta leiguliðar hans og löndin. þorpin, veitingahúsið og húsin voru hans eign. Þegar hann var setztur fyrir framan arininn, sem skíðlogaði á og hafði fengið freyðandi öl í krús, gengu þegnar hans fyrir hann og ræddu við hann, og þegar þeir fundu. hve alúðlegur hann var, trúðu þeir honum fyrir öllum áhyggjum sínum, þangað til hann fór að láta í Ijós undrun sína yfir því hversu vel þeir voru útlítandi og hraustlegir eftir allan uppskeru- brestinn og bráðafárið í búpeningnum, sem þeir voru að kvarta um. Francis, sem líka var sveitamaður, sagði honum. að það væri alltaf uppskerubrestur og bráðafár, þegar sveitamerínirnir væru að tala við lénsherra sinn. John ferðaðist víða um héruð sín og allsstaðar var örninn, skjaldarmerki Aumarle-ættarinnar yfir dyrum veitingahúsanna. Hann fór um héruðin „Wheatsheaf“ og „Hímgerford Arms“. Þar átti hann gríðarmiklar eignir kringum Wattingfordkastala. Hann átti akrana, engin, hagana og skógana. Hann hafði vald til þess að velja sóknarprestana. Bjórkaupmenn bosguðu hon- um skatta, og leiguliðar hans. sem höfðu jarðimar á leigu mann fram af manni, borguðu honum leigu og voru skyldir til að fylkja sér undir merki hans í styrjöldum. Hann var. í vissum skilningi, ofurlítill konungur þarna í ríki sínu, en sam- Á kvoldvökunni. Attlee, fyrrverandi forsætis- ráðherra Breta var nýlega í heimsókn hjá Tito marskálki, en þar er aðeins einn stjórn- málaflokkur, svo sem kunnugt er. „Mér finnst það vera afar undarlegt," sagði Attlee, „að stjórnmálaflokkur skuli engan flokk hafa til að keppa við. Það hlýtur að vera alveg eins leiðinlegt og að horfa á kapp- reiðar þar sem aðeins einn hestur keppir.“ Það kostaði mikið að krýna Elísabetu drottningu hér um árið. Sir David Eccles var krýn- ingarráðherra, en það er ekki hætta á áð hann hafi lent í qrðskaki við fjármálaráðherr- an út úr kostpaðinum, þyí að Sir David er afburða hagsýnn og fyrittækið ætlaðist hann til að bæri sig. T. d. voru gerðir þrjú þúsund stólar handa krýningargestum, sem komu í Westminster Abbey. En viti menn— ráðherrann lét selja stólana eftir á — hæg- inda-stóla á 7 sterlingspund 10 shillinga en venjulega stóla á 4 stpd. og. 7 shillinga. — Stól- arnir seldust allir á einum degi og var af því góður hagn- aður. Nobelsverðlaunahafinn Hem- ingway fór sem kunnugt er nýlega til Afríku á ljónaveiðar. í Nairobi hitti hann kvik- myndaframleiðenda frá Holly- wood, sem var þar að taka kvikmyndir af villidýralífi og gortaði hann mikið af ævin- týrum sínum. „Er það ekki ó- trúlegt“, sagði hann meðal- annars, að eina nóttina heyrði eg heljar-ljónsöskur úti fyrir tjaldinu mínu. Ég þaut út og frammi fyrir mér stóð þá risa- vaxið Ijón. í fátinu hafði ég gleymt að taka með mér riff- ilinn minn, en greip þá í of- boði viskíflösku axlarfulla Ég keyrði hana í hausinn á ljón- inu það hvarf eins og örskot og mér var borgið!“ „Hm, hm“, sagði Heming- way. „Nú skil ég nokkuð sem fyrir mig kom. Ég lagði nefni- lega ljón að velli, en það undr- aðist eg mest að það angaði af því spírituslyktin“. C Sutnuqhj imim 1691 LAZAR'S NBZVOUSNESS 5POILEO PIS AIM,I-IOWE\/ER,ANO THE &ULLET 5CREAMEO PAST TARZAN'S EAR.SWIFTLV THE APE-MAN PREPAREO TO SENO AN ARROW THR0U6H HIS ENEW'S HEART- SUT THE FATMAN SQUEEZEOTHE TRI66ER A6AIN.THS5 TIME THE S'rlOT SPUNTEREO THE 3C3WI Copr U51.í:tIj?»rH!ceBiirroughi,Inr.—'Tm Rrg.lf S P»t on Distr by United Feature Syhdicate. rnc.' En vegna taugaæsings missti Lazar anarks svo kúlan straukst fram hjá -öðru eyra Tarzans. Tarzan spennti bogann í skyndi og ætlaði að reyna að senda ör í gegn- um hjarta svikarans. En feiti maðurinn þrísti á gikkinn í annað sinn og að þessu sinni hæfði kúlan bogann svo hann fór í tvennt. FROMTHE S10EUNE5 LUCIA 6ASPE0-TARZAN NOW STOOO DEPENSELESS IN THE FACE OFOEATHl Lúcía rak upp vein. Því þarna stóð Tarzan varnarlaus andspænis dauð-> anurn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.